Farþegar híma úti í kulda og trekki Kolbrún Baldursdóttir skrifar 9. október 2020 21:14 Flokkur fólksins í borgarstjórn hefur lagt fram nokkur mál í gegnum tíðina sem lúta að almenningssamgöngum. Ef þeim er ekki vísað frá samstundis hefur þeim verið vísað til stjórnar Strætó bs. til umsagnar. Þar hafa sum þeirra einfaldlega dagað uppi eða strandað á borði stjórnarinnar. Þetta er afar hvimleitt, ekki síst þegar ekki hefur frést af málinu t.d. í meira en ár. Einnig er þetta slæmt því það er fólk sem bíður eftir viðbrögðum og auðvitað afgreiðslu þessara mála. Árið 2019 lagði fulltrúi Flokks fólksins fram tillögu um að biðsalur Strætó bs. í Mjódd verði opinn eins lengi og vagnar ganga og að betur verði búið að biðsalnum þar sem margir nota hann daglega. Verst af öllu er að hann skuli ekki vera hafður opinn lengur en raun ber vitni. Það skýtur skökku við í allri þeirri umræðu borgarmeirihlutans að gera almenningssamgöngur að fýsilegri kosti. Að fólk skuli þurfa að bíða úti eftir strætó í Mjódd eftir kl. 18 er einfaldlega ekki boðlegt hjá þjónustufyrirtæki eins og Strætó bs. Fyrir fjölmarga er það ekki einu sinni val að nota almenningssamgöngur heldur eini möguleikinn sem fólk hefur. Ekki hafa allir efni á að eiga bíl. Mjóddin er tengistöð margra leiða. Strætó ætti að hafa biðsalinn opinn eins lengi og vagnarnir ganga og bæta aðstöðuna þar fyrir farþega Strætó. Tillagan var ekki lögð fram að ástæðulausu. Allmargir hafa haft samband og beðið mig um að reyna að ná þessum breytingum fram og hafa nú beðið eftir svörum í eitt ár því ekkert heyrist frá stjórn Strætó bs. Bent hefur verið á hversu erfitt það er að híma úti í alls kyns veðri og vindum, roki og rigningu, snjókomu og myrkri. Nú nýlega fékk ég skeyti frá konu á níræðis aldri og sagðist hún ekki treysta sér til að vera á ferðinni með strætó eftir kl. 17. Hún hafði tvisvar lent í því að hanga í hálftíma, eftir að hafa rétt misst af vagni, í svarta myrkri og kulda. Hún bað mig að reyna að koma vitinu fyrir þá sem hafa með almenningssamgöngur að gera og fá þá til að hafa biðsalinn opinn lengur en hann er harðlæstur á slaginu kl. 18 alla daga. Það hvatti mig til þess að reka á eftir þessu máli og vona ég að þessi pistill hjálpi einnig til við það. Gjaldskrá ferðaþjónustu fatlaðra Þetta er ekki eina mál Flokks fólksins sem liggur á borðinu hjá stjórn Strætó bs. án þess að hafa fengið athygli stjórnarinnar. Í febrúar sl. var fulltrúi Flokks fólksins með tillögu um að endurskoða gjaldskrá fyrir ferðaþjónustu fatlaðra með það að markmiði að fólk geti keypt árskort fyrir aðgang að ferðaþjónustu fatlaðra og þurfi ekki að greiða fyrir hverja ferð. Lagt var til að Reykjavík beiti sér fyrir því að árskort fyrir ferðaþjónustu fatlaðra gildi einnig til að ferðast með Strætó bs. á höfuðborgarsvæðinu. Málinu var vísað til stjórnar Strætó bs. þar sem það situr þar enn. Ferðaþjónusta fatlaðra er á vegum Reykjavíkur, ekki Strætó, og því gilda ólíkar verðskrár. Vegna þessa gildir árskort fyrir öryrkja aðeins í strætó en ekki fyrir ferðaþjónustu fatlaðra, sem þó er á vegum Strætó bs. Verð fyrir stakar ferðir er það sama en gjaldskrá fyrir ferðaþjónustu fatlaðra býður ekki uppá magnafslátt fyrir alla, svo sem með því að kaupa kort. Það er að vísu boðið upp á nemakort fyrir fatlaða nemendur í framhalds- og háskólum en það kostar 22.600 kr. á ári fyrir 16-17 ára og 52.900 kr. á ári fyrir eldri einstaklinga. Það liggur í augum uppi að það er nauðsynlegt að bjóða upp á árskort. Jafnvel þótt kortið myndi kosta heilar 100.000 kr. þá eru samt yfir 200 einstaklingar sem myndu spara sér pening með því að kaupa það. Það eru því yfir 200 einstaklingar sem greiða meira en 100.000 kr. árlega í akstursþjónustuna og því enn frekar tilefni til að boðið yrði upp á árskort fyrir akstursþjónustu fatlaðra. En þessi tillaga Flokks fólksins liggur sem sagt enn á borði stjórnar Strætó bs. Í ljósi þess að tillagan um biðskýlið var lögð fram fyrir ári má allt eins vænta þess að umsögn og afgreiðsla á tillögunni um að endurskoða gjaldskrá fyrir ferðaþjónustu fatlaðra komi ekki til afgreiðslu fyrir næsta ár. Slíkur er oft hægagangurinn hjá stjórn Strætó bs. og kerfisins alls. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins í borgarstjórn hefur lagt fram nokkur mál í gegnum tíðina sem lúta að almenningssamgöngum. Ef þeim er ekki vísað frá samstundis hefur þeim verið vísað til stjórnar Strætó bs. til umsagnar. Þar hafa sum þeirra einfaldlega dagað uppi eða strandað á borði stjórnarinnar. Þetta er afar hvimleitt, ekki síst þegar ekki hefur frést af málinu t.d. í meira en ár. Einnig er þetta slæmt því það er fólk sem bíður eftir viðbrögðum og auðvitað afgreiðslu þessara mála. Árið 2019 lagði fulltrúi Flokks fólksins fram tillögu um að biðsalur Strætó bs. í Mjódd verði opinn eins lengi og vagnar ganga og að betur verði búið að biðsalnum þar sem margir nota hann daglega. Verst af öllu er að hann skuli ekki vera hafður opinn lengur en raun ber vitni. Það skýtur skökku við í allri þeirri umræðu borgarmeirihlutans að gera almenningssamgöngur að fýsilegri kosti. Að fólk skuli þurfa að bíða úti eftir strætó í Mjódd eftir kl. 18 er einfaldlega ekki boðlegt hjá þjónustufyrirtæki eins og Strætó bs. Fyrir fjölmarga er það ekki einu sinni val að nota almenningssamgöngur heldur eini möguleikinn sem fólk hefur. Ekki hafa allir efni á að eiga bíl. Mjóddin er tengistöð margra leiða. Strætó ætti að hafa biðsalinn opinn eins lengi og vagnarnir ganga og bæta aðstöðuna þar fyrir farþega Strætó. Tillagan var ekki lögð fram að ástæðulausu. Allmargir hafa haft samband og beðið mig um að reyna að ná þessum breytingum fram og hafa nú beðið eftir svörum í eitt ár því ekkert heyrist frá stjórn Strætó bs. Bent hefur verið á hversu erfitt það er að híma úti í alls kyns veðri og vindum, roki og rigningu, snjókomu og myrkri. Nú nýlega fékk ég skeyti frá konu á níræðis aldri og sagðist hún ekki treysta sér til að vera á ferðinni með strætó eftir kl. 17. Hún hafði tvisvar lent í því að hanga í hálftíma, eftir að hafa rétt misst af vagni, í svarta myrkri og kulda. Hún bað mig að reyna að koma vitinu fyrir þá sem hafa með almenningssamgöngur að gera og fá þá til að hafa biðsalinn opinn lengur en hann er harðlæstur á slaginu kl. 18 alla daga. Það hvatti mig til þess að reka á eftir þessu máli og vona ég að þessi pistill hjálpi einnig til við það. Gjaldskrá ferðaþjónustu fatlaðra Þetta er ekki eina mál Flokks fólksins sem liggur á borðinu hjá stjórn Strætó bs. án þess að hafa fengið athygli stjórnarinnar. Í febrúar sl. var fulltrúi Flokks fólksins með tillögu um að endurskoða gjaldskrá fyrir ferðaþjónustu fatlaðra með það að markmiði að fólk geti keypt árskort fyrir aðgang að ferðaþjónustu fatlaðra og þurfi ekki að greiða fyrir hverja ferð. Lagt var til að Reykjavík beiti sér fyrir því að árskort fyrir ferðaþjónustu fatlaðra gildi einnig til að ferðast með Strætó bs. á höfuðborgarsvæðinu. Málinu var vísað til stjórnar Strætó bs. þar sem það situr þar enn. Ferðaþjónusta fatlaðra er á vegum Reykjavíkur, ekki Strætó, og því gilda ólíkar verðskrár. Vegna þessa gildir árskort fyrir öryrkja aðeins í strætó en ekki fyrir ferðaþjónustu fatlaðra, sem þó er á vegum Strætó bs. Verð fyrir stakar ferðir er það sama en gjaldskrá fyrir ferðaþjónustu fatlaðra býður ekki uppá magnafslátt fyrir alla, svo sem með því að kaupa kort. Það er að vísu boðið upp á nemakort fyrir fatlaða nemendur í framhalds- og háskólum en það kostar 22.600 kr. á ári fyrir 16-17 ára og 52.900 kr. á ári fyrir eldri einstaklinga. Það liggur í augum uppi að það er nauðsynlegt að bjóða upp á árskort. Jafnvel þótt kortið myndi kosta heilar 100.000 kr. þá eru samt yfir 200 einstaklingar sem myndu spara sér pening með því að kaupa það. Það eru því yfir 200 einstaklingar sem greiða meira en 100.000 kr. árlega í akstursþjónustuna og því enn frekar tilefni til að boðið yrði upp á árskort fyrir akstursþjónustu fatlaðra. En þessi tillaga Flokks fólksins liggur sem sagt enn á borði stjórnar Strætó bs. Í ljósi þess að tillagan um biðskýlið var lögð fram fyrir ári má allt eins vænta þess að umsögn og afgreiðsla á tillögunni um að endurskoða gjaldskrá fyrir ferðaþjónustu fatlaðra komi ekki til afgreiðslu fyrir næsta ár. Slíkur er oft hægagangurinn hjá stjórn Strætó bs. og kerfisins alls. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun