Krónan hættir alfarið með plastpoka Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. október 2020 09:05 Áður hafði Krónan hætt notkun hefðbundinna plastpoka og undanfarið ár hefur einungis verið notast við burðarpoka úr sykurreyr. Vísir/Vilhelm Síðustu plastpokabirgðir Krónunnar eru að klárast þessa dagana og mun Krónan þá alfarið hætta sölu burðarplastpoka í verslunum sínum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu þar sem vísað er í lög sem banna sölu plastpoka í verslunum frá 1. janúar 2021. Frumvarp um slíkt bann var samþykkt í maí í fyrra og segir í tilkynningu Krónunnar að fyrirtækið hafi þá þegar hafið undirbúning þessarar breytingar. Upplag plastpokanna sé nú að klárast og ekki verða fleiri pantaðir. „Áður hafði Krónan hætt notkun hefðbundinna plastpoka og undanfarið ár hefur einungis verið notast við burðarpoka úr sykurreyr. Þá voru gefins smápokar teknir úr grænmetisdeildum og við kassa í byrjun júní 2019. Í verslunum Krónunnar er því nú einungis að finna fjölnota burðarpoka og pappapoka til sölu við afgreiðslukassa en þá eru jafnframt seldir niðurbrjótanlegir pokar úr maís sem nýst geta sem ruslapokar á heimilum. Með því að hætta sölu plastburðapokanna á undan áætlun má gera ráð fyrir að það fækki um meira en milljón plastpoka í umferð,“ segir tilkynningu Krónunnar. Þar er jafnframt haft eftir Ástu S. Fjeldsted, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, að Krónan sé með skýra stefnu í umhverfismálum. Í gegnum árin hafi fyrirtækið leitað leiða til að minnka plastnotkun. „Við fögnum því þessu skrefi og teljum það í átt til ábyrgðar í umhverfismálum. Við höfum lagt drög að þessu undanfarna mánuði og gert tilraunir því allar verslanir sem opnaðar hafa verið frá 2019 hafa verið plastpokalausar. Við bjóðum upp á úrval af fjölnota burðarpokum og vonum að viðskiptavinir bregðist vel við þessari breytingu með okkur,“ segir Ásta. Neytendur Umhverfismál Verslun Mest lesið Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Sjá meira
Síðustu plastpokabirgðir Krónunnar eru að klárast þessa dagana og mun Krónan þá alfarið hætta sölu burðarplastpoka í verslunum sínum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu þar sem vísað er í lög sem banna sölu plastpoka í verslunum frá 1. janúar 2021. Frumvarp um slíkt bann var samþykkt í maí í fyrra og segir í tilkynningu Krónunnar að fyrirtækið hafi þá þegar hafið undirbúning þessarar breytingar. Upplag plastpokanna sé nú að klárast og ekki verða fleiri pantaðir. „Áður hafði Krónan hætt notkun hefðbundinna plastpoka og undanfarið ár hefur einungis verið notast við burðarpoka úr sykurreyr. Þá voru gefins smápokar teknir úr grænmetisdeildum og við kassa í byrjun júní 2019. Í verslunum Krónunnar er því nú einungis að finna fjölnota burðarpoka og pappapoka til sölu við afgreiðslukassa en þá eru jafnframt seldir niðurbrjótanlegir pokar úr maís sem nýst geta sem ruslapokar á heimilum. Með því að hætta sölu plastburðapokanna á undan áætlun má gera ráð fyrir að það fækki um meira en milljón plastpoka í umferð,“ segir tilkynningu Krónunnar. Þar er jafnframt haft eftir Ástu S. Fjeldsted, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, að Krónan sé með skýra stefnu í umhverfismálum. Í gegnum árin hafi fyrirtækið leitað leiða til að minnka plastnotkun. „Við fögnum því þessu skrefi og teljum það í átt til ábyrgðar í umhverfismálum. Við höfum lagt drög að þessu undanfarna mánuði og gert tilraunir því allar verslanir sem opnaðar hafa verið frá 2019 hafa verið plastpokalausar. Við bjóðum upp á úrval af fjölnota burðarpokum og vonum að viðskiptavinir bregðist vel við þessari breytingu með okkur,“ segir Ásta.
Neytendur Umhverfismál Verslun Mest lesið Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Sjá meira