Vissu af smitinu en fóru samt að hitta fólk Kjartan Kjartansson skrifar 2. október 2020 13:37 Vegafarandi í Mílanó á Ítalíu gengur fram hjá sjónvörpum með myndum af Trump-hjónunum sem nú eru smituð af kórónuveirunni. Fréttin hefur farið sem eldur í sinu um heimsbyggðina í dag. AP/Luca Bruno Hvíta húsið vissi af því að einn nánasti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseti væri smitaður af kórónuveirunni á miðvikudagskvöld en forsetinn og aðrir sem voru útsettir fyrir smiti héldu samt áfram að vera á meðal fólks. Trump og eiginkona hans greindust bæði smituð í gærkvöldi. Hope Hicks, einn nánasti ráðgjafi Trump forseta, fann fyrir einkennum þegar hún ferðaðist með honum á kosningafund í Minnesota á miðvikudag. Sýni sem var tekið úr henni að morgni miðvikudags reyndist neikvætt en hún greindist svo jákvæð síðar um daginn. Fréttastofa CBS-sjónvarpsstöðvarinnar segir að Hvíta húsið hafi vitað af því þegar á miðvikudagskvöld. .@cbsnews has learned Hope Hicks tested negative for COVID-19 Wednesday morning, so she boarded AF1. She developed symptoms during the day and received a second test, which came back positive. The White House knew about this Wed evening but Trump still had a fundraiser Thursday.— Weijia Jiang (@weijia) October 2, 2020 CNN-fréttastöðin segir að hópur embættismanna í Hvíta húsinu hafi vitað af því að Hicks væri smituð á fimmtudagsmorgun. Þrátt fyrir það ferðaðist Trump forseti, sem hafði þá verið útsettur fyrir smiti, til New Jersey þar sem hann tók þátt í fjáröflunarfundi fyrir framboð sitt. Að sögn Washington Post var Trump í návígi við tugi manns á viðburðinum. Forsetinn var ekki með grímu. Kayleigh McEnany, blaðafulltrúi Hvíta hússins, hélt einnig blaðamannafund í Hvíta húsinu í gær. Hún var ekki með grímu og minntist ekki á að Hicks hefði greinst smituð. New York Times segir að Hvíta húsið hafi vonast til þess að fréttir af því að Hicks væri smituð spyrðust ekki út. Þær vonir hafi gufað upp eins og dögg fyrir sólu þegar sýni úr forsetahjónunum greindist jákvætt seint í gærkvöldi. Mike Pence, varaforseti, greindi frá því í dag að sýni sem var tekið úr honum og eiginkonu hans Karen hefðu reynst neikvæð. Framboð Joe Biden, sem deildi sviði með Trump í kappræðum á þriðjudagskvöld, hefur ekki tjáð sig um hvort frambjóðandi demókrata hafi farið í sýnatöku. Trump er nú sagður með „mild kvefeinkenni“, að sögn New York Times. Hann er sagður ætla að vinna heima í sóttkví á meðan hann jafnar sig. Fjöldi ættmenna hans og nánustu ráðgjafa sem voru í nánu samneyti við hann í vikunni og var ekki með grímu gæti þó hafa verið útsettur fyrir smiti. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Hvað gerist ef Trump verður veikur? Donald Trump Bandaríkjaforseti er smitaður af Covid-19 og verði hann veikur gæti það haft mikil áhrif á bæði baráttu hans til að ná endurkjöri og stjórn Bandaríkjanna. 2. október 2020 12:21 Grímulausir ráðgjafar og fjölskylda Trump útsett fyrir smiti Donald Trump Bandaríkjaforseti var í samskiptum við fjölda ráðgjafa, ættingja, bakhjarla og stuðningsmanna sem gæti nú verið útsettur fyrir kórónuveirusmiti eftir að forsetinn og eiginkona hans greindust smituð. 2. október 2020 10:09 Bandarísku forsetahjónin smituð af kórónuveirunni Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Melania Trump, eiginkona hans, eru smituð af kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. 2. október 2020 05:58 Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Sjá meira
Hvíta húsið vissi af því að einn nánasti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseti væri smitaður af kórónuveirunni á miðvikudagskvöld en forsetinn og aðrir sem voru útsettir fyrir smiti héldu samt áfram að vera á meðal fólks. Trump og eiginkona hans greindust bæði smituð í gærkvöldi. Hope Hicks, einn nánasti ráðgjafi Trump forseta, fann fyrir einkennum þegar hún ferðaðist með honum á kosningafund í Minnesota á miðvikudag. Sýni sem var tekið úr henni að morgni miðvikudags reyndist neikvætt en hún greindist svo jákvæð síðar um daginn. Fréttastofa CBS-sjónvarpsstöðvarinnar segir að Hvíta húsið hafi vitað af því þegar á miðvikudagskvöld. .@cbsnews has learned Hope Hicks tested negative for COVID-19 Wednesday morning, so she boarded AF1. She developed symptoms during the day and received a second test, which came back positive. The White House knew about this Wed evening but Trump still had a fundraiser Thursday.— Weijia Jiang (@weijia) October 2, 2020 CNN-fréttastöðin segir að hópur embættismanna í Hvíta húsinu hafi vitað af því að Hicks væri smituð á fimmtudagsmorgun. Þrátt fyrir það ferðaðist Trump forseti, sem hafði þá verið útsettur fyrir smiti, til New Jersey þar sem hann tók þátt í fjáröflunarfundi fyrir framboð sitt. Að sögn Washington Post var Trump í návígi við tugi manns á viðburðinum. Forsetinn var ekki með grímu. Kayleigh McEnany, blaðafulltrúi Hvíta hússins, hélt einnig blaðamannafund í Hvíta húsinu í gær. Hún var ekki með grímu og minntist ekki á að Hicks hefði greinst smituð. New York Times segir að Hvíta húsið hafi vonast til þess að fréttir af því að Hicks væri smituð spyrðust ekki út. Þær vonir hafi gufað upp eins og dögg fyrir sólu þegar sýni úr forsetahjónunum greindist jákvætt seint í gærkvöldi. Mike Pence, varaforseti, greindi frá því í dag að sýni sem var tekið úr honum og eiginkonu hans Karen hefðu reynst neikvæð. Framboð Joe Biden, sem deildi sviði með Trump í kappræðum á þriðjudagskvöld, hefur ekki tjáð sig um hvort frambjóðandi demókrata hafi farið í sýnatöku. Trump er nú sagður með „mild kvefeinkenni“, að sögn New York Times. Hann er sagður ætla að vinna heima í sóttkví á meðan hann jafnar sig. Fjöldi ættmenna hans og nánustu ráðgjafa sem voru í nánu samneyti við hann í vikunni og var ekki með grímu gæti þó hafa verið útsettur fyrir smiti.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Hvað gerist ef Trump verður veikur? Donald Trump Bandaríkjaforseti er smitaður af Covid-19 og verði hann veikur gæti það haft mikil áhrif á bæði baráttu hans til að ná endurkjöri og stjórn Bandaríkjanna. 2. október 2020 12:21 Grímulausir ráðgjafar og fjölskylda Trump útsett fyrir smiti Donald Trump Bandaríkjaforseti var í samskiptum við fjölda ráðgjafa, ættingja, bakhjarla og stuðningsmanna sem gæti nú verið útsettur fyrir kórónuveirusmiti eftir að forsetinn og eiginkona hans greindust smituð. 2. október 2020 10:09 Bandarísku forsetahjónin smituð af kórónuveirunni Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Melania Trump, eiginkona hans, eru smituð af kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. 2. október 2020 05:58 Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Sjá meira
Hvað gerist ef Trump verður veikur? Donald Trump Bandaríkjaforseti er smitaður af Covid-19 og verði hann veikur gæti það haft mikil áhrif á bæði baráttu hans til að ná endurkjöri og stjórn Bandaríkjanna. 2. október 2020 12:21
Grímulausir ráðgjafar og fjölskylda Trump útsett fyrir smiti Donald Trump Bandaríkjaforseti var í samskiptum við fjölda ráðgjafa, ættingja, bakhjarla og stuðningsmanna sem gæti nú verið útsettur fyrir kórónuveirusmiti eftir að forsetinn og eiginkona hans greindust smituð. 2. október 2020 10:09
Bandarísku forsetahjónin smituð af kórónuveirunni Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Melania Trump, eiginkona hans, eru smituð af kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. 2. október 2020 05:58