Facebook og Twitter skipta sér af vafasamri frétt um Biden Kjartan Kjartansson skrifar 14. október 2020 21:14 Steven Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafi Trump, (efst til vinstri) og Rudy Giuliani, persónulegur lögmaður forsetans, (til hægri) fengu New York Post gögn sem eiga að vera úr tölvu sonar Biden. Eigi lýsing blaðsins á uppruna gagnanna sér stoð í raunveruleikanum sátu þeir á skjölunum um margra mánaða skeið áður en þeir létu blaðið fá þau nú þremur vikum fyrir kosningar. Vísir/Getty Samfélagsmiðlarisarnir Facebook og Twitter takmörkuðu deilingar á vafasamri frétt bandarísks götublaðs um Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, í dag. Talsmaður Facebook segir miðilinn hægja á dreifingu fréttarinnar á meðan staðreyndavaktarar meti sannleiksgildi hennar. Fréttin sem um ræðir birtist í New York Post, götublaði í eigu ástralska auðkýfingsins Ruperts Murdoch. Í henni er vitnað í tölvupóst frá árinu 2015 sem á að vera frá Hunter Biden, syni forsetaframbjóðandans, og blaðið segir sýna fram á að hafi kynnti úkraínskan stjórnanda orkufyrirtækis fyrir föður sínum þegar hann var varaforseti Bandaríkjanna. Þetta heldur blaðið fram að rengi fullyrðingar Biden um að hann hafi aldrei rætt við son sinn um umsvif hans í Úkraínu á þeim tíma sem varaforsetinn rak stefnu Bandaríkjastjórnar gagnvart Austur-Evrópulandinu. Hvorki er þó staðfest í fréttinni að pósturinn hafi í raun komið frá Hunter Biden né að Biden eldri hafi nokkurn tímann hitt úkraínska athafnamanninn. Ekkert er heldur fullyrt um eðli slíks fundar, lengd hans eða hann hefði verið ólöglegur. Talsmaður framboðs Biden sagði Politico í dag að dagskrá þáverandi varaforsetans sýndi að enginn slíkur fundur hefði átt sér stað. Það kom þó ekki í veg fyrir að fréttinni væri deilt grimmt á Facebook í dag. Andy Stone, talsmaður Facebook, segir að dregið verði úr dreifingu fréttarinnar á meðan utanaðkomandi staðreyndavaktarar fara yfir efni hennar. While I will intentionally not link to the New York Post, I want be clear that this story is eligible to be fact checked by Facebook's third-party fact checking partners. In the meantime, we are reducing its distribution on our platform.— Andy Stone (@andymstone) October 14, 2020 Twitter stöðvaði alfarið dreifingar á fréttinni og vísaði til banns við því að miðillinn væri notaður til að dreifa efni sem væri fengið úr tölvuinnbrotum. Miðillinn bannaði dreifingu á skjölum sem var lekið frá bandarískum lögreglustofnunum með sömu rökum í sumar, að sögn The Verge. Framboð Trump brást við með því að tísta út öllum texta fréttarinnar í röð tísta. Twitter has blocked users from tweeting the New York Post story link and from sending the link via direct message to other users.— Yashar Ali 🐘 (@yashar) October 14, 2020 Fundu ekkert saknæmt í samskiptum Biden við Úkraínu New York Post setti meinta uppljóstrun um að Biden hafi leyft syni sínum að njóta góðs af því að hann væri varaforseti í samhengi við löngu hrakta samsæriskenningu sem Donald Trump Bandaríkjaforseti og Rudy Giuliani, persónlegur lögmaður forsetans, hafa lengi reynt að halda á lofti og varð til þess að Trump var kærður fyrir embættisbrot á Bandaríkjaþingi. Giuliani og Steven Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafi Trump, létu blaðinu gögnin í té. Þannig segir blaðið að eftir fundinn, sem það sýndi ekki fram á að Biden hefði átt, með stjórnarmanni úkraínska orkufyrirtækisins Burisma hafi varaforsetinn þrýst á um að Viktor Sjokín, saksóknari sem rannsakaði Burisma, yrði rekinn úr starfi. Á sama tíma sat Hunter Biden í stjórn Burisma. Trump og Giuliani hafa haldið því fram að Biden hafi beitt sér í þágu sonar síns en hafa ekki lagt fram neinar sannanir eða rökstuðning fyrir þeim fullyrðingum. Ítrekað hefur verið bent á að Biden framfylgdi þar stefnu Bandaríkjastjórnar og annarra vestrænna ríkja sem töldu saksóknarann spilltan. Burisma var á meðal þeirra fyrirtækja sem saksóknarinn var sagður hafa dregið lappirnar að rannsaka vegna mögulegrar spillingar. Þannig hafi meiri líkur verið á því að Burisma lenti undir smásjá saksóknara vegna framgöngu Biden en hitt. Fulltrúadeild Bandaríkjaþing kærði Trump fyrir embættisbrot þegar hún taldi forsetann hafa misbeitt valdi sínu með því að þrýsta á Volodýmýr Zelenskíj, forseta Úkraínu, að rannsaka Biden stóran hluta síðasta árs. Skilyrti forsetinn hernaðaraðstoð og fund í Hvíta húsinu við að Zelenskíj gerði honum pólitískan greiða. Rannsókn heimavarnanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings sem repúblikaninn Ron Johnson fór fyrir leiddi ekki í ljós neinar sannanir fyrir því að Biden hefði gert nokkuð saknæmt eða látið annarlegar hvatir stýra stefnu Bandaríkjastjórnar í samskiptum sínum við úkraínsk stjórnvöld. Gagnrýndi nefndin þó Hunter Biden fyrir að notfæra sér frægð föður síns til þess að ná ábatasömum viðskiptasamningum víða um heim, þar á meðal með Burisma í Úkraínu, í skýrslu sem hún birti í síðasta mánuði. Furðuleg frásögn af meintum uppruna skjalanna Blaðamenn annarra miðla hafa sett stórt spurningarmerki við áreiðanleika fréttar New York Post. Þannig er sagan af því hvernig Giuliani á að hafa komist yfir tölvupóst Hunter Biden með töluverðum ólíkindum. 1. I'm going to go through a few issues with the NY Post article on Biden, which I won't link to, but you will probably see on Twitter today. Follow along if interested.— Judd Legum (@JuddLegum) October 14, 2020 Eigandi tölvuverkstæðis á að hafa fengið fartölvu til viðgerðar frá óþekktum manni í Delaware í apríl í fyrra. Hann á að hafa ályktað að tölvan væri í eigu Hunter Biden vegna þess að á henni var límmiði með nafni sjóðs sem var stofnaður til minningar um Beu Biden, látinn bróður hans. Tölvan hafi svo aldrei verið sótt og hafi verkstæðiseigandinn þá fundið tölvupósta og myndir af Hunter Biden. Áður en hann kom tölvunni í hendur alríkislögreglunnar FBI hafi hann afritað gögnin og fengið þau lögmanni Giuliani af óljósum ástæðum. Ekki kom fram hvaða áhuga FBI ætti að hafa á gögnunum. Bannon, sem var ákærður fyrir fjársvik í ágúst, hafi svo sagt New York Post frá tilvist gagnanna fleiri mánuðum síðar og Giuliani svo afhent því harðan disk úr tölvunni fyrir viku. Ásökunum Trump og Giuliani á hendur Biden hafa þeir blandað saman við samsæriskenningu um að það hafi í raun verið úkraínsk stjórnvöld, ekki rússnesk, sem reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016, þvert á afgerandi niðurstöðu bandarískra leyniþjónustustofnana. Sú samsæriskenningin er sjálf talin eiga rætur sínar að rekja til rússnesks upplýsingahernaðar. Bandaríska leyniþjónustan telur að Vladímír Pútín Rússlandsforseti hafi skipað fyrir um aðgerðir sem áttu að hjálpa Trump að ná sigri, þar á meðal með þjófnaði og leka á tölvupóstum demókrata. Giuliani hefur nú um margra mánaða skeið unnið með Andrii Derkatsj, úkraínskum þingmanni, að því að halda uppi ásökunum á hendur Biden. Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna setti Derkach nýlega á refsilista og sakaði hann um að vera virkan útsendara rússneskra stjórnvalda sem reyndi að hafa áhrif á forsetakosningarnar í haust, meðal annars með því að birta stoðlausar ásakanir og hljóðupptökur sem hefðu verið klipptar til á villandi hátt. Brotist var inn í tölvukerfi Burisma í fyrra og hafa ásakanir verið um að rússneska herleyniþjónustan GRU hafi staðið að innbrotinu. Úkraína Rússland Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Ákæruferli þingsins gegn Trump Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Samfélagsmiðlarisarnir Facebook og Twitter takmörkuðu deilingar á vafasamri frétt bandarísks götublaðs um Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, í dag. Talsmaður Facebook segir miðilinn hægja á dreifingu fréttarinnar á meðan staðreyndavaktarar meti sannleiksgildi hennar. Fréttin sem um ræðir birtist í New York Post, götublaði í eigu ástralska auðkýfingsins Ruperts Murdoch. Í henni er vitnað í tölvupóst frá árinu 2015 sem á að vera frá Hunter Biden, syni forsetaframbjóðandans, og blaðið segir sýna fram á að hafi kynnti úkraínskan stjórnanda orkufyrirtækis fyrir föður sínum þegar hann var varaforseti Bandaríkjanna. Þetta heldur blaðið fram að rengi fullyrðingar Biden um að hann hafi aldrei rætt við son sinn um umsvif hans í Úkraínu á þeim tíma sem varaforsetinn rak stefnu Bandaríkjastjórnar gagnvart Austur-Evrópulandinu. Hvorki er þó staðfest í fréttinni að pósturinn hafi í raun komið frá Hunter Biden né að Biden eldri hafi nokkurn tímann hitt úkraínska athafnamanninn. Ekkert er heldur fullyrt um eðli slíks fundar, lengd hans eða hann hefði verið ólöglegur. Talsmaður framboðs Biden sagði Politico í dag að dagskrá þáverandi varaforsetans sýndi að enginn slíkur fundur hefði átt sér stað. Það kom þó ekki í veg fyrir að fréttinni væri deilt grimmt á Facebook í dag. Andy Stone, talsmaður Facebook, segir að dregið verði úr dreifingu fréttarinnar á meðan utanaðkomandi staðreyndavaktarar fara yfir efni hennar. While I will intentionally not link to the New York Post, I want be clear that this story is eligible to be fact checked by Facebook's third-party fact checking partners. In the meantime, we are reducing its distribution on our platform.— Andy Stone (@andymstone) October 14, 2020 Twitter stöðvaði alfarið dreifingar á fréttinni og vísaði til banns við því að miðillinn væri notaður til að dreifa efni sem væri fengið úr tölvuinnbrotum. Miðillinn bannaði dreifingu á skjölum sem var lekið frá bandarískum lögreglustofnunum með sömu rökum í sumar, að sögn The Verge. Framboð Trump brást við með því að tísta út öllum texta fréttarinnar í röð tísta. Twitter has blocked users from tweeting the New York Post story link and from sending the link via direct message to other users.— Yashar Ali 🐘 (@yashar) October 14, 2020 Fundu ekkert saknæmt í samskiptum Biden við Úkraínu New York Post setti meinta uppljóstrun um að Biden hafi leyft syni sínum að njóta góðs af því að hann væri varaforseti í samhengi við löngu hrakta samsæriskenningu sem Donald Trump Bandaríkjaforseti og Rudy Giuliani, persónlegur lögmaður forsetans, hafa lengi reynt að halda á lofti og varð til þess að Trump var kærður fyrir embættisbrot á Bandaríkjaþingi. Giuliani og Steven Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafi Trump, létu blaðinu gögnin í té. Þannig segir blaðið að eftir fundinn, sem það sýndi ekki fram á að Biden hefði átt, með stjórnarmanni úkraínska orkufyrirtækisins Burisma hafi varaforsetinn þrýst á um að Viktor Sjokín, saksóknari sem rannsakaði Burisma, yrði rekinn úr starfi. Á sama tíma sat Hunter Biden í stjórn Burisma. Trump og Giuliani hafa haldið því fram að Biden hafi beitt sér í þágu sonar síns en hafa ekki lagt fram neinar sannanir eða rökstuðning fyrir þeim fullyrðingum. Ítrekað hefur verið bent á að Biden framfylgdi þar stefnu Bandaríkjastjórnar og annarra vestrænna ríkja sem töldu saksóknarann spilltan. Burisma var á meðal þeirra fyrirtækja sem saksóknarinn var sagður hafa dregið lappirnar að rannsaka vegna mögulegrar spillingar. Þannig hafi meiri líkur verið á því að Burisma lenti undir smásjá saksóknara vegna framgöngu Biden en hitt. Fulltrúadeild Bandaríkjaþing kærði Trump fyrir embættisbrot þegar hún taldi forsetann hafa misbeitt valdi sínu með því að þrýsta á Volodýmýr Zelenskíj, forseta Úkraínu, að rannsaka Biden stóran hluta síðasta árs. Skilyrti forsetinn hernaðaraðstoð og fund í Hvíta húsinu við að Zelenskíj gerði honum pólitískan greiða. Rannsókn heimavarnanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings sem repúblikaninn Ron Johnson fór fyrir leiddi ekki í ljós neinar sannanir fyrir því að Biden hefði gert nokkuð saknæmt eða látið annarlegar hvatir stýra stefnu Bandaríkjastjórnar í samskiptum sínum við úkraínsk stjórnvöld. Gagnrýndi nefndin þó Hunter Biden fyrir að notfæra sér frægð föður síns til þess að ná ábatasömum viðskiptasamningum víða um heim, þar á meðal með Burisma í Úkraínu, í skýrslu sem hún birti í síðasta mánuði. Furðuleg frásögn af meintum uppruna skjalanna Blaðamenn annarra miðla hafa sett stórt spurningarmerki við áreiðanleika fréttar New York Post. Þannig er sagan af því hvernig Giuliani á að hafa komist yfir tölvupóst Hunter Biden með töluverðum ólíkindum. 1. I'm going to go through a few issues with the NY Post article on Biden, which I won't link to, but you will probably see on Twitter today. Follow along if interested.— Judd Legum (@JuddLegum) October 14, 2020 Eigandi tölvuverkstæðis á að hafa fengið fartölvu til viðgerðar frá óþekktum manni í Delaware í apríl í fyrra. Hann á að hafa ályktað að tölvan væri í eigu Hunter Biden vegna þess að á henni var límmiði með nafni sjóðs sem var stofnaður til minningar um Beu Biden, látinn bróður hans. Tölvan hafi svo aldrei verið sótt og hafi verkstæðiseigandinn þá fundið tölvupósta og myndir af Hunter Biden. Áður en hann kom tölvunni í hendur alríkislögreglunnar FBI hafi hann afritað gögnin og fengið þau lögmanni Giuliani af óljósum ástæðum. Ekki kom fram hvaða áhuga FBI ætti að hafa á gögnunum. Bannon, sem var ákærður fyrir fjársvik í ágúst, hafi svo sagt New York Post frá tilvist gagnanna fleiri mánuðum síðar og Giuliani svo afhent því harðan disk úr tölvunni fyrir viku. Ásökunum Trump og Giuliani á hendur Biden hafa þeir blandað saman við samsæriskenningu um að það hafi í raun verið úkraínsk stjórnvöld, ekki rússnesk, sem reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016, þvert á afgerandi niðurstöðu bandarískra leyniþjónustustofnana. Sú samsæriskenningin er sjálf talin eiga rætur sínar að rekja til rússnesks upplýsingahernaðar. Bandaríska leyniþjónustan telur að Vladímír Pútín Rússlandsforseti hafi skipað fyrir um aðgerðir sem áttu að hjálpa Trump að ná sigri, þar á meðal með þjófnaði og leka á tölvupóstum demókrata. Giuliani hefur nú um margra mánaða skeið unnið með Andrii Derkatsj, úkraínskum þingmanni, að því að halda uppi ásökunum á hendur Biden. Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna setti Derkach nýlega á refsilista og sakaði hann um að vera virkan útsendara rússneskra stjórnvalda sem reyndi að hafa áhrif á forsetakosningarnar í haust, meðal annars með því að birta stoðlausar ásakanir og hljóðupptökur sem hefðu verið klipptar til á villandi hátt. Brotist var inn í tölvukerfi Burisma í fyrra og hafa ásakanir verið um að rússneska herleyniþjónustan GRU hafi staðið að innbrotinu.
Úkraína Rússland Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Ákæruferli þingsins gegn Trump Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent