Katrín segir nýja herstöð ekki koma til greina Heimir Már Pétursson skrifar 3. nóvember 2020 19:21 Bandarískar herþotur á flugi. Getty/Mat Gdowsk Forsætisráðherra segir ekki koma til greina að hennar hálfu að Bandaríkjaher hafi hér fasta viðveru eða reist verði ný bandarísk herstöð á Austfjörðum. Hins vegar hafi herinn ýmsa aðstöðu hér nú þegar vegna varnarsamningsins. Robert Burke aðmíráll og yfirmaður bandaríska flotans í Evrópu og Afríku viðraði hugmyndir um fasta viðveru kafbátaleitarflugvéla og stuðningssveitar á Keflavíkurflugvelli og hafnaraðstöðu fyrir flotann á Austurlandi á fundi með völdum hópi fréttamanna í bandaríska sendiráðinu í síðustu viku. Robert Burke aðmíráll, yfirmaður bandariska flotans í Evrópu og Afríku.Mynd/bandaríska sendiráðið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir varnarsamning við Bandríkin og aðildina að Atlantshafsbandalaginu hluta af þeirri þjóðaröryggisstefnu sem stjórnvöld starfi eftir. Á þeim grunni hafi bandaríski herinn ákveðna aðstöðu á Keflavíkurflugvelli meðal annars fyrir kafbátaleitarflugvélar og á þeim grundvelli fari fram loftrýmisgæsla að hálfu NATO. „En eðlisbreyting eins og var orðuð í þessu samtali, það er að segja föst viðvera eða ný herstöð á Íslandi, kemur ekki til greina. Og hefur ekki verið rædd við íslenska ráðamenn né embættismenn samkvæmt okkar bestu upplýsingum,“ segir Katrín. Þetta standi ekki til enda yrði um að ræða mikla eðlisbreytingu á stöðu mála sem aldrei hafi verið rædd. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm „Það kann að vera að það tengist minni veru sem forsætisráðherra. Enda liggur okkar afstaða alveg skýr fyrir,“ segir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna. Framlög hafi verið aukin vegna viðhalds á Suðurnesjum til að byggingar væru nothæfar í verkefnum sem væru talin mikilvæg í þessu samstarfi. Allar eðlisbreytingar á samstarfi við Bandaríkjamenn og NATO yrði að ræða fyrir opnum tjöldum á Alþingi. „Hvað varðar höfn í Finnafirði hafa verið uppi ýmsar hugmyndir um stórskipahafnir, framkvæmdir, iðnað og leitar- og björgunarmiðstöð. En þar stendur heldur ekki til að reisa herstöð,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Bandaríkin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Alþingi Öryggis- og varnarmál Keflavíkurflugvöllur Vinstri græn Tengdar fréttir Aðmíráll viðrar hugmynd um sveit bandarískra kafbátarleitarflugvéla á Íslandi Bandarískur aðmíráll viðrar möguleika á að staðsetja kafbátaleitarflugsveit á Íslandi til þess að fylgjast með vaxandi umsvifum rússneskra kafbáta í Norður-Atlantshafi og hugsanlega koma að hafnarframkvæmdum fyrir leit og björgun á Austurlandi. 31. október 2020 13:06 Tekjur af Thule-herstöðinni færast á ný til Grænlendinga Grænlendingar endurheimta margra milljarða verk- og þjónustusamninga við Thule-herstöðina á norðvestur Grænlandi, samkvæmt samningi sem Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, og Carla Sands, sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku, undirrituðu í dag. 28. október 2020 23:19 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira
Forsætisráðherra segir ekki koma til greina að hennar hálfu að Bandaríkjaher hafi hér fasta viðveru eða reist verði ný bandarísk herstöð á Austfjörðum. Hins vegar hafi herinn ýmsa aðstöðu hér nú þegar vegna varnarsamningsins. Robert Burke aðmíráll og yfirmaður bandaríska flotans í Evrópu og Afríku viðraði hugmyndir um fasta viðveru kafbátaleitarflugvéla og stuðningssveitar á Keflavíkurflugvelli og hafnaraðstöðu fyrir flotann á Austurlandi á fundi með völdum hópi fréttamanna í bandaríska sendiráðinu í síðustu viku. Robert Burke aðmíráll, yfirmaður bandariska flotans í Evrópu og Afríku.Mynd/bandaríska sendiráðið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir varnarsamning við Bandríkin og aðildina að Atlantshafsbandalaginu hluta af þeirri þjóðaröryggisstefnu sem stjórnvöld starfi eftir. Á þeim grunni hafi bandaríski herinn ákveðna aðstöðu á Keflavíkurflugvelli meðal annars fyrir kafbátaleitarflugvélar og á þeim grundvelli fari fram loftrýmisgæsla að hálfu NATO. „En eðlisbreyting eins og var orðuð í þessu samtali, það er að segja föst viðvera eða ný herstöð á Íslandi, kemur ekki til greina. Og hefur ekki verið rædd við íslenska ráðamenn né embættismenn samkvæmt okkar bestu upplýsingum,“ segir Katrín. Þetta standi ekki til enda yrði um að ræða mikla eðlisbreytingu á stöðu mála sem aldrei hafi verið rædd. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm „Það kann að vera að það tengist minni veru sem forsætisráðherra. Enda liggur okkar afstaða alveg skýr fyrir,“ segir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna. Framlög hafi verið aukin vegna viðhalds á Suðurnesjum til að byggingar væru nothæfar í verkefnum sem væru talin mikilvæg í þessu samstarfi. Allar eðlisbreytingar á samstarfi við Bandaríkjamenn og NATO yrði að ræða fyrir opnum tjöldum á Alþingi. „Hvað varðar höfn í Finnafirði hafa verið uppi ýmsar hugmyndir um stórskipahafnir, framkvæmdir, iðnað og leitar- og björgunarmiðstöð. En þar stendur heldur ekki til að reisa herstöð,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Bandaríkin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Alþingi Öryggis- og varnarmál Keflavíkurflugvöllur Vinstri græn Tengdar fréttir Aðmíráll viðrar hugmynd um sveit bandarískra kafbátarleitarflugvéla á Íslandi Bandarískur aðmíráll viðrar möguleika á að staðsetja kafbátaleitarflugsveit á Íslandi til þess að fylgjast með vaxandi umsvifum rússneskra kafbáta í Norður-Atlantshafi og hugsanlega koma að hafnarframkvæmdum fyrir leit og björgun á Austurlandi. 31. október 2020 13:06 Tekjur af Thule-herstöðinni færast á ný til Grænlendinga Grænlendingar endurheimta margra milljarða verk- og þjónustusamninga við Thule-herstöðina á norðvestur Grænlandi, samkvæmt samningi sem Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, og Carla Sands, sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku, undirrituðu í dag. 28. október 2020 23:19 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira
Aðmíráll viðrar hugmynd um sveit bandarískra kafbátarleitarflugvéla á Íslandi Bandarískur aðmíráll viðrar möguleika á að staðsetja kafbátaleitarflugsveit á Íslandi til þess að fylgjast með vaxandi umsvifum rússneskra kafbáta í Norður-Atlantshafi og hugsanlega koma að hafnarframkvæmdum fyrir leit og björgun á Austurlandi. 31. október 2020 13:06
Tekjur af Thule-herstöðinni færast á ný til Grænlendinga Grænlendingar endurheimta margra milljarða verk- og þjónustusamninga við Thule-herstöðina á norðvestur Grænlandi, samkvæmt samningi sem Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, og Carla Sands, sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku, undirrituðu í dag. 28. október 2020 23:19