Trump á enn bankareikning í Kína Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2020 23:21 Kona stendur við útskornar myndir af Xi Jinping, forseta Kína, og Donald Trump Bandaríkjaforseta í Moskvu. Samskipti Kína og Bandaríkin hafa farið versnandi í tíð Trump sem hóf viðskiptastríð gegn stjórnvöldum í Beijing. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti er enn með bankareikning í Kína þar sem hann hefur reynt að landa viðskiptasamningum í gegnum tíðina. Forsetinn hefur ekki gefið upp bankareikninginn í opinberri hagsmunaskráningu sinni en upplýsingar um hann er að finna í skattskýrslum hans. Kína er aðeins eitt þriggja landa utan Bandaríkjanna þar sem Trump er með bankareikning. Hann á í viðskiptum við banka á Bretlandi og Írlandi þar sem fyrirtæki hans rekur golfvelli. New York Times, sem hefur upplýsingar um skattskýrslur forsetans undir höndum, segir að kínverski bankareikningurinn komi ekki fram í hagsmunaskráningu Trump vegna þess að hann er skráður á einkahlutafélag. Ekki sé ljóst hjá hvaða fjármálstofnun reikningurinn er. Trump hefur í gegnum tíðina átt í viðskiptum við kínversk ríkisfyrirtæki og reynt að ná samningum í landinu án árangurs. Blaðið segir ekki ljóst hversu miklir fjármunir hafi farið um reikninginn sem er skráður á eignarhaldsfélag um hótelrekstur forsetans. Lögmaður fyrirtækis Trump segir að það hafi stofnað reikninginn til að greiða skatta í Kína í tengslum við viðskiptatækifæri þar. Engir samningar hafi þó verið gerðir og skrifstofa sem fyrirtækið kom á fót í Kína hafi verið athafnalaus frá 2015. Bankareikningurinn hafi aldrei verið notaður í öðrum tilgangi. New York Times bendir á að stærsti ríkisbanki Kína hafi þar til í fyrra leigt þrjár hæðir í Trump-turninum í New York. Trump hefur lengi sóst eftir að selja leyfi til að nota nafn sitt og skráð það sem vörumerki í Kína. Kínversk stjórnvöld hafa veitt nokkur vörumerkjaleyfi til Trump og dóttur hans Ivönku eftir að hann varð forseti árið 2017. Í kosningabaráttunni hefur Trump ítrekað sakað keppinaut sinn, Joe Biden fyrrverandi varaforseta, um að vera handgenginn Kína meðal annars með óljósum ásökunum um að einn sona hans hafi auðgast á viðskiptum þar. Barack Obama, fyrrverandi forseti, gerði grín að uppljóstrunum um kínverska bankareikning Trump þegar hann kom fram á kosningafundi fyrir Biden í fyrsta skipti í kvöld. „Getið þið ímyndað ykkur ef ég hefði átt leynilegan kínverskan bankareikning þegar ég bauð mig fram til endurkjörs? Haldið þið að Fox News hefði haft svolitlar áhyggjur af því? Þau hefðu kallað mig „Beijing-Barry“,“ sagði Obama í gamansömum tón. Fyrri umfjöllun New York Times upp úr skattskýrslunum leiddi í ljós að Trump hefur greitt lítinn sem engan tekjuskatt til bandarísku alríkisstjórnarinnar undanfarin ár. Ástæðan er sú að hann hefur notað mikið bókfært tap til þess að lækka eða fella alveg niður skattgreiðslurnar. Donald Trump Kína Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Miklar skuldir forsetans sagðar ógna öryggi Bandaríkjanna Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er ábyrgur fyrir 421 milljón dala lánum. Gjalddagar flestra þessara lána eru á næstu fjórum árum. 28. september 2020 10:21 Segja Trump hafa greitt samtals 1.500 dollara í tekjuskatt á tveimur árum New York Times segist hafa undir höndum gögn um skattskil Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 27. september 2020 22:17 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti er enn með bankareikning í Kína þar sem hann hefur reynt að landa viðskiptasamningum í gegnum tíðina. Forsetinn hefur ekki gefið upp bankareikninginn í opinberri hagsmunaskráningu sinni en upplýsingar um hann er að finna í skattskýrslum hans. Kína er aðeins eitt þriggja landa utan Bandaríkjanna þar sem Trump er með bankareikning. Hann á í viðskiptum við banka á Bretlandi og Írlandi þar sem fyrirtæki hans rekur golfvelli. New York Times, sem hefur upplýsingar um skattskýrslur forsetans undir höndum, segir að kínverski bankareikningurinn komi ekki fram í hagsmunaskráningu Trump vegna þess að hann er skráður á einkahlutafélag. Ekki sé ljóst hjá hvaða fjármálstofnun reikningurinn er. Trump hefur í gegnum tíðina átt í viðskiptum við kínversk ríkisfyrirtæki og reynt að ná samningum í landinu án árangurs. Blaðið segir ekki ljóst hversu miklir fjármunir hafi farið um reikninginn sem er skráður á eignarhaldsfélag um hótelrekstur forsetans. Lögmaður fyrirtækis Trump segir að það hafi stofnað reikninginn til að greiða skatta í Kína í tengslum við viðskiptatækifæri þar. Engir samningar hafi þó verið gerðir og skrifstofa sem fyrirtækið kom á fót í Kína hafi verið athafnalaus frá 2015. Bankareikningurinn hafi aldrei verið notaður í öðrum tilgangi. New York Times bendir á að stærsti ríkisbanki Kína hafi þar til í fyrra leigt þrjár hæðir í Trump-turninum í New York. Trump hefur lengi sóst eftir að selja leyfi til að nota nafn sitt og skráð það sem vörumerki í Kína. Kínversk stjórnvöld hafa veitt nokkur vörumerkjaleyfi til Trump og dóttur hans Ivönku eftir að hann varð forseti árið 2017. Í kosningabaráttunni hefur Trump ítrekað sakað keppinaut sinn, Joe Biden fyrrverandi varaforseta, um að vera handgenginn Kína meðal annars með óljósum ásökunum um að einn sona hans hafi auðgast á viðskiptum þar. Barack Obama, fyrrverandi forseti, gerði grín að uppljóstrunum um kínverska bankareikning Trump þegar hann kom fram á kosningafundi fyrir Biden í fyrsta skipti í kvöld. „Getið þið ímyndað ykkur ef ég hefði átt leynilegan kínverskan bankareikning þegar ég bauð mig fram til endurkjörs? Haldið þið að Fox News hefði haft svolitlar áhyggjur af því? Þau hefðu kallað mig „Beijing-Barry“,“ sagði Obama í gamansömum tón. Fyrri umfjöllun New York Times upp úr skattskýrslunum leiddi í ljós að Trump hefur greitt lítinn sem engan tekjuskatt til bandarísku alríkisstjórnarinnar undanfarin ár. Ástæðan er sú að hann hefur notað mikið bókfært tap til þess að lækka eða fella alveg niður skattgreiðslurnar.
Donald Trump Kína Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Miklar skuldir forsetans sagðar ógna öryggi Bandaríkjanna Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er ábyrgur fyrir 421 milljón dala lánum. Gjalddagar flestra þessara lána eru á næstu fjórum árum. 28. september 2020 10:21 Segja Trump hafa greitt samtals 1.500 dollara í tekjuskatt á tveimur árum New York Times segist hafa undir höndum gögn um skattskil Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 27. september 2020 22:17 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira
Miklar skuldir forsetans sagðar ógna öryggi Bandaríkjanna Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er ábyrgur fyrir 421 milljón dala lánum. Gjalddagar flestra þessara lána eru á næstu fjórum árum. 28. september 2020 10:21
Segja Trump hafa greitt samtals 1.500 dollara í tekjuskatt á tveimur árum New York Times segist hafa undir höndum gögn um skattskil Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 27. september 2020 22:17