Hætta við atkvæðagreiðslu og standa við lífskjarasamninginn Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. september 2020 14:50 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins hefur ákveðið að standa áfram við lífskjarasamninginn sem undirritaður var í vor. Atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna SA um uppsögn kjarasamninga fer því ekki fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SA sem send var út nú á þriðja tímanum. Framkvæmdastjórn SA hefur fundað stíft síðan ríkisstjórnin kynnti aðgerðapakka sinn, sem koma á til móts við atvinnulífið og stilla til friðar á vinnumarkaði, í morgun. Boðað hafði verið til atkvæðagreiðslu meðal aðildarfyrirtækja SA um uppsögn á lífskjarasamningnum, sem til stóð að hæfist um miðjan dag í dag og lyki á morgun. Í tilkynningu frá SA nú á þriðja tímanum segir að framkvæmdastjórnin hafi á fundum sínum í dag tekið afstöðu til tveggja kosta. Annars vegar að halda atkvæðagreiðslunni til streitu og hins vegar áframhald lífskjarasamningsins að teknu tilliti til aðgerða stjórnvalda, einkum lækkun tryggingagjalds, skattalegra ívilnana og beinna styrkja til fyrirtækja. Það hafi að endingu verið samhljóma ákvörðun framkvæmdastjórnar SA að lífskjarasamningurinn gildi áfram. Atkvæðagreiðslan um uppsögn kjarasamninga mun því ekki fara fram. Verkalýðsforystan hafi ekki verið tilbúin til viðræðna SA taka sérstaklega fram í tilkynningu sinni að aðgerðir stjórnvalda nú komi til með að milda áhrif launahækkana sem taka gildi um áramótin. Heildarkostnaður vegna þeirra verði 40-45 milljarðar króna á ársgrundvelli. Eftir sem áður muni launahækkanir veikja stöðu atvinnulífsins. Þá telji SA sættir á vinnumarkaði mikilvægar og vilji stuðla að þeim. Þær verði þó ekki „keyptar á hvaða verði sem er.“ Verkalýðsforystan hafi ekki verið tilbúin til viðræðna um aðgerðir til að bregðast við forsendubresti sem SA telur hafa orðið í atvinnulífinu vegna faraldurs kórónuveiru. Verkalýðshreyfingin hafi hafnað hugmyndum SA til að milda höggið og sú staða hafi þvingað SA til að leita samstarfs við stjórnvöld um mótun viðbragða við stöðunni. Forysta verkalýðshreyfingarinnar hefur tekið heldur fálega í aðgerðir stjórnvalda það sem af er degi. Efling lýsti yfir vonbrigðum með aðgerðapakkann og sagði hann aðeins styðja atvinnurekendur og efnafólk. Þá sagði Drífa Snædal forseti ASÍ að í pakkanum mætti finna ýmislegt gott, til að mynda framlengingu á verkefninu Allir vinna, en margt mætti útfæra betur. Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Telja aðgerðapakkann eingöngu styðja við „atvinnurekendur og efnafólk“ Efling – stéttarfélag lýsir vonbrigðum með aðgerðapakka sem ríkisstjórnin kynnti fyrir hádegi í dag. 29. september 2020 13:38 Vonar að lækkun tryggingagjalds komi ekki niður á fæðingarorlofi Drífa Snædal forseti ASÍ segir að margar af aðgerðum stjórnvalda til að stilla til friðar á vinnumarkaði hafi verið fyrirséðar. 29. september 2020 12:20 Framkvæmdastjórn SA gaumgæfir aðgerðapakkann á fundi Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins situr nú fund þar sem hún fer yfir aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. 29. september 2020 11:49 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins hefur ákveðið að standa áfram við lífskjarasamninginn sem undirritaður var í vor. Atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna SA um uppsögn kjarasamninga fer því ekki fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SA sem send var út nú á þriðja tímanum. Framkvæmdastjórn SA hefur fundað stíft síðan ríkisstjórnin kynnti aðgerðapakka sinn, sem koma á til móts við atvinnulífið og stilla til friðar á vinnumarkaði, í morgun. Boðað hafði verið til atkvæðagreiðslu meðal aðildarfyrirtækja SA um uppsögn á lífskjarasamningnum, sem til stóð að hæfist um miðjan dag í dag og lyki á morgun. Í tilkynningu frá SA nú á þriðja tímanum segir að framkvæmdastjórnin hafi á fundum sínum í dag tekið afstöðu til tveggja kosta. Annars vegar að halda atkvæðagreiðslunni til streitu og hins vegar áframhald lífskjarasamningsins að teknu tilliti til aðgerða stjórnvalda, einkum lækkun tryggingagjalds, skattalegra ívilnana og beinna styrkja til fyrirtækja. Það hafi að endingu verið samhljóma ákvörðun framkvæmdastjórnar SA að lífskjarasamningurinn gildi áfram. Atkvæðagreiðslan um uppsögn kjarasamninga mun því ekki fara fram. Verkalýðsforystan hafi ekki verið tilbúin til viðræðna SA taka sérstaklega fram í tilkynningu sinni að aðgerðir stjórnvalda nú komi til með að milda áhrif launahækkana sem taka gildi um áramótin. Heildarkostnaður vegna þeirra verði 40-45 milljarðar króna á ársgrundvelli. Eftir sem áður muni launahækkanir veikja stöðu atvinnulífsins. Þá telji SA sættir á vinnumarkaði mikilvægar og vilji stuðla að þeim. Þær verði þó ekki „keyptar á hvaða verði sem er.“ Verkalýðsforystan hafi ekki verið tilbúin til viðræðna um aðgerðir til að bregðast við forsendubresti sem SA telur hafa orðið í atvinnulífinu vegna faraldurs kórónuveiru. Verkalýðshreyfingin hafi hafnað hugmyndum SA til að milda höggið og sú staða hafi þvingað SA til að leita samstarfs við stjórnvöld um mótun viðbragða við stöðunni. Forysta verkalýðshreyfingarinnar hefur tekið heldur fálega í aðgerðir stjórnvalda það sem af er degi. Efling lýsti yfir vonbrigðum með aðgerðapakkann og sagði hann aðeins styðja atvinnurekendur og efnafólk. Þá sagði Drífa Snædal forseti ASÍ að í pakkanum mætti finna ýmislegt gott, til að mynda framlengingu á verkefninu Allir vinna, en margt mætti útfæra betur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Telja aðgerðapakkann eingöngu styðja við „atvinnurekendur og efnafólk“ Efling – stéttarfélag lýsir vonbrigðum með aðgerðapakka sem ríkisstjórnin kynnti fyrir hádegi í dag. 29. september 2020 13:38 Vonar að lækkun tryggingagjalds komi ekki niður á fæðingarorlofi Drífa Snædal forseti ASÍ segir að margar af aðgerðum stjórnvalda til að stilla til friðar á vinnumarkaði hafi verið fyrirséðar. 29. september 2020 12:20 Framkvæmdastjórn SA gaumgæfir aðgerðapakkann á fundi Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins situr nú fund þar sem hún fer yfir aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. 29. september 2020 11:49 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Telja aðgerðapakkann eingöngu styðja við „atvinnurekendur og efnafólk“ Efling – stéttarfélag lýsir vonbrigðum með aðgerðapakka sem ríkisstjórnin kynnti fyrir hádegi í dag. 29. september 2020 13:38
Vonar að lækkun tryggingagjalds komi ekki niður á fæðingarorlofi Drífa Snædal forseti ASÍ segir að margar af aðgerðum stjórnvalda til að stilla til friðar á vinnumarkaði hafi verið fyrirséðar. 29. september 2020 12:20
Framkvæmdastjórn SA gaumgæfir aðgerðapakkann á fundi Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins situr nú fund þar sem hún fer yfir aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. 29. september 2020 11:49