„Krakkar! Þið megið fara af stað,“ sagði ráðherra og slánni var lyft Kristján Már Unnarsson skrifar 25. október 2020 17:24 Vegamálastjóri og samgönguráðherra klappa í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar í Reykjavík þegar slánni er lyft við gangamunna Dýrafjarðarganga. Rútan ók þá af stað í vígsluferðina með skólabörnin á Þingeyri og Gunnar snjómokstursmann um borð. Vegagerðin „Nú er akkúrat tækifæri til þess að lyfta slánni, opna Dýrafjarðargöng formlega. Og ég segi bara: Til lukku og megi þau heppnast vel og verða til mikillar blessunar öllum sem um þau fara,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra í símtalinu til Vegagerðarmanna á Ísafirði þegar hann gaf þeim fyrirmæli um að opna göngin um kl. 14.20 í dag. „Krakkar! Þið megið fara af stað. Og enn einn Gíslinn. Þetta er skrýtin opnun,“ sagði ráðherrann og Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri bauð viðstöddum að klappa í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar í Reykjavík. Stór hvít rúta með nemendur grunnskólans á Þingeyri og snjómokstursmanninn Gunnar Gísla Sigurðsson um borð var fyrst til að aka í gegn og fór þannig vígsluaksturinn þessa 5,6 kílómetra úr Dýrafirði yfir í Arnarfjörð. Sumir flögguðu íslenska fánanum á bílum sínum þegar þeir fögnuðu opnun Dýrafjarðarganga.Vegagerðin Löng bílalest beið beggja vegna og áætluðu Vegagerðarmenn á vettvangi að milli 250 og 260 bílar hafi ekið í gegn á eftir rútunni. „Allir fóru fram og til baka þannig að það hafa örugglega vel yfir fimmhundruð bílar farið um göngin á fyrsta hálftímanum,“ sagði Guðmundur Björgvinsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði. Áætlað er að bílalestin sem beið Dýrafjarðarmegin hafi verið hátt í tveggja kílómetra löng.Vísir/Hafþór Gunnarsson „Það var bros á hvers manns vör og mikil gleði,“ bætti Guðmundur við og sagði þetta upphafið að nýjum tímum á Vestfjörðum. Sumir höfðu fána á bílum sínu og víða mátti sjá flaggað í byggðum Vestfjarða. Guðmundur kvaðst vita til þess að sumir hafi komið langt að. Fólk hafi ekið frá Hólmavík og meira segja hafi fólk komið akandi alla leið úr Reykjavík gagngert til að vera við opnun jarðganganna. Hér má sjá á myndbandi Vegagerðarinnar þegar samgönguráðherra gaf fyrirmæli um að Dýrafjarðargöng skyldu opnuð umferð: Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Samgöngur Umferðaröryggi Byggðamál Tengdar fréttir Dýrafjarðargöng opin fyrir umferð Í dag klukkan 14 verða Dýrafjarðargöng opnuð. Vegna samkomutakmarkana verður opnunin með óhefðbundnum hætti, en henni verður streymt beint hér á Vísi. 25. október 2020 13:00 Síðasti snjómokarinn og börn á Þingeyri opna Dýrafjarðargöng Grunnskólabörn á Þingeyri og Gunnar Gísli Sigurðsson, sem mokaði Hrafnseyrarheiði í síðasta sinn síðastliðið vor, verða þau fyrstu sem aka í gegnum Dýrafjarðargöng þegar þau verða opnuð á sunnudag. Athöfninni verður útvarpað og streymt á netinu. 23. október 2020 22:23 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Fleiri fréttir Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Sjá meira
„Nú er akkúrat tækifæri til þess að lyfta slánni, opna Dýrafjarðargöng formlega. Og ég segi bara: Til lukku og megi þau heppnast vel og verða til mikillar blessunar öllum sem um þau fara,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra í símtalinu til Vegagerðarmanna á Ísafirði þegar hann gaf þeim fyrirmæli um að opna göngin um kl. 14.20 í dag. „Krakkar! Þið megið fara af stað. Og enn einn Gíslinn. Þetta er skrýtin opnun,“ sagði ráðherrann og Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri bauð viðstöddum að klappa í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar í Reykjavík. Stór hvít rúta með nemendur grunnskólans á Þingeyri og snjómokstursmanninn Gunnar Gísla Sigurðsson um borð var fyrst til að aka í gegn og fór þannig vígsluaksturinn þessa 5,6 kílómetra úr Dýrafirði yfir í Arnarfjörð. Sumir flögguðu íslenska fánanum á bílum sínum þegar þeir fögnuðu opnun Dýrafjarðarganga.Vegagerðin Löng bílalest beið beggja vegna og áætluðu Vegagerðarmenn á vettvangi að milli 250 og 260 bílar hafi ekið í gegn á eftir rútunni. „Allir fóru fram og til baka þannig að það hafa örugglega vel yfir fimmhundruð bílar farið um göngin á fyrsta hálftímanum,“ sagði Guðmundur Björgvinsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði. Áætlað er að bílalestin sem beið Dýrafjarðarmegin hafi verið hátt í tveggja kílómetra löng.Vísir/Hafþór Gunnarsson „Það var bros á hvers manns vör og mikil gleði,“ bætti Guðmundur við og sagði þetta upphafið að nýjum tímum á Vestfjörðum. Sumir höfðu fána á bílum sínu og víða mátti sjá flaggað í byggðum Vestfjarða. Guðmundur kvaðst vita til þess að sumir hafi komið langt að. Fólk hafi ekið frá Hólmavík og meira segja hafi fólk komið akandi alla leið úr Reykjavík gagngert til að vera við opnun jarðganganna. Hér má sjá á myndbandi Vegagerðarinnar þegar samgönguráðherra gaf fyrirmæli um að Dýrafjarðargöng skyldu opnuð umferð:
Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Samgöngur Umferðaröryggi Byggðamál Tengdar fréttir Dýrafjarðargöng opin fyrir umferð Í dag klukkan 14 verða Dýrafjarðargöng opnuð. Vegna samkomutakmarkana verður opnunin með óhefðbundnum hætti, en henni verður streymt beint hér á Vísi. 25. október 2020 13:00 Síðasti snjómokarinn og börn á Þingeyri opna Dýrafjarðargöng Grunnskólabörn á Þingeyri og Gunnar Gísli Sigurðsson, sem mokaði Hrafnseyrarheiði í síðasta sinn síðastliðið vor, verða þau fyrstu sem aka í gegnum Dýrafjarðargöng þegar þau verða opnuð á sunnudag. Athöfninni verður útvarpað og streymt á netinu. 23. október 2020 22:23 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Fleiri fréttir Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Sjá meira
Dýrafjarðargöng opin fyrir umferð Í dag klukkan 14 verða Dýrafjarðargöng opnuð. Vegna samkomutakmarkana verður opnunin með óhefðbundnum hætti, en henni verður streymt beint hér á Vísi. 25. október 2020 13:00
Síðasti snjómokarinn og börn á Þingeyri opna Dýrafjarðargöng Grunnskólabörn á Þingeyri og Gunnar Gísli Sigurðsson, sem mokaði Hrafnseyrarheiði í síðasta sinn síðastliðið vor, verða þau fyrstu sem aka í gegnum Dýrafjarðargöng þegar þau verða opnuð á sunnudag. Athöfninni verður útvarpað og streymt á netinu. 23. október 2020 22:23