„Það er engin ástæða til að vera alltaf að taka sýni“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. október 2020 07:13 Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sést hér fyrr í vikunni á svölum Hvíta hússins eftir að hann útskrifaðist af spítala. Getty/Jabin Botsford Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur ýjað að því að hann muni halda kosningafund í Flórída á morgun, laugardag. Trump greindist með Covid-19 fyrir rúmri viku og sagði Sean Conley, læknir forsetans, í yfirlýsingu í gær telja að hann gæti farið aftur að sinna opinberum embættisskyldum á laugardag. Áður hafði Conley gefið í skyn að forsetinn myndi ekki snúa aftur til opinberra starfa, og þar með úr einangrun, fyrr en á mánudag. Forsetinn var í viðtali við Sean Hannity á Fox News í gærkvöldi. Hannity spurði Trump meðal annars hvort hann væri búinn að greinast neikvæður fyrir veirunni en hann vék sér undan því að svara spurningunni. Í staðinn sagði hann frá lyfjunum sem honum hefðu verið gefin sem tilraun til meðferðar við Covid-19. Þá kvaðst forsetinn búast við því að fara í sýnatöku í dag, föstudag. Flórída á laugardagskvöld og jafnvel Pennsylvanía á sunnudag Hannity spurði forsetann einnig hvort hann hefði farið í einhverja sýnatöku síðan hann greindist jákvæður í síðustu viku. „Sko, það sem við erum að gera, er að sýnatakan verður væntanlega á morgun. Hin raunverulega sýnataka því það er engin ástæða til að vera alltaf að taka sýni,“ sagði Trump. Varðandi mögulegan kosningafund í Flórída á morgun sagði Trump að fundurinn yrði líklega haldinn ef nægur tími væri til þess að skipuleggja hann. „Við viljum halda kosningafund í Flórída, líklega í Flórída á laugardagskvöld, svo gætum við komið til baka og haldið einn í Pennsylvaníu kvöldið eftir,“ sagði forsetinn. Flestir þeirra stuðningsmanna Trump sem mæta á kosningafundi hans eru ekki með grímur og virða ekki fjarlægðarmörk og hefur kosningafundur forsetans í Tulsa í Oklahoma fyrr á árinu til að mynda verið tengdur við mikla fjölgun smita sem varð í borginni. Ætla að ræða heimild til að víkja forseta úr embætti vegna vanheilsu Í frétt Guardian um viðtal Hannity við Trump segir að forsetinn hafi verið með hása rödd og hafi stundum þurft að gera hlé á máli sínu til að hósta. Viðtalið við Hannity er þó ekki eina viðtalið við Fox sem Trump veitti í gær. Fyrr um daginn hafði hann rætt við Fox Business þar sem hann lýsti því yfir að hann ætlaði ekki að taka þátt í rafrænum kappræðum við Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrata, þann 15. október. Tilkynnt var í gær að kappræðurnar yrðu rafrænar þar sem áhyggjur væru uppi um að forsetinn yrði enn smitandi og myndi þannig breiða út veiruna. Sagði Trump að hann ætlaði ekki að eyða tíma sínum í slíkar kappræður. Nancy Pelosi, Demókrati og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, tilkynnti í gær að Demókratar á Bandaríkjaþingi ætli að funda til þess að ræða 25. breytinguna á stjórnarskrá Bandaríkjanna. Breytingin kveður á um heimild til þess að víkja forseta úr embætti, gegn hans vilja, vegna líkamlegrar eða andlegrar vanheilsu. Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur ýjað að því að hann muni halda kosningafund í Flórída á morgun, laugardag. Trump greindist með Covid-19 fyrir rúmri viku og sagði Sean Conley, læknir forsetans, í yfirlýsingu í gær telja að hann gæti farið aftur að sinna opinberum embættisskyldum á laugardag. Áður hafði Conley gefið í skyn að forsetinn myndi ekki snúa aftur til opinberra starfa, og þar með úr einangrun, fyrr en á mánudag. Forsetinn var í viðtali við Sean Hannity á Fox News í gærkvöldi. Hannity spurði Trump meðal annars hvort hann væri búinn að greinast neikvæður fyrir veirunni en hann vék sér undan því að svara spurningunni. Í staðinn sagði hann frá lyfjunum sem honum hefðu verið gefin sem tilraun til meðferðar við Covid-19. Þá kvaðst forsetinn búast við því að fara í sýnatöku í dag, föstudag. Flórída á laugardagskvöld og jafnvel Pennsylvanía á sunnudag Hannity spurði forsetann einnig hvort hann hefði farið í einhverja sýnatöku síðan hann greindist jákvæður í síðustu viku. „Sko, það sem við erum að gera, er að sýnatakan verður væntanlega á morgun. Hin raunverulega sýnataka því það er engin ástæða til að vera alltaf að taka sýni,“ sagði Trump. Varðandi mögulegan kosningafund í Flórída á morgun sagði Trump að fundurinn yrði líklega haldinn ef nægur tími væri til þess að skipuleggja hann. „Við viljum halda kosningafund í Flórída, líklega í Flórída á laugardagskvöld, svo gætum við komið til baka og haldið einn í Pennsylvaníu kvöldið eftir,“ sagði forsetinn. Flestir þeirra stuðningsmanna Trump sem mæta á kosningafundi hans eru ekki með grímur og virða ekki fjarlægðarmörk og hefur kosningafundur forsetans í Tulsa í Oklahoma fyrr á árinu til að mynda verið tengdur við mikla fjölgun smita sem varð í borginni. Ætla að ræða heimild til að víkja forseta úr embætti vegna vanheilsu Í frétt Guardian um viðtal Hannity við Trump segir að forsetinn hafi verið með hása rödd og hafi stundum þurft að gera hlé á máli sínu til að hósta. Viðtalið við Hannity er þó ekki eina viðtalið við Fox sem Trump veitti í gær. Fyrr um daginn hafði hann rætt við Fox Business þar sem hann lýsti því yfir að hann ætlaði ekki að taka þátt í rafrænum kappræðum við Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrata, þann 15. október. Tilkynnt var í gær að kappræðurnar yrðu rafrænar þar sem áhyggjur væru uppi um að forsetinn yrði enn smitandi og myndi þannig breiða út veiruna. Sagði Trump að hann ætlaði ekki að eyða tíma sínum í slíkar kappræður. Nancy Pelosi, Demókrati og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, tilkynnti í gær að Demókratar á Bandaríkjaþingi ætli að funda til þess að ræða 25. breytinguna á stjórnarskrá Bandaríkjanna. Breytingin kveður á um heimild til þess að víkja forseta úr embætti, gegn hans vilja, vegna líkamlegrar eða andlegrar vanheilsu.
Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira