Lögreglumenn sakaðir um gróft ofbeldi við handtöku í Hafnarfirði Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 6. nóvember 2020 07:22 Atvikið átti sér stað í Hafnarfirðinum. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Sjónarvottar fullyrða að fjórir lögregluþjónar, sem handtóku mann við Hvaleyrarholt í Hafnarfirði síðasta mánudag, hafi gengið allt of langt í aðgerðum sínum og eru lögreglumennirnir sakaðir um gróft ofbeldi. Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag og rætt við sjónarvottana sem ekki vilja láta nafns síns getið. Þeir halda því hinsvegar fram að einn lögreglumannanna hafi slegið hinn handtekna ítrekað í höfuðið með kylfu þar til hann rotaðist og féll í jörðina. Þá fullyrða vitnin að lögreglumennirnir hafi haldið áfram að berja manninn eftir að hann missti meðvitund. Í blaðinu er bent á að samkvæmt reglum um valdbeitingu lögreglumanna sé óheimilt að beina höggi að höfði. Kylfu skal beita með aðgæslu Í blaðinu er vitnað í reglur lögreglu þar sem segir að kylfu skuli beita með þeirri aðgæslu að ekki hljótist af meira hnjask eða meiðsli en þörf krefur. Stöðvarstjóri lögreglunnar í Hafnarfirði staðfestir við blaðið að til átaka hafi komið á milli lögreglu og manns sem hafi verið stöðvaður vegna gruns um vörslu fíkniefna. Maðurinn mun hafa sagt lögreglu að hann væri með Covid 19 og þá var kallað eftir sérútbúnum Covid bíl lögreglu. Í millitíðinni virðist hafa komið til þessara átaka. Nefnd um eftirlit með lögreglu skoðar málið Sjónarvottar bera allir að það hafi blætt úr höfði mannsins og að hann hafi legið meðvitundarlaus í nokkurn tíma í eigin blóðpolli. Nefnd um eftirlit með lögreglu staðfestir að hafa fengið kvörtun í tengslum við handtökuna og sé með málið til skoðunar en kveðst ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Lögreglumál Lögreglan Hafnarfjörður Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Sjónarvottar fullyrða að fjórir lögregluþjónar, sem handtóku mann við Hvaleyrarholt í Hafnarfirði síðasta mánudag, hafi gengið allt of langt í aðgerðum sínum og eru lögreglumennirnir sakaðir um gróft ofbeldi. Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag og rætt við sjónarvottana sem ekki vilja láta nafns síns getið. Þeir halda því hinsvegar fram að einn lögreglumannanna hafi slegið hinn handtekna ítrekað í höfuðið með kylfu þar til hann rotaðist og féll í jörðina. Þá fullyrða vitnin að lögreglumennirnir hafi haldið áfram að berja manninn eftir að hann missti meðvitund. Í blaðinu er bent á að samkvæmt reglum um valdbeitingu lögreglumanna sé óheimilt að beina höggi að höfði. Kylfu skal beita með aðgæslu Í blaðinu er vitnað í reglur lögreglu þar sem segir að kylfu skuli beita með þeirri aðgæslu að ekki hljótist af meira hnjask eða meiðsli en þörf krefur. Stöðvarstjóri lögreglunnar í Hafnarfirði staðfestir við blaðið að til átaka hafi komið á milli lögreglu og manns sem hafi verið stöðvaður vegna gruns um vörslu fíkniefna. Maðurinn mun hafa sagt lögreglu að hann væri með Covid 19 og þá var kallað eftir sérútbúnum Covid bíl lögreglu. Í millitíðinni virðist hafa komið til þessara átaka. Nefnd um eftirlit með lögreglu skoðar málið Sjónarvottar bera allir að það hafi blætt úr höfði mannsins og að hann hafi legið meðvitundarlaus í nokkurn tíma í eigin blóðpolli. Nefnd um eftirlit með lögreglu staðfestir að hafa fengið kvörtun í tengslum við handtökuna og sé með málið til skoðunar en kveðst ekki tjá sig um málið að öðru leyti.
Lögreglumál Lögreglan Hafnarfjörður Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira