Af óháðum þingmönnum utan þingflokka Tryggvi Másson skrifar 7. október 2020 16:32 Senn líður að kosningum til löggjafaþings Íslendinga, Alþingis. Nú þegar hafa þingmennt tilkynnt að þeir hyggist ekki bjóða sig fram á ný, vangaveltur átt sér stað um stofnun nýrra flokka og barátta um efstu sæti á listum ratað á síður blaðanna. Aðrir sitjandi þingmenn ætla að bjóða sig fram aftur og sækjast eftir að halda sæti sínu á lista, eða jafnvel komast ofar á listann. Örlög þeirra þingmanna verður tíminn að leiða í ljós. Einn hópur þingmanna er þó í talsvert annarri stöðu. Það eru þingmenn sem sagt hafa skilið við þingflokkinn sem þeir náðu kjöri fyrir. Þeim hópi má skipta í tvennt, annars vegar þá sem hafa leitað á önnur mið og gengið til liðs við annan þingflokk og hins vegar þá sem starfa sem óháðir þingmenn utan þingflokka. Á sitjandi Alþingi eru fjórir þingmenn sem falla þar undir; Andrés Ingi Jónsson, Karl Gauti Hjaltason, Ólafur Ísleifsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Eftirminnilega sögðu Karl Gauti og Ólafur skilið við Flokk fólksins í lok árs 2018 en voru ekki lengi óháðir þingmenn utan flokka heldur gengu til liðs við þingflokk Miðflokksins í febrúar 2019. Þegar ríkisstjórnin var mynduð töldu Andrés Ingi og Rósa Björk sig ekki geta stutt hana en störfuðu engu að síður áfram fyrir þingflokk Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Fyrr á þessu ári sagði Andrés Ingi þó skilið við þingflokkinn og í september fylgdi Rósa Björk hans fordæmi. Þau starfa bæði sem óháðir þingmenn utan þingflokka. Þessir þingmenn standa frammi fyrir þeirri stöðu að geta ekki sóst eftir að halda sínu sæti á lista fyrir komandi þingkosningar, enda hafa þeir sagt skilið við þann flokk sem þeir buðu sig fram fyrir. Ef þessir þingmenn hyggja á að sitja áfram á Alþingi þurfa þeir því að finna aðrar leiðir til að ná kjöri. Ef Karl Gauti og Ólafur munu sækjast eftir sæti á Alþingi fyrir Miðflokkinn á næsta ári munu þeir þurfa að berjast við aðra þingmenn Miðflokksins og frambjóðendur þeirra. Karl Gauti er þingmaður Suðurkjördæmis þar sem fyrir er Miðflokksmaðurinn Birgir Þórarinsson. Ólafur Ísleifsson er þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður en þar náði Miðflokkurinn ekki kjörnum þingmanni. Það verður áhugavert að sjá hvernig þessi viðbót við þingflokk Miðflokksins mun passa inn í uppstillingu flokksins fyrir næstu þingkosningar. Nýverið birtist viðtal við Andrés Inga þar sem hann sagðist skoða grundvöll fyrir nýjum stjórnmálaflokki með hópi núverandi og fyrrverandi félagsmanna Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs ásamt ungu áhugasömu fólki sem hefur ekki fundið sig í starfandi stjórmálaflokkum. Þá hefur Rósa Björk einnig verið orðuð við þennan nýja flokk en einnig að hún kunni bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna fyrir næstu þingkosningar. Rósa Björk er þingmaður Suðvesturkjördæmis en í því kjördæmi situr Guðmundur Andri Thorsson á þingi fyrir hönd Samfylkingarinnar. Þeir stjórnmálaflokkar sem stofnaðir hafa verið af óháðum þingmönnum utan þingflokka hafa ekki verið langlífir í gegnum tíðina. Jóhanna Sigurðardóttir sagði sig úr þingflokki Alþýðuflokksins árið 1994, stofnaði Þjóðvaka árið og náði kjöri á þing. Þjóðvaki var einn þeirra flokka sem myndaði Þingflokk jafnaðarmanna sem bauð sig svo fram undir nafni Samfylkingarinnar. Grunnurinn að Vinstri hreyfingunni grænu framboði var lagður í þingflokki óháðra en meirihluti þeirra þingmanna sem skipuðu þann þingflokk sátu aldrei sem óháðir þingmenn utan flokka. Lilja Mósesdóttir sagði skilið við þingflokk Vinstri grænna árið 2011 og stofnaði nýjan flokk, Samstöðu. Á tímabili mældist flokkurinn með yfir 30% fylgi í skoðanakönnunum en bauð sig svo aldrei fram hvorki til Alþingis né á sveitarstjórnarstiginu. Þá stofnuðu Guðmundur Steingrímsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins og Róbert Marshall, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar flokkinn Bjarta framtíð árið 2012. Flokkurinn náði kjöri á Alþingi árið 2013 og 2016 en féll af þingi ári síðar eftir að ríkisstjórninni var slitið og boðað til kosninga. Óljóst er hvað verður um framtíð Bjartrar framtíðar en lítið hefur spurst til hans síðustu ár. Athyglisvert verður að fylgjast með því hver verða örlög þessara fjögurra sitjandi þingmanna. Munu Karl Gauti berjast við Birgi Þórarinsson um oddvitasæti Miðflokksins í Suðurkjördæmi? Mun Andrés Inga takast að stofna stjórnmálaflokk sem lifir lengur en tvö kjörtíma bil? Meðfylgjandi eru skýringamyndir með þeim þingmönnum sem starfað hafa sem óháðir þingmenn utan þingflokka síðustu 40 ár. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Rómur Mest lesið Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Senn líður að kosningum til löggjafaþings Íslendinga, Alþingis. Nú þegar hafa þingmennt tilkynnt að þeir hyggist ekki bjóða sig fram á ný, vangaveltur átt sér stað um stofnun nýrra flokka og barátta um efstu sæti á listum ratað á síður blaðanna. Aðrir sitjandi þingmenn ætla að bjóða sig fram aftur og sækjast eftir að halda sæti sínu á lista, eða jafnvel komast ofar á listann. Örlög þeirra þingmanna verður tíminn að leiða í ljós. Einn hópur þingmanna er þó í talsvert annarri stöðu. Það eru þingmenn sem sagt hafa skilið við þingflokkinn sem þeir náðu kjöri fyrir. Þeim hópi má skipta í tvennt, annars vegar þá sem hafa leitað á önnur mið og gengið til liðs við annan þingflokk og hins vegar þá sem starfa sem óháðir þingmenn utan þingflokka. Á sitjandi Alþingi eru fjórir þingmenn sem falla þar undir; Andrés Ingi Jónsson, Karl Gauti Hjaltason, Ólafur Ísleifsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Eftirminnilega sögðu Karl Gauti og Ólafur skilið við Flokk fólksins í lok árs 2018 en voru ekki lengi óháðir þingmenn utan flokka heldur gengu til liðs við þingflokk Miðflokksins í febrúar 2019. Þegar ríkisstjórnin var mynduð töldu Andrés Ingi og Rósa Björk sig ekki geta stutt hana en störfuðu engu að síður áfram fyrir þingflokk Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Fyrr á þessu ári sagði Andrés Ingi þó skilið við þingflokkinn og í september fylgdi Rósa Björk hans fordæmi. Þau starfa bæði sem óháðir þingmenn utan þingflokka. Þessir þingmenn standa frammi fyrir þeirri stöðu að geta ekki sóst eftir að halda sínu sæti á lista fyrir komandi þingkosningar, enda hafa þeir sagt skilið við þann flokk sem þeir buðu sig fram fyrir. Ef þessir þingmenn hyggja á að sitja áfram á Alþingi þurfa þeir því að finna aðrar leiðir til að ná kjöri. Ef Karl Gauti og Ólafur munu sækjast eftir sæti á Alþingi fyrir Miðflokkinn á næsta ári munu þeir þurfa að berjast við aðra þingmenn Miðflokksins og frambjóðendur þeirra. Karl Gauti er þingmaður Suðurkjördæmis þar sem fyrir er Miðflokksmaðurinn Birgir Þórarinsson. Ólafur Ísleifsson er þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður en þar náði Miðflokkurinn ekki kjörnum þingmanni. Það verður áhugavert að sjá hvernig þessi viðbót við þingflokk Miðflokksins mun passa inn í uppstillingu flokksins fyrir næstu þingkosningar. Nýverið birtist viðtal við Andrés Inga þar sem hann sagðist skoða grundvöll fyrir nýjum stjórnmálaflokki með hópi núverandi og fyrrverandi félagsmanna Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs ásamt ungu áhugasömu fólki sem hefur ekki fundið sig í starfandi stjórmálaflokkum. Þá hefur Rósa Björk einnig verið orðuð við þennan nýja flokk en einnig að hún kunni bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna fyrir næstu þingkosningar. Rósa Björk er þingmaður Suðvesturkjördæmis en í því kjördæmi situr Guðmundur Andri Thorsson á þingi fyrir hönd Samfylkingarinnar. Þeir stjórnmálaflokkar sem stofnaðir hafa verið af óháðum þingmönnum utan þingflokka hafa ekki verið langlífir í gegnum tíðina. Jóhanna Sigurðardóttir sagði sig úr þingflokki Alþýðuflokksins árið 1994, stofnaði Þjóðvaka árið og náði kjöri á þing. Þjóðvaki var einn þeirra flokka sem myndaði Þingflokk jafnaðarmanna sem bauð sig svo fram undir nafni Samfylkingarinnar. Grunnurinn að Vinstri hreyfingunni grænu framboði var lagður í þingflokki óháðra en meirihluti þeirra þingmanna sem skipuðu þann þingflokk sátu aldrei sem óháðir þingmenn utan flokka. Lilja Mósesdóttir sagði skilið við þingflokk Vinstri grænna árið 2011 og stofnaði nýjan flokk, Samstöðu. Á tímabili mældist flokkurinn með yfir 30% fylgi í skoðanakönnunum en bauð sig svo aldrei fram hvorki til Alþingis né á sveitarstjórnarstiginu. Þá stofnuðu Guðmundur Steingrímsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins og Róbert Marshall, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar flokkinn Bjarta framtíð árið 2012. Flokkurinn náði kjöri á Alþingi árið 2013 og 2016 en féll af þingi ári síðar eftir að ríkisstjórninni var slitið og boðað til kosninga. Óljóst er hvað verður um framtíð Bjartrar framtíðar en lítið hefur spurst til hans síðustu ár. Athyglisvert verður að fylgjast með því hver verða örlög þessara fjögurra sitjandi þingmanna. Munu Karl Gauti berjast við Birgi Þórarinsson um oddvitasæti Miðflokksins í Suðurkjördæmi? Mun Andrés Inga takast að stofna stjórnmálaflokk sem lifir lengur en tvö kjörtíma bil? Meðfylgjandi eru skýringamyndir með þeim þingmönnum sem starfað hafa sem óháðir þingmenn utan þingflokka síðustu 40 ár. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun