Obama líkti Trump við brjálaðan frænda Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 22. október 2020 07:40 Obama á kosningafundinum í Pennsylvaníu í gær. Getty/Michael M. Santiago Barack Obama fyrrverandi forseti Bandaríkjanna kom fram á kosningafundi í Pennsylvaníu í gær þar sem hann fór hörðum orðum um eftirmann sinn í Hvíta húsinu, Donald Trump. Obama líkti Trump við brjálaðan frænda og sagði hann aðstoða kynþáttahatara. Á sama tíma var Trump með fjöldafund í Norður-Karólínu. Þar hæddist hann að forsetanum fyrrverandi og sagði hann hafa spáð rangt fyrir um úrslit kosninganna 2016. Þá segja Repúblikanar að þátttaka Obama í baráttunni sé merki um óöryggi þeirra og að Joe Biden frambjóðandi Demókrata sé of heilsuveill til að taka þátt af fullum krafti. Því þurfi hann aðstoð Obama. Í ræðu sinni á kosningafundinum í Pennsylvaníu gagnrýndi Obama viðbrögð Trumps við kórónuveirufaraldrinum. Hann sagði forsetann svo sannarlega ekki geta verndað þjóðina; hann gæti ekki einu sinni verndað sjálfan sig en eins og frægt er orðið smitaðist Trump af veirunni fyrr í haust. watch on YouTube Obama sagði að ef Biden myndi vinna þá yrði Bandaríkjaforseti ekki lengur einhver sem hótaði fólki fangelsisvist ef það styddi ekki forsetann. „Þetta er ekki eðlileg hegðun hjá forseta,“ sagði Obama og bætti við að kjósendur myndu ekki sætta sig við svona hegðun frá einhverjum í fjölskyldunni sinni „[…] nema kannski frá brjáluðum frænda einhvers staðar.“ Mikill hiti er nú að færast í kosningabaráttuna enda eru aðeins þrettán dagar til kjördags. Samkvæmt könnunum á Trump á brattann að sækja og er Joe Biden mótframbjóðandi hans með gott forskot á landsvísu. Munurinn er þó miklu minni í þeim ríkjum sem talið er að gætu fallið á hvorn veginn sem er. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefur aldrei verið eins lífleg og nú og þegar hafa 42 milljónir manna greitt atkvæði í kosningunum. Seinni kappræður þeirra Trumps og Bidens fara fram í nótt. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Barack Obama Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Sjá meira
Barack Obama fyrrverandi forseti Bandaríkjanna kom fram á kosningafundi í Pennsylvaníu í gær þar sem hann fór hörðum orðum um eftirmann sinn í Hvíta húsinu, Donald Trump. Obama líkti Trump við brjálaðan frænda og sagði hann aðstoða kynþáttahatara. Á sama tíma var Trump með fjöldafund í Norður-Karólínu. Þar hæddist hann að forsetanum fyrrverandi og sagði hann hafa spáð rangt fyrir um úrslit kosninganna 2016. Þá segja Repúblikanar að þátttaka Obama í baráttunni sé merki um óöryggi þeirra og að Joe Biden frambjóðandi Demókrata sé of heilsuveill til að taka þátt af fullum krafti. Því þurfi hann aðstoð Obama. Í ræðu sinni á kosningafundinum í Pennsylvaníu gagnrýndi Obama viðbrögð Trumps við kórónuveirufaraldrinum. Hann sagði forsetann svo sannarlega ekki geta verndað þjóðina; hann gæti ekki einu sinni verndað sjálfan sig en eins og frægt er orðið smitaðist Trump af veirunni fyrr í haust. watch on YouTube Obama sagði að ef Biden myndi vinna þá yrði Bandaríkjaforseti ekki lengur einhver sem hótaði fólki fangelsisvist ef það styddi ekki forsetann. „Þetta er ekki eðlileg hegðun hjá forseta,“ sagði Obama og bætti við að kjósendur myndu ekki sætta sig við svona hegðun frá einhverjum í fjölskyldunni sinni „[…] nema kannski frá brjáluðum frænda einhvers staðar.“ Mikill hiti er nú að færast í kosningabaráttuna enda eru aðeins þrettán dagar til kjördags. Samkvæmt könnunum á Trump á brattann að sækja og er Joe Biden mótframbjóðandi hans með gott forskot á landsvísu. Munurinn er þó miklu minni í þeim ríkjum sem talið er að gætu fallið á hvorn veginn sem er. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefur aldrei verið eins lífleg og nú og þegar hafa 42 milljónir manna greitt atkvæði í kosningunum. Seinni kappræður þeirra Trumps og Bidens fara fram í nótt.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Barack Obama Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Sjá meira