Trump viðurkennir ekki ósigur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. nóvember 2020 18:09 Trump er að öllum líkindum á útleið, hvort sem honum líkar það betur eða verr. AP Photo/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hyggst ekki viðurkenna ósigur í forsetakosningum ytra þrátt fyrir að fjöldi fjölmiðla hafi lýst Biden sem sigurvegara eftir að sá síðarnefndi rauf 270 kjörmanna múrinn síðdegis í dag. Í yfirlýsingu frá Trump er því haldið fram að Biden hafi ranglega lýst yfir sigri í kosningunum með hjálp fjölmiðla sem Trump segir hafa engan áhuga á því að leiða það sanna í ljós. „Hin einfalda staðreynd sem eftir stendur er að þessum kosningum er ekki lokið," segir í yfirlýsingunni. Þar segir Trump að ekki sé búið að staðfesta sigur Bidens í neinu ríki, og því síður þeim ríkjum þar sem afar mjótt er á munum í atkvæðum talið. Bendir Trump á að framboð hans standi nú fyrir fjölmörgum lögsóknum vegna kosninganna. Lögleg atkvæði ákveða hver er forsetinn, ekki fjölmiðlar, kemur fram í yfirlýsingunni. Donald Trump skrapp í golf í dag.AP Boðar hann frekari lögsóknir af hálfu framboðs hans frá og með næstkomandi mánudegi. Trump hefur ítrekað staðhæft að maðkur sé í mysunni hvað varðar kosningarnar Biden í hag, án þess að hafa reitt fram sannanir eða gögn um að slík hafi verið raunin. Sjálfur var Trump í golfi í Virginíu þegar fréttir brutust út að fjölmiðlar hefðu lýst Biden sigurvegara þar sem útilokað er talið fyrir Trump að sigra í Pennsylvaníu. Það þýðir að Joe Biden er nú með 273 kjörmenn en 270 kjörmenn þarf til að sigra í kosningunum. A statement from the projected next president, and a statement from the current one. pic.twitter.com/odwBO6js30— Maggie Haberman (@maggieNYT) November 7, 2020 Hefð er fyrir því að sá sem talinn er hafa tapað kosningunum viðurkenni ósigur þegar helstu fjölmiðlar telja ómögulegt að sá hinn sami geti sigið fram úr andstæðingi sínum. Ekkert þó sem skyldar Trump til þess að viðurkenna ósigur auk þess sem að engin lagaleg þörf er á því að forsetinn viðurkenni ósigur. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Tengdar fréttir Íslendingar bregðast við sigri Bidens: Fékk gæsahúð hjá mjólkurhillunni með CNN í eyrunum Joe Biden hefur verið lýstur sigurvegari forsetakosninganna af fjölda erlendra miðla. Hann er sagður hafa borið sigur úr býtum í Pennsylvaníu, sem tryggir Biden 20 kjörmenn og er hann nú kominn með 273 kjörmenn en 270 þarf til að sigra kosningarnar. 7. nóvember 2020 17:45 Pennsylvanía færir Biden sigurinn Demókratinn Joe Biden hefur nú tryggt sér þá 270 kjörmenn sem þarf til að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum eftir hann sigldi fram úr Donald Trump í talningu í Pennsylvaníu. CNN lýsti Biden sigurvegara í ríkinu. 7. nóvember 2020 16:33 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Halli Reynis látinn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hyggst ekki viðurkenna ósigur í forsetakosningum ytra þrátt fyrir að fjöldi fjölmiðla hafi lýst Biden sem sigurvegara eftir að sá síðarnefndi rauf 270 kjörmanna múrinn síðdegis í dag. Í yfirlýsingu frá Trump er því haldið fram að Biden hafi ranglega lýst yfir sigri í kosningunum með hjálp fjölmiðla sem Trump segir hafa engan áhuga á því að leiða það sanna í ljós. „Hin einfalda staðreynd sem eftir stendur er að þessum kosningum er ekki lokið," segir í yfirlýsingunni. Þar segir Trump að ekki sé búið að staðfesta sigur Bidens í neinu ríki, og því síður þeim ríkjum þar sem afar mjótt er á munum í atkvæðum talið. Bendir Trump á að framboð hans standi nú fyrir fjölmörgum lögsóknum vegna kosninganna. Lögleg atkvæði ákveða hver er forsetinn, ekki fjölmiðlar, kemur fram í yfirlýsingunni. Donald Trump skrapp í golf í dag.AP Boðar hann frekari lögsóknir af hálfu framboðs hans frá og með næstkomandi mánudegi. Trump hefur ítrekað staðhæft að maðkur sé í mysunni hvað varðar kosningarnar Biden í hag, án þess að hafa reitt fram sannanir eða gögn um að slík hafi verið raunin. Sjálfur var Trump í golfi í Virginíu þegar fréttir brutust út að fjölmiðlar hefðu lýst Biden sigurvegara þar sem útilokað er talið fyrir Trump að sigra í Pennsylvaníu. Það þýðir að Joe Biden er nú með 273 kjörmenn en 270 kjörmenn þarf til að sigra í kosningunum. A statement from the projected next president, and a statement from the current one. pic.twitter.com/odwBO6js30— Maggie Haberman (@maggieNYT) November 7, 2020 Hefð er fyrir því að sá sem talinn er hafa tapað kosningunum viðurkenni ósigur þegar helstu fjölmiðlar telja ómögulegt að sá hinn sami geti sigið fram úr andstæðingi sínum. Ekkert þó sem skyldar Trump til þess að viðurkenna ósigur auk þess sem að engin lagaleg þörf er á því að forsetinn viðurkenni ósigur.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Tengdar fréttir Íslendingar bregðast við sigri Bidens: Fékk gæsahúð hjá mjólkurhillunni með CNN í eyrunum Joe Biden hefur verið lýstur sigurvegari forsetakosninganna af fjölda erlendra miðla. Hann er sagður hafa borið sigur úr býtum í Pennsylvaníu, sem tryggir Biden 20 kjörmenn og er hann nú kominn með 273 kjörmenn en 270 þarf til að sigra kosningarnar. 7. nóvember 2020 17:45 Pennsylvanía færir Biden sigurinn Demókratinn Joe Biden hefur nú tryggt sér þá 270 kjörmenn sem þarf til að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum eftir hann sigldi fram úr Donald Trump í talningu í Pennsylvaníu. CNN lýsti Biden sigurvegara í ríkinu. 7. nóvember 2020 16:33 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Halli Reynis látinn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Íslendingar bregðast við sigri Bidens: Fékk gæsahúð hjá mjólkurhillunni með CNN í eyrunum Joe Biden hefur verið lýstur sigurvegari forsetakosninganna af fjölda erlendra miðla. Hann er sagður hafa borið sigur úr býtum í Pennsylvaníu, sem tryggir Biden 20 kjörmenn og er hann nú kominn með 273 kjörmenn en 270 þarf til að sigra kosningarnar. 7. nóvember 2020 17:45
Pennsylvanía færir Biden sigurinn Demókratinn Joe Biden hefur nú tryggt sér þá 270 kjörmenn sem þarf til að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum eftir hann sigldi fram úr Donald Trump í talningu í Pennsylvaníu. CNN lýsti Biden sigurvegara í ríkinu. 7. nóvember 2020 16:33