Trump duglegri við að segja ósatt, eins og áður Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2020 16:01 Joe Biden og Donald Trump. Vísir/AP Þeir Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Joe Biden, forsetaframbjóðandi, mættust ekki í kappræðum í gær eins og til stóð. Þrátt fyrir það voru þeir þó báðir að svara spurningum í sjónvarpi á sama tíma en á mismunandi sjónvarpsstöðvum. Greinendur eru sammála um að fundirnir hafi varpað ljósi á augljósan mismun frambjóðendanna. Trump deildi ítrekað við Savanahha Guthrie, sem stýrði bæjarfundi hans, sem reyndi að ganga á hann til að svara spurningum, með misgóðum árangri. Biden var hins vegar mun rólegri og fór lengri fundur hans mun betur fram. Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir ósannindi sem frambjóðendurnir vörpuðu fram á fundum þeirra í gær. Eins og áður var Trump mun duglegri en Biden við að segja ósatt. Meðal þess sem Trump sagði var að Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, hefði komist að þeirri niðurstöðu að 85 prósent þeirra sem notist við andlitsgrímur smituðust af Covid-19. „Núna um daginn sendu þeir frá sér yfirlýsingu um að 85 prósent þeirra sem nota grímur fá hann [sjúkdóminn] svo... Það er það sem ég heyrði og það er það sem ég sá,“ sagði Trump. þetta er fjarri sannleikanum. Eins og fram kemur í umfjöllun AP fréttaveitunnar birti CDC nýverið rannsókn þar sem fram kom að 85 prósent tiltölulega fámenns hóps sem hafði smitast af Covid-19, sögðust oft hafa verið með grímur. Rannsóknir hafa greinilega sýnt að grímunotkun dregur úr útbreiðslu veirunnar. Sýkt fólk smitar meira út frá sér og minni líkur eru á því að fólk með grímur smitist. Mögulegt er að Trump hafi verið að horfa á þátt Tucker Carlson á Fox í vikunni, þar sem hann rangtúlkaði rannsókn CDC á þá leið að „næstum allir“ sem smitast hefðu í júlí hefðu verið með grímur. Það sagði Carlson að benti til þess að grímur virkuðu ekki. Trump sagði einnig að eftir að opinberað var að hann hafði smitast af Covid-19, þá hefðu Biden og Kamala Harris, varaforsetaframbjóðandi Biden, ekki óskað honum bata. Þau gerðu það skömmu eftir að smit Trump varð opinbert. Trump var einnig spurður út í fréttir New York Times um skattaskýrslur hans og sérstaklega það að hann skuldaði rúmar 400 milljónir dala. Hann var spurður hverjum hann skuldaði. Í löngu svari sagðist Trump ekki skulda Rússum né „skuggalegum“ aðilum. Klippa: Trump segist ekki skulda Rússum eða skuggalegum aðilum peninga Trump hefur ítrekað haldið því fram að póstatkvæðum fylgi umfangsmikil kosningasvik. Hann og bandamenn hans hafa þó aldrei getað fært sannanir fyrir þeim staðhæfingum. Forsetinn staðhæfði í gær að búið væri að henda þúsundum kjörseðla sem kjósendur hans hefðu sent. Það hefur hvergi sést. AP fréttaveitan segir engan hafa tilkynnt að þúsundum seðla hafi verið hent. Trump hefur áður vísað til kjörseðla hermanna sem var hent í Pennsylvaníu til marks um að verið sé að svindla á honum í kosningunum. Þar voru um mistök starfsmanns kjörstjórnar, sem stýrt er af Repúblikönum. Sá henti sjö seðlum, þar af tveimur sem höfðu ekki verið opnaðir og því ekki notaðir til að kjósa Trump, eða nokkurn annan. Mistökin uppgötvuðust fljótt og voru þar til gerð yfirvöld látin vita. Sérfræðingar segja litla áhættu á umfangsmiklum kosningasvikum í tengslum við póstatkvæði og í þeim fimm ríkjum sem senda reglulega atkvæðaseðla til allra kjósenda hafa slík mál aldrei komið upp. Sömuleiðis hafa aldrei komið upp mikil vandræði við talningu atkvæða í þeim ríkjum. Sjá einnig: Vara við „Rauðri hillingu“ á kjördag Trump gagnrýndi einnig Christopher Wray, sem hann skipaði yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna, og sagði hann ekki standa sig vel í starfi. Það gerði hann vegna þess að Wray hefur ekki viljað taka undir yfirlýsingar Trump um kosningasvindl. Dreifði ásökunum um að Biden hefði látið myrða hermenn Trump endurtísti nýverið grein þar sem því var haldið fram að Barack Obama, fyrrverandi forseti, Joe Biden og aðrir hefðu leynt því að Osama bin Laden, fyrrverandi foringi hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda, væri enn á lífi. Tvífari hans hefði verið felldur í frægri árás í Pakistan árið 2011 og til að fela það hefðu Obama og Biden látið myrða alla sérsveitarmennina sem tóku þátt í árásinni. Þetta á sér engar stoðir í raunveruleikanum og þegar Trump var spurður út í af hverju hann væri að dreifa þessu til fylgjenda sinna sagði hann væri bara að dreifa skoðunum annarra. Almenningur gæti komist að eigin niðurstöðu. The president retweeted an insane article alleging "Biden and Obama may have had Seal Team 6 killed" posted by a QAnon account and written by "an ex-Community Organizer and Homeschool Mom." pic.twitter.com/ydoCEFLkAt— Christian Vanderbrouk (@UrbanAchievr) October 13, 2020 Neitaði að fordæma QAnon Þessi grein tengist QAnon samsæriskenningum. Það er umfangsmikið net klikkaðra samsæriskenninga sem snúsast í stuttu máli um að Demókratar og frægt fólk stundi barnaníð og djölfadýrkun til að lengja líf sín. Í stuttu máli sagt, þá snýst þessi hreyfing um það að Trump sé að há leynilega baráttu gegn neti djöfladýrkandi barnaníðinga sem stjórna heiminum á bakvið tjöldin og neyta blóðs barna til að halda sér ungir. Þar að auki fylgja hreyfingunni aðrar innihaldslausar samsæriskenningar um skotárásir, bóluefni, að bylgjur frá 5G sendum valdi Covid-19 og ýmislegt annað. Þessar samsæriskenningar hafa verið í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum og öðrum kimum internetsins á undanförnum mánuðum og segir Alríkislögregla Bandaríkjanna að ógn stafi af þessari hreyfingu. Hún hefur þegar verið tengd við ofbeldisglæpi í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Ánægður með stuðning hættulegra samsæringa Guthrie spurði Trump út í QAnon og afstöðu hans gagnvart hvítum þjóðernissinum og nýnasistum. Hann brást reiður við spurningunni og sagðist hafa fordæmt hvíta þjóðernissinna um langt skeið. Trump vildi ekki fordæma QAnon. Hann sagðist ekkert vita um hreyfinguna annað en að meðlimir hennar börðust af miklu afli gegn barnaníði. Hann studdi það. Því næst fór hann að gagnrýna Demókrata. Inntur eftir því af hverju hann vildi ekki segja að það væri ekkert til í því að Demókratar dýrkuðu djöfulinn og drykkju blóð ungbarna, sagðist hann ekki vita nóg um málið. Klippa: Trump og QAnon Trump sagði einnig að hann styddi DACA, sem hann hefur margsinnis reynt að fella úr gildi, og að hann studdi einnig þann hluta heilbrigðiskerfis Bandaríkjanna sem veitir fólki með undirliggjandi sjúkdóma sjúkratrygginar. Lögmenn ríkisstjórnar hans eru með mál fyrir dómi sem snýr að því að fella það niður og verður það tekið fyrir í Hæstarétti Bandaríkjanna á næstu vikumm Munur á magni og umfangi Eins og Trump fór Biden einnig með rangt mál en það er í raun eðlismunur á þeim ósannindum auk mikils munar á magni þeirra og umfangi. Biden sagði meðal annars að Trump hefði ekkert aðhafst þegar opinberar aðstoðaraðgerðir vegna mikillar aukningar atvinnuleysis í Bandaríkjunum vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar runnu út. Það er ekki rétt. Hann notaði alríkisfjármuni til að auka atvinnuleysisbætur um 300 dali. Sá sjóður sem notaður var til að fjármagna það er að vísu að mestu uppurinn. Þá neitaði Biden einnig að svara spurningum og þá sérstaklega spurningu um það hvort hann hefði í huga að fjölga Hæstaréttardómurum yrði hann forseti. Hann vildi ekki útiloka það en tók fram að hann væri ekki aðdáandi hugmyndarinnar. Klippa: Biden útilokar ekki að fjölga Hæstaréttardómurum Biden hélt því einnig fram að þessa dagana væru fleiri bandarískir hermenn í Afganistan en þegar hann hætti sem varaforseti. Það er sömuleiðis ekki rétt. Þá voru um 9.800 hermenn í Afganistan. Núna eru þeir færri en fimm þúsund. Hér að neðan má sjá Daniel Dale, fréttamann CNN sem hefur varið miklum tíma að kanna sannleiksgildi ummæla Trump og annarra stjórnmálamanna, um ósannindi og hreinar lygar Trump í gærkvöldi. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Auknar sigurlíkur Biden leiða til aukinnar skotvopnasölu Hlutabréf skotvopnaframleiðenda í Bandaríkjunum hafa hækkað síðustu vikur, að því er virðist í takti við auknar vinsældir Joes Biden. 16. október 2020 12:42 Vöruðu Hvíta húsið við því að Rússar væru að nota Giuliani Leyniþjónustur Bandaríkjanna vöruðu Hvíta húsið við því í fyrra að ráðamenn í Rússlandi væru að nota Rudy Giuliani, einkalögmann Donald Trump, forseta, til að miðla fölskum upplýsingum og áróðri til forsetans. 16. október 2020 09:24 Biden og Trump keppa um áhorf Þeir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Joe Biden, mótframbjóðandi hans, munu keppa um áhorfendur í nótt, í stað þess að mætast í kappræðum eins og upprunalega stóð til. Báðir munu þeir svara spurningum kjósenda á sitthvorri sjónvarpsstöðinni og á sama tíma. 15. október 2020 08:47 Vildi ekki svara spurningu um þungunarrof Amy Coney Barrett, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt til Hæstaréttar landsins, neitaði í dag að svara spurningu um hvað henni þætti um dómafordæmi sem veitir bandarískum konum rétt til þungunarrofs og hvort fella ætti það fordæmi úr gildi. 13. október 2020 14:58 Trump ósáttur vegna skorts á ákærum gegn pólitískum andstæðingum hans John Bash, saksóknarinn sem William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, skipaði til að rannsaka hvort að embættismenn í forsetatíð Barack Obama hefðu brotið af sér í starfi varðandi mál Michael Flynn, hefur lokið rannsókn sinni. 14. október 2020 08:55 „Snjóflóð“ lyga frá forsetanum Frammistöðu Trumps hefur verið líkt við framgöngu hans á kosningafundum hans, þar sem forsetinn hefur sjaldan látið sannleikann standa í vegi fyrir sér. 30. september 2020 09:25 Varaforsetinn endurflutti lygar forsetans Stiklað á stóru yfir það helsta sem var ósatt í kappræðunum. Margt af því sneri að heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar og ljóst er að Pence sagði mun oftar ósatt en Harris. Mörg þeirra ósanninda eiga rætur sínar í ummælum Trump. 8. október 2020 15:01 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Þeir Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Joe Biden, forsetaframbjóðandi, mættust ekki í kappræðum í gær eins og til stóð. Þrátt fyrir það voru þeir þó báðir að svara spurningum í sjónvarpi á sama tíma en á mismunandi sjónvarpsstöðvum. Greinendur eru sammála um að fundirnir hafi varpað ljósi á augljósan mismun frambjóðendanna. Trump deildi ítrekað við Savanahha Guthrie, sem stýrði bæjarfundi hans, sem reyndi að ganga á hann til að svara spurningum, með misgóðum árangri. Biden var hins vegar mun rólegri og fór lengri fundur hans mun betur fram. Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir ósannindi sem frambjóðendurnir vörpuðu fram á fundum þeirra í gær. Eins og áður var Trump mun duglegri en Biden við að segja ósatt. Meðal þess sem Trump sagði var að Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, hefði komist að þeirri niðurstöðu að 85 prósent þeirra sem notist við andlitsgrímur smituðust af Covid-19. „Núna um daginn sendu þeir frá sér yfirlýsingu um að 85 prósent þeirra sem nota grímur fá hann [sjúkdóminn] svo... Það er það sem ég heyrði og það er það sem ég sá,“ sagði Trump. þetta er fjarri sannleikanum. Eins og fram kemur í umfjöllun AP fréttaveitunnar birti CDC nýverið rannsókn þar sem fram kom að 85 prósent tiltölulega fámenns hóps sem hafði smitast af Covid-19, sögðust oft hafa verið með grímur. Rannsóknir hafa greinilega sýnt að grímunotkun dregur úr útbreiðslu veirunnar. Sýkt fólk smitar meira út frá sér og minni líkur eru á því að fólk með grímur smitist. Mögulegt er að Trump hafi verið að horfa á þátt Tucker Carlson á Fox í vikunni, þar sem hann rangtúlkaði rannsókn CDC á þá leið að „næstum allir“ sem smitast hefðu í júlí hefðu verið með grímur. Það sagði Carlson að benti til þess að grímur virkuðu ekki. Trump sagði einnig að eftir að opinberað var að hann hafði smitast af Covid-19, þá hefðu Biden og Kamala Harris, varaforsetaframbjóðandi Biden, ekki óskað honum bata. Þau gerðu það skömmu eftir að smit Trump varð opinbert. Trump var einnig spurður út í fréttir New York Times um skattaskýrslur hans og sérstaklega það að hann skuldaði rúmar 400 milljónir dala. Hann var spurður hverjum hann skuldaði. Í löngu svari sagðist Trump ekki skulda Rússum né „skuggalegum“ aðilum. Klippa: Trump segist ekki skulda Rússum eða skuggalegum aðilum peninga Trump hefur ítrekað haldið því fram að póstatkvæðum fylgi umfangsmikil kosningasvik. Hann og bandamenn hans hafa þó aldrei getað fært sannanir fyrir þeim staðhæfingum. Forsetinn staðhæfði í gær að búið væri að henda þúsundum kjörseðla sem kjósendur hans hefðu sent. Það hefur hvergi sést. AP fréttaveitan segir engan hafa tilkynnt að þúsundum seðla hafi verið hent. Trump hefur áður vísað til kjörseðla hermanna sem var hent í Pennsylvaníu til marks um að verið sé að svindla á honum í kosningunum. Þar voru um mistök starfsmanns kjörstjórnar, sem stýrt er af Repúblikönum. Sá henti sjö seðlum, þar af tveimur sem höfðu ekki verið opnaðir og því ekki notaðir til að kjósa Trump, eða nokkurn annan. Mistökin uppgötvuðust fljótt og voru þar til gerð yfirvöld látin vita. Sérfræðingar segja litla áhættu á umfangsmiklum kosningasvikum í tengslum við póstatkvæði og í þeim fimm ríkjum sem senda reglulega atkvæðaseðla til allra kjósenda hafa slík mál aldrei komið upp. Sömuleiðis hafa aldrei komið upp mikil vandræði við talningu atkvæða í þeim ríkjum. Sjá einnig: Vara við „Rauðri hillingu“ á kjördag Trump gagnrýndi einnig Christopher Wray, sem hann skipaði yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna, og sagði hann ekki standa sig vel í starfi. Það gerði hann vegna þess að Wray hefur ekki viljað taka undir yfirlýsingar Trump um kosningasvindl. Dreifði ásökunum um að Biden hefði látið myrða hermenn Trump endurtísti nýverið grein þar sem því var haldið fram að Barack Obama, fyrrverandi forseti, Joe Biden og aðrir hefðu leynt því að Osama bin Laden, fyrrverandi foringi hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda, væri enn á lífi. Tvífari hans hefði verið felldur í frægri árás í Pakistan árið 2011 og til að fela það hefðu Obama og Biden látið myrða alla sérsveitarmennina sem tóku þátt í árásinni. Þetta á sér engar stoðir í raunveruleikanum og þegar Trump var spurður út í af hverju hann væri að dreifa þessu til fylgjenda sinna sagði hann væri bara að dreifa skoðunum annarra. Almenningur gæti komist að eigin niðurstöðu. The president retweeted an insane article alleging "Biden and Obama may have had Seal Team 6 killed" posted by a QAnon account and written by "an ex-Community Organizer and Homeschool Mom." pic.twitter.com/ydoCEFLkAt— Christian Vanderbrouk (@UrbanAchievr) October 13, 2020 Neitaði að fordæma QAnon Þessi grein tengist QAnon samsæriskenningum. Það er umfangsmikið net klikkaðra samsæriskenninga sem snúsast í stuttu máli um að Demókratar og frægt fólk stundi barnaníð og djölfadýrkun til að lengja líf sín. Í stuttu máli sagt, þá snýst þessi hreyfing um það að Trump sé að há leynilega baráttu gegn neti djöfladýrkandi barnaníðinga sem stjórna heiminum á bakvið tjöldin og neyta blóðs barna til að halda sér ungir. Þar að auki fylgja hreyfingunni aðrar innihaldslausar samsæriskenningar um skotárásir, bóluefni, að bylgjur frá 5G sendum valdi Covid-19 og ýmislegt annað. Þessar samsæriskenningar hafa verið í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum og öðrum kimum internetsins á undanförnum mánuðum og segir Alríkislögregla Bandaríkjanna að ógn stafi af þessari hreyfingu. Hún hefur þegar verið tengd við ofbeldisglæpi í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Ánægður með stuðning hættulegra samsæringa Guthrie spurði Trump út í QAnon og afstöðu hans gagnvart hvítum þjóðernissinum og nýnasistum. Hann brást reiður við spurningunni og sagðist hafa fordæmt hvíta þjóðernissinna um langt skeið. Trump vildi ekki fordæma QAnon. Hann sagðist ekkert vita um hreyfinguna annað en að meðlimir hennar börðust af miklu afli gegn barnaníði. Hann studdi það. Því næst fór hann að gagnrýna Demókrata. Inntur eftir því af hverju hann vildi ekki segja að það væri ekkert til í því að Demókratar dýrkuðu djöfulinn og drykkju blóð ungbarna, sagðist hann ekki vita nóg um málið. Klippa: Trump og QAnon Trump sagði einnig að hann styddi DACA, sem hann hefur margsinnis reynt að fella úr gildi, og að hann studdi einnig þann hluta heilbrigðiskerfis Bandaríkjanna sem veitir fólki með undirliggjandi sjúkdóma sjúkratrygginar. Lögmenn ríkisstjórnar hans eru með mál fyrir dómi sem snýr að því að fella það niður og verður það tekið fyrir í Hæstarétti Bandaríkjanna á næstu vikumm Munur á magni og umfangi Eins og Trump fór Biden einnig með rangt mál en það er í raun eðlismunur á þeim ósannindum auk mikils munar á magni þeirra og umfangi. Biden sagði meðal annars að Trump hefði ekkert aðhafst þegar opinberar aðstoðaraðgerðir vegna mikillar aukningar atvinnuleysis í Bandaríkjunum vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar runnu út. Það er ekki rétt. Hann notaði alríkisfjármuni til að auka atvinnuleysisbætur um 300 dali. Sá sjóður sem notaður var til að fjármagna það er að vísu að mestu uppurinn. Þá neitaði Biden einnig að svara spurningum og þá sérstaklega spurningu um það hvort hann hefði í huga að fjölga Hæstaréttardómurum yrði hann forseti. Hann vildi ekki útiloka það en tók fram að hann væri ekki aðdáandi hugmyndarinnar. Klippa: Biden útilokar ekki að fjölga Hæstaréttardómurum Biden hélt því einnig fram að þessa dagana væru fleiri bandarískir hermenn í Afganistan en þegar hann hætti sem varaforseti. Það er sömuleiðis ekki rétt. Þá voru um 9.800 hermenn í Afganistan. Núna eru þeir færri en fimm þúsund. Hér að neðan má sjá Daniel Dale, fréttamann CNN sem hefur varið miklum tíma að kanna sannleiksgildi ummæla Trump og annarra stjórnmálamanna, um ósannindi og hreinar lygar Trump í gærkvöldi.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Auknar sigurlíkur Biden leiða til aukinnar skotvopnasölu Hlutabréf skotvopnaframleiðenda í Bandaríkjunum hafa hækkað síðustu vikur, að því er virðist í takti við auknar vinsældir Joes Biden. 16. október 2020 12:42 Vöruðu Hvíta húsið við því að Rússar væru að nota Giuliani Leyniþjónustur Bandaríkjanna vöruðu Hvíta húsið við því í fyrra að ráðamenn í Rússlandi væru að nota Rudy Giuliani, einkalögmann Donald Trump, forseta, til að miðla fölskum upplýsingum og áróðri til forsetans. 16. október 2020 09:24 Biden og Trump keppa um áhorf Þeir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Joe Biden, mótframbjóðandi hans, munu keppa um áhorfendur í nótt, í stað þess að mætast í kappræðum eins og upprunalega stóð til. Báðir munu þeir svara spurningum kjósenda á sitthvorri sjónvarpsstöðinni og á sama tíma. 15. október 2020 08:47 Vildi ekki svara spurningu um þungunarrof Amy Coney Barrett, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt til Hæstaréttar landsins, neitaði í dag að svara spurningu um hvað henni þætti um dómafordæmi sem veitir bandarískum konum rétt til þungunarrofs og hvort fella ætti það fordæmi úr gildi. 13. október 2020 14:58 Trump ósáttur vegna skorts á ákærum gegn pólitískum andstæðingum hans John Bash, saksóknarinn sem William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, skipaði til að rannsaka hvort að embættismenn í forsetatíð Barack Obama hefðu brotið af sér í starfi varðandi mál Michael Flynn, hefur lokið rannsókn sinni. 14. október 2020 08:55 „Snjóflóð“ lyga frá forsetanum Frammistöðu Trumps hefur verið líkt við framgöngu hans á kosningafundum hans, þar sem forsetinn hefur sjaldan látið sannleikann standa í vegi fyrir sér. 30. september 2020 09:25 Varaforsetinn endurflutti lygar forsetans Stiklað á stóru yfir það helsta sem var ósatt í kappræðunum. Margt af því sneri að heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar og ljóst er að Pence sagði mun oftar ósatt en Harris. Mörg þeirra ósanninda eiga rætur sínar í ummælum Trump. 8. október 2020 15:01 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Auknar sigurlíkur Biden leiða til aukinnar skotvopnasölu Hlutabréf skotvopnaframleiðenda í Bandaríkjunum hafa hækkað síðustu vikur, að því er virðist í takti við auknar vinsældir Joes Biden. 16. október 2020 12:42
Vöruðu Hvíta húsið við því að Rússar væru að nota Giuliani Leyniþjónustur Bandaríkjanna vöruðu Hvíta húsið við því í fyrra að ráðamenn í Rússlandi væru að nota Rudy Giuliani, einkalögmann Donald Trump, forseta, til að miðla fölskum upplýsingum og áróðri til forsetans. 16. október 2020 09:24
Biden og Trump keppa um áhorf Þeir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Joe Biden, mótframbjóðandi hans, munu keppa um áhorfendur í nótt, í stað þess að mætast í kappræðum eins og upprunalega stóð til. Báðir munu þeir svara spurningum kjósenda á sitthvorri sjónvarpsstöðinni og á sama tíma. 15. október 2020 08:47
Vildi ekki svara spurningu um þungunarrof Amy Coney Barrett, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt til Hæstaréttar landsins, neitaði í dag að svara spurningu um hvað henni þætti um dómafordæmi sem veitir bandarískum konum rétt til þungunarrofs og hvort fella ætti það fordæmi úr gildi. 13. október 2020 14:58
Trump ósáttur vegna skorts á ákærum gegn pólitískum andstæðingum hans John Bash, saksóknarinn sem William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, skipaði til að rannsaka hvort að embættismenn í forsetatíð Barack Obama hefðu brotið af sér í starfi varðandi mál Michael Flynn, hefur lokið rannsókn sinni. 14. október 2020 08:55
„Snjóflóð“ lyga frá forsetanum Frammistöðu Trumps hefur verið líkt við framgöngu hans á kosningafundum hans, þar sem forsetinn hefur sjaldan látið sannleikann standa í vegi fyrir sér. 30. september 2020 09:25
Varaforsetinn endurflutti lygar forsetans Stiklað á stóru yfir það helsta sem var ósatt í kappræðunum. Margt af því sneri að heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar og ljóst er að Pence sagði mun oftar ósatt en Harris. Mörg þeirra ósanninda eiga rætur sínar í ummælum Trump. 8. október 2020 15:01