Trump treystir á kosningafundi í aðdraganda kosninga Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2020 10:26 Donald Trump, forseti, vonast til þess að kosningafundirnir muni hjálpa til við að koma skilaboðum hans til kjósenda. AP/Keith Srakocic Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun halda fimm kosningafundi með stuðningsmönnum sínum í fimm ríkjum í dag. Hann stefnir svo á sjö fundi á morgun, síðasta fulla degi kosningabaráttunnar, og stefnir hann einnig á að halda fundi á þriðjudaginn, kjördag. Forsetinn er að mælast með minna fylgi en Joe Biden, mótframbjóðandi hans, og á minna fé til að verja til auglýsinga. Vonast hann til þess að kosningafundirnir muni hjálpa til við að koma skilaboðum hans til kjósenda. Eins og bent er á í frétt AP fréttaveitunnar eru þó uppi efasemdir um að kosningafundir Trump auki fylgi hans mikið ef eitthvað. Þeir sem mæta á kosningafundi hans eru líklegast að fara að kjósa hann hvort sem er. Trump hefur á undanförnum dögum reynt að teikna upp dökka mynd af Biden og jafnvel gefið í skyn að bóluefni gegn Covid-19 muni ekki líta dagsins ljós ef hann sjálfur verði ekki kosinn aftur. „Þessar kosningar snúast um val á milli Bidenkreppu eða Trumphagvaxtar. Þetta er val á milli Biden útgöngubanns eða öruggs bóluefnis sem endar faraldurinn,“ sagði Trump við stuðningsmenn sína í gær. „Undir Biden verður engin skóli, engin brúðkaup, engar útskriftir. Engin þakkagjörðarhátíð, engin jól, engin fjórði júlí. Ekkert ekkert,“ sagði hann einnig. „Biden mun festa ykkur öll í endalausri martröð ferðatakmarkana,“ sagði Trump síðar. "Under Biden, there will be no school, no graduations, no weddings, no Thanksgiving, no Easter, no Christmas, no Fourth of July, no nothing" -- Trump pic.twitter.com/kBEtF8c6uX— Aaron Rupar (@atrupar) October 31, 2020 Í gær varð ljóst að rúmlega 91 milljón Bandaríkjamanna hafa þegar greitt utankjörfundaratkvæði og þykir það til marks um að kjörsókn verði gífurlega há. Í kosningunum 2016 greiddu 139 milljónir atkvæði og nú er útlit fyrir að töluverður meirihluti kjósenda sé þegar búinn að kjósa. Samkvæmt Washington Post voru fleiri kjósendur Biden og Demókrata sem greiddu atkvæði í gegnum póst en kjósendur Repúblikana hafa verið að gefa þar í og þá sérstaklega í mikilvægum barátturíkjum eins og Flórída, Norður-Karólínu og Georgíu. Í greiningu AP fréttaveitunnar segir að leið Bidens að þeim 270 kjörmönnum sem þurfi til að vinna kosningarnar sé greiðari en leið Trumps, miðað við kannanir. Hans auðveldasta leið væri að vinna öll ríkin sem Hillary Clinton vann árið 2016 og Michigan, Pennsylvaníu og Wisconsin þar að auki. Demókratar höfðu reglulega unnið þau ríki í áratugi, áður en Trump vann þar 2016. Til marks um mikilvægi þessara ríkja hefur framboð Trump varið nærri því þriðjungi alls þess fjármagns sem hefur verið varið í auglýsingar í þeim þremur ríkjum. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Smituðum fjölgaði um milljón á fjórtán dögum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sakar lækna um að ýkja um faraldurinn til að hagnast. 31. október 2020 14:42 Helstu málefni Bandaríkjanna og hvar Trump og Biden standa Bandaríkjamenn sem ekki hafa þegar greitt atkvæði, ganga margir hverjir til kosninga á þriðjudaginn. Helstu kostirnir í forsetakosningunum að þessu sinni eru þeir Donald Trump, núverandi forseti, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseti og öldungadeildarþingmaður. 31. október 2020 07:01 Metfjöldi nýsmitaðra í Bandaríkjunum: „Fleiri próf jafngilda fleiri tilfellum“ Aldrei hafa fleiri greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum en í gær, fimmtudag. Alls greindust 91 þúsund manns og met nýsmitaðra voru slegin í fjölda ríkja. Forseti Bandaríkjanna segir ástæðu þess að svo margir greinast vera fjölda prófa. 30. október 2020 23:00 Lítil hreyfing á fylgi frambjóðendanna á lokametrunum Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, mælist enn með afgerandi forskot á Donald Trump Bandaríkjaforseta í skoðanakönnununum á landsvísu nú þegar fimm dagar eru til kosninga. 29. október 2020 14:44 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun halda fimm kosningafundi með stuðningsmönnum sínum í fimm ríkjum í dag. Hann stefnir svo á sjö fundi á morgun, síðasta fulla degi kosningabaráttunnar, og stefnir hann einnig á að halda fundi á þriðjudaginn, kjördag. Forsetinn er að mælast með minna fylgi en Joe Biden, mótframbjóðandi hans, og á minna fé til að verja til auglýsinga. Vonast hann til þess að kosningafundirnir muni hjálpa til við að koma skilaboðum hans til kjósenda. Eins og bent er á í frétt AP fréttaveitunnar eru þó uppi efasemdir um að kosningafundir Trump auki fylgi hans mikið ef eitthvað. Þeir sem mæta á kosningafundi hans eru líklegast að fara að kjósa hann hvort sem er. Trump hefur á undanförnum dögum reynt að teikna upp dökka mynd af Biden og jafnvel gefið í skyn að bóluefni gegn Covid-19 muni ekki líta dagsins ljós ef hann sjálfur verði ekki kosinn aftur. „Þessar kosningar snúast um val á milli Bidenkreppu eða Trumphagvaxtar. Þetta er val á milli Biden útgöngubanns eða öruggs bóluefnis sem endar faraldurinn,“ sagði Trump við stuðningsmenn sína í gær. „Undir Biden verður engin skóli, engin brúðkaup, engar útskriftir. Engin þakkagjörðarhátíð, engin jól, engin fjórði júlí. Ekkert ekkert,“ sagði hann einnig. „Biden mun festa ykkur öll í endalausri martröð ferðatakmarkana,“ sagði Trump síðar. "Under Biden, there will be no school, no graduations, no weddings, no Thanksgiving, no Easter, no Christmas, no Fourth of July, no nothing" -- Trump pic.twitter.com/kBEtF8c6uX— Aaron Rupar (@atrupar) October 31, 2020 Í gær varð ljóst að rúmlega 91 milljón Bandaríkjamanna hafa þegar greitt utankjörfundaratkvæði og þykir það til marks um að kjörsókn verði gífurlega há. Í kosningunum 2016 greiddu 139 milljónir atkvæði og nú er útlit fyrir að töluverður meirihluti kjósenda sé þegar búinn að kjósa. Samkvæmt Washington Post voru fleiri kjósendur Biden og Demókrata sem greiddu atkvæði í gegnum póst en kjósendur Repúblikana hafa verið að gefa þar í og þá sérstaklega í mikilvægum barátturíkjum eins og Flórída, Norður-Karólínu og Georgíu. Í greiningu AP fréttaveitunnar segir að leið Bidens að þeim 270 kjörmönnum sem þurfi til að vinna kosningarnar sé greiðari en leið Trumps, miðað við kannanir. Hans auðveldasta leið væri að vinna öll ríkin sem Hillary Clinton vann árið 2016 og Michigan, Pennsylvaníu og Wisconsin þar að auki. Demókratar höfðu reglulega unnið þau ríki í áratugi, áður en Trump vann þar 2016. Til marks um mikilvægi þessara ríkja hefur framboð Trump varið nærri því þriðjungi alls þess fjármagns sem hefur verið varið í auglýsingar í þeim þremur ríkjum.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Smituðum fjölgaði um milljón á fjórtán dögum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sakar lækna um að ýkja um faraldurinn til að hagnast. 31. október 2020 14:42 Helstu málefni Bandaríkjanna og hvar Trump og Biden standa Bandaríkjamenn sem ekki hafa þegar greitt atkvæði, ganga margir hverjir til kosninga á þriðjudaginn. Helstu kostirnir í forsetakosningunum að þessu sinni eru þeir Donald Trump, núverandi forseti, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseti og öldungadeildarþingmaður. 31. október 2020 07:01 Metfjöldi nýsmitaðra í Bandaríkjunum: „Fleiri próf jafngilda fleiri tilfellum“ Aldrei hafa fleiri greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum en í gær, fimmtudag. Alls greindust 91 þúsund manns og met nýsmitaðra voru slegin í fjölda ríkja. Forseti Bandaríkjanna segir ástæðu þess að svo margir greinast vera fjölda prófa. 30. október 2020 23:00 Lítil hreyfing á fylgi frambjóðendanna á lokametrunum Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, mælist enn með afgerandi forskot á Donald Trump Bandaríkjaforseta í skoðanakönnununum á landsvísu nú þegar fimm dagar eru til kosninga. 29. október 2020 14:44 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Smituðum fjölgaði um milljón á fjórtán dögum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sakar lækna um að ýkja um faraldurinn til að hagnast. 31. október 2020 14:42
Helstu málefni Bandaríkjanna og hvar Trump og Biden standa Bandaríkjamenn sem ekki hafa þegar greitt atkvæði, ganga margir hverjir til kosninga á þriðjudaginn. Helstu kostirnir í forsetakosningunum að þessu sinni eru þeir Donald Trump, núverandi forseti, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseti og öldungadeildarþingmaður. 31. október 2020 07:01
Metfjöldi nýsmitaðra í Bandaríkjunum: „Fleiri próf jafngilda fleiri tilfellum“ Aldrei hafa fleiri greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum en í gær, fimmtudag. Alls greindust 91 þúsund manns og met nýsmitaðra voru slegin í fjölda ríkja. Forseti Bandaríkjanna segir ástæðu þess að svo margir greinast vera fjölda prófa. 30. október 2020 23:00
Lítil hreyfing á fylgi frambjóðendanna á lokametrunum Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, mælist enn með afgerandi forskot á Donald Trump Bandaríkjaforseta í skoðanakönnununum á landsvísu nú þegar fimm dagar eru til kosninga. 29. október 2020 14:44