Nýr faraldur kominn upp í Hvíta húsinu Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2020 07:55 Pence varaforseti var í Flórída í gær en sást með grímu þegar hann sneri aftur til Washington-borgar. Hann ætlar að halda áfram ferðalögum þrátt fyrir að hann hafi verið útsettur fyrir smiti. AP/Steve Cannon Starfsmannastjóri Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, og að minnsta kosti tveir aðrir starfsmenn Hvíta hússins greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. Sýni úr Pence sjálfum er sagt hafa verið neikvætt og ætlar hann að halda áfram ferðalögum í kosningabaráttunni. Skammt er síðan Donald Trump forseti, Melania forsetafrú, sonur þeirra og á þriðja tug ráðgjafa forsetans og starfsmanna Hvíta hússins smituðust af veirunni. Að þessu sinni er það Marc Short, skrifstofustjóri Pence, sem greindist smitaður. Hann hefur leikið stórt hlutverk í starfshópi Hvíta hússins vegna faraldursins og hefur talað gegn ströngum sóttvarnaráðstöfunum. Short er sagður finna fyrir einkennum og kominn í einangrun. Marty Obst, einn nánasti pólitíski ráðgjafi Pence utan Hvíta hússins, er einnig smitaður en hann hefur ferðast með varaforsetanum, að sögn Washington Post. Þrátt fyrir að Pence sé talinn hafa verið í nánum samskiptum við Short ætlar hann ekki að fara í sóttkví heldur halda áfram að ferðast á kosningafundi næstu daga, að sögn Devins O‘Malley, talsmanns varaforsetans. Pence hafi ákveðið það „í samráði við læknalið Hvíta hússins“ og í samræmi við leiðbeiningar Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) um nauðsynlega starfsmenn. Leiðbeiningar CDC um nauðsynlega starfsmenn, sem Pence er, kveða á um að þeir sem hafa verið útsettir fyrir smiti skuli fylgjast grannt með einkennum og nota grímu í kringum annað fólk. Marc Short, starfsmannastjóri Pence, hefur verið einn harðasti gagnrýnandi sóttvarnaaðgerða gegn kórónuveirufaraldrinum í Hvíta húsinu.AP/Alex Brandon Smitsjúkdómasérfræðingur sem AP-fréttastofan ræddi við furðar sig á að Pence ætli að halda áfram kosningabaráttu og ferðalögum. Það sé „gróf vanræksla“. „Þetta er bara móðgun við alla þá sem hafa unnið að lýðheilsu og heilbrigðisaðgerðum. Mér finnst það líka virkilega skaðlegt og virðingarleysi fyrir fólki sem fer á kosningafundina,“ segir Saskia Popescu frá George Mason-háskóla sem telur að Pence ætti að halda sig heima í fjórtán daga. Trump forseti sagðist telja að Pence ætlaði í sóttkví þegar fréttamenn spurðu hann út í smitin í Hvíta húsinu. Samkvæmt dagskrá varaforsetans á hann að koma fram á kosningafundi í Kinston í Norður-Karólínu í dag. Kórónuveirusmitum fer nú fjölgandi í Bandaríkjunum og var slegið met yfir ný smit á einum degi á föstudag þegar fleiri en 82.000 manns greindust smitaðir. Trump heldur engu að síður áfram að gera lítið úr faraldrinum og fullyrða að hann sé í rénun á kosningafundum sínum. "That's all I hear about now. Turn on TV, 'Covid, Covid, Covid Covid Covid.' A plane goes down, 500 people dead, they don't talk about it. 'Covid Covid Covid Covid.' By the way, on November 4th, you won't hear about it anymore ... 'please don't go and vote, Covid!'" -- Trump pic.twitter.com/1bh7x2RSTy— Aaron Rupar (@atrupar) October 24, 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Varaforsetinn endurflutti lygar forsetans Stiklað á stóru yfir það helsta sem var ósatt í kappræðunum. Margt af því sneri að heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar og ljóst er að Pence sagði mun oftar ósatt en Harris. Mörg þeirra ósanninda eiga rætur sínar í ummælum Trump. 8. október 2020 15:01 Kórónuveiran heldur áfram að breiðast um Hvíta húsið Kórónuveiran virðist halda áfram að breiðast út um Hvíta húsið í Bandaríkjunum og nú hefur Stephen Miller, einn af nánustu ráðgjöfum Donalds Trump Bandaríkjaforseta, tilkynnt að hann hafi greinst með veiruna í gær. 7. október 2020 07:00 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Sjá meira
Starfsmannastjóri Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, og að minnsta kosti tveir aðrir starfsmenn Hvíta hússins greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. Sýni úr Pence sjálfum er sagt hafa verið neikvætt og ætlar hann að halda áfram ferðalögum í kosningabaráttunni. Skammt er síðan Donald Trump forseti, Melania forsetafrú, sonur þeirra og á þriðja tug ráðgjafa forsetans og starfsmanna Hvíta hússins smituðust af veirunni. Að þessu sinni er það Marc Short, skrifstofustjóri Pence, sem greindist smitaður. Hann hefur leikið stórt hlutverk í starfshópi Hvíta hússins vegna faraldursins og hefur talað gegn ströngum sóttvarnaráðstöfunum. Short er sagður finna fyrir einkennum og kominn í einangrun. Marty Obst, einn nánasti pólitíski ráðgjafi Pence utan Hvíta hússins, er einnig smitaður en hann hefur ferðast með varaforsetanum, að sögn Washington Post. Þrátt fyrir að Pence sé talinn hafa verið í nánum samskiptum við Short ætlar hann ekki að fara í sóttkví heldur halda áfram að ferðast á kosningafundi næstu daga, að sögn Devins O‘Malley, talsmanns varaforsetans. Pence hafi ákveðið það „í samráði við læknalið Hvíta hússins“ og í samræmi við leiðbeiningar Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) um nauðsynlega starfsmenn. Leiðbeiningar CDC um nauðsynlega starfsmenn, sem Pence er, kveða á um að þeir sem hafa verið útsettir fyrir smiti skuli fylgjast grannt með einkennum og nota grímu í kringum annað fólk. Marc Short, starfsmannastjóri Pence, hefur verið einn harðasti gagnrýnandi sóttvarnaaðgerða gegn kórónuveirufaraldrinum í Hvíta húsinu.AP/Alex Brandon Smitsjúkdómasérfræðingur sem AP-fréttastofan ræddi við furðar sig á að Pence ætli að halda áfram kosningabaráttu og ferðalögum. Það sé „gróf vanræksla“. „Þetta er bara móðgun við alla þá sem hafa unnið að lýðheilsu og heilbrigðisaðgerðum. Mér finnst það líka virkilega skaðlegt og virðingarleysi fyrir fólki sem fer á kosningafundina,“ segir Saskia Popescu frá George Mason-háskóla sem telur að Pence ætti að halda sig heima í fjórtán daga. Trump forseti sagðist telja að Pence ætlaði í sóttkví þegar fréttamenn spurðu hann út í smitin í Hvíta húsinu. Samkvæmt dagskrá varaforsetans á hann að koma fram á kosningafundi í Kinston í Norður-Karólínu í dag. Kórónuveirusmitum fer nú fjölgandi í Bandaríkjunum og var slegið met yfir ný smit á einum degi á föstudag þegar fleiri en 82.000 manns greindust smitaðir. Trump heldur engu að síður áfram að gera lítið úr faraldrinum og fullyrða að hann sé í rénun á kosningafundum sínum. "That's all I hear about now. Turn on TV, 'Covid, Covid, Covid Covid Covid.' A plane goes down, 500 people dead, they don't talk about it. 'Covid Covid Covid Covid.' By the way, on November 4th, you won't hear about it anymore ... 'please don't go and vote, Covid!'" -- Trump pic.twitter.com/1bh7x2RSTy— Aaron Rupar (@atrupar) October 24, 2020
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Varaforsetinn endurflutti lygar forsetans Stiklað á stóru yfir það helsta sem var ósatt í kappræðunum. Margt af því sneri að heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar og ljóst er að Pence sagði mun oftar ósatt en Harris. Mörg þeirra ósanninda eiga rætur sínar í ummælum Trump. 8. október 2020 15:01 Kórónuveiran heldur áfram að breiðast um Hvíta húsið Kórónuveiran virðist halda áfram að breiðast út um Hvíta húsið í Bandaríkjunum og nú hefur Stephen Miller, einn af nánustu ráðgjöfum Donalds Trump Bandaríkjaforseta, tilkynnt að hann hafi greinst með veiruna í gær. 7. október 2020 07:00 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Sjá meira
Varaforsetinn endurflutti lygar forsetans Stiklað á stóru yfir það helsta sem var ósatt í kappræðunum. Margt af því sneri að heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar og ljóst er að Pence sagði mun oftar ósatt en Harris. Mörg þeirra ósanninda eiga rætur sínar í ummælum Trump. 8. október 2020 15:01
Kórónuveiran heldur áfram að breiðast um Hvíta húsið Kórónuveiran virðist halda áfram að breiðast út um Hvíta húsið í Bandaríkjunum og nú hefur Stephen Miller, einn af nánustu ráðgjöfum Donalds Trump Bandaríkjaforseta, tilkynnt að hann hafi greinst með veiruna í gær. 7. október 2020 07:00