Læknir forsetans segir hann ekki smita lengur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. október 2020 07:36 Trump ávarpaði stuðningsmenn sína af svölum Hvíta hússins í gær. Síðar um daginn tilkynnti læknir hans um að Trump væri ekki lengur smitandi af kórónuveirunni. Samuel Corum/Getty Sean Conley, læknir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur gefið út minnisblað þar sem hann greinir frá því að hann telji forsetann ekki lengur eiga á hættu að smita aðra af kórónuveirunni. Hann þurfi því ekki lengur að sæta einangrun. Minnisblaðið var gefið út í gær, eftir að forsetinn kom fram á svölum Hvíta hússins og hélt ræðu fyrir hóp stuðningsmanna sinna. BBC greinir frá. Trump no longer needs to isolate, his doctor says pic.twitter.com/lQQ6KRANle— David S. Joachim (@davidjoachim) October 11, 2020 Trump greindist með veiruna í upphafi þessa mánaðar. Í minnisblaði læknis Hvíta hússins segir að veirumagnið í líkama forsetans fari minnkandi, og ekkert bendi til þess að hann geti smitað aðra. Það kemur þó hvergi fram hvort forsetinn prófaðist neikvæður fyrir veirunni við síðustu sýnatöku. Trump fór að finna fyrir einkennum Covid-19 fyrir tíu dögum síðan. Degi síðar, 2. október, var hann færður á Walter Reed-spítalann, þar sem hann dvaldist í þrjár nætur. Eins og áður sagði ávarpaði forsetinn stuðningsmenn sína af svölum Hvíta hússins í gær. Þar sagði hann að sér liði vel og fullyrti að hann væri hættur að taka nokkurs konar lyf við Covid-19. Trump sækist nú eftir endurkjöri til embættis forseta Bandaríkjanna í umboði Repúblikanaflokksins og etur þar kappi við Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrataflokksins. Kosningarnar fara fram 3. nóvember næstkomandi, en undanfarið hefur Biden mælst með talsvert forskot á Trump á landsvísu. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Sean Conley, læknir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur gefið út minnisblað þar sem hann greinir frá því að hann telji forsetann ekki lengur eiga á hættu að smita aðra af kórónuveirunni. Hann þurfi því ekki lengur að sæta einangrun. Minnisblaðið var gefið út í gær, eftir að forsetinn kom fram á svölum Hvíta hússins og hélt ræðu fyrir hóp stuðningsmanna sinna. BBC greinir frá. Trump no longer needs to isolate, his doctor says pic.twitter.com/lQQ6KRANle— David S. Joachim (@davidjoachim) October 11, 2020 Trump greindist með veiruna í upphafi þessa mánaðar. Í minnisblaði læknis Hvíta hússins segir að veirumagnið í líkama forsetans fari minnkandi, og ekkert bendi til þess að hann geti smitað aðra. Það kemur þó hvergi fram hvort forsetinn prófaðist neikvæður fyrir veirunni við síðustu sýnatöku. Trump fór að finna fyrir einkennum Covid-19 fyrir tíu dögum síðan. Degi síðar, 2. október, var hann færður á Walter Reed-spítalann, þar sem hann dvaldist í þrjár nætur. Eins og áður sagði ávarpaði forsetinn stuðningsmenn sína af svölum Hvíta hússins í gær. Þar sagði hann að sér liði vel og fullyrti að hann væri hættur að taka nokkurs konar lyf við Covid-19. Trump sækist nú eftir endurkjöri til embættis forseta Bandaríkjanna í umboði Repúblikanaflokksins og etur þar kappi við Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrataflokksins. Kosningarnar fara fram 3. nóvember næstkomandi, en undanfarið hefur Biden mælst með talsvert forskot á Trump á landsvísu.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira