Veruleg aukning í verslun á milli ára Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. október 2020 08:59 Fataverslun hefur aukist mikið sé horft til septembermánaðar á þessu ári miðað við september á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Veruleg aukning var í innlendri verslun hér á landi í septembermánuði á milli ára. Á sama tíma og verslun eykst minnkar bæði neysla á þjónustu og neysla erlendis. Á vef Rannsóknarseturs verslunarinnar er þessi þróun rakin til þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins sem hófst um miðjan septembermánuð. Verslun jókst um 26,3 prósent milli ára í septembermánuði. Velta í verslun nam 39,2 milljörðum króna og dróst lítillega saman milli mánaðana ágúst og september eða um 1,87 prósent eða 749 milljónir króna. Heildarkortavelta var 68,5 milljarðar í mánuðinum og jókst um níu prósent á milli ára. Velta í stórmörkuðum og dagvöruverslunum nam 16,6 milljörðum kr. í mánuðnum sem leið. Velta flokksins jókst um rúmlega 21% milli ára. „Aukin heimavinna auk sóttkvíar á vafalaust þátt í aukningu dagvöruverslunar með greiðslukortum. Á móti má ætla að umsvif mötuneyta vinnustaða sem dæmi hafi dregist saman,“ segir á vef RSV. Þá jókst fataverslun um 36 prósent á milli ára í september og rétt tæp níu prósent frá því í ágúst. Í fyrstu bylgju faraldursins í vor, mátti sjá töluverðan samdrátt í fataverslun ólíkt því sem var í síðasta mánuði, að því er segir á vef RSV. Aðrir flokkar sérvöru hækkuðu einnig frá fyrra ári. Veruleg veltuaukning varð í verslunum með byggingavörur og verslunum með raf- og heimilistæki. Í fyrrnefnda flokknum jókst veltan um 45 prósent á milli ára og nam 3,3 milljörðum króna. Í þeim síðarnefnda nam veltan alls 2,6 milljörðum og jókst um tæp 54 prósent milli ára. Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Veruleg aukning var í innlendri verslun hér á landi í septembermánuði á milli ára. Á sama tíma og verslun eykst minnkar bæði neysla á þjónustu og neysla erlendis. Á vef Rannsóknarseturs verslunarinnar er þessi þróun rakin til þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins sem hófst um miðjan septembermánuð. Verslun jókst um 26,3 prósent milli ára í septembermánuði. Velta í verslun nam 39,2 milljörðum króna og dróst lítillega saman milli mánaðana ágúst og september eða um 1,87 prósent eða 749 milljónir króna. Heildarkortavelta var 68,5 milljarðar í mánuðinum og jókst um níu prósent á milli ára. Velta í stórmörkuðum og dagvöruverslunum nam 16,6 milljörðum kr. í mánuðnum sem leið. Velta flokksins jókst um rúmlega 21% milli ára. „Aukin heimavinna auk sóttkvíar á vafalaust þátt í aukningu dagvöruverslunar með greiðslukortum. Á móti má ætla að umsvif mötuneyta vinnustaða sem dæmi hafi dregist saman,“ segir á vef RSV. Þá jókst fataverslun um 36 prósent á milli ára í september og rétt tæp níu prósent frá því í ágúst. Í fyrstu bylgju faraldursins í vor, mátti sjá töluverðan samdrátt í fataverslun ólíkt því sem var í síðasta mánuði, að því er segir á vef RSV. Aðrir flokkar sérvöru hækkuðu einnig frá fyrra ári. Veruleg veltuaukning varð í verslunum með byggingavörur og verslunum með raf- og heimilistæki. Í fyrrnefnda flokknum jókst veltan um 45 prósent á milli ára og nam 3,3 milljörðum króna. Í þeim síðarnefnda nam veltan alls 2,6 milljörðum og jókst um tæp 54 prósent milli ára.
Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira