Biden og Trump keppa um áhorf Samúel Karl Ólason skrifar 15. október 2020 08:47 Donald Trump og Joe Biden munu koma fram á tveimur mismunandi fundum með kjósendum, á sama tíma, í nótt. AP/Patrick Semansky Þeir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Joe Biden, mótframbjóðandi hans, munu keppa um áhorfendur í nótt, í stað þess að mætast í kappræðum eins og upprunalega stóð til. Báðir munu þeir svara spurningum kjósenda á sitthvorri sjónvarpsstöðinni og á sama tíma. Biden verður á ABC þar sem hann mun svara spurningum kjósenda á fundi með svokölluðu bæjarfundarsniði. Trump verður á NBC á sama tíma þar sem hann mun sömuleiðis taka við spurningum frá kjósendum. Báðar útsendingar hefjast á miðnætti í nótt. Aðrar kappræður frambjóðendananna áttu að fara fram í nótt en hætt var við þær eftir að Trump greindist með Covid-19. Þær áttu að fara fram í gegnum netið en Trump neitaði því. Samkvæmt yfirlýsingu frá NBC, sem Reuters fréttaveitan vitnar í, hafa forsvarsmenn sjónvarpsstöðvarinnar fengið vilyrði lækna við því að Trump sé ekki lengur smitandi. Forsvarsmenn NBC hafa þó verið harðlega gagnrýndir vestanhafs fyrir að skipuleggja þeirra fund á sama tíma og fundur Biden fer fram. Þar séu þeir ekki að gera kjósendum Bandaríkjanna neina greiða. Í frétt CNN segir að ákvörðunin hafi ekki fallið í krafið hjá starfsmönnum NBC News. Líkur Bidens aukast Joe Biden hefur aukið fylgi sitt töluvert á landsvísu á undanförnum dögum og vikum. Kannanir sína þó að enn sé svo gott sem jafnt á milli Bidens og Trumps í nokkrum mikilvægum ríkjum eins og Flórída, Arizona, Pennsylvaínu Wisconsin og Norður-Karólínu. Í greiningu Politico er vísað til átta mikilvægra ríkja en Biden hefur mælst með forskot í þeim öllum nema Georgíu. Í spálíkani tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight segir að 87 prósenta líkur séu á því að Biden sigri í kosningunum. Þá hefur orðið mikil aukning á fjölda utankjörfundaratkvæða í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir að rétt rúmur hálfur mánuður sé í kosningarnar, sem fara fram þann 3. nóvember, hafa um það bil 15 milljónir Bandaríkjamanna þegar kosið. Washington Post segir að haldi þessi þróun áfram, gæti að orðið þannig að meirihluti kjósenda verði búnir að kjósa á sjálfan kjördag. Það hafi aldrei gerst áður í sögu Bandaríkjanna. Þriðju og síðustu kappræðurnar munu að óbreyttu fara fram eftir viku. Þann 22. október. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Netkappræðum forsetaframbjóðendanna formlega aflýst Joe Biden og Donald Trump munu ekki mætast í netkappræðum næstkomandi fimmtudag. 10. október 2020 07:46 Varaforsetinn endurflutti lygar forsetans Stiklað á stóru yfir það helsta sem var ósatt í kappræðunum. Margt af því sneri að heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar og ljóst er að Pence sagði mun oftar ósatt en Harris. Mörg þeirra ósanninda eiga rætur sínar í ummælum Trump. 8. október 2020 15:01 Trump neitar að taka þátt í kappræðum í gegnum netið Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að taka þátt í kappræðum í gegnum netið með Joe Biden, forsetaefni Demókrata. 8. október 2020 12:45 Trump-liðar ósáttir við áætlaðar breytingar á kappræðum Í kappræðunum gekk Trump fram af mikilli hörku og hunsaði margar þeirra reglna sem hann hafði samþykkt að fara eftir. Þær snúa meðal annars að framíköllum og tímalengd ummæla. 1. október 2020 12:39 Kappræðurnar sagðar skammarlegar fyrir bandarískt lýðræði Stjórnmálaskýrendur vestanhafs eru margir hverjir sannfærðir um að að fyrstu kappræður Donald Trump og Joe Biden hafi ekki verið álitlegar. Þáttastjórnendur Bandaríkjanna virðast sammála. 30. september 2020 11:14 Framíköll, óreiða og deilur einkenndu kappræðurnar Fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fóru fram í Cleveland í nótt. Kappræðurnar einkenndust af framíköllum og deilum. 30. september 2020 07:30 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira
Þeir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Joe Biden, mótframbjóðandi hans, munu keppa um áhorfendur í nótt, í stað þess að mætast í kappræðum eins og upprunalega stóð til. Báðir munu þeir svara spurningum kjósenda á sitthvorri sjónvarpsstöðinni og á sama tíma. Biden verður á ABC þar sem hann mun svara spurningum kjósenda á fundi með svokölluðu bæjarfundarsniði. Trump verður á NBC á sama tíma þar sem hann mun sömuleiðis taka við spurningum frá kjósendum. Báðar útsendingar hefjast á miðnætti í nótt. Aðrar kappræður frambjóðendananna áttu að fara fram í nótt en hætt var við þær eftir að Trump greindist með Covid-19. Þær áttu að fara fram í gegnum netið en Trump neitaði því. Samkvæmt yfirlýsingu frá NBC, sem Reuters fréttaveitan vitnar í, hafa forsvarsmenn sjónvarpsstöðvarinnar fengið vilyrði lækna við því að Trump sé ekki lengur smitandi. Forsvarsmenn NBC hafa þó verið harðlega gagnrýndir vestanhafs fyrir að skipuleggja þeirra fund á sama tíma og fundur Biden fer fram. Þar séu þeir ekki að gera kjósendum Bandaríkjanna neina greiða. Í frétt CNN segir að ákvörðunin hafi ekki fallið í krafið hjá starfsmönnum NBC News. Líkur Bidens aukast Joe Biden hefur aukið fylgi sitt töluvert á landsvísu á undanförnum dögum og vikum. Kannanir sína þó að enn sé svo gott sem jafnt á milli Bidens og Trumps í nokkrum mikilvægum ríkjum eins og Flórída, Arizona, Pennsylvaínu Wisconsin og Norður-Karólínu. Í greiningu Politico er vísað til átta mikilvægra ríkja en Biden hefur mælst með forskot í þeim öllum nema Georgíu. Í spálíkani tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight segir að 87 prósenta líkur séu á því að Biden sigri í kosningunum. Þá hefur orðið mikil aukning á fjölda utankjörfundaratkvæða í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir að rétt rúmur hálfur mánuður sé í kosningarnar, sem fara fram þann 3. nóvember, hafa um það bil 15 milljónir Bandaríkjamanna þegar kosið. Washington Post segir að haldi þessi þróun áfram, gæti að orðið þannig að meirihluti kjósenda verði búnir að kjósa á sjálfan kjördag. Það hafi aldrei gerst áður í sögu Bandaríkjanna. Þriðju og síðustu kappræðurnar munu að óbreyttu fara fram eftir viku. Þann 22. október.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Netkappræðum forsetaframbjóðendanna formlega aflýst Joe Biden og Donald Trump munu ekki mætast í netkappræðum næstkomandi fimmtudag. 10. október 2020 07:46 Varaforsetinn endurflutti lygar forsetans Stiklað á stóru yfir það helsta sem var ósatt í kappræðunum. Margt af því sneri að heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar og ljóst er að Pence sagði mun oftar ósatt en Harris. Mörg þeirra ósanninda eiga rætur sínar í ummælum Trump. 8. október 2020 15:01 Trump neitar að taka þátt í kappræðum í gegnum netið Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að taka þátt í kappræðum í gegnum netið með Joe Biden, forsetaefni Demókrata. 8. október 2020 12:45 Trump-liðar ósáttir við áætlaðar breytingar á kappræðum Í kappræðunum gekk Trump fram af mikilli hörku og hunsaði margar þeirra reglna sem hann hafði samþykkt að fara eftir. Þær snúa meðal annars að framíköllum og tímalengd ummæla. 1. október 2020 12:39 Kappræðurnar sagðar skammarlegar fyrir bandarískt lýðræði Stjórnmálaskýrendur vestanhafs eru margir hverjir sannfærðir um að að fyrstu kappræður Donald Trump og Joe Biden hafi ekki verið álitlegar. Þáttastjórnendur Bandaríkjanna virðast sammála. 30. september 2020 11:14 Framíköll, óreiða og deilur einkenndu kappræðurnar Fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fóru fram í Cleveland í nótt. Kappræðurnar einkenndust af framíköllum og deilum. 30. september 2020 07:30 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira
Netkappræðum forsetaframbjóðendanna formlega aflýst Joe Biden og Donald Trump munu ekki mætast í netkappræðum næstkomandi fimmtudag. 10. október 2020 07:46
Varaforsetinn endurflutti lygar forsetans Stiklað á stóru yfir það helsta sem var ósatt í kappræðunum. Margt af því sneri að heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar og ljóst er að Pence sagði mun oftar ósatt en Harris. Mörg þeirra ósanninda eiga rætur sínar í ummælum Trump. 8. október 2020 15:01
Trump neitar að taka þátt í kappræðum í gegnum netið Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að taka þátt í kappræðum í gegnum netið með Joe Biden, forsetaefni Demókrata. 8. október 2020 12:45
Trump-liðar ósáttir við áætlaðar breytingar á kappræðum Í kappræðunum gekk Trump fram af mikilli hörku og hunsaði margar þeirra reglna sem hann hafði samþykkt að fara eftir. Þær snúa meðal annars að framíköllum og tímalengd ummæla. 1. október 2020 12:39
Kappræðurnar sagðar skammarlegar fyrir bandarískt lýðræði Stjórnmálaskýrendur vestanhafs eru margir hverjir sannfærðir um að að fyrstu kappræður Donald Trump og Joe Biden hafi ekki verið álitlegar. Þáttastjórnendur Bandaríkjanna virðast sammála. 30. september 2020 11:14
Framíköll, óreiða og deilur einkenndu kappræðurnar Fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fóru fram í Cleveland í nótt. Kappræðurnar einkenndust af framíköllum og deilum. 30. september 2020 07:30