Jimmy Butler magnaður þegar vængbrotið Miami Heat lið vann Lakers Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2020 07:31 Jimmy Butler var stórkostlegur í nótt og hér skorar hann eina af körfunum sínum í leiknum. AP/Mark J. Terrill Jimmy Butler átti besta leikinn sinn á ferlinum og einn af þeim betri í sögu lokaúrslita NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt þegar Miami Heat vann Los Angeles Lakers 115-104 og minnkaði þar með muninn í 2-1 í einvígi liðanna um NBA-meistaratitilinn. Los Angeles Lakers vann tvo fyrstu leikina sannfærandi og að auki meiddust lykilmennirnir Bam Adebayo og Goran Dragic hjá Miami Heat. Útlitið var því svart fyrir þriðja leikinn í nótt og margir farnir að tala um sóp. Einn leikmaður í Miami Heat liðinu var hins vegar ekkert á því að gefast upp. Jimmy Butler endaði leikinn með 40 stiga þrefalda tvennu en hann var með 40 stig, 11 fráköst og 13 stoðsendingar í leiknum. 40-point triple-double x Game 3 W! @JimmyButler's 40 PTS, 11 REB, 13 AST push the @MiamiHEAT to the Game 3 win! #NBAFinals #Drop40Game 4: Tuesday - 9pm/et, ABC pic.twitter.com/TjT7VS3h2T— NBA (@NBA) October 5, 2020 „Ég er að alltaf að segja Erik þjálfara að ég sé tilbúinn, tilbúinn fyrir stóra sviðið og fyrir hvað sem hann vill að ég geri,“ sagði Jimmy Butler eftir leikinn. „Þetta er það sem hann vildi og þetta er það sem við vildum. Það er erfitt að greina eða lýsa Jimmy þar til að þú upplifir hann á milli línanna fjögurra. Hann er óviðjafnanlegur, afburðar keppnismaður og við þurftum á því að halda í kvöld,“ sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami Heat. Butler var aðeins þriðji leikmaðurinn í sögunni til að ná fjörutíu stiga þrennu í lokaúrslitunum. „Hann er einn mesti keppnismaðurinn sem við höfum í leiknum okkar. Ég elska tækifærið að fá að spila á móti honum. Ég veit ekki hversu mörg skipti í viðbót ég fæ á þessu sviði og ég mun því líta til baka í framtíðinni á það að hafa fengið tækifæri til að mæta svona keppnismanni. Ég mun sakna þess þegar ég er hættur,“ sagði LeBron James. "One of the best competitors we have in our game." - LeBron James on Jimmy Butler after Game 3Game 4: Tuesday - 9pm/et, ABC pic.twitter.com/HGF8wtpSJA— NBA (@NBA) October 5, 2020 LeBron James var með 25 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar í liði Lakers en þeir Kyle Kuzma og Markieff Morris komu næstir með nítján stig hvor. Anthony Davis var búinn að vera stórkostlegur í fyrstu tveimur leikjunum en skoraði ekki stig í fyrsta leikhluta í nótt og endaði með 15 stig. Tyler Herro og Kelly Olynyk skoruðu báðir sautján stig fyrir Miami liðið og þá var Duncan Robinson með 13 stig. Leikur fjögur er annað kvöld en það lið verður NBA-meistari sem fyrr vinnur fjóra leiki. Jimmy Butler joins LeBron James (2015) and Jerry West (1969) as the only players in NBA History to record a 40+ point triple-double in the #NBAFinals! pic.twitter.com/QjvvHoyfSt— NBA (@NBA) October 5, 2020 "Win... I want to win."@JimmyButler after his historic Game 3 performance. #NBAFinals Game 4: Tuesday at 9pm/et on ABC pic.twitter.com/Ta8tFe208P— NBA (@NBA) October 5, 2020 NBA Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Fleiri fréttir Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Sjá meira
Jimmy Butler átti besta leikinn sinn á ferlinum og einn af þeim betri í sögu lokaúrslita NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt þegar Miami Heat vann Los Angeles Lakers 115-104 og minnkaði þar með muninn í 2-1 í einvígi liðanna um NBA-meistaratitilinn. Los Angeles Lakers vann tvo fyrstu leikina sannfærandi og að auki meiddust lykilmennirnir Bam Adebayo og Goran Dragic hjá Miami Heat. Útlitið var því svart fyrir þriðja leikinn í nótt og margir farnir að tala um sóp. Einn leikmaður í Miami Heat liðinu var hins vegar ekkert á því að gefast upp. Jimmy Butler endaði leikinn með 40 stiga þrefalda tvennu en hann var með 40 stig, 11 fráköst og 13 stoðsendingar í leiknum. 40-point triple-double x Game 3 W! @JimmyButler's 40 PTS, 11 REB, 13 AST push the @MiamiHEAT to the Game 3 win! #NBAFinals #Drop40Game 4: Tuesday - 9pm/et, ABC pic.twitter.com/TjT7VS3h2T— NBA (@NBA) October 5, 2020 „Ég er að alltaf að segja Erik þjálfara að ég sé tilbúinn, tilbúinn fyrir stóra sviðið og fyrir hvað sem hann vill að ég geri,“ sagði Jimmy Butler eftir leikinn. „Þetta er það sem hann vildi og þetta er það sem við vildum. Það er erfitt að greina eða lýsa Jimmy þar til að þú upplifir hann á milli línanna fjögurra. Hann er óviðjafnanlegur, afburðar keppnismaður og við þurftum á því að halda í kvöld,“ sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami Heat. Butler var aðeins þriðji leikmaðurinn í sögunni til að ná fjörutíu stiga þrennu í lokaúrslitunum. „Hann er einn mesti keppnismaðurinn sem við höfum í leiknum okkar. Ég elska tækifærið að fá að spila á móti honum. Ég veit ekki hversu mörg skipti í viðbót ég fæ á þessu sviði og ég mun því líta til baka í framtíðinni á það að hafa fengið tækifæri til að mæta svona keppnismanni. Ég mun sakna þess þegar ég er hættur,“ sagði LeBron James. "One of the best competitors we have in our game." - LeBron James on Jimmy Butler after Game 3Game 4: Tuesday - 9pm/et, ABC pic.twitter.com/HGF8wtpSJA— NBA (@NBA) October 5, 2020 LeBron James var með 25 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar í liði Lakers en þeir Kyle Kuzma og Markieff Morris komu næstir með nítján stig hvor. Anthony Davis var búinn að vera stórkostlegur í fyrstu tveimur leikjunum en skoraði ekki stig í fyrsta leikhluta í nótt og endaði með 15 stig. Tyler Herro og Kelly Olynyk skoruðu báðir sautján stig fyrir Miami liðið og þá var Duncan Robinson með 13 stig. Leikur fjögur er annað kvöld en það lið verður NBA-meistari sem fyrr vinnur fjóra leiki. Jimmy Butler joins LeBron James (2015) and Jerry West (1969) as the only players in NBA History to record a 40+ point triple-double in the #NBAFinals! pic.twitter.com/QjvvHoyfSt— NBA (@NBA) October 5, 2020 "Win... I want to win."@JimmyButler after his historic Game 3 performance. #NBAFinals Game 4: Tuesday at 9pm/et on ABC pic.twitter.com/Ta8tFe208P— NBA (@NBA) October 5, 2020
NBA Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Fleiri fréttir Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Sjá meira