Telja líklegt að Trump bjóði sig fram 2024 Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. nóvember 2020 21:37 Donald Trump Bandaríkjaforseti ásamt elsta syni sínum, Donald Trump Jr. Feðgarnir hafa báðir verið orðaðir við forsetaframboð árið 2024, sá eldri að því gefnu að hann tapi kosningunum nú. Vísir/getty Svo gæti farið að Donald Trump Bandaríkjaforseti bjóði sig fram í forsetakosningum í Bandaríkjunum eftir fjögur ár, tapi hann í kosningunum nú. Þetta er mat ýmissa álitsgjafa og greinenda í dag og síðustu daga. Útlitið er svart fyrir Trump þegar þetta er ritað en mótframbjóðandi hans, Joe Biden, virðist eiga talsvert betri möguleika á sigri. Þannig er búist við því að úrslit liggi fyrir í Pennsylvaníu í kvöld eða nótt að íslenskum tíma. Vinni Biden ríkið munu úrslit forsetakosninganna ráðast, að mati sérfræðinga – Biden hreppi forsetaembættið. Trump eða elsti sonurinn Friðjón Friðjónsson, almannatengill og áhugamaður um bandarísk stjórnmál, ræddi kosningarnar í Kastljósi í kvöld. Inntur eftir því hvort hann teldi að Trump myndi bjóða sig fram aftur svaraði Friðjón játandi. „Hafi hann heilsu til, já. Hann mun allavega halda Repúblikanaflokknum í heljargreipum eins lengi og hann getur. Ef ekki hann, þá Don Jr.,“ sagði Friðjón. Don Jr., eða Donald Trump Jr., er elsti sonur forsetans og hefur nú um nokkurt skeið verið sagður eygja forsetaframboð í náinni framtíð. Friðjón Friðjónsson, almannatengill.Foto: Frosti Kr. Logason/Frosti Kr. Logason Mögulegt framboð Trumps árið 2024 kom einnig til umræðu í útvarpsþættinum Today á Radio 4, rás breska ríkisútvarpsins, í dag. Þar sagði Bryan Lanza, fyrrverandi kosningaráðgjafi Trumps, að forsetinn hefði gefið ákveðnar vísbendingar um að hann hygði á framboð í næstu kosningum. Lanza benti á að Trump yrði yngri en Joe Biden að fjórum árum liðnum, auk þess sem enginn í Repúblikanaflokknum ætti möguleika á sigri gegn Trump í forvali. Fréttamenn CNN sem haldið hafa úti kosningaumfjöllun í dag og síðustu daga hafa jafnframt ítrekað minnst á samtöl við heimildarmenn sína innan Rebúblikanaflokksins, sem segi mögulegt framboð Trumps árið 2024 hafa komið alvarlega til tals í ljósi stöðunnar í kosningunum nú. Þetta þykir fréttamönnum CNN einmitt benda til uppgjafar innan Trump-teymisins. Forseti Bandaríkjanna má ekki sitja lengur en tvö kjörtímabil, alls átta ár, samkvæmt stjórnarskrá. Þess er þó ekki getið í stjórnarskránni að kjörtímabilin þurfi að vera samliggjandi. Lögin virðast því ekki standa í vegi fyrir mögulegu forsetaframboði Trumps 2024. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Heitir því að kæra úrslit í Biden-ríkjum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, heitir því að höfða dómsmál vegna forsetakosninganna í vikunni á grundvelli meintra kosningasvika. 5. nóvember 2020 18:41 Fjögur ár af Trump á þremur mínútum Breski spjallþáttastjórnandinn James Corden fór yfir síðustu fjögur í forsetatíð Donalds Trump í vikunni í þætti sínum The Late Late Show with James Corden. 5. nóvember 2020 15:30 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Sjá meira
Svo gæti farið að Donald Trump Bandaríkjaforseti bjóði sig fram í forsetakosningum í Bandaríkjunum eftir fjögur ár, tapi hann í kosningunum nú. Þetta er mat ýmissa álitsgjafa og greinenda í dag og síðustu daga. Útlitið er svart fyrir Trump þegar þetta er ritað en mótframbjóðandi hans, Joe Biden, virðist eiga talsvert betri möguleika á sigri. Þannig er búist við því að úrslit liggi fyrir í Pennsylvaníu í kvöld eða nótt að íslenskum tíma. Vinni Biden ríkið munu úrslit forsetakosninganna ráðast, að mati sérfræðinga – Biden hreppi forsetaembættið. Trump eða elsti sonurinn Friðjón Friðjónsson, almannatengill og áhugamaður um bandarísk stjórnmál, ræddi kosningarnar í Kastljósi í kvöld. Inntur eftir því hvort hann teldi að Trump myndi bjóða sig fram aftur svaraði Friðjón játandi. „Hafi hann heilsu til, já. Hann mun allavega halda Repúblikanaflokknum í heljargreipum eins lengi og hann getur. Ef ekki hann, þá Don Jr.,“ sagði Friðjón. Don Jr., eða Donald Trump Jr., er elsti sonur forsetans og hefur nú um nokkurt skeið verið sagður eygja forsetaframboð í náinni framtíð. Friðjón Friðjónsson, almannatengill.Foto: Frosti Kr. Logason/Frosti Kr. Logason Mögulegt framboð Trumps árið 2024 kom einnig til umræðu í útvarpsþættinum Today á Radio 4, rás breska ríkisútvarpsins, í dag. Þar sagði Bryan Lanza, fyrrverandi kosningaráðgjafi Trumps, að forsetinn hefði gefið ákveðnar vísbendingar um að hann hygði á framboð í næstu kosningum. Lanza benti á að Trump yrði yngri en Joe Biden að fjórum árum liðnum, auk þess sem enginn í Repúblikanaflokknum ætti möguleika á sigri gegn Trump í forvali. Fréttamenn CNN sem haldið hafa úti kosningaumfjöllun í dag og síðustu daga hafa jafnframt ítrekað minnst á samtöl við heimildarmenn sína innan Rebúblikanaflokksins, sem segi mögulegt framboð Trumps árið 2024 hafa komið alvarlega til tals í ljósi stöðunnar í kosningunum nú. Þetta þykir fréttamönnum CNN einmitt benda til uppgjafar innan Trump-teymisins. Forseti Bandaríkjanna má ekki sitja lengur en tvö kjörtímabil, alls átta ár, samkvæmt stjórnarskrá. Þess er þó ekki getið í stjórnarskránni að kjörtímabilin þurfi að vera samliggjandi. Lögin virðast því ekki standa í vegi fyrir mögulegu forsetaframboði Trumps 2024.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Heitir því að kæra úrslit í Biden-ríkjum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, heitir því að höfða dómsmál vegna forsetakosninganna í vikunni á grundvelli meintra kosningasvika. 5. nóvember 2020 18:41 Fjögur ár af Trump á þremur mínútum Breski spjallþáttastjórnandinn James Corden fór yfir síðustu fjögur í forsetatíð Donalds Trump í vikunni í þætti sínum The Late Late Show with James Corden. 5. nóvember 2020 15:30 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Sjá meira
Heitir því að kæra úrslit í Biden-ríkjum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, heitir því að höfða dómsmál vegna forsetakosninganna í vikunni á grundvelli meintra kosningasvika. 5. nóvember 2020 18:41
Fjögur ár af Trump á þremur mínútum Breski spjallþáttastjórnandinn James Corden fór yfir síðustu fjögur í forsetatíð Donalds Trump í vikunni í þætti sínum The Late Late Show with James Corden. 5. nóvember 2020 15:30