Lifandi vísindaskáldsaga og viðbrögð við henni Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 6. nóvember 2020 08:00 Um þessar mundir eru um þrjú ár síðan sitjandi ríkistjórn tók við völdum. Þetta hafa verið þrjú viðburðarík ár. Í stjórnarsáttmálanum er lögð áhersla á gott jafnvægi í ríkisfjármálum, að efnahagur vænkist hratt og að gæta þurfi að jafnvægi meðal allra sem landið byggja. Auk þess að þar kemur fram að óvenjulegar aðstæður kalli á breytt vinnubrögð, gagnsæi og virðingu gagnvart verkefnum. Breytt sviðsmynd Við upphaf ríkisstjórnarsamstarfsins hefði engin getað gert sér í hugarlund hvað myndi bíða okkar á árinu 2020, enda hefur árið verið líkt og vísindaskáldsaga. Covid 19 skall á okkur með gríðarlegum verkefnum og breytti heildar myndinni. Sú framtíð sem við okkur blasir er líkt og 5000 mynda púsluspil sem ekki hefur verið raðað saman og enginn fyrirmynd gefin til að byggja á. Enginn sá fyrir þetta ástand, en það var sem og hugað fyrir þeim. Nú er gott að hafa breiddina við ríkistjórnarborðið og víðan sjóndeildarhring. Viðbrögð stjórnvalda hafa verið margvísleg, unnið hefur verið að mörgum stórum og óvæntum verkefnum ávallt með það að leiðarljósi að tryggja afkomu fólks, og sérstaklega hefur verið horft til viðkvæmra hópa í samfélaginu. Aðgerðir til þess að halda samfélaginu gangandi Það reynir á sveitafélög í þessum aðstæðum og grunnþjónustu sem þau þurfa að veita. Sveitarfélög eru misvel undir það búnir að taka á sig þann kostnað sem þessar breyttu aðstæður valda. Því skipta þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur ráðist í miklu máli fyrir rekstur sveitarfélaga um allt land. Nú þegar eru félagslegar aðgerðir einar metnar á 24 milljarða kr. Í þeim felast m.a. úrræði á vegum stjórnvalda til að viðhalda ráðningarsambandi og tryggja afkomu fólks. Þá hefur um 1,6 milljarður kr. runnið til beinna félagslegra aðgerða til að tryggja þjónustu og stuðning til viðkvæmra hópa. Ef litið er til þeirra aðgerða sem eru á ábyrgð félagsmálaráðuneytisins er að finna gríðarmargar aðgerðir sem stuðla að því að halda atvinnulífinu gangandi. Aðgerðir sem skila sér til baka með útsvari og sköttum sem halda svo hjólum samfélagsins gangandi. Beinir félagslegir styrkir Undir félagslegum aðgerðum er líka að finna beina styrki fyrir hópa sem eru sérstaklega viðkvæmir í þessari stöðu sem nú hefur skapast, þar má til dæmis nefna að sveitarfélögum gafst í sumar kostur á að sækja um styrk vegna viðbótarverkefna sem tengdust frístundastarfi barna í viðkvæmri stöðu. Þá var einnig möguleiki að sækja um fjárframlag vegna sérstakra viðbótarverkefna í félagsstarfi fullorðinna. Alls 39 sveitarfélög, sem í búa 93% allra 67 ára og eldri á landinu, fengu úthlutað 75 m.kr. til fjölbreyttra verkefna. Einnig var veitt fjármagn í verkefni handa börnum og ungmennum með fötlun og/eða sérþarfir svo hægt væri að bjóða upp á afþreyingu og rjúfa félagslega einangrun þeirra. Aðgerðir skila árangri Þeir styrkir og þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í skipta gríðarlega miklu máli, með þeim er fólki haldið í virkni sem og þær auka umsvif í nærsamfélaginu. Staðan er enn óljós og enginn veit hversu lengi við þurfum að lifa á þessum vísindaskáldsögulega tíma. Því verða stjórnvöld áfram að standa vaktina og á því er enginn bilbugur. Nú þegar hefur verið ákveðið að lengja hlutabótaleiðina og á Alþingi er verið að vinna að frumvarpi um tekjufallsstyrki. Allt þetta hjálpar til við að skerpa á framtíðar myndinni og styrkir þá vissu að við komum standandi niður úr þessum aðstæðum. Sumar aðgerðir taka lengri tíma en aðrar en eitt er víst að allri eru að reyna að vinna eins hratt og mögulegt er í þeim aðstæðum sem eru uppi, þjóðinni allri til heilla. Áfram veginn. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Félagsmál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Um þessar mundir eru um þrjú ár síðan sitjandi ríkistjórn tók við völdum. Þetta hafa verið þrjú viðburðarík ár. Í stjórnarsáttmálanum er lögð áhersla á gott jafnvægi í ríkisfjármálum, að efnahagur vænkist hratt og að gæta þurfi að jafnvægi meðal allra sem landið byggja. Auk þess að þar kemur fram að óvenjulegar aðstæður kalli á breytt vinnubrögð, gagnsæi og virðingu gagnvart verkefnum. Breytt sviðsmynd Við upphaf ríkisstjórnarsamstarfsins hefði engin getað gert sér í hugarlund hvað myndi bíða okkar á árinu 2020, enda hefur árið verið líkt og vísindaskáldsaga. Covid 19 skall á okkur með gríðarlegum verkefnum og breytti heildar myndinni. Sú framtíð sem við okkur blasir er líkt og 5000 mynda púsluspil sem ekki hefur verið raðað saman og enginn fyrirmynd gefin til að byggja á. Enginn sá fyrir þetta ástand, en það var sem og hugað fyrir þeim. Nú er gott að hafa breiddina við ríkistjórnarborðið og víðan sjóndeildarhring. Viðbrögð stjórnvalda hafa verið margvísleg, unnið hefur verið að mörgum stórum og óvæntum verkefnum ávallt með það að leiðarljósi að tryggja afkomu fólks, og sérstaklega hefur verið horft til viðkvæmra hópa í samfélaginu. Aðgerðir til þess að halda samfélaginu gangandi Það reynir á sveitafélög í þessum aðstæðum og grunnþjónustu sem þau þurfa að veita. Sveitarfélög eru misvel undir það búnir að taka á sig þann kostnað sem þessar breyttu aðstæður valda. Því skipta þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur ráðist í miklu máli fyrir rekstur sveitarfélaga um allt land. Nú þegar eru félagslegar aðgerðir einar metnar á 24 milljarða kr. Í þeim felast m.a. úrræði á vegum stjórnvalda til að viðhalda ráðningarsambandi og tryggja afkomu fólks. Þá hefur um 1,6 milljarður kr. runnið til beinna félagslegra aðgerða til að tryggja þjónustu og stuðning til viðkvæmra hópa. Ef litið er til þeirra aðgerða sem eru á ábyrgð félagsmálaráðuneytisins er að finna gríðarmargar aðgerðir sem stuðla að því að halda atvinnulífinu gangandi. Aðgerðir sem skila sér til baka með útsvari og sköttum sem halda svo hjólum samfélagsins gangandi. Beinir félagslegir styrkir Undir félagslegum aðgerðum er líka að finna beina styrki fyrir hópa sem eru sérstaklega viðkvæmir í þessari stöðu sem nú hefur skapast, þar má til dæmis nefna að sveitarfélögum gafst í sumar kostur á að sækja um styrk vegna viðbótarverkefna sem tengdust frístundastarfi barna í viðkvæmri stöðu. Þá var einnig möguleiki að sækja um fjárframlag vegna sérstakra viðbótarverkefna í félagsstarfi fullorðinna. Alls 39 sveitarfélög, sem í búa 93% allra 67 ára og eldri á landinu, fengu úthlutað 75 m.kr. til fjölbreyttra verkefna. Einnig var veitt fjármagn í verkefni handa börnum og ungmennum með fötlun og/eða sérþarfir svo hægt væri að bjóða upp á afþreyingu og rjúfa félagslega einangrun þeirra. Aðgerðir skila árangri Þeir styrkir og þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í skipta gríðarlega miklu máli, með þeim er fólki haldið í virkni sem og þær auka umsvif í nærsamfélaginu. Staðan er enn óljós og enginn veit hversu lengi við þurfum að lifa á þessum vísindaskáldsögulega tíma. Því verða stjórnvöld áfram að standa vaktina og á því er enginn bilbugur. Nú þegar hefur verið ákveðið að lengja hlutabótaleiðina og á Alþingi er verið að vinna að frumvarpi um tekjufallsstyrki. Allt þetta hjálpar til við að skerpa á framtíðar myndinni og styrkir þá vissu að við komum standandi niður úr þessum aðstæðum. Sumar aðgerðir taka lengri tíma en aðrar en eitt er víst að allri eru að reyna að vinna eins hratt og mögulegt er í þeim aðstæðum sem eru uppi, þjóðinni allri til heilla. Áfram veginn. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokks.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun