Þrífa á Fossvogsskóla sem aldrei fyrr Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. október 2020 12:29 Börn að leik á leiksvæðinu við Fossvogsskóla. Reykjavíkurborg Náttúrufræðistofnun Íslands telur líklegt að umfangsmiklar framkvæmdir á liðnum misserum til að uppræta leka- og rakavandamál í Fossvogsskóla hafi borið árangur, m.a. með því að fjarlægja skemmt byggingarefni. Þar á þó að þrífa vandlega vikulega, til viðbótar við dagleg þrif, og taka sýni eftir mánuð. Frá þessu er greint á vef Reykjavíkurborgar og vísað í í yfirlýsingu frá skólaráði Fossvogsskóla og skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar í kjölfar fundar aðila síðastliðinn miðvikudag. „Athugun Náttúrufræðistofnunar á fjórum snertisýnum úr Fossvogsskóla sýndi að eftir ræktun var þar meðal annarra að finna tvær tegundir myglusveppa sem teljast varasamar innanhúss. Hins vegar fundust engar örverur í kjarnasýnum sem tekin voru á sömu stöðum. Þar sem báðar tegundir höfðu vaxið upp í sambærilegum sýnum, teknum áður en lagfæringar hófust í fyrravor, gæti verið um mengun af gróum frá þeim tíma að ræða.“ Taka sýni eftir mánuð Í ljósi álits Náttúrufræðistofnunar verði fyrstu viðbrögð þau að skólahúsnæðið verður þrifið vandlega vikulega til viðbótar við dagleg þrif til að draga úr rykmagni og þar með örverum í því. Aftur verða tekin sýni að mánuði liðnum sem senda á til tegundagreiningar hjá Náttúrufræðistofnun. Vakni grunur um raka eða leka í skólanum eða að enn séu skemmdir í byggingarefni verði brugðist við því með viðeigandi hætti. „Í framhaldinu verður lögð áhersla á vandleg þrif, góða loftræstingu og að hæfilegt raka- og hitastig sé í skólahúsnæðinu. Á meðan á aðgerðum stendur verða gerðar ráðstafanir til að bæta líðan barna sem sérstakar áhyggjur eru af í samstarfi við foreldra þeirra.“ Móðir sár og reið Reykjavíkurborg segist leggja áherslu á að allt skóla- og frístundastarf í borginni fari fram í heilnæmu húsnæði og að andleg og líkamleg vellíðan barna, ungmenna og starfsfólks sé ávallt í fyrirrúmi. „Vellíðan barns í daglegu lífi leggur grunninn að virkri þátttöku, aukinni færni og árangri í skóla- og frístundastarfi,“ segir í tilkynningu frá borginni og vísað í menntastefnu hennar. Móðir barns í Fossvogsskóla segir barnið enn finna fyrir einkennum myglu þrátt fyrir úrbæturnar. Móðirin sagðist á dögunum sár og reið yfir úrræðaleysi borgaryfirvalda og kallar eftir frekari rannsóknum á byggingunni. Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Tengdar fréttir Sár og reið út í Reykjavíkurborg vegna myglu Barn í Fossvogsskóla finnur enn fyrir einkennum myglu þrátt fyrir að úrbætur hafi verið gerðar á húsnæði skólans. 26. september 2020 21:59 Niðurstöður mælinga gefi ekkert tilefni til að rífa Fossvogsskóla Reykjavíkurborg segir mælingar benda til að ekki sé tilefni til að rífa skólabyggingu Fossvogsskóla líkt og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur lagt til. 22. september 2020 12:03 Telur að rífa þurfi Fossvogsskóla vegna myglu Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, telur að rífa þurfi skólabyggingu Fossvogsskóla vegna myglu. 22. september 2020 06:43 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Sjá meira
Náttúrufræðistofnun Íslands telur líklegt að umfangsmiklar framkvæmdir á liðnum misserum til að uppræta leka- og rakavandamál í Fossvogsskóla hafi borið árangur, m.a. með því að fjarlægja skemmt byggingarefni. Þar á þó að þrífa vandlega vikulega, til viðbótar við dagleg þrif, og taka sýni eftir mánuð. Frá þessu er greint á vef Reykjavíkurborgar og vísað í í yfirlýsingu frá skólaráði Fossvogsskóla og skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar í kjölfar fundar aðila síðastliðinn miðvikudag. „Athugun Náttúrufræðistofnunar á fjórum snertisýnum úr Fossvogsskóla sýndi að eftir ræktun var þar meðal annarra að finna tvær tegundir myglusveppa sem teljast varasamar innanhúss. Hins vegar fundust engar örverur í kjarnasýnum sem tekin voru á sömu stöðum. Þar sem báðar tegundir höfðu vaxið upp í sambærilegum sýnum, teknum áður en lagfæringar hófust í fyrravor, gæti verið um mengun af gróum frá þeim tíma að ræða.“ Taka sýni eftir mánuð Í ljósi álits Náttúrufræðistofnunar verði fyrstu viðbrögð þau að skólahúsnæðið verður þrifið vandlega vikulega til viðbótar við dagleg þrif til að draga úr rykmagni og þar með örverum í því. Aftur verða tekin sýni að mánuði liðnum sem senda á til tegundagreiningar hjá Náttúrufræðistofnun. Vakni grunur um raka eða leka í skólanum eða að enn séu skemmdir í byggingarefni verði brugðist við því með viðeigandi hætti. „Í framhaldinu verður lögð áhersla á vandleg þrif, góða loftræstingu og að hæfilegt raka- og hitastig sé í skólahúsnæðinu. Á meðan á aðgerðum stendur verða gerðar ráðstafanir til að bæta líðan barna sem sérstakar áhyggjur eru af í samstarfi við foreldra þeirra.“ Móðir sár og reið Reykjavíkurborg segist leggja áherslu á að allt skóla- og frístundastarf í borginni fari fram í heilnæmu húsnæði og að andleg og líkamleg vellíðan barna, ungmenna og starfsfólks sé ávallt í fyrirrúmi. „Vellíðan barns í daglegu lífi leggur grunninn að virkri þátttöku, aukinni færni og árangri í skóla- og frístundastarfi,“ segir í tilkynningu frá borginni og vísað í menntastefnu hennar. Móðir barns í Fossvogsskóla segir barnið enn finna fyrir einkennum myglu þrátt fyrir úrbæturnar. Móðirin sagðist á dögunum sár og reið yfir úrræðaleysi borgaryfirvalda og kallar eftir frekari rannsóknum á byggingunni.
Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Tengdar fréttir Sár og reið út í Reykjavíkurborg vegna myglu Barn í Fossvogsskóla finnur enn fyrir einkennum myglu þrátt fyrir að úrbætur hafi verið gerðar á húsnæði skólans. 26. september 2020 21:59 Niðurstöður mælinga gefi ekkert tilefni til að rífa Fossvogsskóla Reykjavíkurborg segir mælingar benda til að ekki sé tilefni til að rífa skólabyggingu Fossvogsskóla líkt og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur lagt til. 22. september 2020 12:03 Telur að rífa þurfi Fossvogsskóla vegna myglu Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, telur að rífa þurfi skólabyggingu Fossvogsskóla vegna myglu. 22. september 2020 06:43 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Sjá meira
Sár og reið út í Reykjavíkurborg vegna myglu Barn í Fossvogsskóla finnur enn fyrir einkennum myglu þrátt fyrir að úrbætur hafi verið gerðar á húsnæði skólans. 26. september 2020 21:59
Niðurstöður mælinga gefi ekkert tilefni til að rífa Fossvogsskóla Reykjavíkurborg segir mælingar benda til að ekki sé tilefni til að rífa skólabyggingu Fossvogsskóla líkt og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur lagt til. 22. september 2020 12:03
Telur að rífa þurfi Fossvogsskóla vegna myglu Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, telur að rífa þurfi skólabyggingu Fossvogsskóla vegna myglu. 22. september 2020 06:43