Takk, framvarðarsveit Reykjavíkur Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 2. nóvember 2020 16:00 Í morgun bárust okkur fréttir um sextánda andlátið að völdum Covid, þar af hafa sex látist í þessari þriðju bylgju. Vil ég votta aðstandendum þeirra mína innilegustu samúð. Fréttir af faraldrinum minna okkur á mikilvægi þess að við, sem samfélag, verjum þau sem veikast standa og eiga erfiðast með að smitast. Í því ljósi eru brýnt að fylgja nýjum og hertum sóttvarnarreglum heilbrigðisráðherra, ef við viljum að þessari bylgju sloti á án þess að álag á heilbrigðis- og velferðarkerfin okkar verði of mikið. Við megum ekki láta bugast af farsóttarþreytu. Mikilvæg órofin þjónusta fyrir borgarbúa Heilbrigðiskerfið og velferð vegna Covid er ekki bara að finna innan Landspítalans. Nú um helgina hafa stjórnendur hjá Reykjavíkurborg brugðist afar skjótt við, að finna leiðir til að halda uppi sóttvörnum, hlíta hertum sóttvarnarreglum en að sama skapi halda uppi mikilvægri og órofinni þjónustu fyrir borgarbúa. Þetta er t.d. þjónusta fyrir viðkvæma hópa eins og eldri borgara, fatlaða og heimilislausa. Einnig hefur þurft að bregðast skjótt við til að bjóða nemendum og kennurum upp á öruggt skólastarf. Áhrif þessara nýju samkomutakmarkana gætir hjá þjónustu til handa stórum hluta borgarbúa. Kannski þætti einhverjum það einfaldast að skella bara í lás í tvær vikur. En slíkt er ekki í boði hvað varðar þjónustu við viðkvæma hópa og við þurfum einnig að hafa í huga að neikvæð áhrif lokunar og einangrunar verði ekki meiri en hættan af Covid smiti. Við hlupum hratt og erum tilbúin Við lærðum mikið af fyrstu bylgjunni um hvernig hægt er að bregðast við. Frístundaheimilin eru tilbúin að fara aftur í rafrænar frístundir með börnum og unglingum. Skólarnir verða tilbúnir í fyrramálið með afmörkuð sóttvarnarhólf, grímuskyldu þar sem þarf, sótthreinsun og halda áfram að veita nemendum okkar mikilvæga menntun og festu sem fylgir skipulagi hins daglega skólastarfs. Velferðarsvið er einnig tilbúið. Skipulagt félagsstarf aldraðra fellur kannski niður en húsin verða ekki lokuð til að koma í veg fyrir félagslega einangrun. Mötuneyti loka en fleiri munu fá mat sendan heim. Skjáheimsóknir, sem Reykjavíkurborg tók upp í vor, halda áfram. Boðið verður upp á þjónustu allan sólarhringinn fyrir heimilslausa. Svona mætti lengi halda áfram, því starfsmenn og stjórnendur borgarinnar vita hvaða áhrif hertar sóttvarnarráðstafanir hafa á þjónustu borgarinnar og hafa unnið sleitulaust alla helgina við að bregðast við þeim. Mikilvægi kraftmikils starfsfólks Í mars, í upphafi faraldurs þegar við vissum bara að faraldurinn var að hefjast, hrósaði ég fumlausum viðbrögðum starfsfólks borgarinnar við þessu einstaka ástandi, sem af miklu æðruleysi tryggði mikilvæga þjónustu, þrátt fyrir samkomubönn og lokanir. Síðan þá hef ég fylgst með mörgum af starfsmönnum og stjórnendum Reykjavíkur í nánast stanslausum viðbragðsham. Álagið hefur verið gífurlegt og er ég þeim afar þakklát. Framvarðarsveit Reykjavíkur hefur staðið sig, ekki bara með prýði heldur einnig sem hetjur undir þessu mikla álagi undanfarna mánuði. Þegar við munum líta til baka og draga lærdóma af þessu ástandi, verður fyrsti lærdómurinn hversu mikilvægt það var að hafa jafn hæft og kröftugt starfsfólk og Reykjavík hefur að geyma. Takk fyrir. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Í morgun bárust okkur fréttir um sextánda andlátið að völdum Covid, þar af hafa sex látist í þessari þriðju bylgju. Vil ég votta aðstandendum þeirra mína innilegustu samúð. Fréttir af faraldrinum minna okkur á mikilvægi þess að við, sem samfélag, verjum þau sem veikast standa og eiga erfiðast með að smitast. Í því ljósi eru brýnt að fylgja nýjum og hertum sóttvarnarreglum heilbrigðisráðherra, ef við viljum að þessari bylgju sloti á án þess að álag á heilbrigðis- og velferðarkerfin okkar verði of mikið. Við megum ekki láta bugast af farsóttarþreytu. Mikilvæg órofin þjónusta fyrir borgarbúa Heilbrigðiskerfið og velferð vegna Covid er ekki bara að finna innan Landspítalans. Nú um helgina hafa stjórnendur hjá Reykjavíkurborg brugðist afar skjótt við, að finna leiðir til að halda uppi sóttvörnum, hlíta hertum sóttvarnarreglum en að sama skapi halda uppi mikilvægri og órofinni þjónustu fyrir borgarbúa. Þetta er t.d. þjónusta fyrir viðkvæma hópa eins og eldri borgara, fatlaða og heimilislausa. Einnig hefur þurft að bregðast skjótt við til að bjóða nemendum og kennurum upp á öruggt skólastarf. Áhrif þessara nýju samkomutakmarkana gætir hjá þjónustu til handa stórum hluta borgarbúa. Kannski þætti einhverjum það einfaldast að skella bara í lás í tvær vikur. En slíkt er ekki í boði hvað varðar þjónustu við viðkvæma hópa og við þurfum einnig að hafa í huga að neikvæð áhrif lokunar og einangrunar verði ekki meiri en hættan af Covid smiti. Við hlupum hratt og erum tilbúin Við lærðum mikið af fyrstu bylgjunni um hvernig hægt er að bregðast við. Frístundaheimilin eru tilbúin að fara aftur í rafrænar frístundir með börnum og unglingum. Skólarnir verða tilbúnir í fyrramálið með afmörkuð sóttvarnarhólf, grímuskyldu þar sem þarf, sótthreinsun og halda áfram að veita nemendum okkar mikilvæga menntun og festu sem fylgir skipulagi hins daglega skólastarfs. Velferðarsvið er einnig tilbúið. Skipulagt félagsstarf aldraðra fellur kannski niður en húsin verða ekki lokuð til að koma í veg fyrir félagslega einangrun. Mötuneyti loka en fleiri munu fá mat sendan heim. Skjáheimsóknir, sem Reykjavíkurborg tók upp í vor, halda áfram. Boðið verður upp á þjónustu allan sólarhringinn fyrir heimilslausa. Svona mætti lengi halda áfram, því starfsmenn og stjórnendur borgarinnar vita hvaða áhrif hertar sóttvarnarráðstafanir hafa á þjónustu borgarinnar og hafa unnið sleitulaust alla helgina við að bregðast við þeim. Mikilvægi kraftmikils starfsfólks Í mars, í upphafi faraldurs þegar við vissum bara að faraldurinn var að hefjast, hrósaði ég fumlausum viðbrögðum starfsfólks borgarinnar við þessu einstaka ástandi, sem af miklu æðruleysi tryggði mikilvæga þjónustu, þrátt fyrir samkomubönn og lokanir. Síðan þá hef ég fylgst með mörgum af starfsmönnum og stjórnendum Reykjavíkur í nánast stanslausum viðbragðsham. Álagið hefur verið gífurlegt og er ég þeim afar þakklát. Framvarðarsveit Reykjavíkur hefur staðið sig, ekki bara með prýði heldur einnig sem hetjur undir þessu mikla álagi undanfarna mánuði. Þegar við munum líta til baka og draga lærdóma af þessu ástandi, verður fyrsti lærdómurinn hversu mikilvægt það var að hafa jafn hæft og kröftugt starfsfólk og Reykjavík hefur að geyma. Takk fyrir. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun