Af óháðum þingmönnum utan þingflokka Tryggvi Másson skrifar 7. október 2020 16:32 Senn líður að kosningum til löggjafaþings Íslendinga, Alþingis. Nú þegar hafa þingmennt tilkynnt að þeir hyggist ekki bjóða sig fram á ný, vangaveltur átt sér stað um stofnun nýrra flokka og barátta um efstu sæti á listum ratað á síður blaðanna. Aðrir sitjandi þingmenn ætla að bjóða sig fram aftur og sækjast eftir að halda sæti sínu á lista, eða jafnvel komast ofar á listann. Örlög þeirra þingmanna verður tíminn að leiða í ljós. Einn hópur þingmanna er þó í talsvert annarri stöðu. Það eru þingmenn sem sagt hafa skilið við þingflokkinn sem þeir náðu kjöri fyrir. Þeim hópi má skipta í tvennt, annars vegar þá sem hafa leitað á önnur mið og gengið til liðs við annan þingflokk og hins vegar þá sem starfa sem óháðir þingmenn utan þingflokka. Á sitjandi Alþingi eru fjórir þingmenn sem falla þar undir; Andrés Ingi Jónsson, Karl Gauti Hjaltason, Ólafur Ísleifsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Eftirminnilega sögðu Karl Gauti og Ólafur skilið við Flokk fólksins í lok árs 2018 en voru ekki lengi óháðir þingmenn utan flokka heldur gengu til liðs við þingflokk Miðflokksins í febrúar 2019. Þegar ríkisstjórnin var mynduð töldu Andrés Ingi og Rósa Björk sig ekki geta stutt hana en störfuðu engu að síður áfram fyrir þingflokk Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Fyrr á þessu ári sagði Andrés Ingi þó skilið við þingflokkinn og í september fylgdi Rósa Björk hans fordæmi. Þau starfa bæði sem óháðir þingmenn utan þingflokka. Þessir þingmenn standa frammi fyrir þeirri stöðu að geta ekki sóst eftir að halda sínu sæti á lista fyrir komandi þingkosningar, enda hafa þeir sagt skilið við þann flokk sem þeir buðu sig fram fyrir. Ef þessir þingmenn hyggja á að sitja áfram á Alþingi þurfa þeir því að finna aðrar leiðir til að ná kjöri. Ef Karl Gauti og Ólafur munu sækjast eftir sæti á Alþingi fyrir Miðflokkinn á næsta ári munu þeir þurfa að berjast við aðra þingmenn Miðflokksins og frambjóðendur þeirra. Karl Gauti er þingmaður Suðurkjördæmis þar sem fyrir er Miðflokksmaðurinn Birgir Þórarinsson. Ólafur Ísleifsson er þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður en þar náði Miðflokkurinn ekki kjörnum þingmanni. Það verður áhugavert að sjá hvernig þessi viðbót við þingflokk Miðflokksins mun passa inn í uppstillingu flokksins fyrir næstu þingkosningar. Nýverið birtist viðtal við Andrés Inga þar sem hann sagðist skoða grundvöll fyrir nýjum stjórnmálaflokki með hópi núverandi og fyrrverandi félagsmanna Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs ásamt ungu áhugasömu fólki sem hefur ekki fundið sig í starfandi stjórmálaflokkum. Þá hefur Rósa Björk einnig verið orðuð við þennan nýja flokk en einnig að hún kunni bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna fyrir næstu þingkosningar. Rósa Björk er þingmaður Suðvesturkjördæmis en í því kjördæmi situr Guðmundur Andri Thorsson á þingi fyrir hönd Samfylkingarinnar. Þeir stjórnmálaflokkar sem stofnaðir hafa verið af óháðum þingmönnum utan þingflokka hafa ekki verið langlífir í gegnum tíðina. Jóhanna Sigurðardóttir sagði sig úr þingflokki Alþýðuflokksins árið 1994, stofnaði Þjóðvaka árið og náði kjöri á þing. Þjóðvaki var einn þeirra flokka sem myndaði Þingflokk jafnaðarmanna sem bauð sig svo fram undir nafni Samfylkingarinnar. Grunnurinn að Vinstri hreyfingunni grænu framboði var lagður í þingflokki óháðra en meirihluti þeirra þingmanna sem skipuðu þann þingflokk sátu aldrei sem óháðir þingmenn utan flokka. Lilja Mósesdóttir sagði skilið við þingflokk Vinstri grænna árið 2011 og stofnaði nýjan flokk, Samstöðu. Á tímabili mældist flokkurinn með yfir 30% fylgi í skoðanakönnunum en bauð sig svo aldrei fram hvorki til Alþingis né á sveitarstjórnarstiginu. Þá stofnuðu Guðmundur Steingrímsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins og Róbert Marshall, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar flokkinn Bjarta framtíð árið 2012. Flokkurinn náði kjöri á Alþingi árið 2013 og 2016 en féll af þingi ári síðar eftir að ríkisstjórninni var slitið og boðað til kosninga. Óljóst er hvað verður um framtíð Bjartrar framtíðar en lítið hefur spurst til hans síðustu ár. Athyglisvert verður að fylgjast með því hver verða örlög þessara fjögurra sitjandi þingmanna. Munu Karl Gauti berjast við Birgi Þórarinsson um oddvitasæti Miðflokksins í Suðurkjördæmi? Mun Andrés Inga takast að stofna stjórnmálaflokk sem lifir lengur en tvö kjörtíma bil? Meðfylgjandi eru skýringamyndir með þeim þingmönnum sem starfað hafa sem óháðir þingmenn utan þingflokka síðustu 40 ár. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Rómur Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Senn líður að kosningum til löggjafaþings Íslendinga, Alþingis. Nú þegar hafa þingmennt tilkynnt að þeir hyggist ekki bjóða sig fram á ný, vangaveltur átt sér stað um stofnun nýrra flokka og barátta um efstu sæti á listum ratað á síður blaðanna. Aðrir sitjandi þingmenn ætla að bjóða sig fram aftur og sækjast eftir að halda sæti sínu á lista, eða jafnvel komast ofar á listann. Örlög þeirra þingmanna verður tíminn að leiða í ljós. Einn hópur þingmanna er þó í talsvert annarri stöðu. Það eru þingmenn sem sagt hafa skilið við þingflokkinn sem þeir náðu kjöri fyrir. Þeim hópi má skipta í tvennt, annars vegar þá sem hafa leitað á önnur mið og gengið til liðs við annan þingflokk og hins vegar þá sem starfa sem óháðir þingmenn utan þingflokka. Á sitjandi Alþingi eru fjórir þingmenn sem falla þar undir; Andrés Ingi Jónsson, Karl Gauti Hjaltason, Ólafur Ísleifsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Eftirminnilega sögðu Karl Gauti og Ólafur skilið við Flokk fólksins í lok árs 2018 en voru ekki lengi óháðir þingmenn utan flokka heldur gengu til liðs við þingflokk Miðflokksins í febrúar 2019. Þegar ríkisstjórnin var mynduð töldu Andrés Ingi og Rósa Björk sig ekki geta stutt hana en störfuðu engu að síður áfram fyrir þingflokk Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Fyrr á þessu ári sagði Andrés Ingi þó skilið við þingflokkinn og í september fylgdi Rósa Björk hans fordæmi. Þau starfa bæði sem óháðir þingmenn utan þingflokka. Þessir þingmenn standa frammi fyrir þeirri stöðu að geta ekki sóst eftir að halda sínu sæti á lista fyrir komandi þingkosningar, enda hafa þeir sagt skilið við þann flokk sem þeir buðu sig fram fyrir. Ef þessir þingmenn hyggja á að sitja áfram á Alþingi þurfa þeir því að finna aðrar leiðir til að ná kjöri. Ef Karl Gauti og Ólafur munu sækjast eftir sæti á Alþingi fyrir Miðflokkinn á næsta ári munu þeir þurfa að berjast við aðra þingmenn Miðflokksins og frambjóðendur þeirra. Karl Gauti er þingmaður Suðurkjördæmis þar sem fyrir er Miðflokksmaðurinn Birgir Þórarinsson. Ólafur Ísleifsson er þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður en þar náði Miðflokkurinn ekki kjörnum þingmanni. Það verður áhugavert að sjá hvernig þessi viðbót við þingflokk Miðflokksins mun passa inn í uppstillingu flokksins fyrir næstu þingkosningar. Nýverið birtist viðtal við Andrés Inga þar sem hann sagðist skoða grundvöll fyrir nýjum stjórnmálaflokki með hópi núverandi og fyrrverandi félagsmanna Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs ásamt ungu áhugasömu fólki sem hefur ekki fundið sig í starfandi stjórmálaflokkum. Þá hefur Rósa Björk einnig verið orðuð við þennan nýja flokk en einnig að hún kunni bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna fyrir næstu þingkosningar. Rósa Björk er þingmaður Suðvesturkjördæmis en í því kjördæmi situr Guðmundur Andri Thorsson á þingi fyrir hönd Samfylkingarinnar. Þeir stjórnmálaflokkar sem stofnaðir hafa verið af óháðum þingmönnum utan þingflokka hafa ekki verið langlífir í gegnum tíðina. Jóhanna Sigurðardóttir sagði sig úr þingflokki Alþýðuflokksins árið 1994, stofnaði Þjóðvaka árið og náði kjöri á þing. Þjóðvaki var einn þeirra flokka sem myndaði Þingflokk jafnaðarmanna sem bauð sig svo fram undir nafni Samfylkingarinnar. Grunnurinn að Vinstri hreyfingunni grænu framboði var lagður í þingflokki óháðra en meirihluti þeirra þingmanna sem skipuðu þann þingflokk sátu aldrei sem óháðir þingmenn utan flokka. Lilja Mósesdóttir sagði skilið við þingflokk Vinstri grænna árið 2011 og stofnaði nýjan flokk, Samstöðu. Á tímabili mældist flokkurinn með yfir 30% fylgi í skoðanakönnunum en bauð sig svo aldrei fram hvorki til Alþingis né á sveitarstjórnarstiginu. Þá stofnuðu Guðmundur Steingrímsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins og Róbert Marshall, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar flokkinn Bjarta framtíð árið 2012. Flokkurinn náði kjöri á Alþingi árið 2013 og 2016 en féll af þingi ári síðar eftir að ríkisstjórninni var slitið og boðað til kosninga. Óljóst er hvað verður um framtíð Bjartrar framtíðar en lítið hefur spurst til hans síðustu ár. Athyglisvert verður að fylgjast með því hver verða örlög þessara fjögurra sitjandi þingmanna. Munu Karl Gauti berjast við Birgi Þórarinsson um oddvitasæti Miðflokksins í Suðurkjördæmi? Mun Andrés Inga takast að stofna stjórnmálaflokk sem lifir lengur en tvö kjörtíma bil? Meðfylgjandi eru skýringamyndir með þeim þingmönnum sem starfað hafa sem óháðir þingmenn utan þingflokka síðustu 40 ár. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun