Fyrstu kappræður Trumps og Bidens Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. september 2020 23:31 Joe Biden og Donald Trump mætast í nótt. Vísir/AP Uppfært klukkan 08:36: Kappræðunum á milli Trumps og Bidens er lokið en horfa má á þær í spilaranum neðar í þessari frétt. Þá má lesa ítarlega umfjöllun Vísis um kappræðurnar hér. Í nótt fara fram fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Horfa má á kappræðurnar, sem hefjast klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma, í beinni útsendingu hér að neðan. Beðið hefur verið eftir kappræðunum með mikilli eftirvæntingu en alls verða þrjár slíkar haldnar fyrir forsetakosningarnar í nóvember næstkomandi. Sérfræðingir og greinendur eru reyndar sammála um það að kappræðurnar muni í raun litlu breyta. Nema Trump eða Biden misstígi sig verulega, líkt og Vísir fór yfir fyrr í kvöld. Biden mælist enn með töluvert forskot á Trump á landsvísu. Spálíkan tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight gefur Biden 78 prósent líkur á því að bera sigur úr býtum. Kappræðurnar hefjast sem fyrr segir klukkan eitt í nótt og verða þær um níutíu mínútna langar. Kappræðurnar fara fram Cleveland í Ohio-ríki og er það hinn reynslumikli sjónvarpsmaður Chris Wallace sem mun stýra kappræðunum. Það var Wallace sjálfur sem valdi umræðuefni kvöldsins og eru þau eftirfarandi: Árangur Trumps og Bidens Hæstiréttur Bandaríkjanna Covid-19 Efnahagur Bandaríkjanna Samskipti kynþátta og ofbeldi í borgum Bandaríkjanna Heilindi kosninganna Reiknað er með fimmtán mínútum í hvert umræðuefni og munu Biden og Trump fá tvær mínútur til þess að svara opnunarspurningu frá Wallace í hverjum umræðuefni fyrir sig. Frambjóðendurnir munu einnig fá tækifæri til að bregðast við því sem fram kemur í svörum mótframbjóðandans. Alls munu Biden og Trump mætast tvisvar sinnum í viðbót, þann 15. og þann 22. október. Kamala Harris, varaforsetaefni Bidens og Mike Pence, núverandi varaforseti munu svo mætast í kappræðum þann 7. október næstkomandi. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ólíklegt að kappræðurnar í nótt skipti verulegu máli Mikill meirihluti kjósenda í Bandaríkjunum segist ætla að horfa en sérfræðingar og greinendur eru sammála um að kappræðurnar muni í raun litlu breyta. Nema Trump eða Biden misstígi sig verulega. 29. september 2020 21:01 Skattamál Trump þjóðaröryggismál að mati Pelosi Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og æðsti kjörni fulltrúi Demókrata á landsvísu segir að skattamál Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, varði þjóðaröryggi Bandaríkjanna. 28. september 2020 22:25 „Mógúllinn“ sem tapar og tapar Það að forsetinn hafi einungis greitt 750 dali í alríkistekjuskatt árið sem hann bauð sig fram til forseta, 2016, og hann hafi engan skatt greitt tíu af síðustu fimmtán árum gæti komið niður á stöðu hans meðal verkafólks í Bandaríkjunum. 28. september 2020 12:57 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Uppfært klukkan 08:36: Kappræðunum á milli Trumps og Bidens er lokið en horfa má á þær í spilaranum neðar í þessari frétt. Þá má lesa ítarlega umfjöllun Vísis um kappræðurnar hér. Í nótt fara fram fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Horfa má á kappræðurnar, sem hefjast klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma, í beinni útsendingu hér að neðan. Beðið hefur verið eftir kappræðunum með mikilli eftirvæntingu en alls verða þrjár slíkar haldnar fyrir forsetakosningarnar í nóvember næstkomandi. Sérfræðingir og greinendur eru reyndar sammála um það að kappræðurnar muni í raun litlu breyta. Nema Trump eða Biden misstígi sig verulega, líkt og Vísir fór yfir fyrr í kvöld. Biden mælist enn með töluvert forskot á Trump á landsvísu. Spálíkan tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight gefur Biden 78 prósent líkur á því að bera sigur úr býtum. Kappræðurnar hefjast sem fyrr segir klukkan eitt í nótt og verða þær um níutíu mínútna langar. Kappræðurnar fara fram Cleveland í Ohio-ríki og er það hinn reynslumikli sjónvarpsmaður Chris Wallace sem mun stýra kappræðunum. Það var Wallace sjálfur sem valdi umræðuefni kvöldsins og eru þau eftirfarandi: Árangur Trumps og Bidens Hæstiréttur Bandaríkjanna Covid-19 Efnahagur Bandaríkjanna Samskipti kynþátta og ofbeldi í borgum Bandaríkjanna Heilindi kosninganna Reiknað er með fimmtán mínútum í hvert umræðuefni og munu Biden og Trump fá tvær mínútur til þess að svara opnunarspurningu frá Wallace í hverjum umræðuefni fyrir sig. Frambjóðendurnir munu einnig fá tækifæri til að bregðast við því sem fram kemur í svörum mótframbjóðandans. Alls munu Biden og Trump mætast tvisvar sinnum í viðbót, þann 15. og þann 22. október. Kamala Harris, varaforsetaefni Bidens og Mike Pence, núverandi varaforseti munu svo mætast í kappræðum þann 7. október næstkomandi.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ólíklegt að kappræðurnar í nótt skipti verulegu máli Mikill meirihluti kjósenda í Bandaríkjunum segist ætla að horfa en sérfræðingar og greinendur eru sammála um að kappræðurnar muni í raun litlu breyta. Nema Trump eða Biden misstígi sig verulega. 29. september 2020 21:01 Skattamál Trump þjóðaröryggismál að mati Pelosi Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og æðsti kjörni fulltrúi Demókrata á landsvísu segir að skattamál Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, varði þjóðaröryggi Bandaríkjanna. 28. september 2020 22:25 „Mógúllinn“ sem tapar og tapar Það að forsetinn hafi einungis greitt 750 dali í alríkistekjuskatt árið sem hann bauð sig fram til forseta, 2016, og hann hafi engan skatt greitt tíu af síðustu fimmtán árum gæti komið niður á stöðu hans meðal verkafólks í Bandaríkjunum. 28. september 2020 12:57 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Ólíklegt að kappræðurnar í nótt skipti verulegu máli Mikill meirihluti kjósenda í Bandaríkjunum segist ætla að horfa en sérfræðingar og greinendur eru sammála um að kappræðurnar muni í raun litlu breyta. Nema Trump eða Biden misstígi sig verulega. 29. september 2020 21:01
Skattamál Trump þjóðaröryggismál að mati Pelosi Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og æðsti kjörni fulltrúi Demókrata á landsvísu segir að skattamál Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, varði þjóðaröryggi Bandaríkjanna. 28. september 2020 22:25
„Mógúllinn“ sem tapar og tapar Það að forsetinn hafi einungis greitt 750 dali í alríkistekjuskatt árið sem hann bauð sig fram til forseta, 2016, og hann hafi engan skatt greitt tíu af síðustu fimmtán árum gæti komið niður á stöðu hans meðal verkafólks í Bandaríkjunum. 28. september 2020 12:57