Útflutingur fiskiafurða til Bandaríkjanna í hættu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. október 2020 17:59 Sjávarútvegur er nú sem fyrr, undirstöðuatvinnuvegur þjóðarinnar. Mæti Ísland ekki kröfum Bandaríkjanna fyrir þann 1. mars næstkomandi lokast á útflutning flestra íslenskra fiskiafurða til Bandaríkjanna í byrjun árs 2022. Þetta kemur fram í frétt Fiskifrétta þar sem haft er eftir Þorláki Halldórssyni, formanni Landssambands smábátaeigenda á aðalfundi sambandsins sem fram fór í síðustu viku. Forsaga málsins er sú að snemma á áttunda áratugnum voru sett lög í Bandaríkjunum til verndar sjávarspendýrum. Í lögunum felst bann við því að stunda fiskveiðar sem stofnað geta sjávarspendýrum í hættu. Árið 2016 var innflutningsákvæði bætt við í lögin sem setur öðrum ríkjum það skilyrði að þau setji sér sambærilegar reglur og Bandaríkin gera. Veiðist sjávarspendýr sem meðafli í veiðarfæri hjá öðrum þjóðum í nokkru magni eiga þær á hættu á að missa leyfi til að flytja sjávarafurðir til Bandaríkjanna. Engar undanþágur í boði „Að öllu óbreyttu þá mun lokast á útflutning flestra íslenskra fiskiafurða til Bandaríkjanna 1. Janúar 2022. Það er mjög alvarlegt mál,“ sagði Þorlákur. Að sögn Þorláks verði ekki unnt að skila inn gögnum eftir þann 1. mars næstkomandi þar sem ekki sé hægt að fá úrskurðinum hnekkt enda engar undanþágur í boði. „Næsti gluggi opnast ekki fyrir okkur fyrr en eftir fjögur ár. Þannig að ef það verður lokað á okkur þá verður lokað á okkur í þessu fjögur ár,“ segir Þorlákur í samtali við Fiskifréttir. Málið sagt óleysanlegt Hann segir að fulltrúar Landssambands smábáteigenda hafi sótt marga fundi með ráðuneytinu en niðurstaðan sé alltaf sú að málið sé óleysanlegt. Þá hafi heyrst raddir þess efnis að banna eigi grásleppuveiðar á Íslandi til þess að bjarga þessum hagsmunum. „Landssamband smábátaeigenda og stjórnarmenn þess eru alfarið á móti þeim vinnubrögðum að við skulum fórna heilum veiðibúskap okkar félagsmanna fyrir þessa hagsmuni,“ sagði Þorlákur. Við grásleppuveiðar. Ekki komið til umræðu að banna grásleppuveiðar Í skriflegu svari frá Ástu Sigrúnu Magnúsdóttur, upplýsingafulltrúa Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins staðfestir hún að síðasti skiladagur á upplýsingum um meðafla og aðgerðir stjórnvalda til að lágmarka hann og uppfylla viðeigandi kröfur um vernd sjávarspendýra, veiðar og fiskeldi sé 28. febrúar 2021. „Í ársbyrjun 2022 taka reglurnar gildi, þ.e. frá og með þeim degi munu sjávarafurðir úr veiðum eða eldi sem ekki dæmast hafa sömu eða sambærilega vernd sjávarspendýra og Bandaríski iðnaðurinn, ekki fá innflutningsleyfi til Bandaríkjanna,“ segir Ásta Sigrún í samtali við Fiskifréttir. Samráðshópur vinnur að mótun viðbragða við aðgerðum Bandaríkjanna. Hópnum er ætlað að vera til ráðgjafar um samskipti íslenskra stjórnvalda við Bandaríkin vegna málsins. Ásta segir að ekki hafi komið til umræðu að banna grásleppuveiðar. Ísland er ekki eina landið sem glímir við kröfur Bandaríkjamanna. Noregur, Færeyjar, Grænland og Kanada stunda einnig grásleppuveiðar og þeim fylgir meðafli sem getur komið sér illa hvað varðar útflutning til Bandaríkjanna. Sjávarútvegur Bandaríkin Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Mæti Ísland ekki kröfum Bandaríkjanna fyrir þann 1. mars næstkomandi lokast á útflutning flestra íslenskra fiskiafurða til Bandaríkjanna í byrjun árs 2022. Þetta kemur fram í frétt Fiskifrétta þar sem haft er eftir Þorláki Halldórssyni, formanni Landssambands smábátaeigenda á aðalfundi sambandsins sem fram fór í síðustu viku. Forsaga málsins er sú að snemma á áttunda áratugnum voru sett lög í Bandaríkjunum til verndar sjávarspendýrum. Í lögunum felst bann við því að stunda fiskveiðar sem stofnað geta sjávarspendýrum í hættu. Árið 2016 var innflutningsákvæði bætt við í lögin sem setur öðrum ríkjum það skilyrði að þau setji sér sambærilegar reglur og Bandaríkin gera. Veiðist sjávarspendýr sem meðafli í veiðarfæri hjá öðrum þjóðum í nokkru magni eiga þær á hættu á að missa leyfi til að flytja sjávarafurðir til Bandaríkjanna. Engar undanþágur í boði „Að öllu óbreyttu þá mun lokast á útflutning flestra íslenskra fiskiafurða til Bandaríkjanna 1. Janúar 2022. Það er mjög alvarlegt mál,“ sagði Þorlákur. Að sögn Þorláks verði ekki unnt að skila inn gögnum eftir þann 1. mars næstkomandi þar sem ekki sé hægt að fá úrskurðinum hnekkt enda engar undanþágur í boði. „Næsti gluggi opnast ekki fyrir okkur fyrr en eftir fjögur ár. Þannig að ef það verður lokað á okkur þá verður lokað á okkur í þessu fjögur ár,“ segir Þorlákur í samtali við Fiskifréttir. Málið sagt óleysanlegt Hann segir að fulltrúar Landssambands smábáteigenda hafi sótt marga fundi með ráðuneytinu en niðurstaðan sé alltaf sú að málið sé óleysanlegt. Þá hafi heyrst raddir þess efnis að banna eigi grásleppuveiðar á Íslandi til þess að bjarga þessum hagsmunum. „Landssamband smábátaeigenda og stjórnarmenn þess eru alfarið á móti þeim vinnubrögðum að við skulum fórna heilum veiðibúskap okkar félagsmanna fyrir þessa hagsmuni,“ sagði Þorlákur. Við grásleppuveiðar. Ekki komið til umræðu að banna grásleppuveiðar Í skriflegu svari frá Ástu Sigrúnu Magnúsdóttur, upplýsingafulltrúa Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins staðfestir hún að síðasti skiladagur á upplýsingum um meðafla og aðgerðir stjórnvalda til að lágmarka hann og uppfylla viðeigandi kröfur um vernd sjávarspendýra, veiðar og fiskeldi sé 28. febrúar 2021. „Í ársbyrjun 2022 taka reglurnar gildi, þ.e. frá og með þeim degi munu sjávarafurðir úr veiðum eða eldi sem ekki dæmast hafa sömu eða sambærilega vernd sjávarspendýra og Bandaríski iðnaðurinn, ekki fá innflutningsleyfi til Bandaríkjanna,“ segir Ásta Sigrún í samtali við Fiskifréttir. Samráðshópur vinnur að mótun viðbragða við aðgerðum Bandaríkjanna. Hópnum er ætlað að vera til ráðgjafar um samskipti íslenskra stjórnvalda við Bandaríkin vegna málsins. Ásta segir að ekki hafi komið til umræðu að banna grásleppuveiðar. Ísland er ekki eina landið sem glímir við kröfur Bandaríkjamanna. Noregur, Færeyjar, Grænland og Kanada stunda einnig grásleppuveiðar og þeim fylgir meðafli sem getur komið sér illa hvað varðar útflutning til Bandaríkjanna.
Sjávarútvegur Bandaríkin Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira