Telur að kærur Trump muni ekki breyta niðurstöðu kosninganna Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. nóvember 2020 19:30 Silja Bára Ómarsdóttir. Forsætisráðuneytið Prófessor í stjórnmálafræði segir ljóst að Donald Trump sé búinn að tapa kosningum til forseta Bandaríkjanna. Hann geti reynt að kæra útkomur en það muni ekki breyta niðurstöðunni. Þær liggi fyrir. Demókratinn Joe Biden hefur nú tryggt sér þá 270 kjörmenn sem þarf til að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum eftir að hann sigldi fram úr Donald Trump í talningu í Pensilvaníu. Stuðningsmenn Bidens fögnuðu meðal annars á svölum húsa og með því að leggjast á bílflautuna. Trump lýsti því yfir á Twitter 45 mínútum áður en fjölmiðlar vestanhafs tilkynntu Biden sem sigurvegara kosninganna, að hann hefði unnið kosningarnar með miklum meirihluta. Trump lýsti því yfir á Twitter að hann hefði sigrað kosningarnar með yfirburðum um 45 mínútum áður en fjölmiðlar vestanhafs sögðu Biden sigurvegara.STÖÐ2 Endanleg úrslit liggja enn ekki fyrir í Georgíu, Arizona og Nevada en Biden gæti einnig unnið þau ríki. Atkvæði verða talin aftur í Georgíu vegna þess hversu litlu munar á frambjóðendunum þar. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði segir að hægt sé að búast við niðurstöðum frá Nevada og Arizona í kvöld eða á morgun. Niðurstöður frá Georgíu og Norður Karólínu verði lengur á ferðinni. Trump búinn að vera „Eins og þetta lítur úr núna þá held ég að Biden endi með 290 eða 306 kjörmenn og yfirgnæfandi forskot í kosningunum á landsvísu,“ sagði Silja Bára en ítarlegt viðtal við hana má sjá hér að neðan. „Hvað sem Trump segir núna um að hann vilji kæra útkomur og þess háttar þá er ólíklegt að það muni gera neitt til að breyta niðurstöðu kosninganna. Þær liggja fyrir.“ Er einhver möguleiki fyrir Trump, er hann algjörlega búinn að tapa þessu? „Hann er búinn að tapa það er ljóst,“ sagði Silja Bára. Þá segir hún að búið sé að vísa frá flestum þeim málu sem Trump hafi skotið til dómstóla. Trump heldur áfram að kynda undir óróleika Hún segir sigurinn ekki lengur tæpan. „Það er ekki alveg ljóst. Ef Trump vinnur allt sem er útistandandi þá er frekar mjótt á munum en það lítur ekki út fyrir að það verði þannig. Það er mjög algengt að sjá útkomur öðru hvoru megin við 300 atkvæði. Trump sjálfur vann með 306 atkvæðum og með minnihluta kjósenda á bakvið sig. Þannig að það verður erfitt fyrir hann að segja að þetta sé tap ef Biden nær 306 atkvæðum og meirihluta atkvæða,“ segir Silja Bára. „Undir venjulegum kringumstæðum myndi maður búast við uppgjafarræðu frá sitjandi forseta eða þeim sem tapar. Það er hluti af því að skapa lögmæti um valdaskiptin. Það býst engin við því að það verði raunin í dag eða á næstu dögum.“ Trump hefur lýst því yfir að hann ætli ekki að viðurkenna ósigur. Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata árið 2016 segir nýjan kafla í sögu Bandaríkjanna runninn upp. Biden tekur við embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar. „Þegar að þessum tíma kemur þá gef ég mér að kerfið fari að virka og að sitjandi forseti verði fluttur út úr Hvíta húsinu að morgni 20. janúar eins og vaninn er og að nýr forseti flytji inn nokkrum mínútum síðar.“ Sameining gæti reynst erfið Hún segir að það verði erfitt fyrir Biden að sameina Bandarísku þjóðina. „Það er mjótt á munum í mörgum ríkjum en breitt á milli í öðrum. Það sýnir að það er eitthvað sem þarf að laga í samfélaginu ef það á að virka sem heildstætt samfélag. Ég held að verkefni Bidens verði að gera það.“ „Sem þingmaður og varaforseti þá lagði hann mikið upp úr því að miðla málum og ná til fólks beggja vegna. En hvort honum tekst að gera það með almenning það er auðvitað svolítið annað en að eiga við stjórnamálaflokk eingöngu.“ Silja Bára efast um að við sjáum mikla breytingu í Bandaríkjunum. „Breytingin verður að skilaboðin úr Hvíta húsinu verða rólegri og lágstemmdari. Það verði stefna á bakvið þær yfirlýsingar sem fylgja frekar en að þetta séu yfirlýsingar sem ekki er búið að hugsa út í hvernig eigi að innleiða eða hvaða áhrif þær hafi á almenning.“ Biden aftur á móti vilji vera forseti allra landsmanna. „Ég held að við munum sjá mikla breytingu á yfirborðinu en hversu djúpt hún nær að rista. Það er svo annað.“ Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Fréttaskýringar Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Pennsylvanía færir Biden sigurinn Demókratinn Joe Biden hefur nú tryggt sér þá 270 kjörmenn sem þarf til að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum eftir hann sigldi fram úr Donald Trump í talningu í Pennsylvaníu. CNN lýsti Biden sigurvegara í ríkinu. 7. nóvember 2020 16:33 Íslendingar bregðast við sigri Bidens: Fékk gæsahúð hjá mjólkurhillunni með CNN í eyrunum Joe Biden hefur verið lýstur sigurvegari forsetakosninganna af fjölda erlendra miðla. Hann er sagður hafa borið sigur úr býtum í Pennsylvaníu, sem tryggir Biden 20 kjörmenn og er hann nú kominn með 273 kjörmenn en 270 þarf til að sigra kosningarnar. 7. nóvember 2020 17:45 Trump viðurkennir ekki ósigur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hyggst ekki viðurkenna ósigur í forsetakosningum ytra þrátt fyrir að fjöldi fjölmiðla hafi lýst Biden sem sigurvegara eftir að sá síðarnefndi rauf 270 kjörmanna múrinn síðdegis í dag. 7. nóvember 2020 18:09 Forsætisráðherra sendir Biden og Harris hamingjuóskir Forsætisráðherra Íslands óskar Biden og Harris til hamingju með kjörið. 7. nóvember 2020 18:21 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira
Prófessor í stjórnmálafræði segir ljóst að Donald Trump sé búinn að tapa kosningum til forseta Bandaríkjanna. Hann geti reynt að kæra útkomur en það muni ekki breyta niðurstöðunni. Þær liggi fyrir. Demókratinn Joe Biden hefur nú tryggt sér þá 270 kjörmenn sem þarf til að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum eftir að hann sigldi fram úr Donald Trump í talningu í Pensilvaníu. Stuðningsmenn Bidens fögnuðu meðal annars á svölum húsa og með því að leggjast á bílflautuna. Trump lýsti því yfir á Twitter 45 mínútum áður en fjölmiðlar vestanhafs tilkynntu Biden sem sigurvegara kosninganna, að hann hefði unnið kosningarnar með miklum meirihluta. Trump lýsti því yfir á Twitter að hann hefði sigrað kosningarnar með yfirburðum um 45 mínútum áður en fjölmiðlar vestanhafs sögðu Biden sigurvegara.STÖÐ2 Endanleg úrslit liggja enn ekki fyrir í Georgíu, Arizona og Nevada en Biden gæti einnig unnið þau ríki. Atkvæði verða talin aftur í Georgíu vegna þess hversu litlu munar á frambjóðendunum þar. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði segir að hægt sé að búast við niðurstöðum frá Nevada og Arizona í kvöld eða á morgun. Niðurstöður frá Georgíu og Norður Karólínu verði lengur á ferðinni. Trump búinn að vera „Eins og þetta lítur úr núna þá held ég að Biden endi með 290 eða 306 kjörmenn og yfirgnæfandi forskot í kosningunum á landsvísu,“ sagði Silja Bára en ítarlegt viðtal við hana má sjá hér að neðan. „Hvað sem Trump segir núna um að hann vilji kæra útkomur og þess háttar þá er ólíklegt að það muni gera neitt til að breyta niðurstöðu kosninganna. Þær liggja fyrir.“ Er einhver möguleiki fyrir Trump, er hann algjörlega búinn að tapa þessu? „Hann er búinn að tapa það er ljóst,“ sagði Silja Bára. Þá segir hún að búið sé að vísa frá flestum þeim málu sem Trump hafi skotið til dómstóla. Trump heldur áfram að kynda undir óróleika Hún segir sigurinn ekki lengur tæpan. „Það er ekki alveg ljóst. Ef Trump vinnur allt sem er útistandandi þá er frekar mjótt á munum en það lítur ekki út fyrir að það verði þannig. Það er mjög algengt að sjá útkomur öðru hvoru megin við 300 atkvæði. Trump sjálfur vann með 306 atkvæðum og með minnihluta kjósenda á bakvið sig. Þannig að það verður erfitt fyrir hann að segja að þetta sé tap ef Biden nær 306 atkvæðum og meirihluta atkvæða,“ segir Silja Bára. „Undir venjulegum kringumstæðum myndi maður búast við uppgjafarræðu frá sitjandi forseta eða þeim sem tapar. Það er hluti af því að skapa lögmæti um valdaskiptin. Það býst engin við því að það verði raunin í dag eða á næstu dögum.“ Trump hefur lýst því yfir að hann ætli ekki að viðurkenna ósigur. Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata árið 2016 segir nýjan kafla í sögu Bandaríkjanna runninn upp. Biden tekur við embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar. „Þegar að þessum tíma kemur þá gef ég mér að kerfið fari að virka og að sitjandi forseti verði fluttur út úr Hvíta húsinu að morgni 20. janúar eins og vaninn er og að nýr forseti flytji inn nokkrum mínútum síðar.“ Sameining gæti reynst erfið Hún segir að það verði erfitt fyrir Biden að sameina Bandarísku þjóðina. „Það er mjótt á munum í mörgum ríkjum en breitt á milli í öðrum. Það sýnir að það er eitthvað sem þarf að laga í samfélaginu ef það á að virka sem heildstætt samfélag. Ég held að verkefni Bidens verði að gera það.“ „Sem þingmaður og varaforseti þá lagði hann mikið upp úr því að miðla málum og ná til fólks beggja vegna. En hvort honum tekst að gera það með almenning það er auðvitað svolítið annað en að eiga við stjórnamálaflokk eingöngu.“ Silja Bára efast um að við sjáum mikla breytingu í Bandaríkjunum. „Breytingin verður að skilaboðin úr Hvíta húsinu verða rólegri og lágstemmdari. Það verði stefna á bakvið þær yfirlýsingar sem fylgja frekar en að þetta séu yfirlýsingar sem ekki er búið að hugsa út í hvernig eigi að innleiða eða hvaða áhrif þær hafi á almenning.“ Biden aftur á móti vilji vera forseti allra landsmanna. „Ég held að við munum sjá mikla breytingu á yfirborðinu en hversu djúpt hún nær að rista. Það er svo annað.“
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Fréttaskýringar Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Pennsylvanía færir Biden sigurinn Demókratinn Joe Biden hefur nú tryggt sér þá 270 kjörmenn sem þarf til að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum eftir hann sigldi fram úr Donald Trump í talningu í Pennsylvaníu. CNN lýsti Biden sigurvegara í ríkinu. 7. nóvember 2020 16:33 Íslendingar bregðast við sigri Bidens: Fékk gæsahúð hjá mjólkurhillunni með CNN í eyrunum Joe Biden hefur verið lýstur sigurvegari forsetakosninganna af fjölda erlendra miðla. Hann er sagður hafa borið sigur úr býtum í Pennsylvaníu, sem tryggir Biden 20 kjörmenn og er hann nú kominn með 273 kjörmenn en 270 þarf til að sigra kosningarnar. 7. nóvember 2020 17:45 Trump viðurkennir ekki ósigur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hyggst ekki viðurkenna ósigur í forsetakosningum ytra þrátt fyrir að fjöldi fjölmiðla hafi lýst Biden sem sigurvegara eftir að sá síðarnefndi rauf 270 kjörmanna múrinn síðdegis í dag. 7. nóvember 2020 18:09 Forsætisráðherra sendir Biden og Harris hamingjuóskir Forsætisráðherra Íslands óskar Biden og Harris til hamingju með kjörið. 7. nóvember 2020 18:21 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira
Pennsylvanía færir Biden sigurinn Demókratinn Joe Biden hefur nú tryggt sér þá 270 kjörmenn sem þarf til að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum eftir hann sigldi fram úr Donald Trump í talningu í Pennsylvaníu. CNN lýsti Biden sigurvegara í ríkinu. 7. nóvember 2020 16:33
Íslendingar bregðast við sigri Bidens: Fékk gæsahúð hjá mjólkurhillunni með CNN í eyrunum Joe Biden hefur verið lýstur sigurvegari forsetakosninganna af fjölda erlendra miðla. Hann er sagður hafa borið sigur úr býtum í Pennsylvaníu, sem tryggir Biden 20 kjörmenn og er hann nú kominn með 273 kjörmenn en 270 þarf til að sigra kosningarnar. 7. nóvember 2020 17:45
Trump viðurkennir ekki ósigur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hyggst ekki viðurkenna ósigur í forsetakosningum ytra þrátt fyrir að fjöldi fjölmiðla hafi lýst Biden sem sigurvegara eftir að sá síðarnefndi rauf 270 kjörmanna múrinn síðdegis í dag. 7. nóvember 2020 18:09
Forsætisráðherra sendir Biden og Harris hamingjuóskir Forsætisráðherra Íslands óskar Biden og Harris til hamingju með kjörið. 7. nóvember 2020 18:21