Biden sagði Trump fórna eldri borgurum í baráttunni við kórónuveiruna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. október 2020 06:51 Biden á kosningafundinum með eldri borgurum í Flórída í gær. Getty/Chip Somodevilla Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata, fór hörðum orðum um Donald Trump, Bandaríkjaforseta, og viðbrögð hans við kórónuveirufaraldrinum á kosningafundi sem hann hélt með eldri borgurum í Flórída í gær. Biden sagði að í augum forsetans mætti fórna eldri borgurum í baráttunni við veiruna og að eini eldri borgarinn sem Trump hugsaði um væri hann sjálfur. Trump hélt sjálfur kosningafund í lykilríkinu Flórída á mánudag þar sem þúsundir stuðningsmanna hans komu saman. Voru margir þeirra án gríma. Fundur Biden í gær var töluvert frábrugðinn; mun færri voru viðstaddir, sjálfur bar hann grímu sem og gestir fundarins og fjarlægðartakmörk voru virt. Á fundinum sakaði Biden Trump um að hundsa þá ógn sem kórónuveiran er við líf og heilsu eldri borgara. Repúblikanar faðmast á meðan eldri borgarar geta ekki hitt barnabörnin „Fyrir Trump má fórna ykkur, það má gleyma ykkur, þið eruð í raun enginn. Þannig sér hann eldri borgara. Þannig sér hann ykkur,“ sagði Biden og bætti við að eini eldri borgarinn sem Trump hugsaði um væri hann sjálfur. Þá gagnrýndi hann jafnframt forsetann fyrir að halda viðburði sem hafa verið tengdir við hópsýkingar, til dæmis athöfnin í Rósagarðinum þegar tilkynnt var um tilnefningu Amy Coney Barrett í embætti hæstaréttardómara. Biden sagði að á þessum viðburðum væru Repúblikanar að faðmast á meðan eldri borgarar gætu ekki hitt barnabörnin sín. „Hann yfirgaf ykkur“ Sjálfur hélt Trump kosningafund í Pennsylvaníu í gær. Þar sagði hann meðal annars að Biden væri ekki góður maður. „Hann er vondur maður og hefur alltaf verið heimskingi,“ sagði forsetinn meðal annars um mótframbjóðanda sinn. Töluvert hefur verið gert úr æsku Bidens í Pennsylvaníu í kosningabaráttu hans en Trump gaf lítið fyrir það. „Þau segja að hann hafi fæðst í Scranton. En hann fór. Hann fór. Hann yfirgaf ykkur,ׅ“ sagði Trump. 17% forskot Bidens á Trump Aðeins eru tæpar þrjár vikur til kosninga. Biden mælist nú með 17 prósentustiga forskot á Trump samkvæmt nýrri könnun sem breska blaðið Guardian og rannsóknafyrirtæki Opinium hafa gert á meðal bandarískra kjósenda og birt var í gærkvöldi. Samkvæmt könnuninni segjast 57% ætla að kjósa Biden en 40% ætla að kjósa Trump. Þetta forskot Biden er prósentustigi meira en forskotið sem hann mældist með í könnun bandarísku fréttastofunnar CNN fyrr í mánuðinum. Í þeirri könnun mældist Biden með 57% fylgi en Trump 41%. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata, fór hörðum orðum um Donald Trump, Bandaríkjaforseta, og viðbrögð hans við kórónuveirufaraldrinum á kosningafundi sem hann hélt með eldri borgurum í Flórída í gær. Biden sagði að í augum forsetans mætti fórna eldri borgurum í baráttunni við veiruna og að eini eldri borgarinn sem Trump hugsaði um væri hann sjálfur. Trump hélt sjálfur kosningafund í lykilríkinu Flórída á mánudag þar sem þúsundir stuðningsmanna hans komu saman. Voru margir þeirra án gríma. Fundur Biden í gær var töluvert frábrugðinn; mun færri voru viðstaddir, sjálfur bar hann grímu sem og gestir fundarins og fjarlægðartakmörk voru virt. Á fundinum sakaði Biden Trump um að hundsa þá ógn sem kórónuveiran er við líf og heilsu eldri borgara. Repúblikanar faðmast á meðan eldri borgarar geta ekki hitt barnabörnin „Fyrir Trump má fórna ykkur, það má gleyma ykkur, þið eruð í raun enginn. Þannig sér hann eldri borgara. Þannig sér hann ykkur,“ sagði Biden og bætti við að eini eldri borgarinn sem Trump hugsaði um væri hann sjálfur. Þá gagnrýndi hann jafnframt forsetann fyrir að halda viðburði sem hafa verið tengdir við hópsýkingar, til dæmis athöfnin í Rósagarðinum þegar tilkynnt var um tilnefningu Amy Coney Barrett í embætti hæstaréttardómara. Biden sagði að á þessum viðburðum væru Repúblikanar að faðmast á meðan eldri borgarar gætu ekki hitt barnabörnin sín. „Hann yfirgaf ykkur“ Sjálfur hélt Trump kosningafund í Pennsylvaníu í gær. Þar sagði hann meðal annars að Biden væri ekki góður maður. „Hann er vondur maður og hefur alltaf verið heimskingi,“ sagði forsetinn meðal annars um mótframbjóðanda sinn. Töluvert hefur verið gert úr æsku Bidens í Pennsylvaníu í kosningabaráttu hans en Trump gaf lítið fyrir það. „Þau segja að hann hafi fæðst í Scranton. En hann fór. Hann fór. Hann yfirgaf ykkur,ׅ“ sagði Trump. 17% forskot Bidens á Trump Aðeins eru tæpar þrjár vikur til kosninga. Biden mælist nú með 17 prósentustiga forskot á Trump samkvæmt nýrri könnun sem breska blaðið Guardian og rannsóknafyrirtæki Opinium hafa gert á meðal bandarískra kjósenda og birt var í gærkvöldi. Samkvæmt könnuninni segjast 57% ætla að kjósa Biden en 40% ætla að kjósa Trump. Þetta forskot Biden er prósentustigi meira en forskotið sem hann mældist með í könnun bandarísku fréttastofunnar CNN fyrr í mánuðinum. Í þeirri könnun mældist Biden með 57% fylgi en Trump 41%.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira