Réttlætið er ekki einfalt Þröstur Friðfinnsson skrifar 23. október 2020 10:01 Í fréttum síðustu dagana hefur nokkuð borið á því sem kalla má umræðu um réttlæti. Réttlæti og jafnræði í okkar ágæta samfélagi. Margir telja það mannréttindi að atkvæðavægi í Alþingiskosningum sé jafnt. Þó er það fátítt að svo sé meðal lýðræðisþjóða. Það skapar sjálfkrafa misvægi á marga hluti þegar þorri þjóðar býr á mjög litlum hluta stórs lands. Á annan veginn ætti það að gefa og gerir það að mörgu leyti, aukin lífgæði í formi mikils þjónustuframboðs, sem hægt er að sinna með hagkvæmari hætti en í dreifðum byggðum. Hins vegar eru það líka lífsgæði sem margir kjósa, að lifa nærri náttúrunni og geta notið friðsældar og frjálsrar útivistar við þær aðstæður. Spyrja má hvort landið sjálft þurfi sér ekki málsvara? Eftir því sem vægið verður meira í þéttbýlinu verður fjöldinn fjarlægari hinum dreifðu byggðum og óbyggðum. Skilningur minnkar á landinu, lífinu og atvinnuvegunum sem hafa lengi verið grunnur búsetu í landinu. Þess sér ansi víða stað og íbúar út um landið finna fyrir þessu á hverjum degi. Segja má að ójafn atkvæðisréttur hafi ekki komið í veg fyrir þessa þróun, en spyrja má hvort hún væri jafnvel enn hraðari ef svo hefði ekki verið? Núverandi kjördæmaskipan er þó meingölluð. Þingmenn hafa að verulegu leyti glatað sambandi við sitt kjördæmi miðað við sem var þegar þau voru minni að umfangi. Það er líklega engin einföld leið til að bæta úr þessu. Ein hugmynd sem gæti hleypt nýju lífi í stjórnmálaumræðu og mögulega jafnað einhver sjónarmið er að skipta kosningum í tvo hluta, jafnvel með deildaskiptingu Alþingis. Það mætti kjósa um 40 til 50 þingmenn af landslistum, þar sem landið væri eitt kjördæmi. Síðan mætti kjósa um ca. 20 þingmenn í einmenningskjördæmum. Gæti verið líflegt og virkt form. Ein frétt sem vakti athygli er mismunur á fjölda heimsókna til sérgreinalækna eftir landshlutum. Þar er misvægið raunar meira en á atkvæðavægi og þá á hinn veginn. Svo geta menn velt fyrir sér hvort vegur þyngra þegar menn velja sér búsetu, að hafa greiðan aðgang að bestu þjónustu, eða hafa meira vægi í kosningum. Mig grunar að þjónustan vegi þyngra, enda bendir búsetuþróun til þess. Réttlætið er nefnilega margskonar og stundum er eins réttlæti annars ranglæti eins og þar segir. Áhætta er orð sem menn gleyma stundum að hafi merkingu. Okkar vísindamenn hafa sagt um árabil að við getum átt von á 200 til 300 ára eldsumbrotahrinu á Reykjanesi. Á sama tíma hefur verið rætt í fullri alvöru að auka enn uppbyggingu á þessu svæði. Með nýjum innanlandsflugvelli í Hvassahrauni, jafnvel nýjum alþjóðaflugvelli. Væru þá tveir aðalflugvellir okkar undir þessari raunverulegu áhættu. Heilbrigðisþjónustan hefur einnig markvisst verið færð á einn blett. Er þetta skynsamleg stefna? Sem betur fer er aðeins að rofa til og uppbygging á Akureyrarflugvelli og Egilsstaðaflugvelli að komast á dagskrá. En væri ekki ráð að horfa á áhættu við staðsetningu heilbrigðisþjónustu einnig. Hvernig væri að stórefla Sjúkrahúsið á Akureyri sem háskólasjúkrahús í tengslum við Háskólann á Akureyri? Og byggja þar jafnhliða upp öfluga sérgreinaþjónustu lækna. Það er ekkert dýrara að flytja eitthvað af sjúklingum norður í þjónustu en að flytja fjöldann suður! Þetta myndi styrkja búsetu á öllu Norðausturlandi til lengri tíma og auka á sama tíma öryggi landsmanna allra. Jafnvægi og jafnræði er margvíslegt og mikilvægt að umræðan sé í takt við þá staðreynd. Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Friðfinnsson Byggðamál Alþingi Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Í fréttum síðustu dagana hefur nokkuð borið á því sem kalla má umræðu um réttlæti. Réttlæti og jafnræði í okkar ágæta samfélagi. Margir telja það mannréttindi að atkvæðavægi í Alþingiskosningum sé jafnt. Þó er það fátítt að svo sé meðal lýðræðisþjóða. Það skapar sjálfkrafa misvægi á marga hluti þegar þorri þjóðar býr á mjög litlum hluta stórs lands. Á annan veginn ætti það að gefa og gerir það að mörgu leyti, aukin lífgæði í formi mikils þjónustuframboðs, sem hægt er að sinna með hagkvæmari hætti en í dreifðum byggðum. Hins vegar eru það líka lífsgæði sem margir kjósa, að lifa nærri náttúrunni og geta notið friðsældar og frjálsrar útivistar við þær aðstæður. Spyrja má hvort landið sjálft þurfi sér ekki málsvara? Eftir því sem vægið verður meira í þéttbýlinu verður fjöldinn fjarlægari hinum dreifðu byggðum og óbyggðum. Skilningur minnkar á landinu, lífinu og atvinnuvegunum sem hafa lengi verið grunnur búsetu í landinu. Þess sér ansi víða stað og íbúar út um landið finna fyrir þessu á hverjum degi. Segja má að ójafn atkvæðisréttur hafi ekki komið í veg fyrir þessa þróun, en spyrja má hvort hún væri jafnvel enn hraðari ef svo hefði ekki verið? Núverandi kjördæmaskipan er þó meingölluð. Þingmenn hafa að verulegu leyti glatað sambandi við sitt kjördæmi miðað við sem var þegar þau voru minni að umfangi. Það er líklega engin einföld leið til að bæta úr þessu. Ein hugmynd sem gæti hleypt nýju lífi í stjórnmálaumræðu og mögulega jafnað einhver sjónarmið er að skipta kosningum í tvo hluta, jafnvel með deildaskiptingu Alþingis. Það mætti kjósa um 40 til 50 þingmenn af landslistum, þar sem landið væri eitt kjördæmi. Síðan mætti kjósa um ca. 20 þingmenn í einmenningskjördæmum. Gæti verið líflegt og virkt form. Ein frétt sem vakti athygli er mismunur á fjölda heimsókna til sérgreinalækna eftir landshlutum. Þar er misvægið raunar meira en á atkvæðavægi og þá á hinn veginn. Svo geta menn velt fyrir sér hvort vegur þyngra þegar menn velja sér búsetu, að hafa greiðan aðgang að bestu þjónustu, eða hafa meira vægi í kosningum. Mig grunar að þjónustan vegi þyngra, enda bendir búsetuþróun til þess. Réttlætið er nefnilega margskonar og stundum er eins réttlæti annars ranglæti eins og þar segir. Áhætta er orð sem menn gleyma stundum að hafi merkingu. Okkar vísindamenn hafa sagt um árabil að við getum átt von á 200 til 300 ára eldsumbrotahrinu á Reykjanesi. Á sama tíma hefur verið rætt í fullri alvöru að auka enn uppbyggingu á þessu svæði. Með nýjum innanlandsflugvelli í Hvassahrauni, jafnvel nýjum alþjóðaflugvelli. Væru þá tveir aðalflugvellir okkar undir þessari raunverulegu áhættu. Heilbrigðisþjónustan hefur einnig markvisst verið færð á einn blett. Er þetta skynsamleg stefna? Sem betur fer er aðeins að rofa til og uppbygging á Akureyrarflugvelli og Egilsstaðaflugvelli að komast á dagskrá. En væri ekki ráð að horfa á áhættu við staðsetningu heilbrigðisþjónustu einnig. Hvernig væri að stórefla Sjúkrahúsið á Akureyri sem háskólasjúkrahús í tengslum við Háskólann á Akureyri? Og byggja þar jafnhliða upp öfluga sérgreinaþjónustu lækna. Það er ekkert dýrara að flytja eitthvað af sjúklingum norður í þjónustu en að flytja fjöldann suður! Þetta myndi styrkja búsetu á öllu Norðausturlandi til lengri tíma og auka á sama tíma öryggi landsmanna allra. Jafnvægi og jafnræði er margvíslegt og mikilvægt að umræðan sé í takt við þá staðreynd. Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun