Verkfalli olíustarfsmanna gæti lokið í dag Kjartan Kjartansson skrifar 9. október 2020 13:01 Sex norskum olíuborpöllum hefur þegar verið lokað vegna verkfallsins og sjö gætu lokað á næstu dögum dragist það á langinn. Vísir/EPA Tíu daga löngu verkfalli norskra olíu- og gasverkamanna gæti lokið í dag fallist stéttarfélag þeirra á tilboð olíufyrirtækja. Olíuframleiðsla Noregs gæti dregist saman um fjórðung haldi verkfallið áfram inn í næstu viku. Sex olíu- og gasborpöllum var lokað vegna verkfallsaðgerðanna á mánudag og gætu sjö bæst við á næstu dögum haldi deilurnar áfram. Framleiðslan gæti þá dregist saman um hátt í milljón tunnur af hráolíu á dag. Norska olíu- og gassambandið (NOG) ætlar að leggja fram nýtt tilboð til þess að höggva á hnútinn í dag. Audun Ingvartsen, leiðtogi verkalýðsfélagsins Lederne, segist vonast eftir samningi strax í dag. Viðræður halda áfram hjá ríkissáttasemjara í dag. Olíuverkamenn í Noregi eru á meðal þeirra hæst launuðu í Evrópu en eru þó á lægri launum en starfssystkini þeirra í Ástralíu og Norður-Ameríku, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Félag þeirra krefst þess að laun starfsmanna á landi og á olíuborpöllum úti á hafi verði jöfnuð og frekari launahækkana en fyrirtækin hafa boðið til þessa. Noregur Bensín og olía Tengdar fréttir Verkfall í Noregi gæti stöðvað fjórðung olíuframleiðslu Framleiðsla á olíu og gasi gæti dregist saman um allt að fjórðung vegna verkfalls starfsmanna í olíuiðnaði í Noregi. Heimsmarkaðsverð á olíu gæti hækkað fyrir vikið. Norska ríkisstjórnin ætlar ekki að grípa inn í verkfallið eins og sakir standa. 8. október 2020 14:34 Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Tíu daga löngu verkfalli norskra olíu- og gasverkamanna gæti lokið í dag fallist stéttarfélag þeirra á tilboð olíufyrirtækja. Olíuframleiðsla Noregs gæti dregist saman um fjórðung haldi verkfallið áfram inn í næstu viku. Sex olíu- og gasborpöllum var lokað vegna verkfallsaðgerðanna á mánudag og gætu sjö bæst við á næstu dögum haldi deilurnar áfram. Framleiðslan gæti þá dregist saman um hátt í milljón tunnur af hráolíu á dag. Norska olíu- og gassambandið (NOG) ætlar að leggja fram nýtt tilboð til þess að höggva á hnútinn í dag. Audun Ingvartsen, leiðtogi verkalýðsfélagsins Lederne, segist vonast eftir samningi strax í dag. Viðræður halda áfram hjá ríkissáttasemjara í dag. Olíuverkamenn í Noregi eru á meðal þeirra hæst launuðu í Evrópu en eru þó á lægri launum en starfssystkini þeirra í Ástralíu og Norður-Ameríku, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Félag þeirra krefst þess að laun starfsmanna á landi og á olíuborpöllum úti á hafi verði jöfnuð og frekari launahækkana en fyrirtækin hafa boðið til þessa.
Noregur Bensín og olía Tengdar fréttir Verkfall í Noregi gæti stöðvað fjórðung olíuframleiðslu Framleiðsla á olíu og gasi gæti dregist saman um allt að fjórðung vegna verkfalls starfsmanna í olíuiðnaði í Noregi. Heimsmarkaðsverð á olíu gæti hækkað fyrir vikið. Norska ríkisstjórnin ætlar ekki að grípa inn í verkfallið eins og sakir standa. 8. október 2020 14:34 Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Verkfall í Noregi gæti stöðvað fjórðung olíuframleiðslu Framleiðsla á olíu og gasi gæti dregist saman um allt að fjórðung vegna verkfalls starfsmanna í olíuiðnaði í Noregi. Heimsmarkaðsverð á olíu gæti hækkað fyrir vikið. Norska ríkisstjórnin ætlar ekki að grípa inn í verkfallið eins og sakir standa. 8. október 2020 14:34