Segja algjört kjaftæði að Jón Arnór hafi farið í Val fyrir hærri laun Sindri Sverrisson skrifar 2. október 2020 10:30 Jón Arnór Stefánsson vann fimm Íslandsmeistaratitla með KR en er nú leikmaður Vals. VÍSIR/DANÍEL „Jón Arnór er ekki að fara að enda ferilinn annars staðar en hjá KR vegna þess að hann fái eitthvað aðeins meira hjá öðru liði. Það er ekki fræðilegur möguleiki.“ Þetta sagði Benedikt Guðmundsson, fyrrverandi þjálfari Jóns Arnórs Stefánssonar, þegar vistaskipti Jóns frá uppeldisfélagi hans KR til Vals voru rædd í upphitunarþætti Dominos Körfuboltakvölds. Jón Arnór gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Val í kvöld þegar liðið mætir Stjörnunni í fyrstu umferð Dominos-deildarinnar, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Ég veit svo sem ekki nákvæmlega hver ástæðan er fyrir því að Jón Arnór fór í Val, ég hef ekki rætt það við hann, en það kom mér mjög á óvart. Ég hef talað einu sinni við hann eftir þetta og þá vorum við að ræða nýja rappmyndbandið hjá Magga Mix, þannig að við fórum nú ekki einu sinni í þetta. En ég get alla vega sagt ykkur að ein af ástæðunum er ekki peningar,“ sagði Benedikt. Þarf ekki að fá hundrað þúsund í viðbót annars staðar „Jón Arnór Stefánsson, ég get fullyrt þetta, er ekki að fara úr KR í Val fyrir einhverja aðeins meiri upphæð en hann fær frá KR. Það er umræða sem að böggar mig pínu. Hann er ekki að fara að enda ferilinn annars staðar en hjá KR vegna þess að hann fái eitthvað aðeins meira hjá öðru liði. Það er ekki fræðilegur möguleiki. Hann þarf ekkert að fá 100 þúsund kalli meira annars staðar. Hann hefur væntanlega einhverjar aðrar ástæður, þannig að hættið þessu peningakjaftæði alla vega í hans tilfelli,“ sagði Benedikt. Þáttastjórnandinn Kjartan Atli Kjartansson benti á að Jón gæti hafa horft á þær miklu breytingar sem orðið hafa hjá KR og fundist vænni kostur að spila með Pavel Ermolinskij og fyrir Finn Frey Stefánsson. Af hverju ekki að taka áskoruninni með einum besta vini sínum? „Hann hefur líka sagt það að hann vildi nýja áskorun,“ sagði Hermann Hauksson. „Hann vildi taka alla vega eitt tímabil í viðbót, fá nýja áskorun, og af hverju ekki að taka hana með einum besta vini sínum, Pavel? Og með þjálfara sem þekkir þig inn og út, veit hversu mikla hvíld þú þarft og hvernig þú æfir. Hann þarf meiri hvíld en aðrir leikmenn í deildinni, eðlilega,“ sagði Hermann, og tók svo undir með Benedikt: „Þetta peningakjaftæði í kringum Jón er bara galið. Það er svipað og ég færi að blása toppinn frá enninu, þetta er það galið. Við skulum því bara hætta öllu svoleiðis kjaftæði, meta það að hann vilji taka eitt ár í viðbót, annars staðar en hjá KR. Hann er búinn að skila öllu sem hægt er að skila til KR og menn eiga bara að klappa honum á bakið og óska honum alls hins besta.“ Klippa: Dominos Körfuboltakvöld - Af hverju fór Jón Arnór til Vals? Dominos-deild karla KR Valur Tengdar fréttir „Er og verð alltaf KR-ingur“ Rætt var við Jón Arnór Stefánsson – einn besta körfuboltamann Íslandssögunnar – í Sportpakka kvöldsins en skipti hans úr KR yfir í Val voru staðfest í dag. 5. ágúst 2020 19:35 Þriðja árið í röð sem KR missir lykilmann til annars íslensks félags Fyrst Brynjar Þór, svo Pavel og nú Jón Arnór. KR-ingar missa nú árlega máttarstólpa til annars félags í Domino´s deildinni. 5. ágúst 2020 13:00 „Finnst öllum galið að ég sé að skipta um lið en þetta er minn ferill og mitt líf“ Jón Arnór Stefánsson, nýr leikmaður Vals, segir að hann hefði líklega hætt ef hann hefði ekki skipt um lið þar sem hann fengi nýja áskorun. 5. ágúst 2020 12:29 Staðfesta félagaskipti Jóns Arnórs til Vals: „Ótrúlega sérstakt að kveðja KR í bili“ Valsmenn halda áfram að safna liði fyrir átökin í Domino's deild karla næsta vetur. Sjálfur Jón Arnór Stefánsson er mættur á Hlíðarenda. 5. ágúst 2020 09:14 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Arsenal | Stórleikur á Brúnni Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Rúmenía | Taka á Rúmenum í Ólafssal Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Sjá meira
„Jón Arnór er ekki að fara að enda ferilinn annars staðar en hjá KR vegna þess að hann fái eitthvað aðeins meira hjá öðru liði. Það er ekki fræðilegur möguleiki.“ Þetta sagði Benedikt Guðmundsson, fyrrverandi þjálfari Jóns Arnórs Stefánssonar, þegar vistaskipti Jóns frá uppeldisfélagi hans KR til Vals voru rædd í upphitunarþætti Dominos Körfuboltakvölds. Jón Arnór gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Val í kvöld þegar liðið mætir Stjörnunni í fyrstu umferð Dominos-deildarinnar, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Ég veit svo sem ekki nákvæmlega hver ástæðan er fyrir því að Jón Arnór fór í Val, ég hef ekki rætt það við hann, en það kom mér mjög á óvart. Ég hef talað einu sinni við hann eftir þetta og þá vorum við að ræða nýja rappmyndbandið hjá Magga Mix, þannig að við fórum nú ekki einu sinni í þetta. En ég get alla vega sagt ykkur að ein af ástæðunum er ekki peningar,“ sagði Benedikt. Þarf ekki að fá hundrað þúsund í viðbót annars staðar „Jón Arnór Stefánsson, ég get fullyrt þetta, er ekki að fara úr KR í Val fyrir einhverja aðeins meiri upphæð en hann fær frá KR. Það er umræða sem að böggar mig pínu. Hann er ekki að fara að enda ferilinn annars staðar en hjá KR vegna þess að hann fái eitthvað aðeins meira hjá öðru liði. Það er ekki fræðilegur möguleiki. Hann þarf ekkert að fá 100 þúsund kalli meira annars staðar. Hann hefur væntanlega einhverjar aðrar ástæður, þannig að hættið þessu peningakjaftæði alla vega í hans tilfelli,“ sagði Benedikt. Þáttastjórnandinn Kjartan Atli Kjartansson benti á að Jón gæti hafa horft á þær miklu breytingar sem orðið hafa hjá KR og fundist vænni kostur að spila með Pavel Ermolinskij og fyrir Finn Frey Stefánsson. Af hverju ekki að taka áskoruninni með einum besta vini sínum? „Hann hefur líka sagt það að hann vildi nýja áskorun,“ sagði Hermann Hauksson. „Hann vildi taka alla vega eitt tímabil í viðbót, fá nýja áskorun, og af hverju ekki að taka hana með einum besta vini sínum, Pavel? Og með þjálfara sem þekkir þig inn og út, veit hversu mikla hvíld þú þarft og hvernig þú æfir. Hann þarf meiri hvíld en aðrir leikmenn í deildinni, eðlilega,“ sagði Hermann, og tók svo undir með Benedikt: „Þetta peningakjaftæði í kringum Jón er bara galið. Það er svipað og ég færi að blása toppinn frá enninu, þetta er það galið. Við skulum því bara hætta öllu svoleiðis kjaftæði, meta það að hann vilji taka eitt ár í viðbót, annars staðar en hjá KR. Hann er búinn að skila öllu sem hægt er að skila til KR og menn eiga bara að klappa honum á bakið og óska honum alls hins besta.“ Klippa: Dominos Körfuboltakvöld - Af hverju fór Jón Arnór til Vals?
Dominos-deild karla KR Valur Tengdar fréttir „Er og verð alltaf KR-ingur“ Rætt var við Jón Arnór Stefánsson – einn besta körfuboltamann Íslandssögunnar – í Sportpakka kvöldsins en skipti hans úr KR yfir í Val voru staðfest í dag. 5. ágúst 2020 19:35 Þriðja árið í röð sem KR missir lykilmann til annars íslensks félags Fyrst Brynjar Þór, svo Pavel og nú Jón Arnór. KR-ingar missa nú árlega máttarstólpa til annars félags í Domino´s deildinni. 5. ágúst 2020 13:00 „Finnst öllum galið að ég sé að skipta um lið en þetta er minn ferill og mitt líf“ Jón Arnór Stefánsson, nýr leikmaður Vals, segir að hann hefði líklega hætt ef hann hefði ekki skipt um lið þar sem hann fengi nýja áskorun. 5. ágúst 2020 12:29 Staðfesta félagaskipti Jóns Arnórs til Vals: „Ótrúlega sérstakt að kveðja KR í bili“ Valsmenn halda áfram að safna liði fyrir átökin í Domino's deild karla næsta vetur. Sjálfur Jón Arnór Stefánsson er mættur á Hlíðarenda. 5. ágúst 2020 09:14 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Arsenal | Stórleikur á Brúnni Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Rúmenía | Taka á Rúmenum í Ólafssal Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Sjá meira
„Er og verð alltaf KR-ingur“ Rætt var við Jón Arnór Stefánsson – einn besta körfuboltamann Íslandssögunnar – í Sportpakka kvöldsins en skipti hans úr KR yfir í Val voru staðfest í dag. 5. ágúst 2020 19:35
Þriðja árið í röð sem KR missir lykilmann til annars íslensks félags Fyrst Brynjar Þór, svo Pavel og nú Jón Arnór. KR-ingar missa nú árlega máttarstólpa til annars félags í Domino´s deildinni. 5. ágúst 2020 13:00
„Finnst öllum galið að ég sé að skipta um lið en þetta er minn ferill og mitt líf“ Jón Arnór Stefánsson, nýr leikmaður Vals, segir að hann hefði líklega hætt ef hann hefði ekki skipt um lið þar sem hann fengi nýja áskorun. 5. ágúst 2020 12:29
Staðfesta félagaskipti Jóns Arnórs til Vals: „Ótrúlega sérstakt að kveðja KR í bili“ Valsmenn halda áfram að safna liði fyrir átökin í Domino's deild karla næsta vetur. Sjálfur Jón Arnór Stefánsson er mættur á Hlíðarenda. 5. ágúst 2020 09:14
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti