Hafna því að arðsemi sé yfir löglegum mörkum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. október 2020 13:53 Landsnet segir niðurstöðu minnisblað sem umrædd frétt var byggð á vera byggða á misskilningi. vísir/vilhelm Landsnet hafnar því að arðsemi fyrirtækisins sé yfir löglegum mörkum, eins og haldið var fram í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðs um viðskipta- og efnahagsmál í vikunni. Þar kom fram að yfirfærsla á eignastofni Landsnets yfir í Bandaríkjadali úr krónum árið 2011, hafi gert það að verkum að eignagrunnur tekjumarka fyrirtækisins, mælt í dölum hafi nærri tvöfaldaðist og þar af leiðandi reiknaður arður. Þetta hafi leitt til þess að arðsemi eigin fjár Landsnets hafi á árunum 2011 til 2018 verið yfir tuttugu prósent, sem sé yfir þeirri hámarksávöxtun sem Orkustofnun leyfir. Í yfirlýsingu frá Landsneti vegna fréttar Markaðarins segir að fá fyrirtæki sæti jafn ströngu eftirliti og Landsnet. Reksturinn sé yfirfarinn árlega og staðfestur af Orkustofnun. Leyfð arðsemi á hverju ári sé ákveðin af Orkustofnun. „Í ákvörðun um veginn fjármagnskostnað er sett viðmið um 45 prósent eiginfjárhlutfall en eiginfjárhlutfall fyrirtækisins var á þessu tímabili mun lægra en ofangreint viðmið. Í þessu fólst ákvörðun um að heimila félaginu að byggja upp eigið fé til að tryggja rekstur þess og hagkvæmari fjármögnun til framtíðar. Landsnet hafnar því, eins og gefið er í skyn, að arðsemi Landsnets sé ekki innan löglegra marka,“ segir í yfirlýsingu Landsnets. Þá eru spurningamerki sett við vinnubrögð Summu rekstarfélags sem tók saman minnisblaðið sem frétt Markaðarins byggði á. Þar sé því haldið fram að tiltekið gengi bandaríkjadollars, 61 króna, sé notað til að umbreyta öllum eignum á árinu 2011. Þetta sé rangt að mati Landsnets því umrætt gengi hafi eingöngu verið notað til að umbreyta eignum sem til hafi verið í eignarstofni félagsins þann 31. júlí 2007 og eingöngu þeim eignum sem tilheyrt hafi gjaldskrá stórnotenda. Eftir það sé notað raungengi fjárfestinga við eignfærslu hvers árs samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum og raforkulögum. „Yfirfærsla hluta eignastofns yfir í bandaríkjadollar leiddi því alls ekki til tvöföldunar á eignarstofni eins og haldið er fram í minnisblaði Summu og niðurstaða þeirra byggð á misskilningi og órökstuddum forsendum. Ákvörðun um yfirfærslu þessara eigna yfir í bandaríkjadollar var mikið rædd á sínum tíma. Hagaðilar komu að þeirri umræðu með mismunandi hagsmuni að leiðarljósi og lágu þær skoðanir fyrir áður en niðurstaðan var fest í lög af Alþingi.“ er haft eftir Guðmundi Inga Ásmundssyni, forstjóra Landsnets. Orkumál Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Northvolt í þrot Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Landsnet hafnar því að arðsemi fyrirtækisins sé yfir löglegum mörkum, eins og haldið var fram í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðs um viðskipta- og efnahagsmál í vikunni. Þar kom fram að yfirfærsla á eignastofni Landsnets yfir í Bandaríkjadali úr krónum árið 2011, hafi gert það að verkum að eignagrunnur tekjumarka fyrirtækisins, mælt í dölum hafi nærri tvöfaldaðist og þar af leiðandi reiknaður arður. Þetta hafi leitt til þess að arðsemi eigin fjár Landsnets hafi á árunum 2011 til 2018 verið yfir tuttugu prósent, sem sé yfir þeirri hámarksávöxtun sem Orkustofnun leyfir. Í yfirlýsingu frá Landsneti vegna fréttar Markaðarins segir að fá fyrirtæki sæti jafn ströngu eftirliti og Landsnet. Reksturinn sé yfirfarinn árlega og staðfestur af Orkustofnun. Leyfð arðsemi á hverju ári sé ákveðin af Orkustofnun. „Í ákvörðun um veginn fjármagnskostnað er sett viðmið um 45 prósent eiginfjárhlutfall en eiginfjárhlutfall fyrirtækisins var á þessu tímabili mun lægra en ofangreint viðmið. Í þessu fólst ákvörðun um að heimila félaginu að byggja upp eigið fé til að tryggja rekstur þess og hagkvæmari fjármögnun til framtíðar. Landsnet hafnar því, eins og gefið er í skyn, að arðsemi Landsnets sé ekki innan löglegra marka,“ segir í yfirlýsingu Landsnets. Þá eru spurningamerki sett við vinnubrögð Summu rekstarfélags sem tók saman minnisblaðið sem frétt Markaðarins byggði á. Þar sé því haldið fram að tiltekið gengi bandaríkjadollars, 61 króna, sé notað til að umbreyta öllum eignum á árinu 2011. Þetta sé rangt að mati Landsnets því umrætt gengi hafi eingöngu verið notað til að umbreyta eignum sem til hafi verið í eignarstofni félagsins þann 31. júlí 2007 og eingöngu þeim eignum sem tilheyrt hafi gjaldskrá stórnotenda. Eftir það sé notað raungengi fjárfestinga við eignfærslu hvers árs samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum og raforkulögum. „Yfirfærsla hluta eignastofns yfir í bandaríkjadollar leiddi því alls ekki til tvöföldunar á eignarstofni eins og haldið er fram í minnisblaði Summu og niðurstaða þeirra byggð á misskilningi og órökstuddum forsendum. Ákvörðun um yfirfærslu þessara eigna yfir í bandaríkjadollar var mikið rædd á sínum tíma. Hagaðilar komu að þeirri umræðu með mismunandi hagsmuni að leiðarljósi og lágu þær skoðanir fyrir áður en niðurstaðan var fest í lög af Alþingi.“ er haft eftir Guðmundi Inga Ásmundssyni, forstjóra Landsnets.
Orkumál Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Northvolt í þrot Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira