Flautuðu af gleði þegar þeir prófuðu göngin í fyrsta sinn Kristján Már Unnarsson skrifar 25. október 2020 21:22 Ekið inn í Dýrafjarðargöng í dag. Vísir/Hafþór Gunnarsson Vestfirðingar flautuðu úr bílum sínum af gleði þegar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra gaf fyrirmæli um að lyfta skyldi slánni við gangamunna Dýrafjarðarganga. Þegar þeir svo óku í gegn og prófuðu göngin í fyrsta sinn flautuðu þeir ennþá meira. Þetta mátti sjá og heyra á myndbandi Hafþórs Gunnarssonar, fréttaritara Stöðvar 2, frá opnunarathöfninni í dag. „Stór áfangi er í húsi. Við höfum sigrast á Hrafnseyrarheiði. Það er ekkert minna en það,“ sagði Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri í ávarpi sínu frá Vegagerðinni í Reykjavík. Það væri alltaf hátíðisdagur þegar ný jarðgöng væru opnuð á Íslandi enda væru slík mannvirki með mestu og bestu samgöngubótum sem um getur í vegagerð. Gleði ríkti líka í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar í Reykjavík. Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra fagna því þegar sláin opnast.Vegagerðin „Tilkoma jarðganga auka lífsgæði og öryggi. En þau gera meira en það því þau búa líka til ný tækifæri, bæði í atvinnulífi og mannlífinu almennt,“ sagði Bergþóra. „Þetta eru mikil og langþráð tímamót í samgöngum á Vestfjörðum, skipta sköpum fyrir byggðirnar þar,“ sagði Sigurður Ingi í ávarpi sínu. „Ferðaþjónustan mun styrkjast þegar greið leið liggur allt árið að náttúruperlum Vestfjarða. Ég er þess fullviss að menning og afþreying mun styrkjast með tilkomu heilsártengingar milli Suðurfjarða og norðurum." Bílalestin Dýrafjarðarmegin var talin nærri tveggja kílómetra löng.Hafþór Gunnarsson „Nú opnast til dæmis möguleikar fyrir börnin, krakkana, á Bíldudal, Patreksfirði og Tálknafirði og víðar, að bregða sér til dæmis til Ísafjarðar á skíði. Og sama verður auðveldara fyrir þá sem koma norðan frá að skreppa til þeirra staða sunnan við. Nú eða fara suður til Reykjavíkur,“ sagði Sigurður Ingi. Hér má upplifa gleði Vestfirðinga í dag: Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá opnun jarðganganna: Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Samgöngur Vesturbyggð Tálknafjörður Umferðaröryggi Byggðamál Tengdar fréttir „Krakkar! Þið megið fara af stað,“ sagði ráðherra og slánni var lyft „Krakkar! Þið megið fara af stað," sagði samgönguráðherra eftir að hafa gefið fyrirmæli um að Dýrafjarðargöng skyldu opnuð umferð. Löng bílalest beið beggja vegna og áætluðu Vegagerðarmenn á vettvangi að milli 250 og 260 bílar hefðu ekið í gegn á eftir rútunni. 25. október 2020 17:24 Dýrafjarðargöng opin fyrir umferð Í dag klukkan 14 verða Dýrafjarðargöng opnuð. Vegna samkomutakmarkana verður opnunin með óhefðbundnum hætti, en henni verður streymt beint hér á Vísi. 25. október 2020 13:00 Síðasti snjómokarinn og börn á Þingeyri opna Dýrafjarðargöng Grunnskólabörn á Þingeyri og Gunnar Gísli Sigurðsson, sem mokaði Hrafnseyrarheiði í síðasta sinn síðastliðið vor, verða þau fyrstu sem aka í gegnum Dýrafjarðargöng þegar þau verða opnuð á sunnudag. Athöfninni verður útvarpað og streymt á netinu. 23. október 2020 22:23 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Sjá meira
Vestfirðingar flautuðu úr bílum sínum af gleði þegar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra gaf fyrirmæli um að lyfta skyldi slánni við gangamunna Dýrafjarðarganga. Þegar þeir svo óku í gegn og prófuðu göngin í fyrsta sinn flautuðu þeir ennþá meira. Þetta mátti sjá og heyra á myndbandi Hafþórs Gunnarssonar, fréttaritara Stöðvar 2, frá opnunarathöfninni í dag. „Stór áfangi er í húsi. Við höfum sigrast á Hrafnseyrarheiði. Það er ekkert minna en það,“ sagði Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri í ávarpi sínu frá Vegagerðinni í Reykjavík. Það væri alltaf hátíðisdagur þegar ný jarðgöng væru opnuð á Íslandi enda væru slík mannvirki með mestu og bestu samgöngubótum sem um getur í vegagerð. Gleði ríkti líka í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar í Reykjavík. Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra fagna því þegar sláin opnast.Vegagerðin „Tilkoma jarðganga auka lífsgæði og öryggi. En þau gera meira en það því þau búa líka til ný tækifæri, bæði í atvinnulífi og mannlífinu almennt,“ sagði Bergþóra. „Þetta eru mikil og langþráð tímamót í samgöngum á Vestfjörðum, skipta sköpum fyrir byggðirnar þar,“ sagði Sigurður Ingi í ávarpi sínu. „Ferðaþjónustan mun styrkjast þegar greið leið liggur allt árið að náttúruperlum Vestfjarða. Ég er þess fullviss að menning og afþreying mun styrkjast með tilkomu heilsártengingar milli Suðurfjarða og norðurum." Bílalestin Dýrafjarðarmegin var talin nærri tveggja kílómetra löng.Hafþór Gunnarsson „Nú opnast til dæmis möguleikar fyrir börnin, krakkana, á Bíldudal, Patreksfirði og Tálknafirði og víðar, að bregða sér til dæmis til Ísafjarðar á skíði. Og sama verður auðveldara fyrir þá sem koma norðan frá að skreppa til þeirra staða sunnan við. Nú eða fara suður til Reykjavíkur,“ sagði Sigurður Ingi. Hér má upplifa gleði Vestfirðinga í dag: Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá opnun jarðganganna:
Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Samgöngur Vesturbyggð Tálknafjörður Umferðaröryggi Byggðamál Tengdar fréttir „Krakkar! Þið megið fara af stað,“ sagði ráðherra og slánni var lyft „Krakkar! Þið megið fara af stað," sagði samgönguráðherra eftir að hafa gefið fyrirmæli um að Dýrafjarðargöng skyldu opnuð umferð. Löng bílalest beið beggja vegna og áætluðu Vegagerðarmenn á vettvangi að milli 250 og 260 bílar hefðu ekið í gegn á eftir rútunni. 25. október 2020 17:24 Dýrafjarðargöng opin fyrir umferð Í dag klukkan 14 verða Dýrafjarðargöng opnuð. Vegna samkomutakmarkana verður opnunin með óhefðbundnum hætti, en henni verður streymt beint hér á Vísi. 25. október 2020 13:00 Síðasti snjómokarinn og börn á Þingeyri opna Dýrafjarðargöng Grunnskólabörn á Þingeyri og Gunnar Gísli Sigurðsson, sem mokaði Hrafnseyrarheiði í síðasta sinn síðastliðið vor, verða þau fyrstu sem aka í gegnum Dýrafjarðargöng þegar þau verða opnuð á sunnudag. Athöfninni verður útvarpað og streymt á netinu. 23. október 2020 22:23 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Sjá meira
„Krakkar! Þið megið fara af stað,“ sagði ráðherra og slánni var lyft „Krakkar! Þið megið fara af stað," sagði samgönguráðherra eftir að hafa gefið fyrirmæli um að Dýrafjarðargöng skyldu opnuð umferð. Löng bílalest beið beggja vegna og áætluðu Vegagerðarmenn á vettvangi að milli 250 og 260 bílar hefðu ekið í gegn á eftir rútunni. 25. október 2020 17:24
Dýrafjarðargöng opin fyrir umferð Í dag klukkan 14 verða Dýrafjarðargöng opnuð. Vegna samkomutakmarkana verður opnunin með óhefðbundnum hætti, en henni verður streymt beint hér á Vísi. 25. október 2020 13:00
Síðasti snjómokarinn og börn á Þingeyri opna Dýrafjarðargöng Grunnskólabörn á Þingeyri og Gunnar Gísli Sigurðsson, sem mokaði Hrafnseyrarheiði í síðasta sinn síðastliðið vor, verða þau fyrstu sem aka í gegnum Dýrafjarðargöng þegar þau verða opnuð á sunnudag. Athöfninni verður útvarpað og streymt á netinu. 23. október 2020 22:23