CBS svarar fyrir sig og birtir myndband af Trump að ganga út úr viðtalinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. október 2020 22:05 Úr viðtalinu CBSNews/60 MINUTES frá AP Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hefur birt myndband úr viðtali fréttaskýringaþáttarins 60 mínútur við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þar sem sjá má hann rífast við fréttamanninn Lesley Stahl, áður en hann gekk út úr viðtalinu. Viðtalið sjálft hefur vakið mikla athygli en Trump kvartaði mjög yfir því áður en það var birt. Birti hann meðal annars sjálfur upptöku Hvíta hússins af viðtalinu til þess að sýna fram á hvernig það hafi verið, að eigin mati, „FALSKT OG HLUTDRÆGT,“ líkt og hann komst að orði. Asked whether his tweets or name-calling turn people off, President Trump says: “I think I wouldn’t be here if I didn’t have social media.” Moments later, he abruptly ended the interview. https://t.co/I6zv8qogcF pic.twitter.com/JYfPYOWGym— 60 Minutes (@60Minutes) October 26, 2020 Trump mislíkaði aðgangsharka Stahl og stöðvaði viðtalið eftir að hafa kvartað sáran undan því að Stahl hefði farið mýkri höndum um Joe Biden, mótframbjóðanda hans í forsetakosningunum ytra. Meðal þess sem Trump kvartaði yfir var það að Stahl spurði hann í upphafi hvort að hann væri reiðubúinn til þess að svara erfiðum spurningum. Í myndbrotinu sem CBS birtir má sjá Trump aftur kvarta yfir því, áður en Stahl spyr hann hvort hann telji að hegðun hans á samfélagsmiðlum geti fælt kjósendur frá. „Ég tel að ég væri ekki hér ef það væri ekki fyrir samfélagsmiðla. Fjölmiðlar eru falskir. Til að vera hreinskilinn, ef það væri ekki fyrir samfélagsmiðla, þá hefði ég enga möguleika á því að láta rödd mína heyrast.“ Nokkrum augnablikum síðar snýr Trump sér að starfsmanni sínum og segir að nú sé komið nóg af viðtalinu, áður en hann stendur upp og gengur út. Í frétt á vef 60 mínútna segir að forsetinn hafi ekki snúið aftur til þess að halda viðtalinu áfram. Þar má einnig nálgast uppskrifaða útgáfu af viðtalinu. Hér fyrir neðan má síðan sjá viðtölin við bæði Donald Trump og Joe Biden í heild sinni. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fjölmiðlar Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríkin: Sigurlíkur Trumps litlar Donald Trump mætti Joe Biden í kappræðum í nótt. 23. október 2020 17:26 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hefur birt myndband úr viðtali fréttaskýringaþáttarins 60 mínútur við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þar sem sjá má hann rífast við fréttamanninn Lesley Stahl, áður en hann gekk út úr viðtalinu. Viðtalið sjálft hefur vakið mikla athygli en Trump kvartaði mjög yfir því áður en það var birt. Birti hann meðal annars sjálfur upptöku Hvíta hússins af viðtalinu til þess að sýna fram á hvernig það hafi verið, að eigin mati, „FALSKT OG HLUTDRÆGT,“ líkt og hann komst að orði. Asked whether his tweets or name-calling turn people off, President Trump says: “I think I wouldn’t be here if I didn’t have social media.” Moments later, he abruptly ended the interview. https://t.co/I6zv8qogcF pic.twitter.com/JYfPYOWGym— 60 Minutes (@60Minutes) October 26, 2020 Trump mislíkaði aðgangsharka Stahl og stöðvaði viðtalið eftir að hafa kvartað sáran undan því að Stahl hefði farið mýkri höndum um Joe Biden, mótframbjóðanda hans í forsetakosningunum ytra. Meðal þess sem Trump kvartaði yfir var það að Stahl spurði hann í upphafi hvort að hann væri reiðubúinn til þess að svara erfiðum spurningum. Í myndbrotinu sem CBS birtir má sjá Trump aftur kvarta yfir því, áður en Stahl spyr hann hvort hann telji að hegðun hans á samfélagsmiðlum geti fælt kjósendur frá. „Ég tel að ég væri ekki hér ef það væri ekki fyrir samfélagsmiðla. Fjölmiðlar eru falskir. Til að vera hreinskilinn, ef það væri ekki fyrir samfélagsmiðla, þá hefði ég enga möguleika á því að láta rödd mína heyrast.“ Nokkrum augnablikum síðar snýr Trump sér að starfsmanni sínum og segir að nú sé komið nóg af viðtalinu, áður en hann stendur upp og gengur út. Í frétt á vef 60 mínútna segir að forsetinn hafi ekki snúið aftur til þess að halda viðtalinu áfram. Þar má einnig nálgast uppskrifaða útgáfu af viðtalinu. Hér fyrir neðan má síðan sjá viðtölin við bæði Donald Trump og Joe Biden í heild sinni.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fjölmiðlar Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríkin: Sigurlíkur Trumps litlar Donald Trump mætti Joe Biden í kappræðum í nótt. 23. október 2020 17:26 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Bandaríkin: Sigurlíkur Trumps litlar Donald Trump mætti Joe Biden í kappræðum í nótt. 23. október 2020 17:26