Bent á afglöp Jón Kaldal skrifar 16. október 2020 13:31 Staðreynd: í viðskiptum með eignarhluti í fyrirtækjum sem halda á leyfum til að stunda sjókvíaeldi við Ísland hafa örfáir einstaklingar og félög þeim tengd hagnast um marga milljarða króna á undanförnum árum. Þessum leyfum hefur íslenska ríkið hins vegar úthlutað svo til án þess að greiðsla hafi komið fyrir þau ríkissjóð. Hátt verð fyrirtækjanna, sem náðu að tryggja sér þau, myndast af þeim þekktu markaðskröftum að leyfin eru takmörkuð auðlind og eftirspurnin er meiri en framboðið. Mat markaðarins Alþingismaðurinn fyrrverandi Kristinn H. Gunnarsson sakar - af sinni alkunnu stillingu - Gunnlaug Stefánsson, fyrrverandi presti í Heydölum, um ósannindi í grein hér á Vísi fyrir að benda á þessi afglöp: að afhenda fáum svotil ókeypis afnotarétt á auðlindum almennings, sama rétt þeir hafa svo selt áfram fyrir milljarða króna. Í ásökunum sínum í garð séra Gunnlaugs hengir Kristinn sig í að hér á landi eru leyfin gefin út tímabundið en í Noregi eru ekki tímamörk við útgáfu þeirra. Í báðum löndum eru leyfin háð því að starfsemin sé stunduð eftir lögum og reglum. Ef ekki þá er hægt að fella þau niður. Hér eru þau svo endurútgefin ef eftirlitsstofnanir meta svo að skilyrðum sé fullnægt. Auðvelt er að bera saman hvernig markaðurinn verðmetur leyfin út frá þessum mismunandi aðferðum við útgáfu þeirra. Í stuttu máli breytir þetta engu. Þeir sem eru að kaupa hlut í sjókvíeldisfyrirtækjum hér nota norska verðmatið í þeim viðskiptum. Þannig gerir enginn ráð fyrir að leyfin hverfi eftir 16 ár heldur að þau verði endurnýjuð í önnur 16. Án greiðslu. Leyfin eru sem sagt þau verðmætin sem verið er að greiða fyrir. Í Noregi eru leyfin boðin upp og gríðarlegar upphæðir greiddar fyrir þau. Hér eru leyfin enn afhent fyrir nánast ekki neitt. Misskilningur Kristins Kristinn lætur að því liggja í grein sinni að þau 20 SDR (um 4.000 krónur) sem greitt er fyrir hvert framleitt tonn í sjó á hverju ári, sé endurgjald fyrir leyfin. Það er mikill misskilningur að svo sé. Þetta er upphæð sem sjókvíaeldisfyrirtækjunum er skylt að greiða í Umhverfissjóðs sjókvíaeldisins en meginmarkmið hans „er að lágmarka umhverfisáhrif af völdum sjókvíaeldis“. Þetta gjald fer sem sagt upp í þann kostnað sem fellur á opinberar stofnanir og eftir atvikum aðra af þessari mengandi starfsemi. Gerum betur Hvernig farið er með aðgang að takmörkuðum auðlindum í eigum almennings er sannarlega sígilt áhyggjuefni. Enn alvarlegra er þó fyrirséður varanlegur skaði á umhverfi og lífríki landsins vegna sjókvíaeldsins. Í skjóli skjótfengins gróða fárra er að vaxa hér starfsemi þar sem mengun er leyft að streyma beint úr netmöskvum sjókvíanna í hafið og eldislax af norskum uppruna ógnar viðkvæmum villtum laxastofnunum landsins. Við verðum að gera betur. Höfundur er félagi í Íslenska náttúruverndarsjóðnum - The Icelandic Wildlife Fund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Fiskeldi Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Staðreynd: í viðskiptum með eignarhluti í fyrirtækjum sem halda á leyfum til að stunda sjókvíaeldi við Ísland hafa örfáir einstaklingar og félög þeim tengd hagnast um marga milljarða króna á undanförnum árum. Þessum leyfum hefur íslenska ríkið hins vegar úthlutað svo til án þess að greiðsla hafi komið fyrir þau ríkissjóð. Hátt verð fyrirtækjanna, sem náðu að tryggja sér þau, myndast af þeim þekktu markaðskröftum að leyfin eru takmörkuð auðlind og eftirspurnin er meiri en framboðið. Mat markaðarins Alþingismaðurinn fyrrverandi Kristinn H. Gunnarsson sakar - af sinni alkunnu stillingu - Gunnlaug Stefánsson, fyrrverandi presti í Heydölum, um ósannindi í grein hér á Vísi fyrir að benda á þessi afglöp: að afhenda fáum svotil ókeypis afnotarétt á auðlindum almennings, sama rétt þeir hafa svo selt áfram fyrir milljarða króna. Í ásökunum sínum í garð séra Gunnlaugs hengir Kristinn sig í að hér á landi eru leyfin gefin út tímabundið en í Noregi eru ekki tímamörk við útgáfu þeirra. Í báðum löndum eru leyfin háð því að starfsemin sé stunduð eftir lögum og reglum. Ef ekki þá er hægt að fella þau niður. Hér eru þau svo endurútgefin ef eftirlitsstofnanir meta svo að skilyrðum sé fullnægt. Auðvelt er að bera saman hvernig markaðurinn verðmetur leyfin út frá þessum mismunandi aðferðum við útgáfu þeirra. Í stuttu máli breytir þetta engu. Þeir sem eru að kaupa hlut í sjókvíeldisfyrirtækjum hér nota norska verðmatið í þeim viðskiptum. Þannig gerir enginn ráð fyrir að leyfin hverfi eftir 16 ár heldur að þau verði endurnýjuð í önnur 16. Án greiðslu. Leyfin eru sem sagt þau verðmætin sem verið er að greiða fyrir. Í Noregi eru leyfin boðin upp og gríðarlegar upphæðir greiddar fyrir þau. Hér eru leyfin enn afhent fyrir nánast ekki neitt. Misskilningur Kristins Kristinn lætur að því liggja í grein sinni að þau 20 SDR (um 4.000 krónur) sem greitt er fyrir hvert framleitt tonn í sjó á hverju ári, sé endurgjald fyrir leyfin. Það er mikill misskilningur að svo sé. Þetta er upphæð sem sjókvíaeldisfyrirtækjunum er skylt að greiða í Umhverfissjóðs sjókvíaeldisins en meginmarkmið hans „er að lágmarka umhverfisáhrif af völdum sjókvíaeldis“. Þetta gjald fer sem sagt upp í þann kostnað sem fellur á opinberar stofnanir og eftir atvikum aðra af þessari mengandi starfsemi. Gerum betur Hvernig farið er með aðgang að takmörkuðum auðlindum í eigum almennings er sannarlega sígilt áhyggjuefni. Enn alvarlegra er þó fyrirséður varanlegur skaði á umhverfi og lífríki landsins vegna sjókvíaeldsins. Í skjóli skjótfengins gróða fárra er að vaxa hér starfsemi þar sem mengun er leyft að streyma beint úr netmöskvum sjókvíanna í hafið og eldislax af norskum uppruna ógnar viðkvæmum villtum laxastofnunum landsins. Við verðum að gera betur. Höfundur er félagi í Íslenska náttúruverndarsjóðnum - The Icelandic Wildlife Fund.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun