Trump-liðar ósáttir við áætlaðar breytingar á kappræðum Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2020 12:39 Donald Trump hefur gagnrýnt nefndina sem heldur utan um kappræðurnar frá því áður en hann tók fyrst þátt í þeim 2016. AP/Alex Brandon Frá kosningabaráttunni 2016 hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, verið ósáttur við hina ópólitísku nefnd sem stýrir kappræðum í forsetakosningunum. Nefndin hefur heitið því að gera breytingar á næstu kappræðum Trump og Joe Biden. Breyta á reglunum til að reyna að draga úr truflunum eftir að forsetinn greip ítrekað fram í fyrir Biden og Chris Wallace, stjórnanda fyrstu kappræðanna á miðvikudagsnótt. Trump telur það að gera eigi breytingar til marks um stuðning nefndarinnar við Biden. Samkvæmt talningu blaðamanna Washington Post gripu frambjóðendurnir alls 90 sinnum fram í fyrir Wallace eða hvorum öðrum. Trump 71 sinni og Biden 19 sinnum. Í kappræðunum gekk Trump fram af mikilli hörku og hunsaði margar þeirra reglna sem hann hafði samþykkt að fara eftir. Þær snúa meðal annars að framíköllum og tímalengd ummæla. Nú segir hann að komandi breytingar séu til marks um að nefndin styðji Biden og Demókrata. Snemma í kappræðunum ítrekaði Wallace að framboð Trump hefði samþykkt að báðar hliðar fengju tvær mínútur til svara og það án truflana. Bað hann forsetann um að fara eftir því. Það gerði Trump ekki og eftir að Wallace hafði nokkrum sinnum ávítt hann fyrir framígrip sagði Trump: „Mér sýnist ég vera í kappræðum við þig, ekki hann. Það er í lagi. Það kemur ekki á óvart.“ Ósáttir við breytingar Framboð Trump sendi í gær frá sér yfirlýsingu eftir að ætlanir nefndarinnar um að breyta reglunum urðu ljósar um að eingöngu væri verið að grípa til breytinga vegna þess að Trump hafi „rústað“ Biden, sem lýst var sem „þeirra manni“, í kappræðunum. Verið sé að breyta reglunum og færa mörkin í miðjum leik. Í umfjöllun Politico er bent á að sú yfirlýsing er í samræmi við þá framboðsstefnu forsetans að „kerfið“ sé gegn honum. Hann hafi frá því í kappræðunum gegn Hillary Clinton árið 2016 verið ósáttur við nefndina. Áður en hann og Clinton stigu á svið staðhæfði Trump að nefndin og Clinton ættu í leynimakki um skipuleggja fyrstu tvær kappræðurnar á sömu dögum og leiki í amerískum fótbolta. Það hefði verið gert til að draga úr fjölda áhorfenda. Hann veittist líka gegn stjórnendum kappræðanna og sakaði það um að vera gegn sér og sakaði nefndina um að hafa skemmt fyrir honum með því að eiga við hljóðnema hans. Í yfirlýsingu frá nefndinni segir að kappræðurnar hafi sýnt fram á nauðsyn þess að breyta þeim til að tryggja betru umræðu um málefnin. Samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar er ein breytingin sem verið er að skoða að gera stjórnanda kappræðanna mögulegt að slökkva á hljóðnema frambjóðendanna, hafi þeir ekki hemil á sér. Næstu kappræður þeirra Trump og Biden fara fram þann 15. október í Miami. Þær verða með svokölluðu bæjarfundarsniði, þar sem frambjóðendurnir verða spurðir spurninga úr sal. Blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa rætt við kjósendur víðsvegar um Bandaríkin í kjölfar kappræðanna um hvað þeim fannst um sjónarspilið. Flestir voru þeirrar skoðunar að það hefði verið erfitt að horfa á þær. Flestir kenndu Trump um og sögðu hann hafa valdið látunum. Enginn þeirra sagði þó að kappræðurnar hefðu breytt því hvernig þau ætluðu að kjósa. Þeir sem studdu Trump fyrir kappræðurnar gera það enn og það sama má segja um þá sem studdu Biden. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríkin: Fyrstu kappræðurnar vöktu mikla athygli Fyrstu kappræður forsetakosninga Bandaríkjanna fóru fram aðfaranótt miðvikudagsins. Þar mættust þeir Donald Trump, forseti, og Joe Biden, frambjóðandi Demókrataflokksins, á sviði í fyrsta sinn. Óhætt er að segja að úrkoman hafi verið sérstök. 1. október 2020 09:07 Japanskir túlkar í miklum bobba með kappræðurnar Túlkar NHK, ríkissjónvarps Japans, áttu í miklum vandræðum með vinnu sína í nótt. 30. september 2020 13:23 Kappræðurnar sagðar skammarlegar fyrir bandarískt lýðræði Stjórnmálaskýrendur vestanhafs eru margir hverjir sannfærðir um að að fyrstu kappræður Donald Trump og Joe Biden hafi ekki verið álitlegar. Þáttastjórnendur Bandaríkjanna virðast sammála. 30. september 2020 11:14 „Snjóflóð“ lyga frá forsetanum Frammistöðu Trumps hefur verið líkt við framgöngu hans á kosningafundum hans, þar sem forsetinn hefur sjaldan látið sannleikann standa í vegi fyrir sér. 30. september 2020 09:25 Framíköll, óreiða og deilur einkenndu kappræðurnar Fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fóru fram í Cleveland í nótt. Kappræðurnar einkenndust af framíköllum og deilum. 30. september 2020 07:30 Ólíklegt að kappræðurnar í nótt skipti verulegu máli Mikill meirihluti kjósenda í Bandaríkjunum segist ætla að horfa en sérfræðingar og greinendur eru sammála um að kappræðurnar muni í raun litlu breyta. Nema Trump eða Biden misstígi sig verulega. 29. september 2020 21:01 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Fleiri fréttir Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Sjá meira
Frá kosningabaráttunni 2016 hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, verið ósáttur við hina ópólitísku nefnd sem stýrir kappræðum í forsetakosningunum. Nefndin hefur heitið því að gera breytingar á næstu kappræðum Trump og Joe Biden. Breyta á reglunum til að reyna að draga úr truflunum eftir að forsetinn greip ítrekað fram í fyrir Biden og Chris Wallace, stjórnanda fyrstu kappræðanna á miðvikudagsnótt. Trump telur það að gera eigi breytingar til marks um stuðning nefndarinnar við Biden. Samkvæmt talningu blaðamanna Washington Post gripu frambjóðendurnir alls 90 sinnum fram í fyrir Wallace eða hvorum öðrum. Trump 71 sinni og Biden 19 sinnum. Í kappræðunum gekk Trump fram af mikilli hörku og hunsaði margar þeirra reglna sem hann hafði samþykkt að fara eftir. Þær snúa meðal annars að framíköllum og tímalengd ummæla. Nú segir hann að komandi breytingar séu til marks um að nefndin styðji Biden og Demókrata. Snemma í kappræðunum ítrekaði Wallace að framboð Trump hefði samþykkt að báðar hliðar fengju tvær mínútur til svara og það án truflana. Bað hann forsetann um að fara eftir því. Það gerði Trump ekki og eftir að Wallace hafði nokkrum sinnum ávítt hann fyrir framígrip sagði Trump: „Mér sýnist ég vera í kappræðum við þig, ekki hann. Það er í lagi. Það kemur ekki á óvart.“ Ósáttir við breytingar Framboð Trump sendi í gær frá sér yfirlýsingu eftir að ætlanir nefndarinnar um að breyta reglunum urðu ljósar um að eingöngu væri verið að grípa til breytinga vegna þess að Trump hafi „rústað“ Biden, sem lýst var sem „þeirra manni“, í kappræðunum. Verið sé að breyta reglunum og færa mörkin í miðjum leik. Í umfjöllun Politico er bent á að sú yfirlýsing er í samræmi við þá framboðsstefnu forsetans að „kerfið“ sé gegn honum. Hann hafi frá því í kappræðunum gegn Hillary Clinton árið 2016 verið ósáttur við nefndina. Áður en hann og Clinton stigu á svið staðhæfði Trump að nefndin og Clinton ættu í leynimakki um skipuleggja fyrstu tvær kappræðurnar á sömu dögum og leiki í amerískum fótbolta. Það hefði verið gert til að draga úr fjölda áhorfenda. Hann veittist líka gegn stjórnendum kappræðanna og sakaði það um að vera gegn sér og sakaði nefndina um að hafa skemmt fyrir honum með því að eiga við hljóðnema hans. Í yfirlýsingu frá nefndinni segir að kappræðurnar hafi sýnt fram á nauðsyn þess að breyta þeim til að tryggja betru umræðu um málefnin. Samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar er ein breytingin sem verið er að skoða að gera stjórnanda kappræðanna mögulegt að slökkva á hljóðnema frambjóðendanna, hafi þeir ekki hemil á sér. Næstu kappræður þeirra Trump og Biden fara fram þann 15. október í Miami. Þær verða með svokölluðu bæjarfundarsniði, þar sem frambjóðendurnir verða spurðir spurninga úr sal. Blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa rætt við kjósendur víðsvegar um Bandaríkin í kjölfar kappræðanna um hvað þeim fannst um sjónarspilið. Flestir voru þeirrar skoðunar að það hefði verið erfitt að horfa á þær. Flestir kenndu Trump um og sögðu hann hafa valdið látunum. Enginn þeirra sagði þó að kappræðurnar hefðu breytt því hvernig þau ætluðu að kjósa. Þeir sem studdu Trump fyrir kappræðurnar gera það enn og það sama má segja um þá sem studdu Biden.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríkin: Fyrstu kappræðurnar vöktu mikla athygli Fyrstu kappræður forsetakosninga Bandaríkjanna fóru fram aðfaranótt miðvikudagsins. Þar mættust þeir Donald Trump, forseti, og Joe Biden, frambjóðandi Demókrataflokksins, á sviði í fyrsta sinn. Óhætt er að segja að úrkoman hafi verið sérstök. 1. október 2020 09:07 Japanskir túlkar í miklum bobba með kappræðurnar Túlkar NHK, ríkissjónvarps Japans, áttu í miklum vandræðum með vinnu sína í nótt. 30. september 2020 13:23 Kappræðurnar sagðar skammarlegar fyrir bandarískt lýðræði Stjórnmálaskýrendur vestanhafs eru margir hverjir sannfærðir um að að fyrstu kappræður Donald Trump og Joe Biden hafi ekki verið álitlegar. Þáttastjórnendur Bandaríkjanna virðast sammála. 30. september 2020 11:14 „Snjóflóð“ lyga frá forsetanum Frammistöðu Trumps hefur verið líkt við framgöngu hans á kosningafundum hans, þar sem forsetinn hefur sjaldan látið sannleikann standa í vegi fyrir sér. 30. september 2020 09:25 Framíköll, óreiða og deilur einkenndu kappræðurnar Fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fóru fram í Cleveland í nótt. Kappræðurnar einkenndust af framíköllum og deilum. 30. september 2020 07:30 Ólíklegt að kappræðurnar í nótt skipti verulegu máli Mikill meirihluti kjósenda í Bandaríkjunum segist ætla að horfa en sérfræðingar og greinendur eru sammála um að kappræðurnar muni í raun litlu breyta. Nema Trump eða Biden misstígi sig verulega. 29. september 2020 21:01 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Fleiri fréttir Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Sjá meira
Bandaríkin: Fyrstu kappræðurnar vöktu mikla athygli Fyrstu kappræður forsetakosninga Bandaríkjanna fóru fram aðfaranótt miðvikudagsins. Þar mættust þeir Donald Trump, forseti, og Joe Biden, frambjóðandi Demókrataflokksins, á sviði í fyrsta sinn. Óhætt er að segja að úrkoman hafi verið sérstök. 1. október 2020 09:07
Japanskir túlkar í miklum bobba með kappræðurnar Túlkar NHK, ríkissjónvarps Japans, áttu í miklum vandræðum með vinnu sína í nótt. 30. september 2020 13:23
Kappræðurnar sagðar skammarlegar fyrir bandarískt lýðræði Stjórnmálaskýrendur vestanhafs eru margir hverjir sannfærðir um að að fyrstu kappræður Donald Trump og Joe Biden hafi ekki verið álitlegar. Þáttastjórnendur Bandaríkjanna virðast sammála. 30. september 2020 11:14
„Snjóflóð“ lyga frá forsetanum Frammistöðu Trumps hefur verið líkt við framgöngu hans á kosningafundum hans, þar sem forsetinn hefur sjaldan látið sannleikann standa í vegi fyrir sér. 30. september 2020 09:25
Framíköll, óreiða og deilur einkenndu kappræðurnar Fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fóru fram í Cleveland í nótt. Kappræðurnar einkenndust af framíköllum og deilum. 30. september 2020 07:30
Ólíklegt að kappræðurnar í nótt skipti verulegu máli Mikill meirihluti kjósenda í Bandaríkjunum segist ætla að horfa en sérfræðingar og greinendur eru sammála um að kappræðurnar muni í raun litlu breyta. Nema Trump eða Biden misstígi sig verulega. 29. september 2020 21:01