Óskar eftir fundi í allsherjar- og menntamálanefnd um rasisma innan lögreglunnar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. október 2020 15:30 Þórhildur Sunna segir að það sé augljóst að ríkisstjórnin hafi ekki verið tilbúin í þinglok. „Ég mun óska eftir því að allsherjar- og menntamálanefnd taki þetta mál fyrir á fundi og ræði við fulltrúa lögreglunnar um rasisma innan lögreglunnar og aðferðir til þess að sporna við honum,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag. Í umræðum um störf þingsins ræddi hún um ljósmynd Morgunblaðsins af lögreglukonu sem bar umdeilda fána á búningi sínum. „Ljósmynd Morgunblaðsins af lögreglukonu sem bar merki hvítra þjóðernissinna og táknmynd teiknimynda-andhetjunnar the Punisher, eða refsarans, við skyldustörf hefur vakið verðskuldaða athygli í dag,“ sagði Þórildur Sunna. Hún sagði Punisher merkið ekki aðeins sakleysislega tilvísun í teiknimyndapersónu úr Marvel heiminum. „Heldur táknmynd lögreglunnar Vestanhafs sem refsandi afls, þeirra sem taka lögin og refsingar í eigin hendur og sneiða framhjá réttarkerfinu. Skilaboðin eru að lögreglan hafi það hlutverk að refsa borgurunum fyrir ætluð lögbrot þeirra.“ Hún vísaði til yfirlýsingar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um að ítrekað hafi verið við allt starfsfólk að lögreglumenn eigi ekki að bera nein merki sem ekki eru viðurkennd á lögreglubúningi. Lögreglan styður ekki með neinum hætti hatursorðræðu eða merki sem ýta undir slíkt. Lögreglumenn eiga ekki að bera nein merki sem ekki eru viðurkennd á lögreglubúningi og hefur það þegar verið ítrekað við allt okkar starfsfólk og verður því fylgt eftir.— LRH (@logreglan) October 21, 2020 „Það eru vissulega jákvæðar fréttir en betur má ef duga skal, sérstaklega í ljósi ummæla lögreglukonunnar sem um ræðir sem sagði í samtali við Vísi að merki sem þessi séu notuð af mörgum lögreglumönnum og að hún teldi ekki að þeir þýddu neitt neikvætt. Hún hafi sjálf borið merkin í áraraðir.“ Þórhildur Sunna sagði ummælin benda til þess að annað hvort skorti mikilvæga fræðslu innan lögreglunnar um rasísk og ofbeldisfull merki, eða að rasismi og ofbeldisfull menning fái að grassera innan lögreglunnar. „Hvoru tveggja er óásættanleg staða.“ Alþingi Lögreglan Kynþáttafordómar Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
„Ég mun óska eftir því að allsherjar- og menntamálanefnd taki þetta mál fyrir á fundi og ræði við fulltrúa lögreglunnar um rasisma innan lögreglunnar og aðferðir til þess að sporna við honum,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag. Í umræðum um störf þingsins ræddi hún um ljósmynd Morgunblaðsins af lögreglukonu sem bar umdeilda fána á búningi sínum. „Ljósmynd Morgunblaðsins af lögreglukonu sem bar merki hvítra þjóðernissinna og táknmynd teiknimynda-andhetjunnar the Punisher, eða refsarans, við skyldustörf hefur vakið verðskuldaða athygli í dag,“ sagði Þórildur Sunna. Hún sagði Punisher merkið ekki aðeins sakleysislega tilvísun í teiknimyndapersónu úr Marvel heiminum. „Heldur táknmynd lögreglunnar Vestanhafs sem refsandi afls, þeirra sem taka lögin og refsingar í eigin hendur og sneiða framhjá réttarkerfinu. Skilaboðin eru að lögreglan hafi það hlutverk að refsa borgurunum fyrir ætluð lögbrot þeirra.“ Hún vísaði til yfirlýsingar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um að ítrekað hafi verið við allt starfsfólk að lögreglumenn eigi ekki að bera nein merki sem ekki eru viðurkennd á lögreglubúningi. Lögreglan styður ekki með neinum hætti hatursorðræðu eða merki sem ýta undir slíkt. Lögreglumenn eiga ekki að bera nein merki sem ekki eru viðurkennd á lögreglubúningi og hefur það þegar verið ítrekað við allt okkar starfsfólk og verður því fylgt eftir.— LRH (@logreglan) October 21, 2020 „Það eru vissulega jákvæðar fréttir en betur má ef duga skal, sérstaklega í ljósi ummæla lögreglukonunnar sem um ræðir sem sagði í samtali við Vísi að merki sem þessi séu notuð af mörgum lögreglumönnum og að hún teldi ekki að þeir þýddu neitt neikvætt. Hún hafi sjálf borið merkin í áraraðir.“ Þórhildur Sunna sagði ummælin benda til þess að annað hvort skorti mikilvæga fræðslu innan lögreglunnar um rasísk og ofbeldisfull merki, eða að rasismi og ofbeldisfull menning fái að grassera innan lögreglunnar. „Hvoru tveggja er óásættanleg staða.“
Alþingi Lögreglan Kynþáttafordómar Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira