Segja algjört kjaftæði að Jón Arnór hafi farið í Val fyrir hærri laun Sindri Sverrisson skrifar 2. október 2020 10:30 Jón Arnór Stefánsson vann fimm Íslandsmeistaratitla með KR en er nú leikmaður Vals. VÍSIR/DANÍEL „Jón Arnór er ekki að fara að enda ferilinn annars staðar en hjá KR vegna þess að hann fái eitthvað aðeins meira hjá öðru liði. Það er ekki fræðilegur möguleiki.“ Þetta sagði Benedikt Guðmundsson, fyrrverandi þjálfari Jóns Arnórs Stefánssonar, þegar vistaskipti Jóns frá uppeldisfélagi hans KR til Vals voru rædd í upphitunarþætti Dominos Körfuboltakvölds. Jón Arnór gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Val í kvöld þegar liðið mætir Stjörnunni í fyrstu umferð Dominos-deildarinnar, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Ég veit svo sem ekki nákvæmlega hver ástæðan er fyrir því að Jón Arnór fór í Val, ég hef ekki rætt það við hann, en það kom mér mjög á óvart. Ég hef talað einu sinni við hann eftir þetta og þá vorum við að ræða nýja rappmyndbandið hjá Magga Mix, þannig að við fórum nú ekki einu sinni í þetta. En ég get alla vega sagt ykkur að ein af ástæðunum er ekki peningar,“ sagði Benedikt. Þarf ekki að fá hundrað þúsund í viðbót annars staðar „Jón Arnór Stefánsson, ég get fullyrt þetta, er ekki að fara úr KR í Val fyrir einhverja aðeins meiri upphæð en hann fær frá KR. Það er umræða sem að böggar mig pínu. Hann er ekki að fara að enda ferilinn annars staðar en hjá KR vegna þess að hann fái eitthvað aðeins meira hjá öðru liði. Það er ekki fræðilegur möguleiki. Hann þarf ekkert að fá 100 þúsund kalli meira annars staðar. Hann hefur væntanlega einhverjar aðrar ástæður, þannig að hættið þessu peningakjaftæði alla vega í hans tilfelli,“ sagði Benedikt. Þáttastjórnandinn Kjartan Atli Kjartansson benti á að Jón gæti hafa horft á þær miklu breytingar sem orðið hafa hjá KR og fundist vænni kostur að spila með Pavel Ermolinskij og fyrir Finn Frey Stefánsson. Af hverju ekki að taka áskoruninni með einum besta vini sínum? „Hann hefur líka sagt það að hann vildi nýja áskorun,“ sagði Hermann Hauksson. „Hann vildi taka alla vega eitt tímabil í viðbót, fá nýja áskorun, og af hverju ekki að taka hana með einum besta vini sínum, Pavel? Og með þjálfara sem þekkir þig inn og út, veit hversu mikla hvíld þú þarft og hvernig þú æfir. Hann þarf meiri hvíld en aðrir leikmenn í deildinni, eðlilega,“ sagði Hermann, og tók svo undir með Benedikt: „Þetta peningakjaftæði í kringum Jón er bara galið. Það er svipað og ég færi að blása toppinn frá enninu, þetta er það galið. Við skulum því bara hætta öllu svoleiðis kjaftæði, meta það að hann vilji taka eitt ár í viðbót, annars staðar en hjá KR. Hann er búinn að skila öllu sem hægt er að skila til KR og menn eiga bara að klappa honum á bakið og óska honum alls hins besta.“ Klippa: Dominos Körfuboltakvöld - Af hverju fór Jón Arnór til Vals? Dominos-deild karla KR Valur Tengdar fréttir „Er og verð alltaf KR-ingur“ Rætt var við Jón Arnór Stefánsson – einn besta körfuboltamann Íslandssögunnar – í Sportpakka kvöldsins en skipti hans úr KR yfir í Val voru staðfest í dag. 5. ágúst 2020 19:35 Þriðja árið í röð sem KR missir lykilmann til annars íslensks félags Fyrst Brynjar Þór, svo Pavel og nú Jón Arnór. KR-ingar missa nú árlega máttarstólpa til annars félags í Domino´s deildinni. 5. ágúst 2020 13:00 „Finnst öllum galið að ég sé að skipta um lið en þetta er minn ferill og mitt líf“ Jón Arnór Stefánsson, nýr leikmaður Vals, segir að hann hefði líklega hætt ef hann hefði ekki skipt um lið þar sem hann fengi nýja áskorun. 5. ágúst 2020 12:29 Staðfesta félagaskipti Jóns Arnórs til Vals: „Ótrúlega sérstakt að kveðja KR í bili“ Valsmenn halda áfram að safna liði fyrir átökin í Domino's deild karla næsta vetur. Sjálfur Jón Arnór Stefánsson er mættur á Hlíðarenda. 5. ágúst 2020 09:14 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Sjá meira
„Jón Arnór er ekki að fara að enda ferilinn annars staðar en hjá KR vegna þess að hann fái eitthvað aðeins meira hjá öðru liði. Það er ekki fræðilegur möguleiki.“ Þetta sagði Benedikt Guðmundsson, fyrrverandi þjálfari Jóns Arnórs Stefánssonar, þegar vistaskipti Jóns frá uppeldisfélagi hans KR til Vals voru rædd í upphitunarþætti Dominos Körfuboltakvölds. Jón Arnór gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Val í kvöld þegar liðið mætir Stjörnunni í fyrstu umferð Dominos-deildarinnar, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Ég veit svo sem ekki nákvæmlega hver ástæðan er fyrir því að Jón Arnór fór í Val, ég hef ekki rætt það við hann, en það kom mér mjög á óvart. Ég hef talað einu sinni við hann eftir þetta og þá vorum við að ræða nýja rappmyndbandið hjá Magga Mix, þannig að við fórum nú ekki einu sinni í þetta. En ég get alla vega sagt ykkur að ein af ástæðunum er ekki peningar,“ sagði Benedikt. Þarf ekki að fá hundrað þúsund í viðbót annars staðar „Jón Arnór Stefánsson, ég get fullyrt þetta, er ekki að fara úr KR í Val fyrir einhverja aðeins meiri upphæð en hann fær frá KR. Það er umræða sem að böggar mig pínu. Hann er ekki að fara að enda ferilinn annars staðar en hjá KR vegna þess að hann fái eitthvað aðeins meira hjá öðru liði. Það er ekki fræðilegur möguleiki. Hann þarf ekkert að fá 100 þúsund kalli meira annars staðar. Hann hefur væntanlega einhverjar aðrar ástæður, þannig að hættið þessu peningakjaftæði alla vega í hans tilfelli,“ sagði Benedikt. Þáttastjórnandinn Kjartan Atli Kjartansson benti á að Jón gæti hafa horft á þær miklu breytingar sem orðið hafa hjá KR og fundist vænni kostur að spila með Pavel Ermolinskij og fyrir Finn Frey Stefánsson. Af hverju ekki að taka áskoruninni með einum besta vini sínum? „Hann hefur líka sagt það að hann vildi nýja áskorun,“ sagði Hermann Hauksson. „Hann vildi taka alla vega eitt tímabil í viðbót, fá nýja áskorun, og af hverju ekki að taka hana með einum besta vini sínum, Pavel? Og með þjálfara sem þekkir þig inn og út, veit hversu mikla hvíld þú þarft og hvernig þú æfir. Hann þarf meiri hvíld en aðrir leikmenn í deildinni, eðlilega,“ sagði Hermann, og tók svo undir með Benedikt: „Þetta peningakjaftæði í kringum Jón er bara galið. Það er svipað og ég færi að blása toppinn frá enninu, þetta er það galið. Við skulum því bara hætta öllu svoleiðis kjaftæði, meta það að hann vilji taka eitt ár í viðbót, annars staðar en hjá KR. Hann er búinn að skila öllu sem hægt er að skila til KR og menn eiga bara að klappa honum á bakið og óska honum alls hins besta.“ Klippa: Dominos Körfuboltakvöld - Af hverju fór Jón Arnór til Vals?
Dominos-deild karla KR Valur Tengdar fréttir „Er og verð alltaf KR-ingur“ Rætt var við Jón Arnór Stefánsson – einn besta körfuboltamann Íslandssögunnar – í Sportpakka kvöldsins en skipti hans úr KR yfir í Val voru staðfest í dag. 5. ágúst 2020 19:35 Þriðja árið í röð sem KR missir lykilmann til annars íslensks félags Fyrst Brynjar Þór, svo Pavel og nú Jón Arnór. KR-ingar missa nú árlega máttarstólpa til annars félags í Domino´s deildinni. 5. ágúst 2020 13:00 „Finnst öllum galið að ég sé að skipta um lið en þetta er minn ferill og mitt líf“ Jón Arnór Stefánsson, nýr leikmaður Vals, segir að hann hefði líklega hætt ef hann hefði ekki skipt um lið þar sem hann fengi nýja áskorun. 5. ágúst 2020 12:29 Staðfesta félagaskipti Jóns Arnórs til Vals: „Ótrúlega sérstakt að kveðja KR í bili“ Valsmenn halda áfram að safna liði fyrir átökin í Domino's deild karla næsta vetur. Sjálfur Jón Arnór Stefánsson er mættur á Hlíðarenda. 5. ágúst 2020 09:14 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Sjá meira
„Er og verð alltaf KR-ingur“ Rætt var við Jón Arnór Stefánsson – einn besta körfuboltamann Íslandssögunnar – í Sportpakka kvöldsins en skipti hans úr KR yfir í Val voru staðfest í dag. 5. ágúst 2020 19:35
Þriðja árið í röð sem KR missir lykilmann til annars íslensks félags Fyrst Brynjar Þór, svo Pavel og nú Jón Arnór. KR-ingar missa nú árlega máttarstólpa til annars félags í Domino´s deildinni. 5. ágúst 2020 13:00
„Finnst öllum galið að ég sé að skipta um lið en þetta er minn ferill og mitt líf“ Jón Arnór Stefánsson, nýr leikmaður Vals, segir að hann hefði líklega hætt ef hann hefði ekki skipt um lið þar sem hann fengi nýja áskorun. 5. ágúst 2020 12:29
Staðfesta félagaskipti Jóns Arnórs til Vals: „Ótrúlega sérstakt að kveðja KR í bili“ Valsmenn halda áfram að safna liði fyrir átökin í Domino's deild karla næsta vetur. Sjálfur Jón Arnór Stefánsson er mættur á Hlíðarenda. 5. ágúst 2020 09:14
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum