Lögregla kölluð til vegna átaka 12 ára barna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. október 2020 07:14 Það kennir ýmissa grasa í dagbók lögreglu þennan morguninn. Vísir/Vilhelm Skömmu fyrir klukkan hálftíu í gærkvöldi barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um líkamsárás í Hafnarfirði. Í dagbók lögreglu segir að þar hafi tveimur 12 ára gömlum börnum lent saman og var málið afgreitt með aðkomu foreldra. Þá verður tilkynning einnig send til barnaverndaryfirvalda. Laust fyrir klukkan hálffimm í morgun þurfti lögregla síðan að hafa afskipti af manni sem sat í bíl fyrir utan hús í Grafarholti. Þegar lögreglumenn reyndu að tala við manninn byrjaði hann að sparka í lögreglumennina sem settu hann þá í lögreglutök og handjárnuðu, að því er segir í dagbók lögreglu. Maðurinn var fluttur á lögreglustöð og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Lögreglumennirnir eru með minniháttar áverka eftir spörkin. Þá stöðvuðu lögreglumenn kannabisræktun í Kópavogi í gærkvöldi. Um var að ræða tvær plöntur og þá fannst einnig lítið magn af tilbúnum efnum á vettvangi. Síðdegis í gær gaf síðan lögregla bifreið stöðvunarmerki á Miklubraut við Kringlu. Ökumaðurinn sinnti hins vegar ekki stöðvunarmerkjunum og veitti lögreglan bílnum eftirför austur Miklubraut, áfram austur Vesturlandsveg og inn á Suðurlandsveg. Að lokum stöðvaði ökumaðurinn bílinn á Suðurlandsvegi vestan Bláfjallaafleggjara. Að því er segir í dagbók lögreglu er talið að maðurinn eigi við andleg veikindi að stríða en ekki er grunur um akstur undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Um klukkan hálfátta óskaði svo leigubílstjóri aðstoðar vegna farþega sem neitaði að greiða fyrir umbeðinn akstur. Má farþeginn eiga von á að vera kærður fyrir fjársvik. Þá stöðvaði lögregla bíl í Hafnarfirði skömmu fyrir miðnætti í gær en ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Auk þess reyndist ökumaðurinn ekki vera með ökuréttindi vegna fyrri afskipta lögreglu. Ökumaðurinn og farþegi í bílnum eru jafnframt grunaðir um þjófnað og vörslu fíkniefna að því er segir í dagbók lögreglu. Voru þeir báðir vistaðir í fangageymslu vegna rannsóknar málsins. Lögreglumál Hafnarfjörður Kópavogur Reykjavík Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Skömmu fyrir klukkan hálftíu í gærkvöldi barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um líkamsárás í Hafnarfirði. Í dagbók lögreglu segir að þar hafi tveimur 12 ára gömlum börnum lent saman og var málið afgreitt með aðkomu foreldra. Þá verður tilkynning einnig send til barnaverndaryfirvalda. Laust fyrir klukkan hálffimm í morgun þurfti lögregla síðan að hafa afskipti af manni sem sat í bíl fyrir utan hús í Grafarholti. Þegar lögreglumenn reyndu að tala við manninn byrjaði hann að sparka í lögreglumennina sem settu hann þá í lögreglutök og handjárnuðu, að því er segir í dagbók lögreglu. Maðurinn var fluttur á lögreglustöð og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Lögreglumennirnir eru með minniháttar áverka eftir spörkin. Þá stöðvuðu lögreglumenn kannabisræktun í Kópavogi í gærkvöldi. Um var að ræða tvær plöntur og þá fannst einnig lítið magn af tilbúnum efnum á vettvangi. Síðdegis í gær gaf síðan lögregla bifreið stöðvunarmerki á Miklubraut við Kringlu. Ökumaðurinn sinnti hins vegar ekki stöðvunarmerkjunum og veitti lögreglan bílnum eftirför austur Miklubraut, áfram austur Vesturlandsveg og inn á Suðurlandsveg. Að lokum stöðvaði ökumaðurinn bílinn á Suðurlandsvegi vestan Bláfjallaafleggjara. Að því er segir í dagbók lögreglu er talið að maðurinn eigi við andleg veikindi að stríða en ekki er grunur um akstur undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Um klukkan hálfátta óskaði svo leigubílstjóri aðstoðar vegna farþega sem neitaði að greiða fyrir umbeðinn akstur. Má farþeginn eiga von á að vera kærður fyrir fjársvik. Þá stöðvaði lögregla bíl í Hafnarfirði skömmu fyrir miðnætti í gær en ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Auk þess reyndist ökumaðurinn ekki vera með ökuréttindi vegna fyrri afskipta lögreglu. Ökumaðurinn og farþegi í bílnum eru jafnframt grunaðir um þjófnað og vörslu fíkniefna að því er segir í dagbók lögreglu. Voru þeir báðir vistaðir í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.
Lögreglumál Hafnarfjörður Kópavogur Reykjavík Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira