Ríkissjóður greiðir Trump hundruð milljóna: Lét stjórnina greiða fyrir vatnsglas í klúbbnum sínum Kjartan Kjartansson skrifar 28. október 2020 12:20 Trump- og Abe-hjónin stíga úr forsetaflugvélinni á Flórída í febrúar árið 2018. Erlendir þjóðarleiðtogar eru sagðir hafa verið áfjáðir í að Trump tæki á móti þeim í einkaklúbbum sínum því þannig litu þeir út fyrir að eiga náið samband við bandaríska forsetann. Trump hagnaðist ennfremur fjárhagslega á að halda fundina í eigin fyrirtækjum. Vísir/EPA Greiðslur bandaríska ríkissjóðsins til fyrirtækja Donalds Trump forseta hafa numið að minnsta kosti 350 milljónum íslenskra króna í forsetatíð hans. Rukkaði klúbbur hans á Flórída skattborgara meðal annars um meira en 400 krónur fyrir vatnsglas þegar Trump fundaði með forsætisráðherra Japans þar. Trump hefur varið stórum hluta forsetatíðar sinnar á gististöðum sem fyrirtæki hans reka, fyrst og fremst á Flórída og í New Jersey. Með Trump í för er fylgdarlið ráðgjafa og lífvarða bandarísku leyniþjónustunnar sem alríkisstjórnin þarf að greiða fyrirtækjunum til að hýsa. Trump hefur þannig getað beint verulegum viðskiptum til eigin fyrirtækja með því að gista þar. Alríkisstjórnin hefur litlar upplýsingar viljað veita um umfang greiðslna úr ríkissjóði til fyrirtækja Trump. Washington Post segir nú að þessar greiðslur séu umtalsvert hærri en áður var vitað. Þær nemi að minnsta kosti tveimur og hálfri milljón dollara, jafnvirði meira en 350 milljóna íslenskra króna. Þetta sýna ný gögn sem blaðið hefur fengið fyrir árið 2018. Trump hefur þó ekki aðeins beint viðskiptum alríkisstjórnarinnar til eigin fyrirtækja heldur hefur honum einnig tekist að fá Repúblikanaflokkinn og forsetaframboð sitt til þess að halda marga viðburði sína hjá fyrirtækjum í sinni eigu. Þegar allt er talið saman, sem gögn liggja fyrir um, segir Washington Post að fyrirtæki Trump hafi fengið um 8,1 milljón dollara, jafnvirði rúmlega 1,1 milljarðs íslenskra króna, frá flokki og ríki frá því að hann varð forseti árið 2017. Milljónir fyrir mat, drykk og gistingu Fyrirtæki Trump hafa rukkað bandaríska skattgreiðendur fyrir alls kyns þjónustu undanfarin ár: hótelherbergi, sali, kofa, leiguhús, golfbíla, bænaljós, fljótandi kerti, skreytta kertastjaka, flutning á húsgögnum, skrautpálmatré, steikur, súkkulaðikökur, morgunverðarhlaðborð, vín og áfengi fyrir ráðgjafa forsetans, umsýslugjöld og jafnvel vatnsglös. Þannig segir blaðið að þegar Trump tók á móti Shinzo Abe, þáverandi forsætisráðherra Japans, í klúbbi sínum á Flórída í apríl árið 2018 hafi fyrirtækið rukkað alríkisstjórnina hátt í tvær milljónir króna fyrir gestaherbergi, rúmlega 2,3 milljónir króna fyrir mat og vín og hátt í 850.000 krónur fyrir skreytingar eins og rósir og aðrar blómaskreytingar. Fyrirtækið rukkaði skattgreiðendur jafnvel fyrir vatnsglös þegar Trump og Abe hittust einir og enginn matur var borinn fram. Á reikningnum voru rukkaðir þrír dollarar, jafnvirði meira en 400 íslenskra króna, fyrir hvert vatnsglas vegna „tvíhliða fundar“. Ljóst að greiðslur ríkissjóðs til Trump forseta eru enn hærri í raun. Fjöldi ráðuneyta og stofnana, þar á meðal Hvíta húsið sjálft og utanríkisráðuneytið, hafa neitað að upplýsa um greiðslur til fyrirtækja forsetans. Klúbbur Trump á Pálmaströnd á Flórída. Þegar Xi Jingping, forseti Kína, heimsótti Trump í klúbbnum árið 2017 endaði alríkisstjórnin á að þurfa að greiða reikning upp á rúmar 140.000 krónur fyrir fyllerí nokkurra ráðgjafa forsetans í klúbbnum. Utanríkisráðuneytið neitaði að greiða reikninginn en Hvíta húsið borgaði á endanum.Vísir/Getty Braut loforð um að slíta á tengslin Sem forseti er Trump undanskilinn lögum sem banna öðrum embættismönnum alríkisstjórnarinnar að beina viðskiptum til eigin fyrirtækja. Hann lofaði því hins vegar áður en hann tók við embætti að hann ætlaði að „einangra sig algerlega“ frá fyrirtækjarekstrinum. Svo upptekinn yrði hann sem forseti að hann ætti líklega lítið eftir að ferðast til fyrirtækjanna sem hann á. Trump hefur þó þverbrotið þau loforð. Ólíkt fyrri forsetanum neitað hann að skera á öll tengsl sín við viðskiptaveldið. Hann nýtur enn ávaxtanna af rekstrinum sem synir hans stýra. Þá hefur hann ferðast um 280 sinnum til eigin fyrirtækja sem forseta samkvæmt talningu Washington Post. „Ef ég vinn sé ég kannski aldrei eignir mínar, kannski sé ég aldrei þessa staði aftur,“ sagði Trump í kosningabaráttunni 2016. Bandaríska alríkisstjórnin setur þak á hversu mikið stofnanir geta greitt fyrir keypta þjónustu eins og hótelgistingu. Leyniþjónustan, sem annast öryggi forseta, er þó undanskilin því hámarki. Þannig hafa hótel og klúbbar Trump getað rukkað leyniþjónustan mun hærri upphæðir fyrir að hýsa lífverði forsetans, mun hærri en það „kostnaðarverð“ sem Eric Trump, einn sona forsetans, sagði að fyrirtækin rukkuðu fyrir hótelherbergi. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Greiðslur leyniþjónustunnar til fyrirtækja Trump enn hærri en vitað var Alríkisstjórnin sem Donald Trump stýrir hefur greitt fyrirtæki í hans eigu jafnvirði tuga milljóna króna. Greiðslur vegna gistingar fyrir lífverði forsetans eru mun hærri en sonur forsetans hefur fullyrt að fyrirtækið rukki. 6. mars 2020 11:31 Trump rukkar eigin ríkisstjórn vegna gistingar fyrir lífverði Leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur þurft að greiða fyrirtækjum Trump forseta háar fjárhæðir vegna öryggisgæslu á tíðum ferðum hans í eigin klúbba og hótel. 10. febrúar 2020 16:00 Lífverðir forsetans eyða fúlgum fjár í klúbbum hans og hótelum Svo virðist sem að fyrirtæki forsetans rukki ríkið meira en aðra sem leigja herbergi og hús. 7. febrúar 2020 14:28 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Greiðslur bandaríska ríkissjóðsins til fyrirtækja Donalds Trump forseta hafa numið að minnsta kosti 350 milljónum íslenskra króna í forsetatíð hans. Rukkaði klúbbur hans á Flórída skattborgara meðal annars um meira en 400 krónur fyrir vatnsglas þegar Trump fundaði með forsætisráðherra Japans þar. Trump hefur varið stórum hluta forsetatíðar sinnar á gististöðum sem fyrirtæki hans reka, fyrst og fremst á Flórída og í New Jersey. Með Trump í för er fylgdarlið ráðgjafa og lífvarða bandarísku leyniþjónustunnar sem alríkisstjórnin þarf að greiða fyrirtækjunum til að hýsa. Trump hefur þannig getað beint verulegum viðskiptum til eigin fyrirtækja með því að gista þar. Alríkisstjórnin hefur litlar upplýsingar viljað veita um umfang greiðslna úr ríkissjóði til fyrirtækja Trump. Washington Post segir nú að þessar greiðslur séu umtalsvert hærri en áður var vitað. Þær nemi að minnsta kosti tveimur og hálfri milljón dollara, jafnvirði meira en 350 milljóna íslenskra króna. Þetta sýna ný gögn sem blaðið hefur fengið fyrir árið 2018. Trump hefur þó ekki aðeins beint viðskiptum alríkisstjórnarinnar til eigin fyrirtækja heldur hefur honum einnig tekist að fá Repúblikanaflokkinn og forsetaframboð sitt til þess að halda marga viðburði sína hjá fyrirtækjum í sinni eigu. Þegar allt er talið saman, sem gögn liggja fyrir um, segir Washington Post að fyrirtæki Trump hafi fengið um 8,1 milljón dollara, jafnvirði rúmlega 1,1 milljarðs íslenskra króna, frá flokki og ríki frá því að hann varð forseti árið 2017. Milljónir fyrir mat, drykk og gistingu Fyrirtæki Trump hafa rukkað bandaríska skattgreiðendur fyrir alls kyns þjónustu undanfarin ár: hótelherbergi, sali, kofa, leiguhús, golfbíla, bænaljós, fljótandi kerti, skreytta kertastjaka, flutning á húsgögnum, skrautpálmatré, steikur, súkkulaðikökur, morgunverðarhlaðborð, vín og áfengi fyrir ráðgjafa forsetans, umsýslugjöld og jafnvel vatnsglös. Þannig segir blaðið að þegar Trump tók á móti Shinzo Abe, þáverandi forsætisráðherra Japans, í klúbbi sínum á Flórída í apríl árið 2018 hafi fyrirtækið rukkað alríkisstjórnina hátt í tvær milljónir króna fyrir gestaherbergi, rúmlega 2,3 milljónir króna fyrir mat og vín og hátt í 850.000 krónur fyrir skreytingar eins og rósir og aðrar blómaskreytingar. Fyrirtækið rukkaði skattgreiðendur jafnvel fyrir vatnsglös þegar Trump og Abe hittust einir og enginn matur var borinn fram. Á reikningnum voru rukkaðir þrír dollarar, jafnvirði meira en 400 íslenskra króna, fyrir hvert vatnsglas vegna „tvíhliða fundar“. Ljóst að greiðslur ríkissjóðs til Trump forseta eru enn hærri í raun. Fjöldi ráðuneyta og stofnana, þar á meðal Hvíta húsið sjálft og utanríkisráðuneytið, hafa neitað að upplýsa um greiðslur til fyrirtækja forsetans. Klúbbur Trump á Pálmaströnd á Flórída. Þegar Xi Jingping, forseti Kína, heimsótti Trump í klúbbnum árið 2017 endaði alríkisstjórnin á að þurfa að greiða reikning upp á rúmar 140.000 krónur fyrir fyllerí nokkurra ráðgjafa forsetans í klúbbnum. Utanríkisráðuneytið neitaði að greiða reikninginn en Hvíta húsið borgaði á endanum.Vísir/Getty Braut loforð um að slíta á tengslin Sem forseti er Trump undanskilinn lögum sem banna öðrum embættismönnum alríkisstjórnarinnar að beina viðskiptum til eigin fyrirtækja. Hann lofaði því hins vegar áður en hann tók við embætti að hann ætlaði að „einangra sig algerlega“ frá fyrirtækjarekstrinum. Svo upptekinn yrði hann sem forseti að hann ætti líklega lítið eftir að ferðast til fyrirtækjanna sem hann á. Trump hefur þó þverbrotið þau loforð. Ólíkt fyrri forsetanum neitað hann að skera á öll tengsl sín við viðskiptaveldið. Hann nýtur enn ávaxtanna af rekstrinum sem synir hans stýra. Þá hefur hann ferðast um 280 sinnum til eigin fyrirtækja sem forseta samkvæmt talningu Washington Post. „Ef ég vinn sé ég kannski aldrei eignir mínar, kannski sé ég aldrei þessa staði aftur,“ sagði Trump í kosningabaráttunni 2016. Bandaríska alríkisstjórnin setur þak á hversu mikið stofnanir geta greitt fyrir keypta þjónustu eins og hótelgistingu. Leyniþjónustan, sem annast öryggi forseta, er þó undanskilin því hámarki. Þannig hafa hótel og klúbbar Trump getað rukkað leyniþjónustan mun hærri upphæðir fyrir að hýsa lífverði forsetans, mun hærri en það „kostnaðarverð“ sem Eric Trump, einn sona forsetans, sagði að fyrirtækin rukkuðu fyrir hótelherbergi.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Greiðslur leyniþjónustunnar til fyrirtækja Trump enn hærri en vitað var Alríkisstjórnin sem Donald Trump stýrir hefur greitt fyrirtæki í hans eigu jafnvirði tuga milljóna króna. Greiðslur vegna gistingar fyrir lífverði forsetans eru mun hærri en sonur forsetans hefur fullyrt að fyrirtækið rukki. 6. mars 2020 11:31 Trump rukkar eigin ríkisstjórn vegna gistingar fyrir lífverði Leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur þurft að greiða fyrirtækjum Trump forseta háar fjárhæðir vegna öryggisgæslu á tíðum ferðum hans í eigin klúbba og hótel. 10. febrúar 2020 16:00 Lífverðir forsetans eyða fúlgum fjár í klúbbum hans og hótelum Svo virðist sem að fyrirtæki forsetans rukki ríkið meira en aðra sem leigja herbergi og hús. 7. febrúar 2020 14:28 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Greiðslur leyniþjónustunnar til fyrirtækja Trump enn hærri en vitað var Alríkisstjórnin sem Donald Trump stýrir hefur greitt fyrirtæki í hans eigu jafnvirði tuga milljóna króna. Greiðslur vegna gistingar fyrir lífverði forsetans eru mun hærri en sonur forsetans hefur fullyrt að fyrirtækið rukki. 6. mars 2020 11:31
Trump rukkar eigin ríkisstjórn vegna gistingar fyrir lífverði Leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur þurft að greiða fyrirtækjum Trump forseta háar fjárhæðir vegna öryggisgæslu á tíðum ferðum hans í eigin klúbba og hótel. 10. febrúar 2020 16:00
Lífverðir forsetans eyða fúlgum fjár í klúbbum hans og hótelum Svo virðist sem að fyrirtæki forsetans rukki ríkið meira en aðra sem leigja herbergi og hús. 7. febrúar 2020 14:28