Fimmtán ára og tólf ára heimsmet féllu bæði á sömu braut í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2020 09:46 Joshua Cheptegei hefur bætt tvö gömul heimsmet á stuttum tíma. Getty/Matthias Hangst Joshua Cheptegei frá Úganda og Letesenbet Gidey frá Eþíópiu settu bæði heimsmet í gær á heimsmetakvöldi í Valencia á Spáni. Joshua Cheptegei sló metrið í tíu þúsund metra hlaupi karla en Letesenbet Gidey sló heimsmetið í fimm þúsund metra hlaupi kvenna. Not one, but TWO world records broken! Letesenbet Gidey: Women's 5,000m in 14:06.62 Joshua Cheptegei: Men's 10,000m in 26:11.02— BBC Sport (@BBCSport) October 7, 2020 Hinn 24 ára gamli Cheptegei kom í mark á 26 mínútum og 11 sekúndum en gamla metið var orðið fimmtán ára gamalt. Cheptegei hljóp sex sekúndum hraðar en Eþíópíumaðurinn Kenenisa Bekele sem átti metið frá 2005 til 2020. Hin 22 ára gamla Gidey kom í mark á 14 mínútum og 6,62 sekúndum en gamla metið frá 2008 var upp á 14 mínútur og 11,15 sekúndum. Gamla metið átti landa hennar Tirunesh Dibaba. „Ég er ánægð. Þetta hefur verið draumur minn lengi og þetta er því mjög stórt fyrir mig,“ sagði Letesenbet Gidey eftir hlaupið. AND ANOTHER ONE! Joshua Cheptegei gives us another world record to be hype about today. 26:11.02 in the 10k! https://t.co/fRnXgSeCkP pic.twitter.com/KRUmhSBuR3— FloTrack (@FloTrack) October 7, 2020 Joshua Cheptegei hefur verið í miklum heimsmetaham en þetta var fjórða heimsmet hans á aðeins tíu mánuðum. Hann hafði áður sett heimsmet í 10 km og 5 km götuhlaupi en líka bætt heimsmet Bekele í fimm þúsund metra hlaupi í ágúst síðastliðnum. Það met var orðið sextán ára gamalt. Cheptegei og Gidey voru bæði með héra í hlaupinu til að hjálpa þeim við að setja heimsmetið en 400 manns voru mætt á Turia leikvanginn í Valencia til að fylgjast með. Joshua Cheptegei is the GREATEST sportsman Uganda has ever produced. That s it about that. pic.twitter.com/Oi5hGiCeyx— Usher Komugisha (@UsherKomugisha) October 7, 2020 Frjálsar íþróttir Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Í beinni: ÍR - Höttur | Geta tekið risastórt skref Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Kolbeinn mætir ósigruðum kappa Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Sjá meira
Joshua Cheptegei frá Úganda og Letesenbet Gidey frá Eþíópiu settu bæði heimsmet í gær á heimsmetakvöldi í Valencia á Spáni. Joshua Cheptegei sló metrið í tíu þúsund metra hlaupi karla en Letesenbet Gidey sló heimsmetið í fimm þúsund metra hlaupi kvenna. Not one, but TWO world records broken! Letesenbet Gidey: Women's 5,000m in 14:06.62 Joshua Cheptegei: Men's 10,000m in 26:11.02— BBC Sport (@BBCSport) October 7, 2020 Hinn 24 ára gamli Cheptegei kom í mark á 26 mínútum og 11 sekúndum en gamla metið var orðið fimmtán ára gamalt. Cheptegei hljóp sex sekúndum hraðar en Eþíópíumaðurinn Kenenisa Bekele sem átti metið frá 2005 til 2020. Hin 22 ára gamla Gidey kom í mark á 14 mínútum og 6,62 sekúndum en gamla metið frá 2008 var upp á 14 mínútur og 11,15 sekúndum. Gamla metið átti landa hennar Tirunesh Dibaba. „Ég er ánægð. Þetta hefur verið draumur minn lengi og þetta er því mjög stórt fyrir mig,“ sagði Letesenbet Gidey eftir hlaupið. AND ANOTHER ONE! Joshua Cheptegei gives us another world record to be hype about today. 26:11.02 in the 10k! https://t.co/fRnXgSeCkP pic.twitter.com/KRUmhSBuR3— FloTrack (@FloTrack) October 7, 2020 Joshua Cheptegei hefur verið í miklum heimsmetaham en þetta var fjórða heimsmet hans á aðeins tíu mánuðum. Hann hafði áður sett heimsmet í 10 km og 5 km götuhlaupi en líka bætt heimsmet Bekele í fimm þúsund metra hlaupi í ágúst síðastliðnum. Það met var orðið sextán ára gamalt. Cheptegei og Gidey voru bæði með héra í hlaupinu til að hjálpa þeim við að setja heimsmetið en 400 manns voru mætt á Turia leikvanginn í Valencia til að fylgjast með. Joshua Cheptegei is the GREATEST sportsman Uganda has ever produced. That s it about that. pic.twitter.com/Oi5hGiCeyx— Usher Komugisha (@UsherKomugisha) October 7, 2020
Frjálsar íþróttir Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Í beinni: ÍR - Höttur | Geta tekið risastórt skref Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Kolbeinn mætir ósigruðum kappa Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Sjá meira