Trump viðurkennir ekki ósigur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. nóvember 2020 18:09 Trump er að öllum líkindum á útleið, hvort sem honum líkar það betur eða verr. AP Photo/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hyggst ekki viðurkenna ósigur í forsetakosningum ytra þrátt fyrir að fjöldi fjölmiðla hafi lýst Biden sem sigurvegara eftir að sá síðarnefndi rauf 270 kjörmanna múrinn síðdegis í dag. Í yfirlýsingu frá Trump er því haldið fram að Biden hafi ranglega lýst yfir sigri í kosningunum með hjálp fjölmiðla sem Trump segir hafa engan áhuga á því að leiða það sanna í ljós. „Hin einfalda staðreynd sem eftir stendur er að þessum kosningum er ekki lokið," segir í yfirlýsingunni. Þar segir Trump að ekki sé búið að staðfesta sigur Bidens í neinu ríki, og því síður þeim ríkjum þar sem afar mjótt er á munum í atkvæðum talið. Bendir Trump á að framboð hans standi nú fyrir fjölmörgum lögsóknum vegna kosninganna. Lögleg atkvæði ákveða hver er forsetinn, ekki fjölmiðlar, kemur fram í yfirlýsingunni. Donald Trump skrapp í golf í dag.AP Boðar hann frekari lögsóknir af hálfu framboðs hans frá og með næstkomandi mánudegi. Trump hefur ítrekað staðhæft að maðkur sé í mysunni hvað varðar kosningarnar Biden í hag, án þess að hafa reitt fram sannanir eða gögn um að slík hafi verið raunin. Sjálfur var Trump í golfi í Virginíu þegar fréttir brutust út að fjölmiðlar hefðu lýst Biden sigurvegara þar sem útilokað er talið fyrir Trump að sigra í Pennsylvaníu. Það þýðir að Joe Biden er nú með 273 kjörmenn en 270 kjörmenn þarf til að sigra í kosningunum. A statement from the projected next president, and a statement from the current one. pic.twitter.com/odwBO6js30— Maggie Haberman (@maggieNYT) November 7, 2020 Hefð er fyrir því að sá sem talinn er hafa tapað kosningunum viðurkenni ósigur þegar helstu fjölmiðlar telja ómögulegt að sá hinn sami geti sigið fram úr andstæðingi sínum. Ekkert þó sem skyldar Trump til þess að viðurkenna ósigur auk þess sem að engin lagaleg þörf er á því að forsetinn viðurkenni ósigur. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Tengdar fréttir Íslendingar bregðast við sigri Bidens: Fékk gæsahúð hjá mjólkurhillunni með CNN í eyrunum Joe Biden hefur verið lýstur sigurvegari forsetakosninganna af fjölda erlendra miðla. Hann er sagður hafa borið sigur úr býtum í Pennsylvaníu, sem tryggir Biden 20 kjörmenn og er hann nú kominn með 273 kjörmenn en 270 þarf til að sigra kosningarnar. 7. nóvember 2020 17:45 Pennsylvanía færir Biden sigurinn Demókratinn Joe Biden hefur nú tryggt sér þá 270 kjörmenn sem þarf til að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum eftir hann sigldi fram úr Donald Trump í talningu í Pennsylvaníu. CNN lýsti Biden sigurvegara í ríkinu. 7. nóvember 2020 16:33 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hyggst ekki viðurkenna ósigur í forsetakosningum ytra þrátt fyrir að fjöldi fjölmiðla hafi lýst Biden sem sigurvegara eftir að sá síðarnefndi rauf 270 kjörmanna múrinn síðdegis í dag. Í yfirlýsingu frá Trump er því haldið fram að Biden hafi ranglega lýst yfir sigri í kosningunum með hjálp fjölmiðla sem Trump segir hafa engan áhuga á því að leiða það sanna í ljós. „Hin einfalda staðreynd sem eftir stendur er að þessum kosningum er ekki lokið," segir í yfirlýsingunni. Þar segir Trump að ekki sé búið að staðfesta sigur Bidens í neinu ríki, og því síður þeim ríkjum þar sem afar mjótt er á munum í atkvæðum talið. Bendir Trump á að framboð hans standi nú fyrir fjölmörgum lögsóknum vegna kosninganna. Lögleg atkvæði ákveða hver er forsetinn, ekki fjölmiðlar, kemur fram í yfirlýsingunni. Donald Trump skrapp í golf í dag.AP Boðar hann frekari lögsóknir af hálfu framboðs hans frá og með næstkomandi mánudegi. Trump hefur ítrekað staðhæft að maðkur sé í mysunni hvað varðar kosningarnar Biden í hag, án þess að hafa reitt fram sannanir eða gögn um að slík hafi verið raunin. Sjálfur var Trump í golfi í Virginíu þegar fréttir brutust út að fjölmiðlar hefðu lýst Biden sigurvegara þar sem útilokað er talið fyrir Trump að sigra í Pennsylvaníu. Það þýðir að Joe Biden er nú með 273 kjörmenn en 270 kjörmenn þarf til að sigra í kosningunum. A statement from the projected next president, and a statement from the current one. pic.twitter.com/odwBO6js30— Maggie Haberman (@maggieNYT) November 7, 2020 Hefð er fyrir því að sá sem talinn er hafa tapað kosningunum viðurkenni ósigur þegar helstu fjölmiðlar telja ómögulegt að sá hinn sami geti sigið fram úr andstæðingi sínum. Ekkert þó sem skyldar Trump til þess að viðurkenna ósigur auk þess sem að engin lagaleg þörf er á því að forsetinn viðurkenni ósigur.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Tengdar fréttir Íslendingar bregðast við sigri Bidens: Fékk gæsahúð hjá mjólkurhillunni með CNN í eyrunum Joe Biden hefur verið lýstur sigurvegari forsetakosninganna af fjölda erlendra miðla. Hann er sagður hafa borið sigur úr býtum í Pennsylvaníu, sem tryggir Biden 20 kjörmenn og er hann nú kominn með 273 kjörmenn en 270 þarf til að sigra kosningarnar. 7. nóvember 2020 17:45 Pennsylvanía færir Biden sigurinn Demókratinn Joe Biden hefur nú tryggt sér þá 270 kjörmenn sem þarf til að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum eftir hann sigldi fram úr Donald Trump í talningu í Pennsylvaníu. CNN lýsti Biden sigurvegara í ríkinu. 7. nóvember 2020 16:33 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Sjá meira
Íslendingar bregðast við sigri Bidens: Fékk gæsahúð hjá mjólkurhillunni með CNN í eyrunum Joe Biden hefur verið lýstur sigurvegari forsetakosninganna af fjölda erlendra miðla. Hann er sagður hafa borið sigur úr býtum í Pennsylvaníu, sem tryggir Biden 20 kjörmenn og er hann nú kominn með 273 kjörmenn en 270 þarf til að sigra kosningarnar. 7. nóvember 2020 17:45
Pennsylvanía færir Biden sigurinn Demókratinn Joe Biden hefur nú tryggt sér þá 270 kjörmenn sem þarf til að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum eftir hann sigldi fram úr Donald Trump í talningu í Pennsylvaníu. CNN lýsti Biden sigurvegara í ríkinu. 7. nóvember 2020 16:33