Af hverju græna utanríkisstefnu núna? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar 20. október 2020 13:00 Það er ljóst að grípa þarf til róttækra kerfisbreytinga til þess að vinna gegn enn verri afleiðingum loftslagsbreytinga af mannavöldum eins og hlýnun jarðar, öfgum í veðurfari, neikvæðum áhrifum á gróðurfar og lífríki, súrnun sjávar og hækkandi sjávarstöðu. Til þess þarf að rýna öll okkar kerfi út frá aðgerðum gegn hlýnun loftlags. Umhverfismálin teygja anga sína víða, enda tengjast þau beint og óbeint samfélagslegum málefnum á borð við alþjóðasamvinnu, öryggismál og stríðsátök, efnahag og alþjóðaviðskipti, samgöngur, fólksflutninga, jöfnuð og kynjajafnrétti. Loftslagsbreytingar eru líka orðin ein helsta ógn við mannréttindi í heiminum líkt og mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, Michelle Bachelet, hefur lýst yfir. Loftlagsmálin og umhverfismálin hafa líka skipað æ mikilvægari sess í stjórnmálum víða um heim, enda um alþjóðlegt verkefni að ræða þegar kemur að því að sporna við hröðum loftlagsbreytingum og áhrifum þeirra. Þess vegna hef ég lagt fram þingsályktunartillögu um nýja, græna utanríkisstefnu Íslands sem 3 þingmenn utanríkismálanefndar ásamt formanni þingmannanefndar EFTA eru meðflutningsmenn á. Þingsályktunin er í takt við alþjóðlega þróun í utanríkismálum, líkt og dæmin sanna og sýna á Norðurlöndum. Í ljósi umfangs og mikilvægi umhverfismála á alþjóðavísu er brýn nauðsyn á styrku alþjóðasamstarfi og alþjóðasamvinnu í loftslagsmálum, sem bara á eftir að aukast. Þess vegna þarf öll stefnumörkun á vegum íslenska ríkisins að bera þess merki og þar er utanríkisstefna Íslands ekki undanþegin og á að setja umhverfismál í forgang. Í því samhengi getur Ísland leikið mikilvægt hlutverk því þrátt fyrir smæðina getur Ísland haft mjög jákvæð áhrif á þróun mála á alþjóðavettvangi, eins og sannaðist með eftirtektarverðri framgöngu okkar í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Alþjóðleg miðlun á jarðvarmatækni og eftirspurn eftir grænum lausnum – jákvæð áhrif á efnahag Bónusinn nú, á tímum efnahagsþrenginga, er að með aukinni áherslu á græn málefni í utanríkisstefnu Íslands gæti það orðið til enn frekari miðlunar á þekkingu sem er til staðar hérlendis til dæmis á notkun jarðvarma og hefði því jákvæð efnahagsleg áhrif. Bæði hér og á alþjóðavísu. Sú þekking getur nefnilega skipt sköpum fyrir möguleika annarra þjóða til að axla ábyrgð á orkuskiptum úr jarðefnaeldsneyti og kolum yfir í umhverfisvænni valkosti eins og jarðvarma. Sömuleiðis mætti ætla að erlend eftirspurn eftir grænum lausnum hvetti til enn frekari nýsköpunar á sviði grænna lausna hérlendis með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á umhverfi, efnahag og samfélag. Það væri í anda alþjóðaskuldbindinga Íslands samkvæmt rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar og Parísarsamkomulaginu. Sex aðgerðir grænnar utanríkisstefnu Við mótun grænnar utanríkisstefnu Íslands yrði ráðist í sex aðgerðir sem eru byggðar á aðgerðum og áherslum Norðurlandanna í þessum málaflokki. Þær yrðu eftirfarandi; Skipaður verði sendiherra loftslagsmála sem samhæfi stefnu og skilaboð Íslands erlendis um loftslagsmál Sérstök sendiráð Íslands verði útnefnd græn sendiráð þar sem megináherslur og verkefni viðkomandi sendiherra og sendiráða verði á sviði loftslags- og umhverfismála. Stofnuð verði sérstök umhverfis- og loftslagsskrifstofa í utanríkisráðuneytinu og henni tryggður meiri mannafli og fjármunir til að efla alþjóðlega samvinnu um loftslagsmál og upplýsingagjöf, bæði á alþjóðavettvangi og innan lands. Stefna um græna fríverslun og alþjóðaviðskipti verði mörkuð og skýrð og ávallt hugsuð og unnin út frá loftslagsmarkmiðum og alþjóðlegum skuldbindingum í umhverfis- og loftslagsmálum. Meiri áhersla verði lögð á umhverfismál en nú við gerð fríverslunarsamninga. Stefna Íslands í þróunarsamvinnu verði skipulögð og skýrð enn frekar út frá loftslagsmarkmiðum Parísarsamkomulagsins, heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og sem hluti af aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum og fjárframlög til Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna verði aukin. Stefna í einstökum þáttum alþjóðastarfs Íslands, á borð við norðurslóðastefnu Íslands og stefnu í málefnum hafsins, verði reglubundið uppfærð með tilliti til alvarlegrar stöðu í loftslagsmálum og gripið til aðgerðaáætlana ef þörf krefur. Aðgerðir til að sporna við hröðum loftlagsbreytingum verða að vera skýrar, afdráttarlausar og markvissar og því þurfum við að fara í stefnumótun á öllum sviðum samfélagsins. Alþjóðasamvinna og utanríkisstefna getur leikið þar lykilhlutverk. Höfundur er fyrrverandi varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rósa Björk Brynjólfsdóttir Utanríkismál Umhverfismál Alþingi Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Það er ljóst að grípa þarf til róttækra kerfisbreytinga til þess að vinna gegn enn verri afleiðingum loftslagsbreytinga af mannavöldum eins og hlýnun jarðar, öfgum í veðurfari, neikvæðum áhrifum á gróðurfar og lífríki, súrnun sjávar og hækkandi sjávarstöðu. Til þess þarf að rýna öll okkar kerfi út frá aðgerðum gegn hlýnun loftlags. Umhverfismálin teygja anga sína víða, enda tengjast þau beint og óbeint samfélagslegum málefnum á borð við alþjóðasamvinnu, öryggismál og stríðsátök, efnahag og alþjóðaviðskipti, samgöngur, fólksflutninga, jöfnuð og kynjajafnrétti. Loftslagsbreytingar eru líka orðin ein helsta ógn við mannréttindi í heiminum líkt og mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, Michelle Bachelet, hefur lýst yfir. Loftlagsmálin og umhverfismálin hafa líka skipað æ mikilvægari sess í stjórnmálum víða um heim, enda um alþjóðlegt verkefni að ræða þegar kemur að því að sporna við hröðum loftlagsbreytingum og áhrifum þeirra. Þess vegna hef ég lagt fram þingsályktunartillögu um nýja, græna utanríkisstefnu Íslands sem 3 þingmenn utanríkismálanefndar ásamt formanni þingmannanefndar EFTA eru meðflutningsmenn á. Þingsályktunin er í takt við alþjóðlega þróun í utanríkismálum, líkt og dæmin sanna og sýna á Norðurlöndum. Í ljósi umfangs og mikilvægi umhverfismála á alþjóðavísu er brýn nauðsyn á styrku alþjóðasamstarfi og alþjóðasamvinnu í loftslagsmálum, sem bara á eftir að aukast. Þess vegna þarf öll stefnumörkun á vegum íslenska ríkisins að bera þess merki og þar er utanríkisstefna Íslands ekki undanþegin og á að setja umhverfismál í forgang. Í því samhengi getur Ísland leikið mikilvægt hlutverk því þrátt fyrir smæðina getur Ísland haft mjög jákvæð áhrif á þróun mála á alþjóðavettvangi, eins og sannaðist með eftirtektarverðri framgöngu okkar í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Alþjóðleg miðlun á jarðvarmatækni og eftirspurn eftir grænum lausnum – jákvæð áhrif á efnahag Bónusinn nú, á tímum efnahagsþrenginga, er að með aukinni áherslu á græn málefni í utanríkisstefnu Íslands gæti það orðið til enn frekari miðlunar á þekkingu sem er til staðar hérlendis til dæmis á notkun jarðvarma og hefði því jákvæð efnahagsleg áhrif. Bæði hér og á alþjóðavísu. Sú þekking getur nefnilega skipt sköpum fyrir möguleika annarra þjóða til að axla ábyrgð á orkuskiptum úr jarðefnaeldsneyti og kolum yfir í umhverfisvænni valkosti eins og jarðvarma. Sömuleiðis mætti ætla að erlend eftirspurn eftir grænum lausnum hvetti til enn frekari nýsköpunar á sviði grænna lausna hérlendis með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á umhverfi, efnahag og samfélag. Það væri í anda alþjóðaskuldbindinga Íslands samkvæmt rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar og Parísarsamkomulaginu. Sex aðgerðir grænnar utanríkisstefnu Við mótun grænnar utanríkisstefnu Íslands yrði ráðist í sex aðgerðir sem eru byggðar á aðgerðum og áherslum Norðurlandanna í þessum málaflokki. Þær yrðu eftirfarandi; Skipaður verði sendiherra loftslagsmála sem samhæfi stefnu og skilaboð Íslands erlendis um loftslagsmál Sérstök sendiráð Íslands verði útnefnd græn sendiráð þar sem megináherslur og verkefni viðkomandi sendiherra og sendiráða verði á sviði loftslags- og umhverfismála. Stofnuð verði sérstök umhverfis- og loftslagsskrifstofa í utanríkisráðuneytinu og henni tryggður meiri mannafli og fjármunir til að efla alþjóðlega samvinnu um loftslagsmál og upplýsingagjöf, bæði á alþjóðavettvangi og innan lands. Stefna um græna fríverslun og alþjóðaviðskipti verði mörkuð og skýrð og ávallt hugsuð og unnin út frá loftslagsmarkmiðum og alþjóðlegum skuldbindingum í umhverfis- og loftslagsmálum. Meiri áhersla verði lögð á umhverfismál en nú við gerð fríverslunarsamninga. Stefna Íslands í þróunarsamvinnu verði skipulögð og skýrð enn frekar út frá loftslagsmarkmiðum Parísarsamkomulagsins, heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og sem hluti af aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum og fjárframlög til Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna verði aukin. Stefna í einstökum þáttum alþjóðastarfs Íslands, á borð við norðurslóðastefnu Íslands og stefnu í málefnum hafsins, verði reglubundið uppfærð með tilliti til alvarlegrar stöðu í loftslagsmálum og gripið til aðgerðaáætlana ef þörf krefur. Aðgerðir til að sporna við hröðum loftlagsbreytingum verða að vera skýrar, afdráttarlausar og markvissar og því þurfum við að fara í stefnumótun á öllum sviðum samfélagsins. Alþjóðasamvinna og utanríkisstefna getur leikið þar lykilhlutverk. Höfundur er fyrrverandi varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar