H&M hyggst loka 250 verslunum á næsta ári Atli Ísleifsson skrifar 1. október 2020 07:35 Ekki er tekið fram í uppgjörinu í hvaða löndum til standi að loka verslunum. Getty Sænski fatarisinn H&M hyggst þrátt fyrir margmilljarða hagnað loka 250 verslunum á næsta ári. Samdráttur í sölu og áhrif kórónuveirunnar á kauphegðun fólks fær H&M til að grípa til þessa ráðs, en samstæðan greinir frá þessu í árshlutaskýrslu á heimasíðu sinni. Í skýrslunni segir að sala H&M hafi dregist saman um 16 prósent á þriðja ársfjórðungi samanborið við síðasta ár. Í upphafi þriðja ársfjórðungs hafi verið um níu hundruð af um fimm þúsund verslunum H&M verið lokaðar vegna heimsfaraldursins, en í lok ársfjórðungsins voru um tvö hundruð enn lokaðar. Aðgerðir stjórnvalda í hverju landi fyrir sig hefur sömuleiðis víða haft áhrif á opnunartíma verslana. Í skýrslunni segir að í tilfelli um fjórðungs verslana H&M sé hægt að endursemja um eða segja upp leigusamningi á hverju ári. Á árinu 2021 sé áætlað um verslunum fækki um 250. Ekki er tekið fram í hvaða löndum til standi að loka verslunum. H&M Svíþjóð Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Sænski fatarisinn H&M hyggst þrátt fyrir margmilljarða hagnað loka 250 verslunum á næsta ári. Samdráttur í sölu og áhrif kórónuveirunnar á kauphegðun fólks fær H&M til að grípa til þessa ráðs, en samstæðan greinir frá þessu í árshlutaskýrslu á heimasíðu sinni. Í skýrslunni segir að sala H&M hafi dregist saman um 16 prósent á þriðja ársfjórðungi samanborið við síðasta ár. Í upphafi þriðja ársfjórðungs hafi verið um níu hundruð af um fimm þúsund verslunum H&M verið lokaðar vegna heimsfaraldursins, en í lok ársfjórðungsins voru um tvö hundruð enn lokaðar. Aðgerðir stjórnvalda í hverju landi fyrir sig hefur sömuleiðis víða haft áhrif á opnunartíma verslana. Í skýrslunni segir að í tilfelli um fjórðungs verslana H&M sé hægt að endursemja um eða segja upp leigusamningi á hverju ári. Á árinu 2021 sé áætlað um verslunum fækki um 250. Ekki er tekið fram í hvaða löndum til standi að loka verslunum.
H&M Svíþjóð Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira