Stefnir í metkjörsókn vestanhafs Kjartan Kjartansson skrifar 6. október 2020 16:58 Skilti vísar kjósendum að utankjörfundarstað í Norwood í Ohio. AP/Aaron Doster Fleiri en fjórar milljónir Bandaríkjamanna hafa þegar greitt atkvæði utan kjörfundar í forseta- og þingkosningum sem fara fram eftir fjórar vikur. Aldrei áður hafa svo margir verið búnir að greiða atkvæði á þessum tímapunkti fyrir kosningar og stefnir nú í mögulega metkjörsókn. Um fimmtíufalt fleiri hafa nú þegar greitt atkvæði en höfðu gert það mánuði fyrir kjördag árið 2016, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þær tölur sem nú liggja fyrir eru frá 31 ríki. Mörg ríki bjóða nú upp á rýmri utankjörfundaratkvæðagreiðslu og greiðari aðgang að póstatkvæðum en áður til að takmarka smithættu og mannmergð á kjörstöðum í kórónuveirufaraldrinum sem geisar enn. Þeim sem greiða atkvæði á kjörstað á kjördegi hefur einnig fækkað hlutfallslega í undanförnum kosningum. Michael McDonald frá Háskólanum á Flórída sem stýrir verkefni sem heldur utan um kosningagögn segir að miðað við tölurnar um utankjörfundaratkvæði gæti kjörsókn náð allt að 150 milljónum manna, um 65% fólks á gjaldgengra kjósenda. Það yrði mesta kjörsókn frá árinu 1908. Skoðanakannanir benda til þess að Joe Biden, frambjóðandi demókrata, hafi á bilinu 7-9 prósentustiga forskot á Donald Trump forseta á landsvísu. Munurinn er minni í lykilríkjum sem munu að líkindum ráða úrslitum um sigurvegara forsetakosninganna. Trump forseti hefur um margra mánaða skeið hamast gegn póstatkvæðum sem hann heldur fram rakalaust að eigi eftir að leiða til stórfelldra kosningasvika. Því hefur talning póstatkvæða og reglur um þau orðið að heitum deilu- og dómsmálum í mörgum ríkjum í aðdraganda kosninganna í ár. Vegna orðræðu forsetans gegn póstatkvæðum benda kannanir til þess að hlutfallslega mun fleiri demókratar en repúblikanar hafi óskað eftir því að greiða atkvæði í pósti. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Fleiri fréttir Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Sjá meira
Fleiri en fjórar milljónir Bandaríkjamanna hafa þegar greitt atkvæði utan kjörfundar í forseta- og þingkosningum sem fara fram eftir fjórar vikur. Aldrei áður hafa svo margir verið búnir að greiða atkvæði á þessum tímapunkti fyrir kosningar og stefnir nú í mögulega metkjörsókn. Um fimmtíufalt fleiri hafa nú þegar greitt atkvæði en höfðu gert það mánuði fyrir kjördag árið 2016, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þær tölur sem nú liggja fyrir eru frá 31 ríki. Mörg ríki bjóða nú upp á rýmri utankjörfundaratkvæðagreiðslu og greiðari aðgang að póstatkvæðum en áður til að takmarka smithættu og mannmergð á kjörstöðum í kórónuveirufaraldrinum sem geisar enn. Þeim sem greiða atkvæði á kjörstað á kjördegi hefur einnig fækkað hlutfallslega í undanförnum kosningum. Michael McDonald frá Háskólanum á Flórída sem stýrir verkefni sem heldur utan um kosningagögn segir að miðað við tölurnar um utankjörfundaratkvæði gæti kjörsókn náð allt að 150 milljónum manna, um 65% fólks á gjaldgengra kjósenda. Það yrði mesta kjörsókn frá árinu 1908. Skoðanakannanir benda til þess að Joe Biden, frambjóðandi demókrata, hafi á bilinu 7-9 prósentustiga forskot á Donald Trump forseta á landsvísu. Munurinn er minni í lykilríkjum sem munu að líkindum ráða úrslitum um sigurvegara forsetakosninganna. Trump forseti hefur um margra mánaða skeið hamast gegn póstatkvæðum sem hann heldur fram rakalaust að eigi eftir að leiða til stórfelldra kosningasvika. Því hefur talning póstatkvæða og reglur um þau orðið að heitum deilu- og dómsmálum í mörgum ríkjum í aðdraganda kosninganna í ár. Vegna orðræðu forsetans gegn póstatkvæðum benda kannanir til þess að hlutfallslega mun fleiri demókratar en repúblikanar hafi óskað eftir því að greiða atkvæði í pósti.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Fleiri fréttir Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Sjá meira