Finnur Freyr: Ennþá að þróa okkar stíl Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 3. október 2020 09:00 Finnur Freyr spakur á hliðarlínunni í leik gærkvöldsins. Vísir/Vilhelm Finnur Freyr Stefánsson var hundfúll eftir að Valsliðið hans tapaði fyrsta leiknum sínum gegn Stjörnunni eftir að hafa leitt bróðurpart leiksins. Leikurinn hefði að hans mati getað farið á báða vegi undir lokin en leikform hans manna þyrfti að batna. Valur tapaði 86-91 fyrir Stjörnunni á heimavelli í fyrsta leik Domino´s deildar karla í gærkvöld. „Kannski komnir stutt á veg. Mér fannst við fá fullt af fínum skotum og skotum sem við munum setja þegar líður á tímabilið,“ sagði Finnur strax byrjaður að líta til næstu leikja. „Ég er eiginlega fúlastur með hluti sem að við ræddum um að við vildum gera varnarlega en klikkuðum á í seinni hálfleik,“ hélt Finnur áfram, en liðið hans missti leikinn aðeins frá sér í seinni hálfleik þegar fór að draga aðeins af aðalmönnum hans. Hann hrósaði hins vegar andstæðingunum sínum. „Stjörnuliðið frábært og Mirza flottur í seinni hálfleik,“ sagði Finnur, en Mirza Sarajlija, evrópskur leikmaður Stjörnunnar lék Valsmenn grátt á köflum í leiknum. Mistök Valsliðsins í leiknum voru fjölmörg að mati Finns og hann var ekki lengi að benda á hvað fór illa. „Tapaðir boltar, þriggja stiga körfur eftir sóknarfráköst og óþarfa hraðaupphlaup og sniðskot,“ útskýrði hann sem ástæður þess að þeir hefðu misst frá sér þennan fyrsta deildarleik tímabilsins. Framlag bekkjarins hjá Val var lítið í leiknum en Finnur Freyr hafði engar sérstakar áhyggjur af því. „Nei, ekki á þessum tímapunkti.“ Finnur Freyr sagði að lið hans væri enn að hrista sig saman á meðan að Stjarnan væri að þeir væru í bili lengra komnir í undirbúningi sínum. „Munurinn á okkur og Stjörnunni er að þeir eru búnir að finna sinn stíl á meðan að við erum ennþá að þróa okkar,“ sagði hann, enda hefði hans lið ekki náð að æfa mjög lengi saman. Þá vantar líka ennþá bandarískan leikmann, enn sem komið er. Gleðin með að tímabilið væri loksins hafið á ný leyndi sér ekki þó að lið Finns hafi tapað í kvöld. „Gaman að vera kominn heim og gaman að vera aftur farinn að tuða í íslenskum dómurum,“ sagði Finnur með bros á vör og bætti við hve gaman væri að vera að spila aftur gegn leikmönnum og þjálfurum sem að hann þekkti vel. Finnur bjóst fyllilega við að áhorfendur myndu halda áfram að skila sér jafn vel ef ekki betur og í kvöld. „Ég hef fulla trú á því að við getum komið fleirum í stúkuna og orðið betri og betri eftir því sem á líður,“ sagði hann að lokum um mætingu áhangenda Vals og frammistöðu liðsins. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 86-91 | Stjarnan lagði nýtt lið Vals í fyrsta leik Stjörnum prýtt lið Vals tók á móti deildar- og bikarmeisturum Stjörnunnar á Hlíðarenda í kvöld. Fór það svo að Garðbæingar unnu leikinn með fimm stiga mun, lokatölur 91-86 í hörkuleik. 2. október 2020 23:45 Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Fleiri fréttir Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Sjá meira
Finnur Freyr Stefánsson var hundfúll eftir að Valsliðið hans tapaði fyrsta leiknum sínum gegn Stjörnunni eftir að hafa leitt bróðurpart leiksins. Leikurinn hefði að hans mati getað farið á báða vegi undir lokin en leikform hans manna þyrfti að batna. Valur tapaði 86-91 fyrir Stjörnunni á heimavelli í fyrsta leik Domino´s deildar karla í gærkvöld. „Kannski komnir stutt á veg. Mér fannst við fá fullt af fínum skotum og skotum sem við munum setja þegar líður á tímabilið,“ sagði Finnur strax byrjaður að líta til næstu leikja. „Ég er eiginlega fúlastur með hluti sem að við ræddum um að við vildum gera varnarlega en klikkuðum á í seinni hálfleik,“ hélt Finnur áfram, en liðið hans missti leikinn aðeins frá sér í seinni hálfleik þegar fór að draga aðeins af aðalmönnum hans. Hann hrósaði hins vegar andstæðingunum sínum. „Stjörnuliðið frábært og Mirza flottur í seinni hálfleik,“ sagði Finnur, en Mirza Sarajlija, evrópskur leikmaður Stjörnunnar lék Valsmenn grátt á köflum í leiknum. Mistök Valsliðsins í leiknum voru fjölmörg að mati Finns og hann var ekki lengi að benda á hvað fór illa. „Tapaðir boltar, þriggja stiga körfur eftir sóknarfráköst og óþarfa hraðaupphlaup og sniðskot,“ útskýrði hann sem ástæður þess að þeir hefðu misst frá sér þennan fyrsta deildarleik tímabilsins. Framlag bekkjarins hjá Val var lítið í leiknum en Finnur Freyr hafði engar sérstakar áhyggjur af því. „Nei, ekki á þessum tímapunkti.“ Finnur Freyr sagði að lið hans væri enn að hrista sig saman á meðan að Stjarnan væri að þeir væru í bili lengra komnir í undirbúningi sínum. „Munurinn á okkur og Stjörnunni er að þeir eru búnir að finna sinn stíl á meðan að við erum ennþá að þróa okkar,“ sagði hann, enda hefði hans lið ekki náð að æfa mjög lengi saman. Þá vantar líka ennþá bandarískan leikmann, enn sem komið er. Gleðin með að tímabilið væri loksins hafið á ný leyndi sér ekki þó að lið Finns hafi tapað í kvöld. „Gaman að vera kominn heim og gaman að vera aftur farinn að tuða í íslenskum dómurum,“ sagði Finnur með bros á vör og bætti við hve gaman væri að vera að spila aftur gegn leikmönnum og þjálfurum sem að hann þekkti vel. Finnur bjóst fyllilega við að áhorfendur myndu halda áfram að skila sér jafn vel ef ekki betur og í kvöld. „Ég hef fulla trú á því að við getum komið fleirum í stúkuna og orðið betri og betri eftir því sem á líður,“ sagði hann að lokum um mætingu áhangenda Vals og frammistöðu liðsins.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 86-91 | Stjarnan lagði nýtt lið Vals í fyrsta leik Stjörnum prýtt lið Vals tók á móti deildar- og bikarmeisturum Stjörnunnar á Hlíðarenda í kvöld. Fór það svo að Garðbæingar unnu leikinn með fimm stiga mun, lokatölur 91-86 í hörkuleik. 2. október 2020 23:45 Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Fleiri fréttir Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Sjá meira
Leik lokið: Valur - Stjarnan 86-91 | Stjarnan lagði nýtt lið Vals í fyrsta leik Stjörnum prýtt lið Vals tók á móti deildar- og bikarmeisturum Stjörnunnar á Hlíðarenda í kvöld. Fór það svo að Garðbæingar unnu leikinn með fimm stiga mun, lokatölur 91-86 í hörkuleik. 2. október 2020 23:45