Frjálsíþróttasamband Íslands breytir um ásýnd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2020 14:30 Nýtt merki og útlit Frjálsíþróttasambands Íslands. Frjálsíþróttasamband Íslands Frjálsíþróttasamband Íslands hefur skipt út merki sínu en sambandið kynnti nýtt merki og nýja ásýnd á samfélagsmiðlum sínum í dag. Markmið breytinganna hjá FRÍ er að sameina allar frjálsíþróttagreinar undir nýju merki. Köst, stökk og hlaup. Bæði á braut og utan brautar. Hönnuðir nýja merkisins eru þeir Anton Jónas Illugason og Símon Viðarsson. Frjálsíþróttasamband Íslands birti kynningarefni með nýja útlitinu í dag en hönnuðirnir nota íslensku fánalitanna og hlaupabrautina sem grunn að nýja útlitinu. „Mikilvægt að hafa þor til að láta sig dreyma,“ er haft eftir Völu Floadóttur í kynningunni en á dögunum voru liðin tuttugu ár síðan hún vann brons á Ólympíuleikunum í Sydney. Í myndbandinu má sjá mesta afreksfólk Íslands í frjálsum íþróttum í gegnum tíðina eins og Vilhjálm Einarsson, Hrein Halldórsson, Völu Flosadóttur, Jón Arnar Ingvarsson, Kára Stein Karlsson, Anítu Hinriksdóttur, Hilmar Örn Jónsson, Ásdísi Hjálmsdóttur og Guðbjörgu Jónu Bjarnadóttur. Svipmyndirnar af afreksfólkinu enda á Guðbjörg Jóna Bjarnadóttur að fagna frábæru afreki og í raun mynda óbeint nýja merki Frjálsíþróttasamband Íslands. Það væri auðvitað hægt að lesa það að hún sé fyrirmyndin að merkinu en merkið sýnir væntanlega afreksíþróttamann í frjálsum fagna góðu afreki. Merkið er sett saman úr þremur litum sem eru fánablár, hvítur og tartanrauður. Allt letur og efni frá sambandinu kemur nú úr þessu sama móti. Frjálsíþróttasamband Íslands var stofnað 16. ágúst 1947 og hélt því upp á 73 ára afmælið sitt í haust. Það má sjá kynningarmyndband Frjálsíþróttasamband Íslands hér fyrir neðan. watch on YouTube Frjálsar íþróttir Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sjá meira
Frjálsíþróttasamband Íslands hefur skipt út merki sínu en sambandið kynnti nýtt merki og nýja ásýnd á samfélagsmiðlum sínum í dag. Markmið breytinganna hjá FRÍ er að sameina allar frjálsíþróttagreinar undir nýju merki. Köst, stökk og hlaup. Bæði á braut og utan brautar. Hönnuðir nýja merkisins eru þeir Anton Jónas Illugason og Símon Viðarsson. Frjálsíþróttasamband Íslands birti kynningarefni með nýja útlitinu í dag en hönnuðirnir nota íslensku fánalitanna og hlaupabrautina sem grunn að nýja útlitinu. „Mikilvægt að hafa þor til að láta sig dreyma,“ er haft eftir Völu Floadóttur í kynningunni en á dögunum voru liðin tuttugu ár síðan hún vann brons á Ólympíuleikunum í Sydney. Í myndbandinu má sjá mesta afreksfólk Íslands í frjálsum íþróttum í gegnum tíðina eins og Vilhjálm Einarsson, Hrein Halldórsson, Völu Flosadóttur, Jón Arnar Ingvarsson, Kára Stein Karlsson, Anítu Hinriksdóttur, Hilmar Örn Jónsson, Ásdísi Hjálmsdóttur og Guðbjörgu Jónu Bjarnadóttur. Svipmyndirnar af afreksfólkinu enda á Guðbjörg Jóna Bjarnadóttur að fagna frábæru afreki og í raun mynda óbeint nýja merki Frjálsíþróttasamband Íslands. Það væri auðvitað hægt að lesa það að hún sé fyrirmyndin að merkinu en merkið sýnir væntanlega afreksíþróttamann í frjálsum fagna góðu afreki. Merkið er sett saman úr þremur litum sem eru fánablár, hvítur og tartanrauður. Allt letur og efni frá sambandinu kemur nú úr þessu sama móti. Frjálsíþróttasamband Íslands var stofnað 16. ágúst 1947 og hélt því upp á 73 ára afmælið sitt í haust. Það má sjá kynningarmyndband Frjálsíþróttasamband Íslands hér fyrir neðan. watch on YouTube
Frjálsar íþróttir Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sjá meira