Trump segir Fauci og aðra sérfræðinga vera fífl Samúel Karl Ólason skrifar 19. október 2020 20:45 Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Anthony Fauci, sóttvarnalæknir. EPA/Stefani Reynolds Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að Anthony Fauci sóttvarnalæknir og aðrir heilbrigðissérfræðingar í ríkisstjórn hans væru fífl. Þetta sagði forsetinn í símtali við starfsmenn framboðs síns þar sem hann reyndi að stappa stálinu í fólkið tveimur vikum fyrir forsetakosningar. „Fólk er þreytt á Covid. Fólk segir: Skiptir ekki máli, látið okkur í friði,“ sagði Trump og bætti við: „Fólk er þreytt á að hlusta á Fauci og öll þessi fífl.“ Trump sagði þar að auki að Fauci væri 500 ára gamall og að ef hann hefði hlustað á Fauci hefðu örugglega 700 eða 800 þúsund Bandaríkjamenn dáið úr Covid-19. Slétt sama þótt blaðamenn væru að hlusta Samkvæmt opinberum tölum hafa um 220 þúsund Bandaríkjamenn dáið úr Covid-19 frá því faraldurinn hófst og eru þeir hvergi fleiri í heiminum, svo vitað sé. Trump sagði einnig að Fauci hefði verið hörmulegur og að í hvert sinn sem hann færi í sjónvarpsviðtal stæði hann sig ömurlega. Samkvæmt umfjöllun Politico ítrekaði Trump því næst að ef einhverjir blaðamenn væru að hlusta, þá mættu þeir hafa þetta eftir honum. Honum væri slétt sama. Trump er reiður út í Fauci vegna viðtals hans í 60 mínútum um helgina. Þar sagði Fauci meðal annars að það hefði ekkert komið honum á óvart að Trump sjálfur hefði smitast af Covid-19 og gagnrýndi hann viðbrögð ríkisstjórnar Trump við faraldrinum og upplýsingaflæði hans vegna. Fauci gagnrýndi Trump einnig nýverið eftir að framboð forsetans notaði orð Fauci án samhengis í auglýsingu. Forsetinn ítrekaði svo á Twitter í kvöld að hann væri ósáttur við Fauci. Þar gagnrýndi Trump Fauci fyrir að segja í viðtalinu að honum hefði ekki verið leyft að tjá sig í fjölmiðlum eins og hann vildi. Trump gagnrýndi Fauci einnig fyrir að geta ekki kastað hafnabolta. ...P.S. Tony should stop wearing the Washington Nationals Mask for two reasons. Number one, it is not up to the high standards that he should be exposing. Number two, it keeps reminding me that Tony threw out perhaps the worst first pitch in the history of Baseball!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 19, 2020 AP fréttaveitan segir að áðurnefnt símtal við framboðsstarfsmennina hafi einnig snúist um framboðið. Trump lýsti því yfir að hann væri vongóður fyrir kosningarnar, jafnvel þó hann sagðist ekki vera jafn vongóður og hann var fyrir tveimur vikum. Kannanir eru honum ekki í vil þessa dagana. Þá hafa kannanir sýnt að málefnið sem er efst í huga kjósenda er faraldur nýju kórónuveirunnar sem veldur Covid-19. Þar þykir Trump ekki koma vel út. Forsetinn virðist þar að auki í fjárhagsvandræðum og er Biden víðast hvar að verja mun meiri peningum í sjónvarpsauglýsingar en Trump. Hann segir þó að kosningafundir hans muni gera gæfumuninn. „Ég get farið í þessi ríki og haldið fund. Biden getur það ekki. Ég fer á fund og það mæta 25 þúsund manns. Hann fer og það mæta fjórir,“ sagði Trump. Fram að kosningum mun hann verja miklum tíma í að halda þessa fundi en það er þó óljóst hvort það muni duga til. Það hefur sýnt sig að stuðningsmenn Trump mæta á kosningafundi hans en aðrir gera það ekki. Hann hefur ekki aukið fylgi sitt með því að halda fundi með fólki sem hefur þegar ákveðið að kjósa hann. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Nýr ráðgjafi Trump vill fara „sænsku leiðina“ og ná hjarðónæmi Einn af helstu heilbrigðissráðgjöfum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur ýtt á að að Bandaríkin leggi áherslu á að ná svokölluðu „hjarðónæmi“ gegn Covid-19. 31. ágúst 2020 22:21 Töluvert fleiri fylgdust með Biden en Trump Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Joe Biden, mótframbjóðandi hans, svöruðu spurningum kjósenda í sjónvarpssal í gærnótt. 17. október 2020 08:51 Auknar sigurlíkur Biden leiða til aukinnar skotvopnasölu Hlutabréf skotvopnaframleiðenda í Bandaríkjunum hafa hækkað síðustu vikur, að því er virðist í takti við auknar vinsældir Joes Biden. 16. október 2020 12:42 Fresta sýningu þáttar þar sem Fauci er sakaður um að þróa kórónuveiruna 26. júlí 2020 08:01 Fauci segir ófrægingarherferð Bandaríkjastjórnar gegn sér vera furðulega Dr. Anthony Fauci helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna segir að tilraunir Hvíta hússins til þess að koma óorði á sig vera furðulegar. 15. júlí 2020 23:54 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Halli Reynis látinn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að Anthony Fauci sóttvarnalæknir og aðrir heilbrigðissérfræðingar í ríkisstjórn hans væru fífl. Þetta sagði forsetinn í símtali við starfsmenn framboðs síns þar sem hann reyndi að stappa stálinu í fólkið tveimur vikum fyrir forsetakosningar. „Fólk er þreytt á Covid. Fólk segir: Skiptir ekki máli, látið okkur í friði,“ sagði Trump og bætti við: „Fólk er þreytt á að hlusta á Fauci og öll þessi fífl.“ Trump sagði þar að auki að Fauci væri 500 ára gamall og að ef hann hefði hlustað á Fauci hefðu örugglega 700 eða 800 þúsund Bandaríkjamenn dáið úr Covid-19. Slétt sama þótt blaðamenn væru að hlusta Samkvæmt opinberum tölum hafa um 220 þúsund Bandaríkjamenn dáið úr Covid-19 frá því faraldurinn hófst og eru þeir hvergi fleiri í heiminum, svo vitað sé. Trump sagði einnig að Fauci hefði verið hörmulegur og að í hvert sinn sem hann færi í sjónvarpsviðtal stæði hann sig ömurlega. Samkvæmt umfjöllun Politico ítrekaði Trump því næst að ef einhverjir blaðamenn væru að hlusta, þá mættu þeir hafa þetta eftir honum. Honum væri slétt sama. Trump er reiður út í Fauci vegna viðtals hans í 60 mínútum um helgina. Þar sagði Fauci meðal annars að það hefði ekkert komið honum á óvart að Trump sjálfur hefði smitast af Covid-19 og gagnrýndi hann viðbrögð ríkisstjórnar Trump við faraldrinum og upplýsingaflæði hans vegna. Fauci gagnrýndi Trump einnig nýverið eftir að framboð forsetans notaði orð Fauci án samhengis í auglýsingu. Forsetinn ítrekaði svo á Twitter í kvöld að hann væri ósáttur við Fauci. Þar gagnrýndi Trump Fauci fyrir að segja í viðtalinu að honum hefði ekki verið leyft að tjá sig í fjölmiðlum eins og hann vildi. Trump gagnrýndi Fauci einnig fyrir að geta ekki kastað hafnabolta. ...P.S. Tony should stop wearing the Washington Nationals Mask for two reasons. Number one, it is not up to the high standards that he should be exposing. Number two, it keeps reminding me that Tony threw out perhaps the worst first pitch in the history of Baseball!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 19, 2020 AP fréttaveitan segir að áðurnefnt símtal við framboðsstarfsmennina hafi einnig snúist um framboðið. Trump lýsti því yfir að hann væri vongóður fyrir kosningarnar, jafnvel þó hann sagðist ekki vera jafn vongóður og hann var fyrir tveimur vikum. Kannanir eru honum ekki í vil þessa dagana. Þá hafa kannanir sýnt að málefnið sem er efst í huga kjósenda er faraldur nýju kórónuveirunnar sem veldur Covid-19. Þar þykir Trump ekki koma vel út. Forsetinn virðist þar að auki í fjárhagsvandræðum og er Biden víðast hvar að verja mun meiri peningum í sjónvarpsauglýsingar en Trump. Hann segir þó að kosningafundir hans muni gera gæfumuninn. „Ég get farið í þessi ríki og haldið fund. Biden getur það ekki. Ég fer á fund og það mæta 25 þúsund manns. Hann fer og það mæta fjórir,“ sagði Trump. Fram að kosningum mun hann verja miklum tíma í að halda þessa fundi en það er þó óljóst hvort það muni duga til. Það hefur sýnt sig að stuðningsmenn Trump mæta á kosningafundi hans en aðrir gera það ekki. Hann hefur ekki aukið fylgi sitt með því að halda fundi með fólki sem hefur þegar ákveðið að kjósa hann.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Nýr ráðgjafi Trump vill fara „sænsku leiðina“ og ná hjarðónæmi Einn af helstu heilbrigðissráðgjöfum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur ýtt á að að Bandaríkin leggi áherslu á að ná svokölluðu „hjarðónæmi“ gegn Covid-19. 31. ágúst 2020 22:21 Töluvert fleiri fylgdust með Biden en Trump Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Joe Biden, mótframbjóðandi hans, svöruðu spurningum kjósenda í sjónvarpssal í gærnótt. 17. október 2020 08:51 Auknar sigurlíkur Biden leiða til aukinnar skotvopnasölu Hlutabréf skotvopnaframleiðenda í Bandaríkjunum hafa hækkað síðustu vikur, að því er virðist í takti við auknar vinsældir Joes Biden. 16. október 2020 12:42 Fresta sýningu þáttar þar sem Fauci er sakaður um að þróa kórónuveiruna 26. júlí 2020 08:01 Fauci segir ófrægingarherferð Bandaríkjastjórnar gegn sér vera furðulega Dr. Anthony Fauci helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna segir að tilraunir Hvíta hússins til þess að koma óorði á sig vera furðulegar. 15. júlí 2020 23:54 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Halli Reynis látinn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Nýr ráðgjafi Trump vill fara „sænsku leiðina“ og ná hjarðónæmi Einn af helstu heilbrigðissráðgjöfum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur ýtt á að að Bandaríkin leggi áherslu á að ná svokölluðu „hjarðónæmi“ gegn Covid-19. 31. ágúst 2020 22:21
Töluvert fleiri fylgdust með Biden en Trump Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Joe Biden, mótframbjóðandi hans, svöruðu spurningum kjósenda í sjónvarpssal í gærnótt. 17. október 2020 08:51
Auknar sigurlíkur Biden leiða til aukinnar skotvopnasölu Hlutabréf skotvopnaframleiðenda í Bandaríkjunum hafa hækkað síðustu vikur, að því er virðist í takti við auknar vinsældir Joes Biden. 16. október 2020 12:42
Fauci segir ófrægingarherferð Bandaríkjastjórnar gegn sér vera furðulega Dr. Anthony Fauci helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna segir að tilraunir Hvíta hússins til þess að koma óorði á sig vera furðulegar. 15. júlí 2020 23:54