Vonbrigði að ekki sé gert ráð fyrir niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. október 2020 17:09 Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir það bæði vera samfélagslega rétt og hagkvæmt að ríkið taki þátt í kostnaði við sálfræðiþjónustu. Það séu vonbrigði að ekki sé gert ráð fyrir því í fjármálaáætlun. vísir/vilhelm Ekki er gert ráð fyrir niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir það mikil vonbrigði enda samþykkti yfirgæfandi meirihluti Alþingis í vor að fella þjónustuna undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands. „Þetta er náttúrulega mikið framfaraskref í heilbrigðisþjónustu, að þarna sé andlegt heilbrigði metið til janfs við aðra þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Það var mikið fagnað þegar þetta var samþykkt í vor og það lá mikil barátta margra að baki. Þess meiri eru vonbrigðin núna að sjá og heyra í samtölum við starfandi heilbrigðisráðherra að það er ekki gert ráð fyrir fjármagni í þessa heilbrigðisþjónustu í fjármálaáætlun ríkisstjórarninnar til næstu ára,“ segir Hanna Katrín í samtali við fréttastofu. Hanna Katrín spurði Guðmund Inga Guðbrandsson, starfandi heilbrigðisráðherra, út í málið í umræðum um fjármálaáætlun á Alþingi í dag. Vísaði Guðmundur til þess að ekki væri langt síðan frumvarpið var samþykkt og að skoða þyrfti hvort hægt væri að tryggja þessu fjármagn þegar horft væri til lengri framtíðar, eða í næstu áætlun. Málið væri í vinnslu innan heilbrigðisráðuneytisins. Hanna Katrín segir að miðað við fjölda þeirra sem nýti sér sálfræðiþjónustu eða þurfi á henni að halda gæti kostnaðurinn numið um einum milljarði króna á ársgrundvelli. Kostnaðurinn geti þó tekið breytingum. „Heilbrigðisráðherra hefur heilmikil völd samkvæmt frumvarpinu til að þrengja eða útvíkka hópinn eftir því sem hann telur best og til þess hefur hann öll fyrirliggjandi gögn.“ Í greinargerð frumvarpsins sem var samþykkt í vor er vísað til talna frá Hagstofu Íslands sem gefa til kynna að um þriðjungur fólks telji sig ekki hafa efni á geðheilbrigðisþjónustu. „Þetta eru forvirkar aðgerðir og við vitum út frá biturri reynslu frá síðustu kreppu að neikvæð áhrif koma fram í geðheilbrigði og þau koma fram eftir á. Þannig að matið okkar og þeirra fjölmörgu sem standa á bak við þetta frumvarp er að þetta er bæði samfélagslega rétt og samfélagslega hagkvæmt. Þannig ég vona að þessu verði snúið við í meðferð þingsins,“ segir Hanna Katrín. Þetta eigi ekki að vera á meðal mála sem þurfi að setja á bið vegna efnahagsþrenginga. „Ég trúi því að þingheimur muni fylkja sér á bak við heilbrigðisráðherra til að fá samþykktar breytingartillögur til að finna þetta fjármagn, eða ef svo ber undir að hliðra eitthvað til svo þetta verði að veruleika.“ Alþingi Geðheilbrigði Tryggingar Heilbrigðismál Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Sjá meira
Ekki er gert ráð fyrir niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir það mikil vonbrigði enda samþykkti yfirgæfandi meirihluti Alþingis í vor að fella þjónustuna undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands. „Þetta er náttúrulega mikið framfaraskref í heilbrigðisþjónustu, að þarna sé andlegt heilbrigði metið til janfs við aðra þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Það var mikið fagnað þegar þetta var samþykkt í vor og það lá mikil barátta margra að baki. Þess meiri eru vonbrigðin núna að sjá og heyra í samtölum við starfandi heilbrigðisráðherra að það er ekki gert ráð fyrir fjármagni í þessa heilbrigðisþjónustu í fjármálaáætlun ríkisstjórarninnar til næstu ára,“ segir Hanna Katrín í samtali við fréttastofu. Hanna Katrín spurði Guðmund Inga Guðbrandsson, starfandi heilbrigðisráðherra, út í málið í umræðum um fjármálaáætlun á Alþingi í dag. Vísaði Guðmundur til þess að ekki væri langt síðan frumvarpið var samþykkt og að skoða þyrfti hvort hægt væri að tryggja þessu fjármagn þegar horft væri til lengri framtíðar, eða í næstu áætlun. Málið væri í vinnslu innan heilbrigðisráðuneytisins. Hanna Katrín segir að miðað við fjölda þeirra sem nýti sér sálfræðiþjónustu eða þurfi á henni að halda gæti kostnaðurinn numið um einum milljarði króna á ársgrundvelli. Kostnaðurinn geti þó tekið breytingum. „Heilbrigðisráðherra hefur heilmikil völd samkvæmt frumvarpinu til að þrengja eða útvíkka hópinn eftir því sem hann telur best og til þess hefur hann öll fyrirliggjandi gögn.“ Í greinargerð frumvarpsins sem var samþykkt í vor er vísað til talna frá Hagstofu Íslands sem gefa til kynna að um þriðjungur fólks telji sig ekki hafa efni á geðheilbrigðisþjónustu. „Þetta eru forvirkar aðgerðir og við vitum út frá biturri reynslu frá síðustu kreppu að neikvæð áhrif koma fram í geðheilbrigði og þau koma fram eftir á. Þannig að matið okkar og þeirra fjölmörgu sem standa á bak við þetta frumvarp er að þetta er bæði samfélagslega rétt og samfélagslega hagkvæmt. Þannig ég vona að þessu verði snúið við í meðferð þingsins,“ segir Hanna Katrín. Þetta eigi ekki að vera á meðal mála sem þurfi að setja á bið vegna efnahagsþrenginga. „Ég trúi því að þingheimur muni fylkja sér á bak við heilbrigðisráðherra til að fá samþykktar breytingartillögur til að finna þetta fjármagn, eða ef svo ber undir að hliðra eitthvað til svo þetta verði að veruleika.“
Alþingi Geðheilbrigði Tryggingar Heilbrigðismál Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Sjá meira