Vissu af smitinu en fóru samt að hitta fólk Kjartan Kjartansson skrifar 2. október 2020 13:37 Vegafarandi í Mílanó á Ítalíu gengur fram hjá sjónvörpum með myndum af Trump-hjónunum sem nú eru smituð af kórónuveirunni. Fréttin hefur farið sem eldur í sinu um heimsbyggðina í dag. AP/Luca Bruno Hvíta húsið vissi af því að einn nánasti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseti væri smitaður af kórónuveirunni á miðvikudagskvöld en forsetinn og aðrir sem voru útsettir fyrir smiti héldu samt áfram að vera á meðal fólks. Trump og eiginkona hans greindust bæði smituð í gærkvöldi. Hope Hicks, einn nánasti ráðgjafi Trump forseta, fann fyrir einkennum þegar hún ferðaðist með honum á kosningafund í Minnesota á miðvikudag. Sýni sem var tekið úr henni að morgni miðvikudags reyndist neikvætt en hún greindist svo jákvæð síðar um daginn. Fréttastofa CBS-sjónvarpsstöðvarinnar segir að Hvíta húsið hafi vitað af því þegar á miðvikudagskvöld. .@cbsnews has learned Hope Hicks tested negative for COVID-19 Wednesday morning, so she boarded AF1. She developed symptoms during the day and received a second test, which came back positive. The White House knew about this Wed evening but Trump still had a fundraiser Thursday.— Weijia Jiang (@weijia) October 2, 2020 CNN-fréttastöðin segir að hópur embættismanna í Hvíta húsinu hafi vitað af því að Hicks væri smituð á fimmtudagsmorgun. Þrátt fyrir það ferðaðist Trump forseti, sem hafði þá verið útsettur fyrir smiti, til New Jersey þar sem hann tók þátt í fjáröflunarfundi fyrir framboð sitt. Að sögn Washington Post var Trump í návígi við tugi manns á viðburðinum. Forsetinn var ekki með grímu. Kayleigh McEnany, blaðafulltrúi Hvíta hússins, hélt einnig blaðamannafund í Hvíta húsinu í gær. Hún var ekki með grímu og minntist ekki á að Hicks hefði greinst smituð. New York Times segir að Hvíta húsið hafi vonast til þess að fréttir af því að Hicks væri smituð spyrðust ekki út. Þær vonir hafi gufað upp eins og dögg fyrir sólu þegar sýni úr forsetahjónunum greindist jákvætt seint í gærkvöldi. Mike Pence, varaforseti, greindi frá því í dag að sýni sem var tekið úr honum og eiginkonu hans Karen hefðu reynst neikvæð. Framboð Joe Biden, sem deildi sviði með Trump í kappræðum á þriðjudagskvöld, hefur ekki tjáð sig um hvort frambjóðandi demókrata hafi farið í sýnatöku. Trump er nú sagður með „mild kvefeinkenni“, að sögn New York Times. Hann er sagður ætla að vinna heima í sóttkví á meðan hann jafnar sig. Fjöldi ættmenna hans og nánustu ráðgjafa sem voru í nánu samneyti við hann í vikunni og var ekki með grímu gæti þó hafa verið útsettur fyrir smiti. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Hvað gerist ef Trump verður veikur? Donald Trump Bandaríkjaforseti er smitaður af Covid-19 og verði hann veikur gæti það haft mikil áhrif á bæði baráttu hans til að ná endurkjöri og stjórn Bandaríkjanna. 2. október 2020 12:21 Grímulausir ráðgjafar og fjölskylda Trump útsett fyrir smiti Donald Trump Bandaríkjaforseti var í samskiptum við fjölda ráðgjafa, ættingja, bakhjarla og stuðningsmanna sem gæti nú verið útsettur fyrir kórónuveirusmiti eftir að forsetinn og eiginkona hans greindust smituð. 2. október 2020 10:09 Bandarísku forsetahjónin smituð af kórónuveirunni Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Melania Trump, eiginkona hans, eru smituð af kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. 2. október 2020 05:58 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Sjá meira
Hvíta húsið vissi af því að einn nánasti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseti væri smitaður af kórónuveirunni á miðvikudagskvöld en forsetinn og aðrir sem voru útsettir fyrir smiti héldu samt áfram að vera á meðal fólks. Trump og eiginkona hans greindust bæði smituð í gærkvöldi. Hope Hicks, einn nánasti ráðgjafi Trump forseta, fann fyrir einkennum þegar hún ferðaðist með honum á kosningafund í Minnesota á miðvikudag. Sýni sem var tekið úr henni að morgni miðvikudags reyndist neikvætt en hún greindist svo jákvæð síðar um daginn. Fréttastofa CBS-sjónvarpsstöðvarinnar segir að Hvíta húsið hafi vitað af því þegar á miðvikudagskvöld. .@cbsnews has learned Hope Hicks tested negative for COVID-19 Wednesday morning, so she boarded AF1. She developed symptoms during the day and received a second test, which came back positive. The White House knew about this Wed evening but Trump still had a fundraiser Thursday.— Weijia Jiang (@weijia) October 2, 2020 CNN-fréttastöðin segir að hópur embættismanna í Hvíta húsinu hafi vitað af því að Hicks væri smituð á fimmtudagsmorgun. Þrátt fyrir það ferðaðist Trump forseti, sem hafði þá verið útsettur fyrir smiti, til New Jersey þar sem hann tók þátt í fjáröflunarfundi fyrir framboð sitt. Að sögn Washington Post var Trump í návígi við tugi manns á viðburðinum. Forsetinn var ekki með grímu. Kayleigh McEnany, blaðafulltrúi Hvíta hússins, hélt einnig blaðamannafund í Hvíta húsinu í gær. Hún var ekki með grímu og minntist ekki á að Hicks hefði greinst smituð. New York Times segir að Hvíta húsið hafi vonast til þess að fréttir af því að Hicks væri smituð spyrðust ekki út. Þær vonir hafi gufað upp eins og dögg fyrir sólu þegar sýni úr forsetahjónunum greindist jákvætt seint í gærkvöldi. Mike Pence, varaforseti, greindi frá því í dag að sýni sem var tekið úr honum og eiginkonu hans Karen hefðu reynst neikvæð. Framboð Joe Biden, sem deildi sviði með Trump í kappræðum á þriðjudagskvöld, hefur ekki tjáð sig um hvort frambjóðandi demókrata hafi farið í sýnatöku. Trump er nú sagður með „mild kvefeinkenni“, að sögn New York Times. Hann er sagður ætla að vinna heima í sóttkví á meðan hann jafnar sig. Fjöldi ættmenna hans og nánustu ráðgjafa sem voru í nánu samneyti við hann í vikunni og var ekki með grímu gæti þó hafa verið útsettur fyrir smiti.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Hvað gerist ef Trump verður veikur? Donald Trump Bandaríkjaforseti er smitaður af Covid-19 og verði hann veikur gæti það haft mikil áhrif á bæði baráttu hans til að ná endurkjöri og stjórn Bandaríkjanna. 2. október 2020 12:21 Grímulausir ráðgjafar og fjölskylda Trump útsett fyrir smiti Donald Trump Bandaríkjaforseti var í samskiptum við fjölda ráðgjafa, ættingja, bakhjarla og stuðningsmanna sem gæti nú verið útsettur fyrir kórónuveirusmiti eftir að forsetinn og eiginkona hans greindust smituð. 2. október 2020 10:09 Bandarísku forsetahjónin smituð af kórónuveirunni Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Melania Trump, eiginkona hans, eru smituð af kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. 2. október 2020 05:58 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Sjá meira
Hvað gerist ef Trump verður veikur? Donald Trump Bandaríkjaforseti er smitaður af Covid-19 og verði hann veikur gæti það haft mikil áhrif á bæði baráttu hans til að ná endurkjöri og stjórn Bandaríkjanna. 2. október 2020 12:21
Grímulausir ráðgjafar og fjölskylda Trump útsett fyrir smiti Donald Trump Bandaríkjaforseti var í samskiptum við fjölda ráðgjafa, ættingja, bakhjarla og stuðningsmanna sem gæti nú verið útsettur fyrir kórónuveirusmiti eftir að forsetinn og eiginkona hans greindust smituð. 2. október 2020 10:09
Bandarísku forsetahjónin smituð af kórónuveirunni Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Melania Trump, eiginkona hans, eru smituð af kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. 2. október 2020 05:58