Lakers liðið spilar í „Black Mamba“ búningi Kobe í fimmta leiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2020 08:30 Anthony Davis og LeBron James í Mamba búningnum í leik tvö sem Lakers vann örugglega. AP/Mark J. Terrill Leikmenn Los Angeles Lakers munu spila fimmta leikinn á móti Miami Heat í „Black Mamba“ búningum sem Kobe heitinn Bryant hannaði í samvinnu við Nike. Lakers liðið ætlaði sér að spila í þessum „Black Mamba“ búningum Kobe í öðrum og sjöunda leik lokaúrslitanna en Lakers getur tryggt sér NBA titilinn með sigri á föstudagskvöldið og því var ákveðið að spila þá í búningnum. Lakers er 3-1 yfir á móti Miami Heat eftir sigur í síðasta leik en Lakers menn unnu tvo fyrstu leiki úrslitaeinvígins með sannfærandi hætti. Los Angeles Lakers liðið hefur unnið alla fjóra leiki sína í þessari úrslitakeppni þar sem liðið hefur spilað í „Black Mamba“ búningum Kobe. Kobe Bryant lést í þyrluslysi 26. janúar í Calabasas í Kaliforníu ásamt þrettán ára dóttur inni Giönnu og sjö öðrum. The Lakers have made the switch to wear their Black Mamba uniforms for Game 5 of the #NBAFinalsLA is 4-0 this season when wearing these jerseys. pic.twitter.com/SMgrXolJNk— SportsCenter (@SportsCenter) October 7, 2020 „Mamba og Mambacita treyjurnar hafa verið samþykktar fyrir leik fimm. Áfram Lakers,“ skrifaði Vanessa, ekkja Kobe Bryant, á Instagram síðu sína. Nike hannaði treyjuna í samvinnu við Kobe Bryant á sínum tíma. Þjálfarinn Frank Vogel og stjörnuleikmennirnir LeBron James og Anthony Davis hafa margoft talað um það að liðið hafi reynt að tileinka sér Mömbu hugarfar Kobe Bryant og hans vægðarlausu þrá til vinna. Lakers liðið hefur ennfremur tileinkað Kobe Bryant þetta tímabil. James og Davis fengu sér báðir húðflúr til heiðurs Bryant og fyrir leik þá kalla leikmenn liðsins saman í hóp: „1-2-3 Mamba!“ Last night, @KingJames scored the Lakers' 81st point with 8:24 on the clock.While wearing the Black Mamba jersey (h/t @Lakers) pic.twitter.com/LEA6uHNhur— SportsCenter (@SportsCenter) October 3, 2020 Los Angeles Lakers hefur ekki orðið NBA-meistari í tíu ár eða síðan liðið vann tvö ár í röð frá 2009 til 2010 undir forystu Kobe Bryant. Kobe varð einnig NBA-meistari þrjú tímabil í röð með Shaquille O'Neal frá 2000 til 2002. Lakers liðið hefur verið að spila í öðrum búningum tileinkuðum goðsögnum í þessari úrslitakeppni en þeir kalla þetta „Laker Lore Series“ en hinir tveir búningarnir í flokknum tengjast þeim Magic Johnson og Shaquille O'Neal. Fimmti leikur lokaúrslitanna fer fram annað kvöld. NBA Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Fleiri fréttir Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Sjá meira
Leikmenn Los Angeles Lakers munu spila fimmta leikinn á móti Miami Heat í „Black Mamba“ búningum sem Kobe heitinn Bryant hannaði í samvinnu við Nike. Lakers liðið ætlaði sér að spila í þessum „Black Mamba“ búningum Kobe í öðrum og sjöunda leik lokaúrslitanna en Lakers getur tryggt sér NBA titilinn með sigri á föstudagskvöldið og því var ákveðið að spila þá í búningnum. Lakers er 3-1 yfir á móti Miami Heat eftir sigur í síðasta leik en Lakers menn unnu tvo fyrstu leiki úrslitaeinvígins með sannfærandi hætti. Los Angeles Lakers liðið hefur unnið alla fjóra leiki sína í þessari úrslitakeppni þar sem liðið hefur spilað í „Black Mamba“ búningum Kobe. Kobe Bryant lést í þyrluslysi 26. janúar í Calabasas í Kaliforníu ásamt þrettán ára dóttur inni Giönnu og sjö öðrum. The Lakers have made the switch to wear their Black Mamba uniforms for Game 5 of the #NBAFinalsLA is 4-0 this season when wearing these jerseys. pic.twitter.com/SMgrXolJNk— SportsCenter (@SportsCenter) October 7, 2020 „Mamba og Mambacita treyjurnar hafa verið samþykktar fyrir leik fimm. Áfram Lakers,“ skrifaði Vanessa, ekkja Kobe Bryant, á Instagram síðu sína. Nike hannaði treyjuna í samvinnu við Kobe Bryant á sínum tíma. Þjálfarinn Frank Vogel og stjörnuleikmennirnir LeBron James og Anthony Davis hafa margoft talað um það að liðið hafi reynt að tileinka sér Mömbu hugarfar Kobe Bryant og hans vægðarlausu þrá til vinna. Lakers liðið hefur ennfremur tileinkað Kobe Bryant þetta tímabil. James og Davis fengu sér báðir húðflúr til heiðurs Bryant og fyrir leik þá kalla leikmenn liðsins saman í hóp: „1-2-3 Mamba!“ Last night, @KingJames scored the Lakers' 81st point with 8:24 on the clock.While wearing the Black Mamba jersey (h/t @Lakers) pic.twitter.com/LEA6uHNhur— SportsCenter (@SportsCenter) October 3, 2020 Los Angeles Lakers hefur ekki orðið NBA-meistari í tíu ár eða síðan liðið vann tvö ár í röð frá 2009 til 2010 undir forystu Kobe Bryant. Kobe varð einnig NBA-meistari þrjú tímabil í röð með Shaquille O'Neal frá 2000 til 2002. Lakers liðið hefur verið að spila í öðrum búningum tileinkuðum goðsögnum í þessari úrslitakeppni en þeir kalla þetta „Laker Lore Series“ en hinir tveir búningarnir í flokknum tengjast þeim Magic Johnson og Shaquille O'Neal. Fimmti leikur lokaúrslitanna fer fram annað kvöld.
NBA Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Fleiri fréttir Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Sjá meira